Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 64
PC MAGAZINE UM
IBM OS/2:
„ÞETTA ER
FRAMTÍÐIN"
Atvinn ureks I ra rtrygging
/RE :\Tryggðu öruggan
/'NE-'Tyyg' \ atvinnurekstur
sjówGiSalmemab
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Ríkisstjómin ræðir afnám verðtryggingar:
Ríkisskuldabréf
á nafnvöxtum í
byrjun næsta árs?
ÚTGÁFA ríkisskuldabréfa á nafnvöxtum i upphafi næsta árs gæti orð-
ið fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar á lánamarkaðnum hérlendis,
samkvæmt upplýsingum Jóns Sigurðssonar bankaráðherra, sem kynnti
á ríkisstjórnarfundi í gær hugmyndir sínar um afnám verðtryggingar
í áföngum, sem, miðað við lága verðbólgu og stöðugleika í efnahagsmál-
um, yrði að veruleika á næstu tveimur til þremur árum. „Þetta er að
því tilskildu að verðbólga sé varanlega komin niður fyrir tíu af hundr-
aði,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri
hlynntur þessum hugmyndum bankaráðherrans.
Jólasveinarnir til byggða
Morgunblaðið/RAX
Fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur, kom til byggða í dag, en þessa mynd tók Ragnar Axelsson ljósmynd-
ari Morgunblaðsins af nokkrum jólasveinum uppi á Esju þar sem þeir voru á leið til byggða og að sögn
voru þeir í óða önn að búa sig undir jólin og allt sem þeim fylgir.
Ráðherra sagði að hann viidi helst
að afnám verðtryggingar yrði með
frjálsu vali á markaðnum, en ekki
lögþvingunum. „Það sem helst hefur
vantað í umræðurnar um verðtrygg-
mgu og nafnvaxtakjör er að menn
eru alltaf að bera saman mismun-
andi lánsskilmála hjá ólíkum lántak-
endum. Það þarf að fá samanburð
þar sem lántakandinn er jafngóður
í báðum tilfellum. Þess vegna þarf
ríkið að gefa út við hliðina á verð-
tryggðum spariskírteinum nafn-
vaxtabréf til eins og hálfs til þriggja
ára. Þannig gæti myndast markaður
og ef við náum stöðugleika, þá
myndu fleiri og fleiri velja nafn-
vexti,“ sagði Jón.
Jón sagðist vilja tengja þetta við
þá opnun sem væri framundan á íjár-
magnsmarkaðnum og hæfist nú þann
15. desember. „Á þeim tíma sem
framundan er fyndist mér eðlilegt
að ekki væri nein lögbundin stefna
um verðtryggingu, heldur að mark-
Ofsetnir framhaldsskólar í Reykjavík:
Hugsanlega þörf á leiguhúsnæði
fyrir framhaldsskóla næsta haust
- segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra
SVAVAR Gestsson menntamálaráðherra segir að vandamál vegna ofset-
inna framhaldsskóla í Reykjavík sé stærra en við hafi verið búist. Þó
séu í gangi framkvæmdir við stækkun nokkurra framhaldsskóla en
meira þurfi til og hugsanlega verði að taka húsnæði á leigu næsta
haust fyrir starfsemi framhaldsskóla í borginni. Þá segist hann hafa
átt viðræður við borgarsljóra um þörf fyrir nýbyggingu framhalds-
skóla í Grafarvogi en það piál sé á frumstigi.
Svavar segir að ástæður vandans
í dag séu tvær. „Árið 1988 voru sett
lög um að allir sem lokið hafa grunn-
skólanámi eigi aðgang að framhalds-
skólum án þess að gerðar væru nein-
ar ráðstafanir til að breyta fram-
haldsskólunum svo nemendur geti
farið hraðar í gegn en nú er,“ sagði
Svavar. Sagði hann að yfitvöld
menntamála væru að taka á þessu
máli í dag með skipulagsbreytingum
á framhaldsskólunum þar sem gert
væri ráð fyrir að nemendur geti lok-
ið námi á styttri tíma en áður.
„Við erum með svokallaðar „stutt-
ar atvinnulífsbrautir" í þremur fram-
Auðbjörg SH fékk 30
tonn í fjórum togum
Ólafsvík.
ÞAÐ þykir orðið í frásögur
færandi þegar bátar „reka í
hann“ eins og sagt er. Nú á
það við um Auðbjörgu SH 197,
70 lesta bát sem fór I róður
klukkan átta í gærmorgun og
reri suður að Lóndröngum en
það er þriggja klukkustunda
sigling. Tekin voru fjögur tog
með dragnót og gáfu þrjú
þeirra afla. Klukkan 18/ var
verið að landa um 30 tonnum
af vænum þorski.
