Morgunblaðið - 16.12.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.12.1990, Qupperneq 14
fíl 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16: DESEMBER 1990 / texti og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir Það var töluverður ys og þys á Saddam Hussein-flugvelli á sunnudagsmorguninn síðasta þegar við Gísli Sigurðsson héldum til Amman með flugvél íraska flugfélagsins. Hópur „gesta“ beið brottfarar þó svo að formleg fararleyfi væru þá ekki tilbúin fyrir alla. Leiguvélar til Rómar og Frankfurt áttu að leggja af stað jafnskjótt og skjöl og gögn allra hefðu bo- rist frá sérstakri skrif- stofu í Bagdad sem hefur sett lokastimpil á leyfín eftir að Saddam Hussein hefur lagt blessun sína yfir þau. Þó lygilegt sé hefur forsetinn skoð- að hverja umsókn fyrir sig þar sem óskað er brottfararleyfis fyrir gest- ina hans. Stundum hefur hann fengið hugdettur að tilteknir menn fái að fara en ekki aðrir og stundum hefur hann stöðvað - að því er best verður séð að tilefnislausu - umsóknir sem hafa meðmæli Saadi Mehti Saleh þingforseta en það hefur ekki gerst oft. í vélinni sem við fórum með voru aðeins tveir gestir, einn Breti auk Gísla Sigurðssonar. Nokkrir Japan- ar höfðu haldið á braut kvöldið áður en þeir voru komnir með leyfi áður en Saddam gaf sína skyndi- legu yfirlýsingu kl. sex á fimmtu- da^gskvöldið um að hann ætlaði að .leyfa öllum gestum að fara. Þá lá strax í augum uppi að alls kyns skriffinnska og formsatriði tækju nokkra daga enda var að ganga í garð helgi þar sem föstudagur er frídagur í múhammeðstrúarlönd- um. Þrátt fyrir frídag var efnt til skyndifundar íraska þingsins á föstudeginum. Þar skyldi rætt hvort „réttkjörnir" 250 þingmenn féllust á tillögu Saddams Hussein. Að sjálfsögðu er þingið bara til mála- mynda en eftir að Saleh þingforseti hafði kynnt fulltrúum efni tillög- unnar og flutt þennan venjulega hástemmda ræðustúf um einstaka mannkosti Saddams Hussein, gæsku hans og göfugt hjartalag auk vitsmuna sem fæstir hefðu jafn mikið og hann var efnt til „umræðn- anna“. Þær stóðu örstutta stund og síðan var gengið tii atkvæða. Þá komu fimmtán hendur á loft sem ð vildu ekki fallast á að gestirnir fengju að fara. Sumir blaðamenn- irnir urðu undrandi en Saleh þing- forseti var hinn ánægðasti og beindi sérstaklega orðum til erlendu blaða- mannanna að með þessu gætu þeir sannfærst um að lýðræði og frelsi hvers og eins réði hér ríkjum. Gísli á svölum bústaðar sænska sendiherrans í Bagdad. íraska vélin er komin í loftið. Dagana sem ég var í Bagdad var haldið mörg hundruð manna friðar- þing á vegum fjölda kirkjudeilda. Á Saddam Hussein-flugvelli, það hillir undir við séum að fara. Til vinstri er 2. ritari sænska sendiráðsins, Thorkel Starnlöv, sem sá til að allt gengi snurðulaust. Latif A1 Jassim upplýsingaráðherra var kátur þegar hann sagði blaða- mönnum frá ákvörðun Saddams um að leggja tillögu fyrir þingið um að „gestirnir" mættu fara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.