Morgunblaðið - 16.12.1990, Síða 31
30
! MORGUNBLAÐIÐ SUNKUDAGUR 16. DESEMBER 1990
0Get 1' . 'MÖRGUNBLAÖIÐ'' SÚNNUDSflÍ^!3Es8MBEk '1990.. '.
fí 31
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. éintak’ið.
Aðgangur alþingis-
manna að upplýsingum
Að undanfömu hefur forvitni-
leg deila staðið í sölum Al-
þingis. Hún hófst með því, að
Halldór Blöndal, alþingismaður,
óskaði eftir að fá lista með tillög-
um sjávarútvegsráðuneytis um'
úthlutun trillukvóta. Því var neit-
að. Þá leitaði þingmaðurinn til
forseta Sameinaðs þings, sem taldi
sig ekki hafa vald til að gefa fram-
kvæmdavaldinu fyrirmæli um upp-
lýsingagjöf af þessu tagi. Þing-
maðurinn gafst ekki upp, enda
tóku fleiri þingmenn undir kröfu
hans, og beindi þessari sömu ósk
til forseta Efri deildar, fyrst munn-
lega en síðan skriflega ásamt fjór-
um öðrum þingmönnum. Forseti
Efri deildar kvaðst mundu hafa
samband við sjávarútvegsráðherra
vegna þessa máls og gerði það og
má búast við, að upplýst verði í
þinginu á morgun hver svör ráð-
herrans eru.
Margvísleg rök voru færð fyrir
því, að afhenda nefndarmönnum
í sjávarútvegsnefndum Alþingis
ekki þennan lista sem trúnaðar-
mál. I þeim umræðum kom m.a.
fram, að ekki væri eðlilegt að af-
henda listann, þar sem um vinnu-
plagg væri að ræða en ekki endan-
lega úthlutun og í annan stað, að
reynslan sýndi, að ekki þýddi að
afhenda alþingismönnum trúnað-
arskjöl, þar sem upplýsingar bær-
ust út um efni slíkra skjala.
Hér er ekki um venjulegt karp
milli þingmanna að ræða heldur
grundvallarmál í samskiptum lög-
gjafarvalds og framkvæmdavalds
og raunar veigamikið mál í sam-
bandi við almenna upplýsingagjöf
í okkar þjóðfélagi. Alþingi hefur —
illu heilli — samþykkt hið svo-
nefnda kvótakerfí. Á grundvelli
samþykkta Alþingis vinna emb-
ættismenn í sjávarútvegsráðu-
neytinu að því að útdeila miklum
verðmætum. Hvers vegna skyldi
sú skipting vera pukurmál? Hvaða
rök eru fyrir því, að alþingismenn-
imir sjálfir, sem með samþykkt
sinni sköpuðu forsendur fyrirþess-
ari vinnu, fái ekki að fylgjast með
henni og að almenningur í landinu,
sem þessi verðmæti enutekin frá,
fái ekki einnig að fylgjast með
henni? Sú röksemd, að ekki sé
hægt að treysta alþingismönnum
fyrir trúnaðarmálum er fráleit.
Svonefndar trúnaðarupplýsingar
leka út úr öllu stjórnkerfinu og
ekki fremur við þingið að sakast
í þeim efnum en embættismanna-
kerfið. En þar að auki eiga þessar
upplýsingar ekki að vera trúnaðar-
mál.
Alþingismenn eiga kröfu á að
fá umbeðnar upplýsingar í hend-
ur. Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, hefur ekki fært
fram nokkur frambærileg rök fyr-
ir þeirri ákvörðun að neita að af-
henda þingmönnunum þessi gögn.
Komi fram í þinginu á morgun,
að ráðherrann haldi fast við þessa
afstöðu hlýtur næsta skref Alþing-
is að vera að setja sérstaka Iög-
gjöf um skyldur framkvæmda-
valdsins til þess að veita þinginu
aðgang að tilteknum upplýsingum.
