Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 12
w
MQjtGU>ffiIApjE>; SyNNCDAGUR 1-6.. DKfSE.UBm 1999. /
Þótt þessi búsetuskipti séu alltaf fyr-
ir hendi, þá hreyfa sumir sig mjög
stutt en aðrir ákaflega oft og iangar
vegalengdir. Eg er að skoða þetta
og útfæra á tölvu. Minn draumur er
að geta látið Angmagsalikbúa fá
þessi tölvuvæddu gögn, svo þeir geti
þar skoðað sögu sína.“ Ennfremur
kveðst hann geta látið sig dreyma
um að tengja Angmagsalikrannsókn-
irnar á Akureyri svefnrannsóknum
og tjáskiptarannsóknum. Kæmi t.d.
til greina að bera íslendinga saman
við Grænlendinga og Frakka.
í sambandi við hreyfanleika Græn-
lendinga tekur Magnús líkingu af
því þegar menn hér á landi héldu í
verið áður fyrr, sem væri fróðlegt
til skoðunar. En nú er þetta mjög
að breytast hér og fólk mest um
kyrrt á einum stað. Sú er einnig
þróunin á Grænlandi. En þeir sem
hreyfa sig nú á dögum halda miklu
lengra, til fjarlægra landa. Ekki
kvaðst Magnús þó hafa haft tíma til
að hafa afskipti af slíkum rannsókn-
um hér á landi. En benti á að í okk-
ar vestræna heimi væri það oft dug-
legasta og framtakssamasta fólkið
sem hreyfði sig mikið.
Þá má geta þess að Tryggvi Sig-
urðsson, yfirsálfræðingur við Grein-
ingar- og ráðgjafastöð ríkisins, er
við rannsóknir sínar á fötluðum börn-
um og foreldrum þeirra að taka upp
aðferðir Magnúsar S. Magnússonar
við atferlisgreiningar við úrvinnslu
sinna gagna og er hér í ramma með
þessu viðtali stutt spjall við hann um
það.
„Við sæmilega góðar aðstæður
væri hægt að gera hér mikið“, segir
Magnús. „Ég held að við íslendingar
þurfum að velja um það að verða
sjálfstæður menningarpóll í norðan-
verðu Atlantshafi eða verða dönsk
eða evrópsk sveit. Þá er ég ekki að
tala um efnahagsmál og bandalög,
heldur spurninguna um að vera
menningarsvæði eða útibú. Mer
finnst við vera of nálægt því að vera
dönsk sveit.“
Þegar Magnús er frekar inntur
eftir því hvað hann hafi verið með í
huga þegar hann kom heim fyrir 14
mánuðum, kveðst hann hafa hug á
að byggja upp rannsóknir á sínu
sviði. Hann hefur verið að vinna að
sjálfstæðum rannsóknum, fræðileg-
um og aðferðarlegum. Strax bauðst
honum aðstaða hjá prófessor Jóhanni
Axelssyni við Rannsóknastofu í
lífeðlisfræði. Hann vinni á mörkum
líffræði og sálarfræði og lífræðingar
hafi ekki síður áhuga á aðferðum
hans en sálfræðingar. Þarna sé um,
að ræða þverfaglegt rannsóknastarf
í sálarfræði, líffræði og tölvuvísind-
um. Á þessu ári fékk hann til þess
sem hann er að gera svolítinn styrk
úr Vísindasjóði. En frá næstu ára-
mótum verður hann væntanlega orð-
inn sérfræðingur við Háskóla Islands
með vinnuaðstöðu á rannsóknastof-
unni hjá Jóhanni Axelssyni og hefur
til frambúðar þá skrifstofuaðstöðu
með tölvu sína sem Sigmundur Guð-
bjamason rektor og Páll Skúlason
prófessor í heimspekideild útveguðu
honum í biðstöðunni og auk þess
mun hann starfa í samvinnu við Sig-
uijón Bjömsson prófessor í sálar-
fræði. En allir þessir menn hafa lagst
þungt á árar til þess að hann komi
heim til starfa við Háskólann. Einnig
um að samstarfssamningurinn sem
Sorbonne-háskóli_ hefur formlega
boðið Háskóla íslands um rann-
sóknasamstarf og þróun á aðferðum
og tækni á sviði atferlisrannsókna,
einkum á bömum, geti orðið að veru-
leika. Undir þann samning hafa þeg-
ar skrifað til bráðabirgða forstöðu-
maður sálfræðideildar Sorbonne-
háskóla, forstöðumaður INSERM-
rannsóknastöðvarinnar og rektor
Háskóla íslands.
