Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 Karlmannaskór úr vatnsvörðu leðri og leðurfóðraðir Litur: Svartur Stærðir: 40-46 Verð: 2m995ym -ö^^siamnm 'ZÍ&H VELTUSUNDI 1 21212 Öðruvísi Hnotubrj ótur Jassbailett ÓlafurÓlafsson Danshöfundar: Kennarar Dansstúdíós Sóleyjar. Tónlist: Ýmsir höfundar og flytjendur. Búningar og svið: Dóra Einarsdóttir. Ljósahönnun: Kristján Magnússon. Uppsetning: Astrós Gunnars- dóttir og Sóley Jóhanrisdóttir. Hnotubijóturinn er gamalt jóla- ævintýri. Flestir þekkja hinn klassíska Hnotubijót við tónlist Tjækofskís. Hér er á ferðinni allt annar hnotubrjótur. Oftast önnur tónlist og aðrir dansar, þó laus- lega sé stuðst við söguþráð jóla- ævintýrsins. Jólagjafirnar eru aðrar í dag en fyrir öld síðan, dansarnir aðrir og þetta kemur glögglega fram í sýningunni. „Ac- tion-menn“ í stað hefðbundinna leikfanga, break-dans í stað bal- letts og nú slást götugengi í stað músaheija. Það er ekkert nýtt, að eldri verk séu færð til nút- ímans, eins og hér er gert og það er jafnan forvitnilegt. Aftur á móti verður að hafa í huga, að hér er á ferðinni nemendasýning, sem nánast aldrei þykist vera neitt annað og sem slík áhuga- verð. Jólaævintýrið skapar ram- mann og innan hans er fijálslega leikið. Það er nemendum nauðsyn að fá að koma fram. Þetta framtak Sóleyjar Jóhannsdóttur og Ást- rósar Gunnarsdóttir er loftsvert. Á sýningunni koma fram um 50 börn og nokkrir af nemendunum, sem lengra eru komnir. Dansarnir taka að sjálfsögðu mið af getu hvers og eins, en í heildina spann- aði verkið allt frá látbragði og barnadönsum til metnaðarfullrar kóreógrafíu. Þarna var komin „Gunna á nýju skónum“, „Jóla- sveinar ganga um gólf“, Madonna og fleiri. Þar er ekki ástæða til að ijölyrða um einstaka atrði, en mig langar þó til að nefna nokkuð skondna kóreógrafíu Ástrósar Gunnarsdóttir í atriðinu „Er þetta nú dans ...?“, þar sem glettnin var í fyrirrúmi. En auk Astrósar hvíldi mest á herðum Jóns Egils Bragasonar, bæði sem danshöf- undar og dansara. Þar er á ferð- inni athyglisverður dansari og „Sólódans“ hans góður, þó deila megi um það, hvort ekki sé færst of mikið í fang að bæði semja dansinn og dansa hann. Dóra Einarsdóttir sá um bún- inga og svið. Þar var ágætlega að verki staðið og skapaði sýning- unni ramma. Hér er á ferðinni gott framtak og ágætis nemenda- sýning, sem ekki þykist vera neitt annað. Sýningar eru í Verslunar- skóla íslands og sú síðasta verður 19. desember. I leikskrá stendur, að sýningin höfði til allra aldurs- hópa og við það loforð er staðið. ■ FJÖLVI gefur nú út tvær nýjar bækur í flokknum Bangsabækur og hefur Guðrún Kristín Magn- úsdóttir bæði samið sögurnar og myndskreytt þær. Tvær nýju Bangsabækurn- ar kallast Litla flugan og Hver er þessi Jakob? í kynningu útgefanda segir: „ Það er sammerkt með þeim að þær líta á mannlífið og tilveruna frá óvenju- legu sjónarhorni. Er það einmitt háttur Guðrúnar Kristínar að beita hugmyndafluginu með óvenjulegum hætti, en allt er það þó í glettni og góðvild gert. Litla flugan horfir með sínum augum á líf stóru tvífætlin'g- anna (mannanna) og er svo óheppin að velja sér bústað undir bjöllunni á vekjaraklukkunni, svo hennir verður ekki alltaf