Morgunblaðið - 16.12.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.12.1990, Qupperneq 2
2 FRÉTIIR/INIMLENT IVR3 MORGUNBLAÐIð'sÚNNUDAGUR 16. DESEMBEK 1990 Færeyingar taka vel í óskir um veiðar á kolmunna „FÆREYINGAR hafa lýst því óforralega yfir að ef íslendingar óskuðu þess að fá að veiða kolmunna í færeyskri lögsögu yrði tekið vel í slíkt fyrst og fremst vegna þess að þeir hafa fengið að veiða bolfisk í okk- ar lögsögu," segir Jón B. Jónasson skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu. Færeyingar hafa veitt hér um 11 þúsund tonn af bolfiski á ári. „Það hefur verið nefnt að við mættum veiða 25-30 þúsund tonn af kolmunna í færeysku lögsögunni en það var ekkert talað um það í sjálfu sér,“ segir Jón. Jón B. Jónasson segir að kol- munninn sé veiddur í flottroll en ekki nætur, eins og loðnan og af íslenskum loðnuskipum geti einungis þau öflugustu veitt kol- munna. _ Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleið- enda, segir að nýleg loðnuskip séu velflest með búnað til að flaka og frysta kolmunna. „Það er hins vegar hugsanlegt að gera þurfí einhverjar breytingar á sjóðurunum og pressun- um í íslensku loðnuverksmiðjunum ef þær fara út í að bræða kolmunna, þar sem hann er miklu grófari fiskur en loðnan." Einar Þór Bjarnason, forstöðu- maðúr Aflakaupabankans, segir í skýrslu, sem hann skrifaði í desemb- er í fyrra, þegar lítið hafði veiðst af loðnu hér við land, að kolmunnaveið- ar séu fysilegur kostur sem árstíða- bundin veiði og henti vel til dæmis Einu atkvæði munaði í læknadeild UMSÓKNIR um prófessors- embætti í handlæknisfræðum við læknadeild Háskóla Islands voru teknar fyrir á fundi í læknadeild síðastliðinn miðvikudag. Sex umsækjendur voru taldir hæfir af dómnefnd, sem taldi dr. med. Brynjólf Mogensen hæf- astan, en hann er yfírlæknir við bæklunardeild Borgarspítalans. Atkvæðagreiðslur í læknadeild urðu tvær, en í þeirri síðari var kosið um tvo þá efstu úr fyrri at- kvæðagreiðslunni, þá Brynjólf Mog- ensen og dr. med. Halldór Jóhanns- son, dósent og sérfræðing við hand- læknisdeild Landspítalans. Atkvæði féllu svo að Brynjólfur fékk 31 at- kvæði en Halldór 30. fyrir loðnuskip, sem hafí vinnslu- möguleika um borð. Frosin kol- munnaflök .sé hægt að selja til mam- ingsvinnslu fyrir 75-80 krónur kílóið. Ætla megi að skip eins og loðnu- skipið Hólmaborg SU veiði 900- 1.200 tonn af kolmunna í einni veiði- ferð. Sé miðað við 1.000 tonn verði aflaverðmætið um 27 milljónir króna. Aflaverðmæti skips, sem veiði 5.000 tonn af loðnu á mánuði (25.000 tonn á vertíð) sé aftur á móti 20 milljónir á mánuði miðað við að það fái 4.000 krónur fyrir tonnið en á þessari vertíð hafa verið greiddar 4.200 krónur fyrir loðnutonnið. Kolmunná- veiðar eigi því að standa undir sér, enda þótt 22 menn séu á viðkomandi skipi. Einar Þór segir að árið 1982 hafí verið gerð tilraun til að vinna kol- munnann um borð í skipi og hafí Eldborginni (nú Hólmaborg SU) ver- ið breytt til þess. „Um borð í skipinu voru aðallega framleidd roðlaus flök og þau blokkfryst í stórar pakkning- ar. Vinnslugetan var um 45 tonn á sólarhring, sem gáfu 15-18 tonn af flökum. Þau voru aðallega seld til Bretlands, þar sem þau fóru í mam- ingsvinnslu. Vinnslan gekk vel en gæftir voru ákaflega lélegar þennan vetur. Útgerðin gerði þó meira en að standa undir sér. Eftir þetta hef- ur hins vegar ekkert ísienskt skip reynt að veiða og vinna kolmunna.