REYNDIST VANDIAÐ
FÁ STARF Í SAMA LANDI
VIÐTAL VIÐ ÁGÚSTU '
SVEINBJÖRNSDÓTTUR
ÁGÚSTA Sveibjörnsdóttir
arkitekt flutti heim til Islands með tvö börn sín fyr-
ir þremur árum og starfar hjá Borgarskipulagi. í
viðtali við eiginmann hennar, Magnús S. Magnússon
sálfræðing, hér að ofan kemur m.a. fram hve snúið
það hefur reynst að fá störf í sama landi sem hæfir
menntun beggja. í nútímasamfélagi víða um lönd er
það að verða æ algengari vandi hæfileikafólks sem
kemur úr löngu og sérhæfðu námi. Eftir að hafa
lokið arkitektanámi í Danmörku fylgdi Ágústa manni
sínum til Parísar, þar sem hún fékk ekki starf í sinni
grein, enda mest atvinnuleysi í þeirri stétt í Frakk-
landi. En þar í landi er Magnús eftirsóttur og standa
honum til boða góð tilboð um störf og frama. Við
báðum því Ágústu um viðtal um þessa reynslu þeirra.
Ágústa Sveinbjörnsdóttir arkitekt.
Agústa útskrifaðist úr Arki-
tektaskólá Listaakade-
míunnar í Kaup- manna-
höfn 1981. Þau hjónin höfðu farið
út til náms 1972, en þar sem hún
eignaðist dóttur þeirra Huldu Hlín
á árinu 1977 tafðist hún svolítið í
námi. „Það var ekki hægt að koma
baminu í dagvistun á vöggustofu.
Hér á íslandi hafa námsmenn for-
gang, en í Danmörku eru þeir aft-
ast í röðinni þegar eTki eru næg
vistunarrými. Rökin eru að þeir séu
heima og ekki útivinnandi,“ segir
hún til skýringar. Dóttirin var hálfs
þriðja árs þegar hún komst á dag-
vistunarheimili. Þegar hún tók
lokaprófið í arkitektúr gekk Ágústa
raunar með annað bam þeirra. Þau
þurftu þó að dvelja áfram í Dan-
mörku, því Magnús var í lengra
námi en hún.
Þegar Ágústa var búin að eign-
ast drenginn Magnús Davíð leið
langur tími þar til hún fékk vinnu,
því þá var atvinnuleysið verst í
Danmörku. Aftur varð því hálfs
annars árs hlé hjá henni. „Ég lenti
þama á versta tíma. Atvinnuleysið
var verst hjá arkitektum af öllum
stéttum. Og síðan hjá sálfræðing-
um. Mikill fjöldi arkitekta var at-
vinnulaus í Danmörku og alger
undantekning ef nýútskrifaðir gátu
gengið inn í slíka vinnu. Eftir bam-
eignarfríið var samt mikil vinna
við undirbúning að starfi. Þá var
Magnús Davíð kominn á vöggu-
stofu og Hulda Hlín á dagvistar-
heimili. Til þess að vera á atvinnu-
leysisskrá þarf að sækja um allar
auglýstar lausar stöður og ganga
á milli vinnustaða í atvinnuleit. I
eitt skipti komst ég það nálægt því
að fá vinnu að ég var ein þeirra
fímm sem kallaðir voru til viðtals
af 90 umsækjendum með full rétt-
indi. Þarna var mjög mikið eftirlit
með því að stöðugt sé sótt um
vinnu. Loks fékk ég vinnu í 7
mánuði. Og um næstu áramót,
þegar ég var komin til Parísar,
skrifuðu þeir og vildu endilega fá
mig í fast starf í Danmörku."
