Morgunblaðið - 19.12.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 19.12.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKÚDAGUR 19. DESEMBER 1990 29 Fjölbrautaskóli Suðurnesja: 41 nemandi brautskráð- ur í lok haustannar Keflavík. FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurnesja brautskráði 41 nemanda við hátíðlega athöfn í Ytri-Njarðvíkurkirlyu á sunnudaginn. Hópurinn skiptist í 19 stúdenta, 13 af vélstjórabraut fyrsta stigs, 5 af tveggja ára braut, 3 af iðnbraut og einn af atvinnulífsbraut. í máli Ægis Sigurðssonar að- stoðarskólameistara um starfsemi skólans í vetur kom fram að þungt væri í kennurum vegna kjaramála og þess hefði gætt í starfsemi skólans. Hann sagði að í vetur hefðu 581 nemandi stundað dag- skóla, 13 í öldungadeild, 16 í flug- liðadeild og 80 í námsflokkunum. Ægir sagði að ýmsar nýungar hefðu verið reyndar við skólann í vetur og hefði flestar gefist vel en aðrar þyrfti að skoða því nokk- uð væri um að nemendur stunduðu námið illa. Hann sagði að á vorönn yrði hafin kennsla í netagerð og nýtt tölvunet yrði tekið í notkun eftir áramót. Hjálmar Árnason skólameistari sagði að frá upphafi hefði skólinn brautskráð 1.439 nemendur og að um 10% af öllum íbúum Suður- nesja væru nú með skírteini frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. í ræðu sinni minnti Hjálmar fyrrver- andi nemendur á að þekking feldi í sér ótrúlegt afl og ætlast væri til að því væri mildilega beitt. Þar væri rétt að minna á systurnar þijár: tillitssemi, umburðarlyndi og ábyrgð. Sex nemendur hlutu viðurkenn- ingu fyrir góðan námsárangur. Ketill Heiðar Guðmundsson fyrir árangur í stærðfræði og raun- greinum, Þórdís Árný Siguijóns- dóttir fyrir viðskiptagreinar, Bald- vin Sigurðsson af vélstjórabraut, Pétur Gauti Valgeirsson fyrir námsárangur, Guðmundur Helga- son í frönsku og Daníel Guðbjarts- son fyrir glæsilegan árangur í landskeppni í stærðfræði en Dan- íel brautskráðist ekki nú. Við at- höfnina lék Bjöllukórinn úr Garði undir stjórn Mínervu Haraldsdótt- ur. BB Sunnlensk sveitarfélög: Fjórðungn- um veitir ekki af samstöðu , Self^si. ÚRSÖGN Vestmanneyinga úr Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþró- unársjóði Suðurlands var rædd á stjórnarfundi sam- lakanna á mánudag, 17. desember. Stjórn SASS samþykkti eft- irfarandi ályktun á fundinum: „Stjórn SASS harmar að sveit- arstjórnir í Suðurlandskjör- dæmi skuli ekki bera gæfu til að starfa saman sem ein heild þar sem fjórðungnum veitir ekki af allri hugsanlegri sam- stöðu til að gæta hagsmuna sinna. Jafnframt þakkar stjórn- in Vestmanneyingum gott sam- starf á liðnum árum.“ Stjórnin fól formanni og framkvæmdastjóra SASS að kalla fulltrúaráð samtakanna saman til fundar við fyrsta tækifæri til að ræða stöðu sam- takanna í Ijósi breyttra að- stæðna. Gert er ráð fyrir að sá fundur verði í byijun janúar. - Sig. Jóns. Stjórn Dagsbrúnar: Varað við afleiðing- um iðgjaldahækkunar STJÓRN Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur ályktað vegna fyrirhugaðrar hækkunar Sjóvá-Almennra á iðgjöldum húseigendatryggingar. I álykt- uninni segir að þessi ákvörðun sé í andstöðu við markmið gild- andi kjarasamninga og varar stjórnin við afleiðingum þessar- ar hækkunar. í ályktuninni segir: „Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar lýsir furðu sinni á þeirri ákvörðun Sjóvá-Almennra að hækka iðgjöld fyrir næsta tryggingatímabil um 50% fyrir húseigendatiyggingar. Stjórnin bendir á að þessi ákvörðun er í beinni andstöðu við markmið gildandi kjarasamninga og stríðir gegn þeim áformum allra ábyrgra aðila að skapa hér þjóðfé- lag stöðugleika. Stjórn Dagsbrún- ar minnir á að hlutabréf í Sjóvá- Almennum eru nú seld á nærri sjöföldu nafnverði á verðbréfa- mörkuðum og fyrirtækið rekið með miklum gróða. Ef auðugustu fyrirtæki í landinu ætla að fara að hækka gjöld sín um 50% á sama tíma og kaup verkamanna hækkar ekki þá er þetta hnefahögg og ögrun við almenning í landinu. Stjórn Dagsbrúnar skorar á Sjóvá-Almennar að falla frá fyrir- hugaðri hækkun og varar við af- leiðingum þess, verði svo ekki gert.“ ----*-*-*--- Sj ó vá-Almennar: VMSÍ mótmælir fyrirhuguðum hækkunum FRAMKVÆMDASTJÓRN Verka- mannasambands Islands sam- þykkti einróma á fundi 14. des- ember sl. að mótmæla harðlega fyrirhugaðri 50% hækkun Sjóvá- Álmennra á iðgjöldum húseigend- atryggingar. „Framkvæmdastjórn VMSÍ mót- mælir harðlega þeirri ákvörðun Hús- eigendatryggingar Sjóvá-Almennra að hækka iðgjöld fyrir næsta trygg- ingatímabil um 50%. Framkvæmda- stjórnin telur þessa ákvörðun í beinni andstöðu við markmið gildandi kjara- samninga og stríða gegn þeim áformum allra ábyrgra aðila að skapa hér þjóðfélag stöðugleika og forða sveiflum í verðlagi. Framkvæmdastjórnin minnir á að hlutabréf Sjóvá-Álmennra eru nú seld á einna hæstu verði, enda fyrir- tækið rekið með miklum hagnaði. Framkvæmdastjórnin skorar á Tryggingaeftirlit ríkisins að sam- þykkja ekki þessa hækkun iðgjalda," segir í ályktun framkvæmdastjórnar VMSÍ. Nýstúdentar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru 19 að þessu sinni. Morgunblaðið/Björn Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.