En auk þess, að þingið hafi full-
an aðgang að gögnum um kvóta-
skiptingu sýnist full ástæða til,
að allur almenningur hafi það
einnig. Hér er verið að deila út
svo miklum verðmætum, að það
er í rauninni fáránlegt, að örfáir
embættismenn í sjávarútvegs-
ráðuneyti hafi þá skiptingu í hendi
sér. Fjárhagsráð er frægt að end-
emum í sögu okkar en það var
ráð, sem skipti út verðmætum,
eins og sjávarútvegsráðuneytið er
að gera nú. Þetta kerfi hefur þeg-
ar gengið sér til húðar og þingið
hlýtur að gera ráðstafanir til að
gera grundvallarbreytingar á því
öllu en á meðan það er í gildi á
ekkert pukur að ríkja um meðferð
þessara upplýsinga. Þær éiga að
vera öllum opnar, alþingismönnum
og öðrum.
Frumkvæði Halldórs Blöndals í
þessu máli er fagnaðarefni. Það
er eitt af nokkrum dæmum um,
að þingmenn eru að byrja að setja
framkvæmdavaldinu stólinn fyrir
dymar. Á undanförnum áratugum
hefur valdajafnvægið milli löggjaf-
arvalds og framkvæmdavalds
ra^Jcast. Það er ein af forsendum
heilbrigðra stjórnarhátta, að þing-
ið gegni því lykilhlutverki í stjórn-
kerfi okkar, sem því ber. Þess
vegna á ráðherra ekki að komast
upp með að neita þinginu um upp-
lýsingar af því tagi, sem hér eru
til umræðu.
1 AO MÖRKIN
M-\J Ld •milli Sjálf-
stæðisflokks og Al-
þýðuflokks eru nú
síður en svo skýr. Al-
þýðuflokksmenn
vinna að ýmsu sem
verið hefur í verkahring Sjálfstæð-
isflokksins, svosem frelsi á fy'ár-
magnsmarkaði og þá einnig í sam-
skiptum við erlenda aðila, einka-
væðingu svonefndri með þátttöku
almennings og öðrum skyldum efn-
um sem jafnvel framsóknarmenn
og alþýðubandalagsmenn eru farnir
að hvessa í sín pólitísku augu. En
áður sáu þeir svart ef á þetta var
minnzt.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
finna kröftum sínum viðnám í nýju
ómarxísku umhverfi og hafa sann-
færandi forystu i lýðræðislegri þró-
un til frjálslyndis. Að öðrum kosti
hafnar hann í skjalasöfnum.
Það eru miklar þverstæður í
íslenzkum stjórnmálum. í mínu
ungdæmi héldu kratar því fram
sjálfstæðismenn hefðu stolið strúts-
fjöðrunum þeirra og skreytt sig með
þeim. Þeir „ættu“ félagshyggjuna.
Og margir sjálfstæðismenn hafa
verið hræddir við þetta orð, að
óþörfu. Félagshyggja er síðuren svo
bundin við sósíalíska flokka. Hún á
ekki sízt rætur i borgaralegri mann-
úðarstefnu og Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur ávallt borið gæfu til að
rækta hana. Það sjáum við bezt í
Reykjavík. En nú er öldin önnur
en þegar Gaukur bjó á Stöng. Al-
þýðuflokkurinn hefur tileinkað sér
sum helztu stefnumál Sjálfstæðis-
flokksins og flökrar ekkert við
slikum „kapítalisma“, nema síður
sé. Og allt gerist þetta á sama tíma
og kratar daðra við Alþýðubanda-
lagið, kallað Á rauðu ljósi, og vilja
HELGI
spjall
helzt það gangi í einn
flokk jafnaðarmanna
amdir stjórn Jóns
Baldvins. Állt er þetta
með ólíkindum og
minnir ekki sízt á
hræringamar uppúr
fyrra stríði.
Ég hef áður bent á kosti þjóðarat-
kvæðagreiðslna einsog tíðkast í
Sviss og hvemig þær leysa þver-
pólitísk deilumál.
Litlu munaði Svisslendingar bær-
ust á banaspjót vegna deilna um
kjarnorkuver, en þeir skutu málinu
til þjóðarinnar sem leysti úr því
með atkvæðagreiðslu og ákvað sjálf
verið skyldi varið og friðarsinnar
svonefndir reknir af vettvangi með
lögregluvaldi; semsagt, enginn
miskunn hjá Magnúsi. Vandanum
var bægt frá og þjóðin býr við sátt
og samlyndi og tala Svisslendingar
þó ekki allir eitt tungumál einsog
við. Ef þetta hefði gerzt hér heima
stæðum við nánast andspænis óþol-
andi og illleysanlegu vandamáli sem
eitraði útfrá sér. Kostir svissneska
kerfisins eru því augljósir og lýð-
ræði í verki oftaren þennan eina
sunnudag fjórða hvert ár. Slíkt kerfi
fer vel í ættlandi Rousseaus.