Agústa tók sig sem sagt upp
méð börnin og fór á eftir Magnúsi
til Parísar, enda höfðu þeir sem
sóttust eftir honum þangað sagt
að áreiðanlega yrði hægt að koma
því í kring að hún fengi starf í sínu
fagi þar. „Auðvitað var spennandi
að fara til Parísar, þar sem er svo
stór sjóður nýrra og gamalla bygg-
inga. Svo mér nýttist dvölin þar
að mörgu leyti mjög vel,“ segir
Ágústa. „Ég undi mér hið besta,
enda nóg að gera í fyrstu, þar sem
Magnús Davíð var þriggja ára og
að frönskum sið að byija smá-
bamaskólagöngu sína og Hulda
Hlín 7 ára að hefja nám í almenna
skólanum, bæði með nýtt tungu-
mál. Það reyndist Magnúsi Davíð
erfitt. Fyrst vildi hann ekki vera
einn í skólanum svona mállaus og
ég varð að vera þar með honum.
Ég hugsaði því um lítið annað
fyrsta árið. En úr því vildi ég fara
að vinna eitthvað í mínu fagi. Það
reyndist þrautin þyngri.“
Hið mikla atvinnuleysi í Frakk-
landi kom sérstaklega hart niður á
arkitektum, þar seraum 50%þeirra
voru atvinnulausir. Ágústa vissi um
arkitekta sem unnu fyrir sér með
leigubílaakstri. Næstir arkitektum
komu atvinnulausir heimilislæknar.
Magnús umgekkst áhrifafólk, sem
reyndi að aðstoða, en ekki tókst
að fá vinnu. Þeir sem talað var við
sögðu iðulega: Ég vildi það gjam-
an, en ég hef ekki næg verkefni
sjálfur. Sumir vom þegar komnir
í önnur störf hjá því opinbera. „Það
á mjög illa við mig að þurfa að
snapa og þetta var mjög niðurdrep-
andi,“ segir Ágústa.
Það liðu j)ijú ár frá því þau
Magnús og Ágústa komu til París-
ar. Þá skrapp hún heim til íslands
í sumarleyfi með bömin. Hugðist
kanna aðstæður og þreifa fyrir sér
um vinnu. Lagði því leið sína á
Borgarskipulagið og spurði um af-
leysingavinnu um sumarið og var
sagt að hún gæti byijað daginn
eftir. „Síðan var mér boðin áfram-
haldandi vinna fram að jólum. Ég
tók því og ætlaði út eftir áramótin.
Magnús var í París. Nú var úr
vöndu að ráða, því atvinnuástandið
í Frakklandi hafði ekki batnað.
Magnúsi buðust góð tækifæri, stöð-
ur sem bentu til framtíðarframa.
En honum var sagt að þá þyrfti
hann sem fyrst að gerast franskur
ríkisborgari. Þá bættist í dæmið
spumingin um að verða öll að
Frökkum. Þar að auki veitir ekkert
af í nútíma þjóðfélagi að bæði hjón-
in vinni úti, sama hvar maður býr,“
segir Ágústa.
Fyrir hana sjálfa var það erfið
tilhugsun að geta ekki unnið við
það starf sem hún hafði búið sig
undir. „Ég var svo lengi búin að
byggja upp ímynd og vinna að
þessu marki. Það verður mikið áfall
að finnast maður svo til einskis
nýtur á því sviði. Mér líkaði mjög
vel að vera í Frakklandi. En þó var
alltaf í mér einhver spenna sem
ekki lét mig í friði. Alltaf blundar
spurningin um hvað maður ætlar
að gera við líf sitt. Það er mikið
sálarstríð. Ef atvinnuleysið á staðn-
um varir áfram þá minnka ávallt
möguleikamir á að taka til starfa.