Að sögn Ottars Guðlaugssonar
’skipstjóra eru þeir búnir að fá um
900 tonn á árinu, þar af 60 það
sem af er þessum mánuði. Þess
má geta að í síðasta haiinu sem
báturinn tók fengust um 14 tonn.
Helgi
haldsskólum til að gera ákveðna til-
raun í þessum efnum,“ sagði hann.
Svavar sagði að önnur ástæða
væri vaxandi þréngingar á vinnu-
markaði. „Fólk kemur meira aftur
til náms í skólunum en áður var.
Þeir sem hafa hætt eftir grunnskóla
og farið út á vinnumarkaðinn eru
núna í mjög stórum mæli að koma
aftur inn í skólana og það er auðvit-
að ánægjulegt," sagði Svavar.
Hann sagði að veruiegar fram-
kvæmdir væru í gangi við stækkun
nokkurra skóla á höfuðborgarsvæð-
inu. „Það á við um Fjölbrautaskól-
annn í Breiðholti og Fjölbrautaskól-
ann við Ármúla. Farið verður af stað
með framkvæmdir við Menntaskól-
ann í Kópavogi á næsta ári. Við
höfum stækkað kennslurými í
Menntaskólanum við Hamrahlíð og
keypt viðbótarhúsnæði fyrir Mennta-
skólann í Reykjavík. Það hefur því
mikið verið gert en þetta er þó ekki
nóg,“ sagði hann.
Ráðherra benti einnig . á að
Reykjavíkurborg á að greiða 40% af
kostnaðþ við byggingar framhalds-
skóla. „Ég hef rætt það lauslega við
borgarstjóra að kannað verði hvort
eigi að reisa framhaldsskóla í Grafar-
vogi og það mál er á frumstigi en á
því verður tekið. Auk þessa alls get-
ur verið að þurfi að gera sérstakar
ráðstafanir nsésta haust með því að
taka húsnæði á leigu fyrir framhalds-
skólastarfsemi. Við fáum betri upp-
lýsingar um áramót því verið er að
vinna skýrslur um þessi mál og þeg-
ar þær niðurstöður liggja fyrir gerum
við nauðsynlegar ráðstafanir," sagði
Svavar Gestsson.
aðurinn velji hana eða hafni. Hugs-
anlega má eftir því sem árangur
næst lengja þann lágmarksbinditíma
sem gildir um verðtryggð útlán í
bönkunum úr tveimur árum í þijú
ár og verðtryggingu innlána mætti
lengja um sama hlutfall, en þar er
þetta dálítið vandasamt, því verð-
tryggð spariskírteini ganga kaupum
og sölum,“ sagði ráðherra.
„Ég hef nú ekki síst verið hvetj-
andi til afnáms verðtryggingar og
tel að á fundinum í morgun höfum
við náð vissu samkomulagi um það
hvernig unnið skuli að þessu. En við
eigum eftir að fá nánari útfærslu á
þessu í samráði við Seðlabanka og
viðskiptabanka," sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra.
IFPL í Grimsby:
18 milljóna
kr. hagnaður
HAGNAÐUR var á rekstri Ice-
landic Freezing Plants Ltd., dótt-
urfyrirtækis Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna í Grimsby,
fyrstu ellefu mánuði ársins. í lok
nóvember var hagnaður orðinn
18 milljónir kr., en á sama tíma
á síðasta ári var 160 milljóna
króna tap af rekstrinum.
Nóvembermánuður var mesti
sölumánuður frá upphafi hjá IFPL
í söiu verksmiðjuframleiddra fisk-
rétta. Þá var selt fyrir 260 milljón-
ir kr. sem er 67% meira en í sama
mánuði árið áður.
Sjá „Úr verinu" á bls B 1.
Erling KE að sökkva austan Hornafjarðaróss:
Allir þrettán skip-
verjar björgnðust
ALLIR þrettán skipverjar á Erl-
ing KE 45, 328 lesta stálskipi
sem gert er út frá Njarðvík,
komust heilu og höldnu yfir í
Þorstein GK 16, um kl. 18.30 í
gær, hálftíma eftir að skip
þeirra steytti á skeri á Borgar-
boða, fáeinum mílum vestan
Hornafjarðaróss.
Þorsteinn GK var í grenndinni
þegar óhappið varð. Skipveijar á
Erling fóru í flotgalia, komust í
gúmmíbáta og voru dregnir í þeim
yfir í Þorstein. Engum varð meint
af.
Síðast þegar fréttist maraði Erl-
ing í kafi um þijá kílómetra frá
strönd. Aðeins stefnið var upp úr,
og líklegt talið að afturendinn sæti
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
á botninum, svo grunnt er þarna.
Varðskip kom á staðinn seint í
gærkvöldi, síðan átti Þorsteinn að
halda inn á Hornafjörð með skip-
veija af Erling.
Érling var smíðaður í Noregi
árið 1969. Hann er í eigu Saltvers
hf. í Ytri-Njarðvík.