Skoðanakannanir eru ekki þjóð-
aratkvæðagreiðsla, Iangtífrá. Samt
er tilhneiging til að nota þær sem
slíkar. Þær geta þó verið vísbend- -
ing, en eru einnig oft misvísandi.
Mér er nær að halda við séum að
nálgast þau tímamót svissneska
kerfið gæti fremur styrkt innviði
lýðveldisins en sú riðlaða flokka-
skipan sem blasir hvarvetna við;
komið í veg fyrir sturlungaandrúm
og upplausn. Slíkt kerfi þarf ekki
á bráðabirgðalögum að halda. Þau
eru tímaskekkja í nútímaþjóðfélagi.
Forseti íslands á ekki að þurfa að
skrifa undir önnur lög en þau sem
Alþingi setur. Samkvæmt þrískipt-
ingu valdsins á framkvæmdavaldið,
þ.e. ráðherrar, ekki að hafa rétt til
lögsetningar. Þeir eru þvert á móti
skipaðir til, að annast framkvæmd
laga. Þeir eiga að annast rekstur
þjóðfélagsins í umboði Alþingis, eða
þeirra sem fólkið hefur kosið til
löggjafarstarfs.
Meirihlutinn þarf að vísu ekki
alltaf að hafa rétt fyrir sér, en það
er lýðræðisleg aðferð hann taki af
skarið í sársaukafullum og við-
kvæmum deilumálum einsog þeim
sem nú blasa við og fylgja ekki
endilega flokkspólitískum línum, en
hafa nánast verið óleysanleg innan
flokkanna. Hér er átt við kvóta,
byggðamál, stóriðju og landbúnað
svoað viðblasandi og illleysanleg
deilumál séu nefnd. Það ætti að
vera hveijum íslendingi auðveld
þegnskylda að beygja sig undir
þjóðaratkvæðagreiðslu um slík
þverpólitísk ágreiningsefni sem eru
sífelldlega í hnút. Ég geri þó ekki
ráð fyrir stjórnmálamenn geti sam-
éinazt um slíkar lausnir. Metnaður
þeirra og vilji er stundum meiri en
getan.
En áfram verður tekizt á um
grundvallaratriði stjórnmála, rekst-
ur þjóðfélagsins; Ietjandi skattjöfn-
unarstefnu vinstri manna og góð
áform hægri manna. En þeir gera
víst ekki alltaf það góða sem þeir
vilja; ekki frekaren aðrir dauðlegir
menn. Þeir hafa góð áform þegar
almættiskrafa kerfisins er annars
vegar. En það eru áform í verki sem
úrslitum ráða. Og atkvæðin sem
njóta góðs af þeim.
M.
(meira næsta sunnudag.)
BREYTINGARNAR ERU
svo örar allt í kringum
okkur að erfitt er að
átta sig á gildi alls_ þess
sem er að gerast. í vik-
unni sem er að líða bar
það til tíðinda að
sænska þingið samþykkti að sækja um
aðild að Evrópubandalaginu, einræðis-
stjórnin í Albaníu hopaði vegna mótmæla
námsmanna, tilkynnt var um sigur Lechs
Walesa í pólsku forsetakosningunum og
George Bush Bandaríkjaforseti ákvað að
breyta um stefnu varðandi efnahagslega
aðstoð við Sovétríkin. Þetta eru aðeins
dæmi úr næsta nágrenni okkar í tíma og
rúmi.
Á undanförnum vikum höfum við orðið
vitni að falli Margaret Thatcher og við
lesum og heyrum fréttir um deilur sem
kunna að leiða til þess að ríki liðist í sund-
ur, ekki eingöngu Sovétríkin heldur einnig
Tékkóslóvakía og Júgóslavía. Við sjáum
það einnig vaxa saman sem hefur verið í
sundur skilið. Þjóðveijar hafa sameinast í
fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landi
sínu í 58 ár og nýr tónn er í samskiptum
Suður- og Norður-Kóreu.
