Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 54
54- MORGÚNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM 'sUNNtJDAGl ! 16. DÉSEMBÉR 1990 Jólaraunir Jólin eru konum erfiöur tími. Og þaö er ekki bara hátiðin sjálf sem leggst yfir þær eins og mara þrungin matartilbúningi, hreingerningalykt og strengjum eftir saumaskap. Því hvaö sem fólk segir, þá hafa konur ekki rifið sig undan helsi fortíðarinnar: í hverri einustu .^■NfedÍL^ konu sem i sinum hópi er eins og hver önnur sér- menntuð, frama- nútímakona leynist hún eftir Sigurð G. Tómosson gjörn mamma fyrri alda. Þrátt fyrir allt leynist þarna uppeldisböggull kynslóðanna, sem, þótt ekkert kræli á honum allajafna, kemur úr skúmaskotinu með jólaskamm- rifinu. Þessi kona saumar og prjónar á börnin sin, jafnvel manninn, stóra barnið á heimil- inu, ef þau hafa ekki verið gift of lengi. (Tölfræðilegar athuganir á því hvenær kona hættir að prjóna á karl sinn og fer að kaupa á hann hjá Guðsteini hafa ekki farið fram.) Þessi dugnaðarforkur, sem stoltir karlar fyrri tima kölluðu heimilisprýði, skúrar og hreinger- ir í þögulli sjálfspyntingu, og fram- kvæmdin hefur yfir sér þetta hreina yfirbragð píslarvættisins og veldur þvi að heimilisfólkið fyl- list allt að þvi trúarlegri sektar- kennd yfir hreinum skáp í eldhús- inu. Meðan þessu fer fram una karl- ar glaðir við sitt. Þeir stunda fé- lagslíf sitt af einna mestu kappi einmitt fyrir jólin og gefa því reyndar gjarnan eitthvert kristi- iegt og göfugt yfirbragð. Karla- klúbbar setja á sig húfurnar og selja perur, karamellur og jóla- pappír. Innst inni finnst þeim þeir taka með þessu þátt i öllu amstri spúsu sinnar. Þeir koma heim þægilega þreyttir eftir að hafa ver- ið með félögunum og eru því ekk- ert bersyndugir þótt þeir hitti fyrir eiginkonu sem hefur, eftir annas- ama viku í vinnunni, og ásamt saumaskap á kvöldin, bakað á einum laugardegi piparkökur, þrjár sortir af amerískum hnetu- bita-súkkulaðikökum, keypt jóla- tré og nýja seríu, skrifað 50 jóla- kort og pakkað 5 gjöfum tii út- landa. Auk þess, og það verður að tíunda sérstaklega, bakaði hún gyðingakökur handa sínum eins og hann fékk hjá mömmu sinni og pabbi hans fékk hjá mömmu sinni og þannig áfram allt frá því molasykurinn var fundinn upp. Þetta er bara hluti þess sem konum leggst til fyrir jól. Á sjálfum jólunum verður söguhetja vor að eldajólamatinn, sjá um aðjólatréð sé skreytt, síðustu gjöfunum pakkað inn og allir hafi hrein og þokkaleg föt. Einmitt um þetta leyti, klukkan kortér fyrir tólf á aðfangadag, kemst upp á meðal- heimilinu að heimilisfaðirinn, karlmaðurinn eða stóra barnið (velja má orðalag eftir viðhorfum) hefur gleymt þessum eina þætti jólaundirbúningsins sem hvíldi á hans signu herðum: Að kaupa perur i jólaseríuna. Þetta má stað- reyna í fjölmörgum rafmagnsbúð- um i Reykjavík eftir rúma viku. En allar píslir taka enda. Hús- móðir allra tíma býst við nokkurri umbun fyrir sína písi. Þegar börn- in taka upp gjafirnar og húábónd- inn hefur fengið rakspírann sinn, veiðidótið og bækurnar, vill mín fá sitt. Hún fer gjarnan að þessu eins og hún eigi ekki von á neinu (segir mér vinur minn einn sem hefur fylgst með atferli konu sinnar við jólatréð af vísindalegri gjörhygli), en það er samt léttir sem ekki er hægt að leyna þegar hún rífur utan af mjúkum pakka (loðfeidi), eða hörðum (gullhringur ineð demanti). Þrátt fyrir allan nútíma er engin ástarjátning fólg- in í ritsafni Jónasar Hallgrímsson- ar eða alfræðtorðabók. Samt held ég að engínn hafi fengið eins rétt- mætan skammt áf sárri ásökun frá sínum heimilisþræl og einn kunningi minn, sem að vísu þykir dálítið púkalegur. Hjónabandið hefur enn ekki komist í eðlilegt horf eftir að hann gaf konu sinni stóra sápu i jólagjöf. Kristinn Guðmundsson sjómaður og myndbandaútgefandi. íslensk náttúra