Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 * Ast er... ... að hugsa um framtíð hennar. TM Reg. U.S. Pat Off.—ali rights reservod ® 1990 Los Angeles Times Syndicate Nei, þá sjaldan hann lyftir fingri þá er það sá fingur- inn sem hann rennir gegn- um seðlabunkana sína. Með morgnnkaffínu Hvar er tengillinn fyrir kaffikönnuna? Nafn á endurhæfingarstöð SÁA Til Velvakanda. Ég fékk eins og margir aðrir heimsendan happdrættismiða frá SÁÁ. Auðvitað ætla ég að greiða hann, þó mér sé nú ekkert vel við svona sendingar yfírleitt. En öll hjálpin sem fólk hefur fengið hjá SÁA er svo mikil', svo ég tali nú bara um þá sem ég þekki sjálf, að ég vil endilega leggja mitt af mörk- sjá í þessu kynningarblaði sem fylgdi með miðanum og það var að nú ætlar SÁÁ að fara að byggja nýja endurhæfingarstöð og þarf að fá nafn á hana. Ég fór að hugsa um málið og duttu þá tvö nöfn í hug. Annað er Ytri-Vogur eða Efri- Vogur sem er þá í góðu samræmi við sjúkrastöðina Vog. Hitt er Sólhlíð, sem ei; bæði bjart og hlýtt nafn á svona stað. Auðvitað getur fólk haft misjafnar skoðanir á nafni á endurhæfingarstöðina, en auðvit- að skiptir mestu máli að sem allra flestir séu með, þannig að stöðin fái reglulega fallegt og viðeigandi nafn. Ánægður stuðnings- maður SÁÁ Fordómar Til Velvakanda. Hvernig má það vera að vinsæll og landsfrægur leikari, Þórhallur Sigurðsson, þurfí að lúta svo lágt sem hann gerir í nýútkominni plötu sinni. Kynþáttafordómar og kven- fyrirlitning einkennir þessa plötu sem börnin okkar, einlægir aðdá- endur grínleikarans, hlusta á með athygli, nema hvert orð og læra af. Og hvað læra þau? Jú, að fólk af öðrum kynþáttum sé stórskrítið, hagi sér með undarlegasta hætti og sé vart til annars fallið en að gera grín að og hlæga að. Þau læra að séu konur ekki í ákveðnum þyngdarflokki séu þær ekki fyrir hann (Þórhall) og því ekki gjald- gengar. Eru þetta viðhorf sem við viljum ala börn okkar upp við? Svari hver fyrir sig. Ég hef ávalt verið þeirrar skoð- unar að fordómar, hvaða nafni sem þeir nefnast, séu ekki gott vegar- nesti fyrir börnin okkar né heldur góðir eiginleikar í fari einstaklinga og því beri að varast þá. Þórhallur má teljast heppinn að hafa ekki gefið plötu þessa út í Bandaríkjun- um. Þá er nokkuð ljóst að kvenn- réttindakonur og minnihlutahópar væru búnir að lögsækja hann. Hér á íslandi eiga minnihlutahópar lítinn rétt, hér má misbjóða hveijum sem er í gegn um ljósvakamiðlana mörgum sinnum á dag án þess að nokkur taki eftir því. Sigríður S. Gunnarsdóttir um. En annað þótti mér gaman að Aðventan er tími eftirvæntingar. Kertaljós gefa heimilinu hátíðlegan blæ. Gætum þess vandlega að þau séu ekki nærri eldfimum efnum og slökkv- um á þeim ef farið er út úr herberginu. Yíkveiji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI aHAwn B^esjAlfur.tiljólacsjíafibnar iÁe." * Adögunum hlustaði Víkverji á Ellert B. Schram, ritstjóra DV og fyrrverandi alþingismann Sjálfstæðisflokksins, flytja ræðu, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni, að íslenska flokkakerfíð væri úr sér gengið. Var raunar sagt frá hluta af þessari ræðu hér í blaðinu á föstudaginn í síðustu viku. Mörg af gömlu ágreiningsefnum flokkanna eru úr sögunni, vinstri- sinnar erd hættir að boða áætlunar- búskap undir foi-ystu ríkisins og forsjárhyggjan er á undanhaldi undan markaðskerfinu. Flokkunum hefur gengið misjafnlega vel að ná samstöðu um ný mál. Hvað sem þessu líður er samt grundvallar- munur á áherslum og efnistökum í stefnmótun flokkanna. Lífsskoðun ræður mjög afstöðu manna til stjórnmálaflokka. Flokkarnir halda áfram en samsetningin á fylgi þeirra breytist. Er ekki slíkt umrót nú hér á landi? xxx Abreytingatímum eins og þeim sem við lifum núna hvílir rík skylda a öllum sem fjalla um stjórn- mál og þróun þeirra að missa ekki sjónar á grundvallaratriðum. Þegar Víkveiji fylgdist með kosningabar- áttunni í Þýskalandi á dögunum sá hann þann mun helstan á stjórn- málaumræðum þar og hér, hve stjórnmálamennirnir vitnuðu oft til leikreglnanna, sem gilda um starf- semi þeirra og þjóðfélagsins alls. Þeir voru einnig með sagnfræðileg- ar skírskotanir og vísuðu hvað eftir annað til þess að þeir og þjóðin sýndi ábyrgð inn á við og út á við. Þeir voru ekki fastir í dægurþrasinu og skyndilausnunum sem við eigum að venjast. Flokkaskipanin er í föstum skorðum í Þýskalandi og festa á þingi er tryggð með því að flokkar koma þar ekki að manni nema þeir fái yfír 5% atkvæða. Svonefndir græningjar hafa sótt gegn þýsku gömlu flokkunum og fengu kosna þingmenn á sambandsþingið í Bonn 1983 og aftur 1987 en nú nutu þeir ekki 5% stuðnings í vesturhluta Þýskalands. Kjósendur höfnuðu flokki utan hinnar hefðbundnu og traustu flokkaskipunar á tímum óvissu vegna sameiningarinnar. egar íslenska flokkakerfið er gagnrýnt færa menn ekki að- eins fram þau rök að flokkarnir hafi gengið sér til húðar heldur einnig hitt að þeir séu svo margir, að ógjörlegt sé að mynda hér styrka ríkisstjórn. Þetta myndi breytast með fækkun flokka. í Þýskalandi voru 24 flokkar í framboði, þannig að ekki skortir fjölbreytnina. Skorð- urnar við áhrifum smáflokka eru settaf með 5%-reglunni. í Bretlandi eru þrír meginflokkar eins og í Þýskalandi en þar bjóða auk þess margir smærri flokkar fram í kosningunum. Festuna á breska þinginu, þar sem flokkarnir eru ekki fleiri en raun ber vitni, má rekja til kosningalaganna, ein- menningskjördæmanna. Við slíka skipan er ákaflega erfitt fyrir smá- flokka að koma mönnum inn á þing. Ef gagnrýni á íslenska flokka- kerfið byggist á því að flokkarnir séu of margir á Alþingj, er skyn- samlegasta leiðin til að bregðast Við henni sú að breyta kosningalög- unum. Það þarf hins vegar að efla og styrkja stóra flokka til að þing- meirihluti náist fyrir slíkri breyt- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.