Morgunblaðið - 16.12.1990, Qupperneq 11
oeei aaaMaaaa ,9í fltJOAaunviua oiaAjaMUOHOM ru.
MORGUNSUAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.-DÉSEMÖER' 1900 1.
Dr. Magnús S. Magnússon sálfæðingur og Ágústa Sveinbjörnsdóttir arkitekt með börnum
sínum, Huldu Hlín og Magnúsi Davíð og heimiliskettinum Mána.
Institut. Er mjög sjaldgæft að mönn-
um bjóðist slík starfsskilyrði. Ekki
er þó allt gull sem glóir. Þótt enginn
leiðbeinandi kæmi þar lengur við
sögu var hann enn talinn í námi.
„Þannig vinna menn sem ókeypis
starfsmenn fyrir Dani á námslánum
frá Islandi," segir Magnús einfald-
lega þegar spurt er hvernig stóð á
því að hann vann þannig í mörg ár.
Og hann bætir við: „Ekki var það þó
í mínu tilfelli, því hálfu ári eftir að
ég hlaut silfurverðlaunin 1979 voru
mín íslensku námslán felld niður.
Kerfið gerði ekki ráð fyrir að danski
námstíminn á þessu sviði hafði stór-
lengst, en ég lauk námi á eðlilegum
tíma, 11 árum. Eftir fjögur ár var
ég búinn að fá nóg af að vera íslend-
ingur í Danmörku og tók boði um
að koma til starfa í París 1984. Þá
buðu Danir mér 7-9 ára starfssamn-
ing við bestu aðstæður, en franski
samningurinn var aðeins til þriggja
mánaða til að byrja með. Eg kaus
samt frekar að taka honum,“ segir
Magnús. En bætir við að hann hafi
þó haldið skrifstofu sinni í Hafnarhá-
skóla í hálft annað ár eftir að hann
fór.
En hvernig stóð á þessu tilboði frá
París? „Það er eiginlega dálítið skrýt-
in saga“, segir hann. „Eftir að hafa
verið í fjögurra ára sálfræðinámi í
Danmörku, fór ég á puttanum til
Frakklands í þeim tilgangi að kynn-
ast þar betur rannsóknum og rann-
sóknaraðilum sem ég hafði lesið um.
Þvældist þar á milli þessara stofnana
og var alls staðar vel tekið. Þá hitti
ég þann þekkta atferlislíffræðing
prófessor Hubert Montagner. Hafði
kynnt mér það sem hann er frægast-
ur fyrir, boðskipti hjá félagsskordýr-
um.“ Þess má geta að sá sami próf-
essor Montagner hefur komið til Is-
lands og flutt fyrirlestur við Háskóla
íslands. í viðtali við undirritaða, sem
birtist í Morgunblaðinu fyrir þremur
árum og tekið var á rannsóknastofu
hans suður í Montpellier, nefndi hann
Magnús S. Magnússon sem mikil-
vægan samstarfsmann um íslenskan
þátt í fjölþjóðarannsóknum á svefn-
mynstri bama, þar sem hann vill fá
inn í þær athuganir á því hvort hnatt-
staða og birtuskilyrði hafi þar áhrif.
En atferlisrannsóknir sem Magnús
hefur unnið að eru þessu óskildar
og voru hafnar löngu fyrr. Og vegna
anna hefur lítið orðið úr því að Magn-
ús gæti ennþá sinnt íslenska þættin-
um í fyrrgreindum svefnkönnunum
prófessors Montagners. Hvað sem
síðar yrði, ef hann yrði á íslandi og
hefði þar aðstöðu til.
Lesið úr atferli á myndböndum
Staða sú sem Frakkar buðu Magn-
úsi þegar hann fluttist til Frakklands
var að leysa af aðstoðarforstöðu-
mann Mannfræðistofnunarinnar á
Musée de l’Homme meðan sá sem
skipaður var í stöðuna gegndi starfi
í Genf í Sviss í a.m.k. 3-6 mánuði.
En það urðu fjögur ár. í fyrstu tók
Magnús við stöðu hans sem lektor,
síðan dósent og loks sem aðstoðar-
forstöðumaður. Þegar André
Langaney kom aftur var Magnúsi
boðið að vera áfram gestaprófessor
á fullum launum hjá Parísarháskóla
og var það tvisvar sinnum í sex
mánuði. Og nú eftir að hann flutti
til íslands hefur Parísarháskóli boðið
honum að að verða slíkur gestapróf-
essor í 1-3 mánuði á ári. Magnús
kveðst allan tímann aðallega hafa
verið í rannsóknavinnu og þá í sam-
vinnu við aðra háskóla í Frakklandi,
sem tóku upp aðferðir hans. Vilja
þeir sömu háskólar nú taka upp
formlegt samstarf við Háskóla Is-
lands um ýmis verkefni á þessu sviði.
Við reynum að nálgast viðfangs-
efnið nánar. Magnús S. Magnússon
kveðst vera að rannsaka tímalegt
skipulag atferlis hjá fólki. En það
geti allt eins beinst að dýrum. „Með-
an ég var í Danmörku var ég að
skoða tjáskipti milli bama. 0g þró-
aði þar grundvallarhugmynd sem ég
hefi haldið áfram með síðan. Það
voru þær aðferðir sem prófessor
Montagner var svo hrifinn af að
hann fór strax að reyna að fá mig
til Frakklands. Þarna er ég að fást
við tjáskiptaferli, sem getur verið
málrænt og ekki' málrænt." Hann
tekur dæmi til að skýr.a þetta nánar:
„Byijað er á því að taka manneskjur
upp á myndband. Festa þar á mynd
mannleg samskipti. Myndböndin eru
svo greind, allt atferli skráð í mjög
smáum einingum og tímasett. Fræði-
líkan mitt varðar sérstaka tegund
endurtekninga tímamynstra í atferli.
