Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKÚDAGUR 19. DESEMBER 1990 29 Fjölbrautaskóli Suðurnesja: 41 nemandi brautskráð- ur í lok haustannar Keflavík. FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurnesja brautskráði 41 nemanda við hátíðlega athöfn í Ytri-Njarðvíkurkirlyu á sunnudaginn. Hópurinn skiptist í 19 stúdenta, 13 af vélstjórabraut fyrsta stigs, 5 af tveggja ára braut, 3 af iðnbraut og einn af atvinnulífsbraut. í máli Ægis Sigurðssonar að- stoðarskólameistara um starfsemi skólans í vetur kom fram að þungt væri í kennurum vegna kjaramála og þess hefði gætt í starfsemi skólans. Hann sagði að í vetur hefðu 581 nemandi stundað dag- skóla, 13 í öldungadeild, 16 í flug- liðadeild og 80 í námsflokkunum. Ægir sagði að ýmsar nýungar hefðu verið reyndar við skólann í vetur og hefði flestar gefist vel en aðrar þyrfti að skoða því nokk- uð væri um að nemendur stunduðu námið illa. Hann sagði að á vorönn yrði hafin kennsla í netagerð og nýtt tölvunet yrði tekið í notkun eftir áramót. Hjálmar Árnason skólameistari sagði að frá upphafi hefði skólinn brautskráð 1.439 nemendur og að um 10% af öllum íbúum Suður- nesja væru nú með skírteini frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. í ræðu sinni minnti Hjálmar fyrrver- andi nemendur á að þekking feldi í sér ótrúlegt afl og ætlast væri til að því væri mildilega beitt. Þar væri rétt að minna á systurnar þijár: tillitssemi, umburðarlyndi og ábyrgð. Sex nemendur hlutu viðurkenn- ingu fyrir góðan námsárangur. Ketill Heiðar Guðmundsson fyrir árangur í stærðfræði og raun- greinum, Þórdís Árný Siguijóns- dóttir fyrir viðskiptagreinar, Bald- vin Sigurðsson af vélstjórabraut, Pétur Gauti Valgeirsson fyrir námsárangur, Guðmundur Helga- son í frönsku og Daníel Guðbjarts- son fyrir glæsilegan árangur í landskeppni í stærðfræði en Dan- íel brautskráðist ekki nú. Við at- höfnina lék Bjöllukórinn úr Garði undir stjórn Mínervu Haraldsdótt- ur. BB Sunnlensk sveitarfélög: Fjórðungn- um veitir ekki af samstöðu , Self^si. ÚRSÖGN Vestmanneyinga úr Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþró- unársjóði Suðurlands var rædd á stjórnarfundi sam- lakanna á mánudag, 17. desember. Stjórn SASS samþykkti eft- irfarandi ályktun á fundinum: „Stjórn SASS harmar að sveit- arstjórnir í Suðurlandskjör- dæmi skuli ekki bera gæfu til að starfa saman sem ein heild þar sem fjórðungnum veitir ekki af allri hugsanlegri sam- stöðu til að gæta hagsmuna sinna. Jafnframt þakkar stjórn- in Vestmanneyingum gott sam- starf á liðnum árum.“ Stjórnin fól formanni og framkvæmdastjóra SASS að kalla fulltrúaráð samtakanna saman til fundar við fyrsta tækifæri til að ræða stöðu sam- takanna í Ijósi breyttra að- stæðna. Gert er ráð fyrir að sá fundur verði í byijun janúar. - Sig. Jóns. Stjórn Dagsbrúnar: Varað við afleiðing- um iðgjaldahækkunar STJÓRN Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur ályktað vegna fyrirhugaðrar hækkunar Sjóvá-Almennra á iðgjöldum húseigendatryggingar. I álykt- uninni segir að þessi ákvörðun sé í andstöðu við markmið gild- andi kjarasamninga og varar stjórnin við afleiðingum þessar- ar hækkunar. í ályktuninni segir: „Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar lýsir furðu sinni á þeirri ákvörðun Sjóvá-Almennra að hækka iðgjöld fyrir næsta tryggingatímabil um 50% fyrir húseigendatiyggingar. Stjórnin bendir á að þessi ákvörðun er í beinni andstöðu við markmið gildandi kjarasamninga og stríðir gegn þeim áformum allra ábyrgra aðila að skapa hér þjóðfé- lag stöðugleika. Stjórn Dagsbrún- ar minnir á að hlutabréf í Sjóvá- Almennum eru nú seld á nærri sjöföldu nafnverði á verðbréfa- mörkuðum og fyrirtækið rekið með miklum gróða. Ef auðugustu fyrirtæki í landinu ætla að fara að hækka gjöld sín um 50% á sama tíma og kaup verkamanna hækkar ekki þá er þetta hnefahögg og ögrun við almenning í landinu. Stjórn Dagsbrúnar skorar á Sjóvá-Almennar að falla frá fyrir- hugaðri hækkun og varar við af- leiðingum þess, verði svo ekki gert.“ ----*-*-*--- Sj ó vá-Almennar: VMSÍ mótmælir fyrirhuguðum hækkunum FRAMKVÆMDASTJÓRN Verka- mannasambands Islands sam- þykkti einróma á fundi 14. des- ember sl. að mótmæla harðlega fyrirhugaðri 50% hækkun Sjóvá- Álmennra á iðgjöldum húseigend- atryggingar. „Framkvæmdastjórn VMSÍ mót- mælir harðlega þeirri ákvörðun Hús- eigendatryggingar Sjóvá-Almennra að hækka iðgjöld fyrir næsta trygg- ingatímabil um 50%. Framkvæmda- stjórnin telur þessa ákvörðun í beinni andstöðu við markmið gildandi kjara- samninga og stríða gegn þeim áformum allra ábyrgra aðila að skapa hér þjóðfélag stöðugleika og forða sveiflum í verðlagi. Framkvæmdastjórnin minnir á að hlutabréf Sjóvá-Álmennra eru nú seld á einna hæstu verði, enda fyrir- tækið rekið með miklum hagnaði. Framkvæmdastjórnin skorar á Tryggingaeftirlit ríkisins að sam- þykkja ekki þessa hækkun iðgjalda," segir í ályktun framkvæmdastjórnar VMSÍ. Nýstúdentar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru 19 að þessu sinni. Morgunblaðið/Björn Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.