Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 33

Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 33 Gítar og klavíkord Ceisladiskar Egill Fridleifsson Flytjendur: Símon H. ívarsson, gítar. Orthulf Prunner, klav- íkord. Höfundar: Ymsir. Útgáfa: Skífan. Út er kominn geisladiskur með óvenjulegri hljóðfærasamsetningu, þ.e. gítar og klavíkord. Það eru þeir félagarnir Símon H. ívarsson og Orthulf Prunner sem þarna stilla saman strengi sína og koma áheyr- endum aftur á óvart, en fyrir fáum árum gáfu þeir út plötu með gítar og orgel, sem einnig er mjög óvenju- legt, kannski einsdæmi. Ég er ekki viss um að allir viti hvað klavíkord er, en það er lítið strengjahljóðfæri með hljómborði og líkist helst semb- al. Hljómur þess er ekki mikill en fallegur og raunin er sú að þessi tvö hljóðfæri, gítar og klavíkord, eiga ágætlega saman. Bæði eiga hljóðfærin sér langa sögu og má geta þess að t.d. Bach og Mozart höfðu dálæti á klavíkord. Klavíkord er fáséð hljóðfæri á íslandi og man ég í svipinn aðeins eftir einu, og mun það vera í eigu Bókasafns Hafnarfjarðar. Ekki mun vera til tónlist sem upprunalega er samin fyrir gítar og klavíkord, an þeir félagar, Símon og Orthulf, hafa umritað verk ýmissa tónskálda fyrir hljóðfæri sín með dálítið misjöfnum árangri að mínu mati. Þau tónskáld sem við sögu koma eru; Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Áskell Másson, J.S. Bach, L.v. Beethoven, I. Albeniz, M.de Falla og L. Boccherini. Tvö fyrstu Jögin þekkir hvert mannsbarn á íslandi, „Hvert ör- stutt spor“ eftir Jón Nordal og „Maístjarnan" eftir Jón Ásgeirsson og hljóma þessir góðkunningjar hér í nýstárlegum búningi. Þriðja lagið ■ HJÁLPARHELLAN nefnist bók sem Fjölvaútgáfan hefur gefið út og fjallar um hollensku konuna Miep Gies sem annaðist aðdrætti fyrir Önnu Frank og fjölskyldu hennar, þar sem þau voru í felum í 2 ár í bakhýsinu við Prinsengracht í Amsterdam, eins og frægt er. I kynningu útgefanda segir: „Örlög litlu gyðingastúlkunnar em mönn- um hugleikin. Hún lifði í felum á háalofti bakhýsis undir hernámi nasista. Innilokuð var hún að þrosk- ast tii skilnings á tilverunni í skáld- legum unaði og fegurð. Á kápu bókarinnar segir að í henni birtist það sem á vantaði lýsingar Önnu Frank. Hún vissi ekki, hvað var að gerast fyrir utan dyra, um skortinn og skömmtunina. í bókinni er því lýst hvernig hollenska konan Miep lagði sig hvað eftir annað í lífsháska til að útvega fólkinu matvæli og aðrar nauðþurftir. Hún var sann- kallaður hjálparengill þeirra." Bók- in um Hjálparhelluna er færð í letur af iison Leslie Gold, en Þorsteinn Thorarensen íslenskaði hana. Hún er 256 bls. og myndskreytt. Hún er prentuð hjá G.Ben. Prent- stofu. nýjar í pakka kr. 1.750.- er lítt þekkt „Kansóna“ eftir Áskel Másson og mun upprunalega vera kvikmyndatónlist, en „Kansónan" vinnur á við kynningu. Þarna er einnig að finna tvö lög eftir J. Dow- land, sónötu eftir J.S. Bach, til- brigði eftir Beethoven, en einnig ástríðufulla spænska tónlist eftir þá I. Albeniz og M. de Falla og þar njóta þeir félagar sín best að mínu áliti og er leikur þeirra með miklum ágætum. Síðasta verkið er svo „Introduction et Fandango“ eftir L. Boccherini. Hér er um óvenjulegan disk að ræða og forvitnilegan, sém líklega mun falla mörgum vel í geð enda hljóðfærasamsetningin nýstárleg og leikur þeirra Símonar H. Ivars- sonar og Órthulfs Prunner vandáð- ur. lierra' Jhúsiiði ADftm* Laugavegi 47 s. 29122 - 17575 Jakkaföt 19.900-35.800 St. jakkar 11.900-21.800 Buxur 4.900-8.800 Skyrtur 3-4.000 Blússur 9.800-17.900 Rúskinnsjakkar 14.900-22.900 Peysur 5.450-11.800 t Ýmsar eignir eru undanþegnar eignaskatti, t.d. innstœba á BAKHJARLI sparisjódsins. BAKHJARL sparisjóðsins hentar þeim mjög vel sem vilja njóta hagstæðustu ávöxtunarkjara hjá sparisjóðnum. BAKHJARL ber háa vexti umfram verðtryggingu, nú 6.5%, og er aðeins bundinn í 24 mánuði. Með BAKHJARLI opnast einnig ýmsar leiðir hjá sparisjóðnum til hagsbóta fyrir þig og þína. Jafnframt er vert að hafa í huga að talsverður munur getur orðið á skattbyrði þeirra sem eiga um áramót inneign á BAKHJARLI, og hinna sein eiga á sama tíma álíka fjárhæð í verðbréfum og svipuðum eignum. Athugaðu kostina sem fylgja því að ávaxta fé þitt á BAKHJARLI sparisjóðsins. Haföu sparisjóðinn að bakhjarli i’ SPARISJÓÐURINN SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR, SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS, SPARISJÓÐUR REYKJAVlKUR OG NÁGRENNIS, SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA. 1V :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.