Franskir læknar og sjónvarpsmenn hafa
gert frábæra þætti um samskipti við ung-
böm. Þar er. leitt í ljós, að unnt er að ná
sambandi við þau miklu fyrr en ætla
mætti og jafnvel má ná sambandi við fóst-
ur í móðurkviði. I þessum þáttum er lögð
áhersla á að minna áhorfandann á hin
gífurlegu umskipti sem í því felast fyrir
sérhvem einstakling að hverfa úr skjóli
móðurinnar og horfast í augu við umheim-
inn. Er að sjálfsögðu erfitt að koma þess-
um boðskap til skila, svo auðskiljanlegur
sem hann ætti að vera hveijum og einum
af persónulegri reynslu.
Til að undirstrika umskiptin og draga
fram hve háð við verðum umhverfí okkar
og eram treg til að breyta því er í þáttun-
um fylgst með ungum dreng, sem verður
að lifa fyrstu ár ævi sinnar í plastbúri.
Vegna sjúkdóms er nauðsynlegt að veija
hann fyrir umhverfinu. Hann kynnist
hvorki móður sinni né öðram með nánari
hætti en þeim sem gegnsætt plasttjaldið
leyfir. Loks kemur að því þegar hann er
orðinn nokkurra ára og þroskaður að lækn-
ar ákveða að hann megi koma út úr tjald-
inu. Sýnir myndin þegar móðirin, læknar
og aðrir sérfræðingar reyna að fá drenginn
með góðu til að yfirgefa hina þrpngu vist-
arveru sína og 'komast út í frelsið. Fæst
hann ekki til þess með góðu og verður að
lokum að toga hann út og hann lætur í
ljós ofsahræðslu þegar hann þarf að standa
einn og óstuddur utan plastbúrsins.
Þetta atvik sækir á hugann, þegar rætt
er um hinar miklu breytingar sem eru að
verða hvarvetna í heiminum. Þær hafa
ekki gengið þrautalaust fyrir sig og marg-
ir era vissulega tregir til að yfirgefa það
sem þeir þekkja, þótt þar hafi kjörin oft
verið bágborin. Þjóðunum gengur misjafn-
lega vel að standa á eigin fótum — það
eiga ekki allir ríkan frænda eins og
Austur-Þjóðveijar. Eftir því sem fáviskan
og þekkingarskorturinn er meiri þeim mun
meiri líkur eru á að fyrstu skrefin í frels-
inu verði hættuleg.
mmmmmmmmm sænskir
Ákvíirríiin stjórnmálamenn
AKVoruun hafa látið hendur
Svía standa fram úr
ermum við ákvarð-
anir sínar í Evrópumálum. Um langt ára-
bil hefur verið talið, að skjólið sem hlutleys-
isstefna Svía veitti væri svo mikilvægt,
að þeir myndu ekki yfirgefa það með
ákvörðun um aðild að Évrópubandalaginu
(EB). Nú er hins vegar vísað til breytinga
í öryggismálum Evrópu, brotthvarfs Var-
sjárbandalagsins, samninganna á vett-
vangi Ráðstefnunnar um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu og þróunarinnar í Mið- og
Austur-Evrópu og sagt, að hún hljóti að
ráða efni hlutleysisstefnunar. Þess vegna
hindri hlutleysið ekki lengur aðild.
Svíar hafa hins vegar ekki tekið ákvörð-
un um að fara út úr sínu plastbúri ótil-
neyddir. Efnahagsaðstæður knýja þá til
þess að taka fyrstu skrefin til aðildar að
EB núna. Kosið verður til þings í Svíþjóð
næsta haust og eru flokkarnir þegar farn-
ir að móta afstöðu sína með tilliti til þess.
Þegar gengið var til kosninga í Noregi á
síðasta ári vildu margir stjórnmálaforingj-
ar að Evrópumálin yrðu ekki ofarlega á
dagskrá í kosningabaráttunni. Þau væru
of viðkvæm til þess að verða slíkt bitbein,
þar eins og hér ganga skoðanir þvert á
stjórnmálaflokkana, þótt innan þeirra megi
auðveldlega greina skýra afstöðu. Hægri-
menn í Noregi vildu ekki bíða fram yfir
kosningar með að láta afstöðu sína til EB
í ljós og sögðust eindregið vilja að Norð-
menn gengju í bandalagið.