svefnsamt. Jakobsbókin er hinsvegar spunnin út frá heiti blómsins Jakobsstiga og fer lftil stúlka að velta því og fleiru í náttúrunni fyrir sér. Verður úr því fögur og innileg náttúruskoð- un úti í garðinum." Bangsabækurn- ar eru hvor um sig 24 bls. myndabækur. Filmugerð annaðist Prentmyndastofan en Prent- smiðjan Oddi prentaði. Þú svalar lestrarþörf dagsins i (MMaP'I Bdar - Bátar - Brúöur - Fjarstýrðir: Bflar, bátar og módel - Plastmódel - Mekkanó - Þroskaleikföng I brúðuhús - og Playwell - Snjósleðar - Potur - Úrval annarra leikfanga fyrir alla aldurshópa. TÓmSTUDDflHÚSID HF Laugavegi 164, sími 21901 í þarft ekki lengra en til okkar, evintýra- og leikfangaland imstundahússins. H.4MRAHLÍÐARKÓRINN SYNGUR ÞJÖÐLOG FRA YMSUM LONDUM Turtíldúfan, jarðar- berið og úlfaldinn Geisladiskar Oddur Björnsson Stjórnandi: Þorgerður Ingólfs- dóttir. Hljóðritun: Stúdió Stemma. Utg. Hamarahlíðarkórinn. Auðvitað er það viðburður, þeg- ar út kemur nýr hljómdiskur með Hamrahlíðarkórnum. Þessi fram- úrskarandi góði kór hefur undir stjórn og handleiðslu Þorgerðar Ingólfsdóttur borið hróður Islands og íslenskrar tónmenntar vítt um lönd á undanförnum árum, og undrar engan sem hlýðir á vandað- an og einstaklega samhæfðan söng hans. Raddirnar „ungar“ og fersk- ar og hljómurinn hreinn. Það er auðvitað hægt að halda áfram í þessum dúr, en það yrði óþarfa langloka. Þorgerður Ingólfsdóttir hóf tónlistarkennslu við Mennta- skólann við Hamrahlíð árið eftir að hann tók til starfa (1967) og stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, sem hún stjórnaði frá upphafi. 1982 var Hamrahlíðar- kórinn stofnaður, en allir meðlimir hans eru núverandi og eða fyrrver- andi nemendur skólans, sem hafa hlotið þjálfun sína í skólakórnum. Hamrahlíðarkórinn hefur öðru fremur einbeitt sér að flutningi íslenskrar kórtónlistar og m.a. frumflutt mörg ný verk íslenskra tónskálda. Einnig hefur hann gert sér far um að kynna erlend verk, sem ekki hafa heyrst áður hér á landi - og svo er um mörg verk- anna á þessum hljómdiski. Þetta út af fyrir sig undirstrikar þýðing- armikia starfsemi kórsins og veld- ur því að ætíð er forvitnilegt að hlýða á söng hans, burtséð frá ánægjunni. Að þessu sinni flytur kórinn verk sem byggja á þjóðlögum frá ýmsum löndum (góður helmingur frá Balkanskaganum), og eru mörg verkanna flutt á frummálinu, en þijú hin viðamestu (Myndir úr Matraíjöllum í kórgerð Zoltáns Kodály, Fjórar slóvenskar þjóðv- ísur og Júgóslavneskar þjóðvísur í samantekt Béla Bartók og Mátyás Seiber) með íslenskum texta í þýð- ingu Heimis Pálssonar og Þor- steins Valdimarssonar. Einnig fylgja ágætar þýðingar á öðrum textum. Allar eru útsetningarnar ákaf- lega fallegar og kröfuharðar fyrir flytjendur, þótt sumar séu einfald- ari en aðrar, og allt kemst fallega til skila og hreint og klárt - og gildir þá einu hvort um er að ræða trega eða gáska eða önnur hug- hrif, sem mörg eru svolítið heilög i einfaldleika sínum og hreinleika. Gaman að kynnast þessum þjóð- legu gersemum frá útlöndum, sem undirstrika svo fallega hvað fólkið á margt sameiginlegt, þrátt fyrir hefðir og uppruna. Að lokum fær Stúdíó Stemma rós í hnappagatið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.