“ - Einar Þór upplýsir að kolmunninn sé hraðvaxta flökkufískur, sem verði kynþroska tveggja ára. „Kolmunninn hrygnir við strendur Skotlands og írlands seint á vetuma og á vorin. A sumrin leitar hann hins vegar norður í höf í ætisleit. Helsti veiðitími kol- munnans við ísland er því á tímabil- inu júlí til október en hann er í nám- unda við Færeyjar í desember til mars. íslensk skip stunduðu tilrauna- veiðar á kolmunna fyrir og um 1980 og árin 1977-1981 veiddu þau sam- tals rúm 80 þúsund tonn af kol- munna.“ Veidd hafa verið 0,5-1,1 milljón tonn af kolmunna í Norður-Atlants- hafi á ári undanfarin ár. Ágóði Húsnæðisstofnunar af endursölu uppboðsíbúða: Morgunoiaoio/AiDert Kemp Börnin færðu öldruðum gjafir NEMENDUR annars bekkjar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar færðu á dögunum íbúum Dvalarheimilis aldraðra á staðnum skemmtilega gjöf. Börnin héldu hlutaveltu og fyrir það fé, sem þar safnaðist, keyptu þau jóla- tré, skraut á það og upplýst kirkjulíkan sem þau færðu gamla fólkinu. Krakkarnir sungu og fluttu leikþátt um Þyrnirós undir stjórn Sigurborgar Rögnvaldsdóttur kennara síns. Að því loknu var öllum boðið upp á veitingar. Uppboðsþoli fái mis- tnuriinn við endursölu Félagsmálaráðherra telur, að í þeim tilfellum sem hagnaður verður við endursölu á uppboðsíbúð, eigi hann að renna til uppboðsþola og sagðist ráðherrann leggja áherslu á að það atriði verði sérstaklega skoðað við endurskoðun á reglum Húsnæðisstofnunar ríkisins um upp- boðsíbúðir. etta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð herra við fyrirspurn Guðmundar Ágústssonar alþingismanns á Al- þingi síðastliðinn fímmtudag. Guðmundur spurðist fyrir um hvort Húsnæðisstofnun héldi hjá sér mismun á kaupverði þegar hún kaup- ir íbúð á nauðungaruppboði á lægra verði en íbúðin er seld á aftur og hvaða skoðanir félagsmálaráðherra hefði á ráðstöfun slíks mismunar. Fram kom í svari ráðherra að skv. starfsreglum Húsnæðisstofnunar er neikvæður munur, það er tap, færður' á reikningsliðinn glötuð veð, en já- kvæður munur, það er ágóði, rennur í Byggingarsjóð ríkisins. „Hvorki uppboðsþola né lánardrottnum er greiddur mismunurinn og er Hús- næðisstofnun þeirrar skoðunar, að minnsta kosti enn sem komið er, að jákvæður munur, ef einhver er, eigi ekki að renna til uppboðsþola heldur Húsnæðisstofnunar. Ég er þar á annarri skoðun," sagði Jóhanna. Húsnæðisstofnun kaupir að jafn- aði um 60 íbúðir á ári á nauðungar- uppboðum, þar af 5 á höfuðborgar- svæðinu. Byggingarsjóður ríkisins á nú 73 íbúðir, þannig keyptar. Ráð- herra sagði að einungis í undantekn- ingartilvikum hefði verið um hagnað stofnunarinnar að ræða af slíkum viðskiptum. Jóhanna sagðist hafa ritað Hús- næðisstofnun bréf sl. vor þar sem bent er á að lög um stofnunina væru hluti velferðarkerfis þjóðfélagsins og félagslegrar aðstoðar við einstakl- inga í húsnæðismálum og að það væri „með öllu óeðlilegt að aðgerðir stofnunarinnar leiddu til þess að ein- staklingar verði fyrir ijárhagslegu tjóni,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Jólahaldið greitt með kortum: Um þúsund milljónir króna bætast á febrúarreikninginn ÞRJÚ þúsund milljónir króna verða að likindum á samanlögðum kortareikningi íslendinga sem greiða þarf í byijun febrúar á næsta ári og litlu minna á reikningnum sem greiða á í janúar. Reikningur- inn verður um eitt þúsund milljónum króna hærri en aðra mánuði ársins, þegar hann er „aðeins“ rúmar tvö þúsund milljónir. Einni milljón og tvö hundruð þúsund sinnum kaupa íslendingar vöru eða þjónustu og greiða fyrir með korti á tímabilinu sem hefst í desem- ber, aðra mánuði er „aðeins“ greitt milljón sinnum með korti. Islendingar færa sér kortavið- skipti í nyt í síauknum mæli. Þau hófust 1980 og nokkru síðar var veitt heimild til útgáfu alþjóð- legra korta hér. Allan þennan tíma hefur færslu- Ijöldi farið jafnt og þétt vaxandi og veltan auk- ist . að _ sama skapi. í Hag- tölum mánað- arins kemur fram að 1986 var velta í kortaviðskiptum innanlands rétt rúmlega átta milljarðar króna. 