Sænskir stjórnmálamenn völdu þann
kost að taka af skarið í Evrópumálunum
áður en þau voru orðin bitbein í kosning-
um. Þingmeirihlutinn sem styður aðild
Svíþjóðar að bandalaginu er svo afgerandi
og víðtækur að um málið verður ekki deilt
af neinni hörku í kosningabaráttunni. Þeir
sem era lengst til vinstri í sænskum stjórn-
málum eru andvígir aðild. Kosningarnar í
Danmörku á þriðjudaginn sýna hins veg-
ar, hvemig getur farið fyrir vinstri flokk-
um, ■ sem halda of fast í gamalkunnar
vinstri kreddur, en andstaða við EB flokk-
ast undir það í Danmörku. Sósíalíski þjóð-
arflokkurinn galt afhroð í dönsku kosning-
unum, hins vegar vann Jafnaðarmanna-
flokkurinn góðan sigur, en forystumenn
hans tala nú í mun meiri vinsemd um
þátttökuna í EB en áður.
Eftir að sænska þingið hefur tekið þessa
sögulegu ákvörðun sína á viðhorf Svía í
viðræðum Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) og EB eftir að breytast. í þeirra
augum er þar nú um aðlögunarsamning
að EB að ræða en ekki tilraun til að koma
á fót sérstakri yfírríkjastofnun sem starfí
við hlið EB. Afstaða Svía til Norðurlanda-
ráðs og norræns samstarfs breytist einnig
við þessa ákvörðun. Svíar hafa lagt mest
af mörkum til Norðurlandaráðs enda fjöl-
mennastir Norðurlandaþjóða. Evrópu-
bandalagið mun nú sitja í fyrirrúmi í
sænska stjórnkerfinu og hjá sænskum
stjórnmálamönnum. Verður nú enn brýnna
en áður fyrir forystumenn norræns sam-
starfs að ákvarða starfsvettvang Norður-
landaráðs. Þing þess hafa mjög borið þess
merki undanfarin ár, að menn væra að
leita að nýjum verkefnum.
Viðbrögð
Norðmanna
FINNAR ERU I
svipaðrL stöðu og
við íslendingar.
Þeir vilja fá sem
lengstan tíma til að
laga sig að hinni breyttu stöðu í Evrópu
og til að taka ákvarðanir um tengsl við
Evrópubandalagið. Það verður kosið til
þings í Finnlandi í mars. Stefna finnsku
stjórnarinnar er sú að halda sig við viðræð-
ur EFTA og EB um evrópska efnahags-
svæðið og sjá hvaða árangri er unnt að ná
í þeim. Jafnframt hefur verið sagt, að
finnska ríkisstjórnin átti sig á því, að hún
kunni að þurfa að taka skjótar ákvarðanir
til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar sem
best og hún sé tilbúin til þess. Hefur for-
maður finnska hægriflokksins hreyft því
að Finnland gerist aðili að Evrópubanda-
laginu.
Ríkisstjórn borgaraflokkanna sprakk
nýlega í Noregi vegna deilna um aðlögun-
ina að evrópska efnahagssvæðinu. Verka-
mannaflokkurinn myndaði þá minnihluta-
stjórn en í Noregi er bannað að íjúfa þing
og þess vegna hvílir ríkari skylda á stj'órn-
málaflokkunum en ella að koma sér saman
um starfhæfan meirihluta á þingi, svo að
unnt sé að þoka brýnustu úrlausnarefnum
áfram. Stjórn Verkamannaflokksins hefur
meira frelsi til að taka ákvarðanir í Evrópu-
málum, ef svo má að orði komast, en ríkis-
stjóm borgaraflokkanna, þar sem tekið
var tillit til andstöðu Miðflokksins við EB
við myndun ríkisstjórnar borgaraflokk-
anna. Verkamannaflokkurinn getúr skotið
Evrópumálunum beint fyrir þingið og þar
er alltaf einhver reiðubúinn til að ganga
til liðs við hann.
