Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 46

Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 46
46 AfORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÖ/SMÁ SUNNUDAGUR lfft DESEMBER,1990 AUGL YSINGAR / (^LANDSSMIÐJAN HF. W'"* JSÖLVHÓLSGÖTU 13 - 101 REYKJAVlK f SlMI (91) 20680 Rafsuðumenn -vélvirkjar Óskum eftir að ráða til starfa strax góða rafsuðumenn og vélvirkja. Næg vinna. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Harðarson í síma 91-20680. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á hand- og lyflækningadeildir Landakotsspítala. Um er að ræða allar vaktir og ýmis hluta- vinna kemur til greina. Upplýsingar veittar hjá hjúkrunarfram- kvæmdastjórum deildanna í síma 604300. Tölvuvinnsla Starfsmaður óskast til að annast sérhæft tölvubókhald fyrir fyrirtæki í miðborginni. Hér er um 100% starf að ræða sem krefst samviskusemi og árvekni. Starfsmaður þyrfti að geta hafið störf eigi síðar en 15. janúar 1991. Skriflegar umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 21. desember merktar: „Tölvuvinnsla - 6708“. Heimilistæki hf 535 Heimilistæki, Sætúni 8. ™ Heimilistæki hf. óskar eftir að ráða starfs- mann á verkstæði tölvudeildar. Verksvið er vinna við almennt viðhald og uppsetningu á PC tölvukerfum. Umsækjandi þarf að hafa þekkingu og haldgóða reynslu á ofangreindu verksviði. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Umsóknarfrestur er til 21. desember nk. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil óskast sendar til Einars Sverris- sonar, tölvudeild Heimilistækja hf., Sætúni 8, Reykjavík. Sundlaug Óskum eftir að ráða starfsfólk að hinni nýju og glæsilegu sundlaug okkar, sem verður opnuð fljótlega eftir áramótin. Þau störf, sem laus eru til umsóknar, eru: Starf forstöðumanns; reynsla í rekstri og stjórnun æskileg. Starf dagmanns/tækja- manns; reynsla og hagnýt iðn/tæknimenntun æskileg. Störf laugarvarða, afgreiðslufólks og baðvarða. Launakjör eru samvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Kópavogskaupsstaðar og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 31. desember 1990. Nánari upplýsingar veitir íþróttafulltrúi í síma 45700. íþróttaráð Kópavogs. Tölvuður Nemi á tölvubraut í Iðnskólánum í Reykjavík óskar eftir framtíðarvinnu. Upplýsingar í síma 74645, Örn. Tækjamaður Óska eftir tækjamanni á steypudælu. Þarf að geta byrjað strax. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 21. desember merktar: „Tækjamaður - 8186“. Kerfisfræðingur óskar eftir atvinnu, helst við forritun í Turbo Pascal eða „C“. Einstök verkefni kæmu til greina. Upplýsingar í síma 93-11265. Framkvæmdastjóri Vegna nýrra verkefna erlendis óska íslensk tæki eftir að ráða til stprfa framkvæmda- stjóra sem fyrst. Umsækjendur þurfa að hafa góða menntun . og reynslu af markaðs- og sölumálum. Góð kjör í boði. Nánari upplýsingar í síma 656510 milli kl. 13.00 og 16.00. ísiensk tæki, Garðatorgi 5, sími 656510. tækniskóli íslands Tækniskóli íslands auglýsir laust til umsókn- ar starf bókavarðar við bókasafn skólans. Ráðið verður í stöðuna frá 15. janúar eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir rektor í síma 91-84933 eða á staðnum. Umsóknum ásamt upplýsing'um um menntun og fyrri störf sendist Tækniskóla íslands, Höfðabakka 9,112 Reykjavík, fyrir 20. des- ember nk. Rektor. Stjórnun Innflutningur/birgðir Þekkt heildverslun í borginni vill ráða í eftir- talin störf. Störfin eru laus strax en hægt er að bíða í smá tíma eftir réttu fólki: Innflutningur/birgðahald. Starfið felur í sér heildarábyrgð á vöruútvegun, innflutningi, verðlagningu og birgðastjórn. Starfið er krefj- andi og innifelur mannahald. Leitað er að kröftugum einstaklingi með traustan menntunargrunn og helst reynslu. Innheimta/viðskiptabókhald. í starfinu felst innheimta viðskiptakrafna og vinnsla í kring- um viðskiptabókhald. Leitað er að dugmiklum starfskrafti, helst með reynslu á þessu starfssviði. í báðum þessum störfum eru í boði fyrir rétta einstaklinga. Góð laun og miklir fram- tíðarmöguleikar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 1. janúar nk. QLIÐNI ÍÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐN l N CARLJÓN U STA TIARNARGÖTU 14, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa strax eða eftir nánara samkomulagi. Á sjúkrahúsinu er sjúkradeild, fæðingardeild og ellideild, samtais 43 rúm. Góð starfsaðstaða og góður vinnuandi. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-71166 og heimasíma 96-71417. Skrifstofustarf Lítið, gamalgróið, fyrirtæki með verulega veltu, óskar eftir starfskrafti hálfan daginn á skrifstofu. Bókhalds- og vélritunarkunnátta er áskilin en fyrst og fremst er óskað eftir samviskusamri manneskju, sem getur unnið sjálfstætt. Góð vinnuaðstaða. Æskilegur aldur 40-50 ára. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „AK - 6711“. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar hluta- stöður við læknadeild Háskóla íslands, sbr. 10. gr. laga nr. 77/1979, um Háskóla íslands: Hlutastaða dósents í húð- og kynsjúkdóm- um. Hlutastaða dósents í handlæknisfræði. Hlutastaða dósents í bæklunarlækningum innan handlæknisfræði. Hlutastaða dósents í svæfingalæknis- fræði. Hlutastaða dósents í taugasjúkdóma- fræði. Staðan sé bundin rannsóknarað- stöðu á taugalækningadeild Landspítal- ans. Hlutastaða dósents í hjartasjúkdómafræði innan lyflæknisfræði. Hlutastaða dósents í meltingarsjúkdóm- um innan lyflæknisfræði. Hlutastaða dósents í fæðinga- og kven- sjúkdómafræði. Hlutastaða dósents í geðlækningum, við- talstækni og sállækningum. Hlutastaða lektors í heimilislæknisfræði. Hlutastaða lektors í eiturefnafræði. Stað- an er ætluð sérfræðrngi í eiturefnafræði og skal hann jafnframt sinna eiturefna- c fræðilegum rannsóknum, þ.á m. réttar- efnafræðilegum rannsóknum í Rann- sóknastofu í lyfjafræði. Hlutastaða lektors í klínískri lyfjafræði. Staðan er ætluð sérfræðingi í lyflæknis- fræði er starfi á lyflæknisdeild spítala í Reykjavík og er æskilegt að hann sinni jafnframt tilraunum í klínískri lyfjafræði á vegum Rannsóknastofu í lyfjafræði. Hlutastaða lektors í lyfjafræði. Umsækj- andi skal hafa læknismenntun eða sam- bærilega menntun. Hann skal annast kennslu í grunnlyfjafræði (sérhæfðri eða samhæfðri lyfjafræði) og jafnframt annast nokkra rannsóknavinnu í Rannsóknastofu í lyfjafræði. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í ofangreind- ar stöður frá 1. júlí 1991. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðúneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. Menntamálaráðuneytið, 13. desember 1990.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.