Ég hefí síðan þróað og tölvuvætt
sérstakar aðferðir til sjálfvirkrar leit-
ar að slíkum mynstrum, en þau eru
oft ósýnileg „með berum augum“.
Ég er semsagt að leita að huldum
mynstrum og reglum í mannlegum
samskiptum. Þessum aðferðum hefur
verið beitt við rannsókn á tjáskiptum
barna og við fyrstu kynni við ung-
menni af báðum kynjum á aldrinum
18-19 ára. Það síðamefnda á Max
Plank-stofnuninni í Þýskalandi.“
Kemur í ljós að viðtal við Magnús,
sem tekið, var upp á Max Plank-
stofnuninni skammt frá Miinchen,
var á dagskrá stöðvar 2 í franska
sjónvarpinu um miðjan desember.
Við INSERM í Montpellier fer
fram í samvinnu við Magnús rann-
sókn á atferli fjögurra mánaða bama
og eru niðurstöðumar um það bil að
birtast í alþjóðlegu geðlæknisfræði-
riti. „Þar fundum við að milli 4 mán-
aða barna virtist vera meiri samræm-
ing atferlis en talið hafði verið. Við
skoðuðum börnin þar sem þau sitja
saman, eins og sýnt er á meðfylgj-
andi mynd. Þau reyndust mynda
endurtekin mynstur sín á milli, sem
ekki er hægt að koma auga á nema
með þessum aðferðum og mikilli
nákvæmni, mynd á hveijum tíunda
hluta úr sekúndu. Börnin fram-
kvæmdu 20 þúsund mismunandi
hreyfingar á 15 mínútum þótt þau
virtust ekki gera mikið. Það -er
víxlverkun þeirra á milli. Þau svara
kerfísbundið hreyfingum h.vert ann-
ars. Ef maður horfir á þau með ber-
um augum missir maður alveg af
þessu, en nær því með því að láta
tölvuna vinna úr samskiptunum.
Þarna verður rekið smiðshöggið á
15 ára samstarf okkar próf.
Montagners. En hugmyndin er að
athuga á sama hátt samskiptin milli
móður og bams.
Samstarfið við Sálfræðideildina
hefur hins vegar fjallað um rann-
sóknir á samskonar tjáskiptum hjá
5-10 ára börnum þegar þau vinna í
sameiningu að því að leysa vanda.
Athyglin beinist að því hvernig þau
flytja þekkingu hvert til annars."
Grænlendingar á hreyfingu
Til að skýra aðferðir sínar betur
bregður Magnús upp á tölvuna korti
af búsetuskiptum Grænlendinga, en
það hefur hann verið að vinna á ís-
landi varðandi menningu Inuita á
Grænlandi. Þar kallar hann snarlega
fram aílar ferðir ákveðins Grænlend-
ings á árunum 1895-1927. Magnús
kveðst hafa verið byijaður á þessu
verkefni, rannsóknum á veiðimönn-
um á Angmagsaliksvæðinu, erlendis
og heldur því nú áfram í hlutastarfí
á vegum Háskólans á Akureyri.
Hann útskýrir það nánar: „Til eru
gögn frá Angmasalik frá árunum
1895- 1945 um vetursetustað allra
íbúanna, hvers einasta manns. Þessi
gögn hafa hingað til verið lítt notuð.
En þetta fólk skiptir á 2-3ja ára
fresti um vetursetustað. Ég stakk
upp á því að nota þessi gögn á nýjan
hátt, út frá atferlissjónarmiði og
beiti á þær sérhæfðum, grafískum
tölvuaðferðum, sem ég þróaði sjálf-
ur. Við erum að rannsaka bæði ein-
staklings- og hópatferli í sambandi
við vetursetustaðina. Munurinn milli
einstaklinga virðist vera gífurlegur.
/
Islensk þjóðmenning VII
Alþýðuvísindi
Bókaflokkurinn íslensk þjóðmenning er 10 binda ritröð,
sem hóf göngu sína árið 1987 og hefur eitt bindi komið
út á ári síðan. Þar er fjallað um lifnaðarhætti Islendinga í
rúm 1000 ár. Þetta er fyrsta íslenska menningarsagan
hérlendis skráð af um 50 fræðimönnum.
Ritverkið hlaut viðurkenningu Vísindaráðs fyrir skömmu
vegna frumathugana, sem þar hafa birst.
Ritstjóri er Frosti F. Jóhannsson, þjóðháttafræðingur.
í bindinu, sem nú sér fyrst dagsins ljós, er fjallað um
raunvísindi miðalda, tímatal, alþýðulækningar, almenna
spádóma og veðurspár.
Fimm höfundar skrifa bindið: Þorsteinn Vilhjálmsson,
prófessor, Ami Bjömsson, forstöðumaður þjóðháttadeildar
Þjóðminjasafns, Jón Steffensen, prófessor, dr. Jón Hnefill
Aðalsteinsson, dósent, og Páll Bergþórsson,
veðurstofustjóri.
✓
Bókaflokkurinn Islensk þjóðmenning er sjálfsögð eign á
hverju menningarheimili.
Bókaútgáfan Þjóðsaga, Þingholtsstræti 27, sími 13510