Ætli maður sér að vinna í þessu
fagi má ekki líða of langur tími,
þótt nokkurt hlé geri kannski ekki
mikið til.“
Síðastliðið ár hefur íjölskyldan
búið saman á íslandi. Ágústa segir
að sér líki mjög vel í sinni vinnu
og hún vilji geta haldið henni
áfram. Þar séu áhugaverð verkefni
og góður vinnuandi. Börnin eru
komin í skóla hér. Þau hafa þurft
að skipta þrisvar sinnum um tungu-
mál, voru fyrst á dagvistarstofnun-
um í Danmörku, þá í skólum í
Frakklandi og nú á íslandi. Og hér
hafa þau líka þurft að skipta um
skóla. „Þau hafa verið í eilífum
flutningum og alltaf í óvissu um
hvað verður næst,“ segir Ágústa.
Sjálf hafa þau Magnús að undanf-
örnu búið við tveggja ára aðskiln-
að. Þó var bót í máli að Magnús
hafði þannig starf að hann gat
komið og verið hér nokkurn tíma
í einu. Nú eru þau sest að á ís-1-
andi. „Það er vissulega léttir að
geta gengið út frá einhveiju. Stað-
an sem Magnúsi er að byija í við
Háskóla íslands er til þriggja ára
og ég hef hér áframhaldandi starf
við mitt hæfi. Við erum því að
koma okkur fyrir," segir Ágústa
að lokum.
ADFERDIR MAGNÚSAR
ERU MER BESTU
VIÐTAL VIÐ TRYGGVA SIGURÐSSON, SÁLFRÆÐING
TRYGGVI Sigurðsson yfirsálfræðingur við Greiningarstöð rikisins
og Öskjuhlíðarskóla, vinnur að rannsóknum á sviði tjáskipta í sam-
bandi við fötluð börn í þeim tilgangi að geta ráðlagt foreldrum
hvemig best sé að vinna með börnum sínum sem eru fötluð. í sam-
tali við blaðið kvaðst hann vera að taka upp við sínar rannsóknir
aðferðir Magnúsar S. Magnússonar, sem sagt er frá í greininni hér
að ofan og sem hann bar mikið lof á.
Tryggvi kvaðst hafa verið í
framhaldsnámi á árunum
1974-77 við Binet-stofnún
ina í París, sem er ein elsta rann-
sóknastöðin í bamasálfræði. Og
hefur hann verið í tengslum og'
samvinnu við þá stofn un síðan, en
áhugi hans sjálfs beinist aðallega
að fötluðum börnum. Á árinu 1987
varð hann þátttakandi í tjáskiptar-
annsóknum hjá þessari stofnun og
annaðist þar þann þátt þeirra sem
snýr að fötluðu börnunum. En með
nýjum viðhorfum sem miða að því
að fötluð böm séu sem mest höfð
heima, leggjast vaxandi kvaðir á
foreldrana. Þarna komst hann í
kynni við aðferðir Magnúsar á þann,
Tryggvi Sigurðsson
sálfræðingur
hátt að hann sá prófessor Beaudic-
hon, sem er mjög þekkur fræðimað-
ur á sínu sviði, vinna með einhveij-
um „Magnússon". En Magnús hefur
þróað aðferðir sem lengi hafa verið
notaðar þar á stofnuninni. Fannst
honum það skemmtileg tilviljun að
þeir tveir Norðurlandabúar sem
hefðu tengsl við þessa stofnun væru
Islendingar. Þegar hann ráðgaðist
við prófessor Beaudichon um að-
ferðir við sínar rannsóknir, ráðlagði
hún honum afdráttarlaust að nota
kerfi Magnúsar. Á þessu sviði væru
hans aðferðir þær bestu sem hún
þekkti. Er Tryggvi því að byija á
að taka þær upp.
Af þessu og fjölda greina sem
hann hefði lesið og sem Magnús
hefði skrifað með virtum vísinda-
mönnum, sagði Tryggvi að marka
mætti hve langt Magnús hefði kom-
ist og hve aðferðir hans væru
merkilegar, því samkeppnin væri
gífurleg. Margir eru um hituna, en
aðferðir Magnúsar hafa orðið ofan
á og eru nú þekktar.