Þegar Norðmenn felldu aðild að EB í
þjóðaratkvæðagreiðslu 1972 var ándstað-
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 15. desember
an ekki síst mikil meðal þeirra sem bjuggu
úti á landsbyggðinni og áttu mikið undir
fískveiðum og útflutningi á sjávarafurðum.
Við ákvarðanir um Evrópumálin nú munu
norskir stjómmálamenn því taka ríkt tillit
til þeirra sem tala fyrir hönd hópanna sem
voru ákföfustu andstæðingarnir fyrir tæp-
um 20 árum. Norsku atvinnuvegasamtökin
Næringslivets Hovedorganisasjon gáfu
nýlega út greinargerð, sem heitir Fisk og
EF eða Fiskur og ÉB. Segir í inngangi
að hún sé samin sem liður í úttekt samtak-
anna á mikilvægum málefnum fyrir at-
vinnulífið í tengslum við viðræðurnar um
evrópska efnahagssvæðið og aðild Noregs
að EB í framtíðinni.
í skýrslunni er lögð áhersla á það megin-
atriði, að unnt sé að flytja unnar sjávaraf-
urðir inn til Evrópubandalagsins. Norð-
menn flytja um 60% af sjávarafurðum
sínum til EB-landa, en 15% til EFTA-land-
anna. Þeir standa frammi fyrir þeim vanda
að það eru hærri tollar á unnum sjávaraf-
urðum til EB en hráefninu, það er hinum
sama vanda og við höfum kynnst til dæm-
is við útflutning á saltfiski. Telja höfundar
skýrslunnar að alltof stór hluti útflutnings-
ins Sé lítt unnið hráefni. Þetta leiði til
þess að störf við vinnslu sjávarafurða flytj-
ist í óeðlilega miklum mæli frá Noregi inn
fyrir landamæri Evrópubandalagsins. Er
þetta ekki einmitt hið sama og framleið-
endur íslenskra sjávarafurða hafa verið
að segja? Hafa þeir ekki verið að óska
eftir því að samningar okkar við EB séu
endurskoðaðir með það fyrir augum að
hvatningin til að flytja út óunninn fisk sé
minnkuð?
Norðmenn segja, að við núverandi að-
stæður hafi mörg þúsund manns vinnu við
verkun á norskum físki innan landamæra
EB, einkum í Þýskalandi, Frakklandi,
Danmörku og á Spáni. Störfum hafí fækk-
að í norskum fiskiðnaði um leið og þeim
hafi fjölgað innan EB. Forystumenn í
íslenskum sjávarútvegi hafa komist þannig
að orði, að með því að flytja út hráefni
séu fiskveiðiþjóðirnar að grafa sína eigin
gröf, því að þær haldi uppi fiskvinnslu
innan EB og hvetji jafnvel til þess að fisk-
veiðar verði hafnar að nýju frá stöðum,
þar sem þeim hafi verið hætt. Þar sem
atvinnuleysi ríkir geta stjórnmálamenn
alltaf réttlætt opinbera styrki til starfsemi
sem skapar atvinnu, enda er útgerð innan
EB að meira eða minna leyti rekin með
opinberam styrkjum.
Aðgangur
að fiski-
miðum
NORÐMENN
standa frammi fyrir
þeirri staðreynd
eins og aðrar fisk-
veiðiþjóðir sem vilja
semja við EB, að
bandalagið krefst aðgangs að fiskimiðum
fyrir aðgang að mörkuðum. Um þetta at-
riði er fjallað í sérstökum kafla í skýrslu
norsku samtakanna. Þar segir:
EB hefur sett fram almenna ósk um
auknar fiskveiðiheimildir hjá löndum sem
Tiafa beðið um lækkun á tollum fyrir sjáv-
arafurðir inn á EB-markaðinn. Kröfum
EB um auknar veiðiheimildir í norskri lög-
sögu hefur verið hafnað með vísan til
grandvallarreglna.
Noregur er í hópi þeirra Evrópulanda
sem á hvað auðugust fískimið innan fisk-
veiðilögsögu sinnar. Þessi auðlind hefur
verið meginforsendan fyrir búsetu manna
við strönd Noregs. Alls staðar í Evrópu
er fiskiskipastóllinn of stór. Aðild Noregs
að EB mundi hafa í för með sér að Norð-
menn yrðu að gerast fullir aðilar að sam-
eiginlegri stefnu EB í sjávarátvegsmálum.