1989 er veltan tæplega 29 milljarð- ar og þetta ár stefnir í að hún verði um 34 milljarðar. Færslu- íjöldi innanlands var 4,8 milljónir 1986, en í fyrra 11,1 milljón og stefnir í að fara yfír 12 milljónir á þessu ári. Atli Örn Jónsson að- stoðarfram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf. segir að nú gæti ekki lengur þessa vaxtar sem hef- ur verið svona stöðugur undanfar- in ár. Hann segir alveg ljóst að á þessu ári hafí ekki orðið eins mik- il aukning og undanfarin ár, meiri stöðugleiki sé í viðskiptunum, sem gæti bent til þess að kortaviðskipt- in _séu komin í jafnvægi. í jólamánuðinum taka kortavið- skiptin kipp, sem dreifist á tvö úttektartímabil, þau sem hefjast í nóvember og desember. Veltuaukning síðustu tvö korta- tímabilin er á bilinu 30% til 40%, miðað við aðra mánuði ársins, að sögn Einars S. Einarssonar fram- kvæmdastjóra VISA. Næsta tíma- bil þar á eftir er hins vegar rýrara en meðaltalið. Einar segir kaupmenn gera mik- ið af því að flýta kortatímabilinu og heíja það fyrr í desember. „Þeir gera það í auknuim,jnæli,“ segir hann og jafnframt að sú aðgerð sé algjörlega að undirlagi kaup- manna sjálfra og VISA láti það átölulaust, en bendi þeim á áhættu sem sé því samfara. Afgreiðslufjöldi eykst ekki jafn mikið og veltan, sem sýnir að fólk kaupir meira í hverri úttekt en aðra tíma ársins. Færslum í jóla- törninni fjölgar um 20% til 25%, eða um nálægt 200 þúsund á tíma- bilinu og verða því væntanlega um 1.200 þúsund. Þegar reikningurinn kemur fyrir kortaúttektirnar virðist koma babb í bátinn, á sumum bæjum að minnsta kosti. Einar segir að í febrúar og mars séu heldur aukin vanskil sem svo hjaðna þangað til vanskil aukast á ný að loknum sumarleyfum. Einar segir auglýsingar um ný úttektartímabil valda miklum rugl- ingi og misskilningi, jafnt hjá al- menningi sem kaupmönnum. Eng- ar samræmdar reglur séu um þetta í reynd. „Það eru að vísu til regl- ur, en það er ekkert farið eftir þeim,“ segir Einar. „Korthafar vita ekki hvenær þessar greiðslur koma fram og kaupmenn virðast eigin- lega ekki vera með á því sjálfír á hvaða róli þeir eru eða hvort það eru þeir eða við sem ákveða þetta, þetta er einn allsheijar ruglingur, sem kemur fram í miklum símafyr- irspumum. Kaupmenn færa úttektartíma- bilið fram á eigin ábyrgð," segir Einar, „og að þá verða þeir að halda úttektarmiðum eftir og gejmia til næsta tímabils“. Þar sem er beinlínutenging, svokallaðir skannar, hefur VISÁ boðið kaup- mönnum upp á að velja um óbreytt tímabil sem hefjist þann 18. eða að flýta tímabilinu og gildir það þá um allar færslur án undantekn- inga. Atli Örn Jónsson segir að jóla- törnin virðist byija seinna nú en verið hefur og hann telur að ekki sé eins áberandi nú og fyrri ár að kaupmenn vilji byija nýtt úttekt- artímabil fyrr. „Það virðist ekki vera eins mikill taugatitringur í þessu og hefur verið undanfarin ár,“ segir hann. 40% hærri kortareikningur um áramót og í febrúar. Kannski er fólk undir þetta búið, en þó ekki allir, samkvæmt orðum Einars hér að framan. Hvað um það, reikning- urinn kemur, hversu hár sem hann verður og vanskil er hægt að koma í veg fyrir með því einfaldlega að kaupa minna og ódýrara. BflKSVIÐ eftir Þórhall Jósepsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.