er í essinu sínu við Norðurá. Hér er stórlax þreyttur á Eyrinni svokölluðu. MYNDBÖND Sjómaður úr Keflavík gerir myndband tun laxveiðiá Myndbandaútgáfa á íslandi er ekki ýkja mikil utan að tónlistar- menn leita gjarnan til þeirrar tækni til að kynna varning sinn. Líkamsræktar- og hrossafólk hefur og tekið til hendinni á myndböndum og stangaveiði- menn aðeins. Það þarf bjartsýni og áræði að ætla sér að gefa út myndband um eitt eða annað og standa í því meira og minna einn. að hefur hins vegar 35 ára gam- all sjómaður úr Keflavík, Krist inn Guðmundsson, gert, og viðfangs- efni háns er laxvéiðiáin Norðurá í Borgarfirði. Það kann að hljóma sér- kennilega að sjómaður af Suðurnesj- um framleiði myndband af laxveiðiá í Borgarfirði. Við spyijum Kristin hvernig á þessu standi: „Svarið er einfaldlega, að laxveiði- áhuginn hjá mer er yfirgengilegur. Það eru fimm ár síðan ég byrjaði að veiða á stöng og ég hef verið alveg heltekinn. Norðurá er uppáhaldið, ótrúlega falleg á, og því er ég rekinn áfram af veiðibakteríunni og vænum skammti af bjartsýni í bland. Við vorum ijögur sem fórum af stað, en er frá leið var ég að mestu einn í þessu. Ef vel tekst til og maður fer ekki flatt á þessu þá held ég áfram og þá í samvinnu með eiginkonu minni, gef Norðurárbandið út á ensku og einnig bönd um fleiri ár. Grímsá er til dæmis næst í röðinni. En við rennum blint í sjóinn, allt sparifé manns er farið í þetta og meira til. Það verða að seljast að minnsta kosti 100 myndbönd til að dæmið komi út á sléttu." Hver er annars áherslupunkturinn í þessu? „Ég held að hver einasti maður sem hefur ánægju af flugu- veiði, eða bara veiði yfir höfuð, hljóti að hafa ánægju af því að fá gullfal- lega laxveiðiá inn í stofu til sín. Hin§ vegar hef ég orðið var við að ýmsir telja að ég sé að leggja áherslu á að gefa út band sem nýtist fyrst og fremst sem leiðarlýsing. Auðvitað nýtist bandið líka sem slíkt. Hins vegar vakir fremur fyrir mér að gefa því fólki, sem ekki hefur tök á því að eyða tugum þúsunda í laxveiði- leyfi, tækifæri ti) að upplifa fegurð ánna okkar og engin á er betur til slíks fallin að mínum dómi heldur en Norðurá í Borgarfirði,“ segir Kristinn Guðmundsson. TONLIST 470 viðskiptavinum boðið á tónleika Fyrir skömmu varð sá atburður í menningarlífi Reykjavíkurborgar, að 470 manns fylltu Islensku óperuna og hlýddu þar á átta manna hljómsveit flytja verk eftir Rossini, Hummel og Mozart. Var gerður góður rómur að, en heldur fór hljótt um hljómleika þessa í fjölmiðl- um. Tónleikahald þetta var þannig tilkomið, að Sævar Karl Ólason, klæðskeri og kaupmaður, velti fyrir sér með hvaða hætti hann gæti bæði stutt menningarstarfsemi og heiðrað viðskiptavini sína í gegn um árin. Þetta varð niðurstaðan. Klassískir tónleikar undir forystu kontrabassistans Richards Korn og gestirnir voru viðskiptavinir Sævars Karls. Klæðskerinn borgaði brúsann. „Þetta var ekki ódýrt,“ segir Sævar, en ræðir ekki upphæðir nánar, segir reikninga ókomna. En hvers vegna, Sævar? Fyrirtækið hefur alltaf starfað í þessum anda, samaber lista galleríið sem hér er innan veggja og er orðið mjög eftirsótt til sýning- arhalds. Listamenn greiða enga leigu fyrir galleríið og fyrirtækið tekur enga prósentu af sölu sé ein- hver. Á sama hátt var viðskiptavin- um öllum boðið að kostnaðarlausu. Við sendum út boðsbréf og var Hluti hljomsveitarinnar hefur sett sig í stellingar. Ljósmynd/SG. m — ENGIIM UTBORGUIM!* KÆLISKAPAR FRYSTISKÁPAfí 0G MARGT FLEIRA UPPÞVOTTAVÉLAR ÞVOTTAVÉLAfí ELDAVELAR 0G OFHAfí ‘Engin útborgun ef þú kaupir fyrir meira en 200 þús. kr. Þá getur þú skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði og fyrsta greiðsla yrði eftir einn mánuð. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ. ÞURRKARAfí RMM &SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.