Eftir að norska fiskveiðilögsagan var færð
út í 200 sjómílur 1977 hafa skip frá EB
og Noregi veitt í lögsögu hvor annars sam-
kvæmt samningum um það. Fiskveiði-
samningurinn við EB byggist á því að jafn-
vægi skuli ríkja í hinum gagnkvæmu veið-
um, þegar litið er á verðmæti aflans. Ef
rætt yrði um aðild að EB má vænta þess
að EB muni fara fram á að fá að veiða
meira í 200 sjómílna lögsögu Noregs.
Norðmenn hljóta þá að vísa til þess jafn-
vægis sem hefur skapast á milli EB og
Noregs í fiskveiðum. Það verður að benda
á, að fiskstofnarnir undan strönd Noregs
skipta höfuðmáli fyrir afkomu þeirra sem
búa við ströndina. Staða fiskstofnanna í
norskri lögsögu og of stór fiskiskipastóll
Margl líkt
með...
valda því að ekki er unnt að verða við
óskum um auknar veiðiheimildir fyrir skip
frá EB-löndunum. Það er mikilvægt að
hugsanleg aðild Noregs að sameiginlegri
fiskveiðistefnu EB hafi ekki í för með sér
fleiri undanþágur, þegar rætt er um að-
gang fiskiskipa frá EB að norsku 200
mílna lögsögunni.
Eins og málum er nú háttað hefur EB
mjög takmarkaðar veiðiheimildir í Noregs-
hafi og Barentshafi í samræmi við árlegan
kvótasamning við Noreg. Frá 1987 hafa
einnig gilt kvótareglur um þorskveiðar
EB-skipa í lögsögunni umhverfis Sval-
barða. Þar er ekki heldur nein ástæða til
að áuka þorskkvótann fyrir EB-skip þar,
enda byggjast kvótareglurnar þar á því,
hvað hefur verið hefðbundin veiði.
ÞEGAR ÞESSAR
hugleiðingar Norð-
manna eru lesnar,
sést að margt er
líkt með sjónarmið-
um þeirra og þeim viðhorfum sem ber
hæst í umræðum um tengslin við EB hér
á landi, að ekki megi slaka neitt á gagn-
vart kröfum EB urn aðgang að fiskimiðum
innan íslensku lögsögunnar. Við höfum
að vísu ekki gert gagnkvæman fiskveiði-
samning við EB eins og Norðmenn, hinu
má þó ekki gleyma að belgískir togarar
hafa haft leyfi til þorskveiða innan íslensku
lögsögunnar allt frá því að hún var færð
út í 200 sjómílur. Belgar gengu fram fyr-
ir skjöldu og viðurkenndu útfærsluna á
sínum tíma. Veiðiheimildirnar til þeirra
hafa verið einhliða afsal af okkar hálfu,
sem á að meta okkur til tekna.
Höfundar norsku skýrslunnar telja það
greinilega ekki óyfirstíganlega hindran í
samningaviðræðum við EB um aðild Nor-
egs að bandalaginu að Norðmenn haldi
fast í þá stefnu sefn hér hefur vgrið lýst.
Þegar norska skýrslan er lesin skal haft
í huga að hún er ekki samin af fulltrúum
atvinnugreina í Noregi, sem telja sig hafa
mun meiri hag af því en fiskiðnaðurinn
að tengjast Evrópubandalaginu heldur
sátu fulltrúar sjávarútvegsins í þeirri nefnd
sem samdi álitið á vegum Næringslivets
Hovedorganisasjon.
„Eftir að sænska
þingið hefur tekið
þessa sögulegu
ákvörðun sína á
viðhorf Svía í við-
ræðum Fríversl-
unarbandalags
Evrópu (EFTA)
og EB eftir að
breytast. I þeirra
augum er þar nú
um aðlögunar-
samning að EB að
ræða en ekki til-
raun til að koma
á fót sérstakri
yfirríkjastofnun
sem starfi við hlið
EB. Afstaða Svía
til Norðurlanda-
ráðs og norræns
samstarfs breytist
einnig við þessa
ákvörðun.“