Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 Síðasta uppboð á eigum Viking Brugg í dag: Lögmaður eigenda áfrýjar úr- skurði er gekk á fyrra uppboði Bærinn, KEA og Valbær hafa rætt hugsanleg kaup á fyrir- tækinu til að tryggja að það verði áfram í byggðarlaginu ÞRIÐJA og síðasta uppboð á fastcign og tækjum í eigu Viking Brugg ^ á Akureyri verður í dag kl. 14. Nokkur óvissa ríkti þó í gær hvort af uppboðinu yrði, þar sem bæjarfógeta barst áfrýjun frá lögmanni Páls Jónssonar, eiganda fyrirtækisins, þar sem áfrýjað er úrskurði sem gekk á síðasta uppboði 30. nóvember síðastliðinn þess efnis að uppboði skyldi halda áfram, en fárið hafði verið fram á frestun. Heimamenn hafa áhuga á kaupum á fyrirtækinu til að tryggja að það haldist í byggðarlaginu, en inni í þeirri mynd eru Akureyrar- bær, Kaupfélag Eyfirðinga og Valbær hf. Elíasi I. Elíassyni bæjarfógeta á Akureyri barst í gær áfrýjun frá lögmanni Páls Jónssonar eiganda Viking Brugg þar sem áfrýjað er úrskurði er gekk á öðru og síðara uppboði á fasteign fyrirtækisins í nóvember. Á því uppboði var m.a. deilt um hvort nægilega vel hafi verið staðið að auglýsingu uppboðs- ins, en auk auglýsingar- í Lögbirt- ingablaðinu var uppboðið auglýst í Degi. Uppboði í nóvember var frest- að, en kveðinn var upp sá úrskurð- ur að því skyldi fram haldið og var svo gert tveimur tímum síðar. Fram hefur komið áhugi heima- manna á að eignast fyrirtækið og hafa fulltrúar Akureyrarbæjar, Kaupfélags Eyfírðinga og Valbæjar hf. rætt saman um hugsanleg kaup á fyrirtækinu til að tryggja að það haldist í byggðarlaginu. Valbær hf. Sr. Pétur segir starfi sínu lausu frá áramótum >; SÉRA Pétur Þórarinsson sóknarprestur í Glerárprestakalli hefur tilkynnt sóknarnefnd að hann muni segja upp starfi sínu frá og með næstu áramótum. Hann er nú í veikindaleyfi og verður það áfram eitthvað fram yfir áramót. Sr. Lárus Halldórsson hefur þjónað sókn- inni síðustu vikur og mun gera það áfram. Sr. Pétur var kjörinn til starfsins síðasta vor, en hann var sóknar- prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal áður en hann hóf störf á Akureyri. Sr. Pétur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að sú ákvörðun að hætta störfum hefði verið erfið, en hún hefði ekki verið flúin. Presta- kallið væri stórt og því fylgdi mikið álag að veita þar þjónustu, þannig að þar þyrfti að starfa fílhraustur maður. „Það hefur verið gott að starfa í þessari sókn, þarna er mikið og lifandi safnaðarstarf og fólkið áhugasamt, en þetta er jafnframt mikið álag, enda eru í söfnuðinum hátt í sjö þúsund manns og fer ört fjölgandi," sagði sr. Pétur. Skautar á bðm og fullorðna íshockey vörur Mesta úrval landsins Pósfsendum samdægurs er í eigu barna Valdimars heitins Baldvinssonar, er rak Heildverslun Valdimars Baldvinssonar á Akur- eyri um árabil. Á uppboðinu í nóvember bauð Landsbankinn 255 milljónir króna í fasteign fyrirtækisins við Norður- götu, en aðilar sem rætt var við í gær töldu líklegast að bankanum yrði slegin eignin ef af uppboðinu yrði. Skuldir fyrirtækisins nema um 400 milljónum króna. Jólafundur sorgarsamtaka Samtökin um sorg og sorgarvið- brögð bjóða á opið hús í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld. Þarna er á ferðinni nokkurs kon- ar jólafundur samtakanna, lesin verður jólasaga, boðið upp á kakó og piparkökur ásamt fleiru, en hús- ið verður opnað kl. 20.30. Vel sóttir jólatónleikar Björk, Mývatnssveit. Jólatónleikar Tónlistarskólans í Mývatnssveit voru haldnir í Reykjahlíðarkirkju síðastliðinn sunnudag kl. 15. Þar léku nemendur frá 6 ára aldri á blokkflautu, fiðlu, trompeta, þver- flautu, píanó og ásláttarhljóðfæri. Höfðu viðstaddir mikla ánægju af því að hlýða á leik hinna ungu nem- enda. Alls eru 33 nemendur í skólanum í vetur. Skólastjóri er Viðar Alfreðs- son. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir. . ... Knstjan StOÖin v/Leiruveg. Sími 96-21440 - 600 Akureyri - Fax 96-26476 nýjar í pakka kr. 1.750.-1 Morgunblaðið/Rúnar Þór Senda kort frájólasveininum Nokkur undanfarin ár hefur Kaupfélag Eyfírðinga sent börnum er þess óska kort frá jólasveinum KEA, þ.e. þeim sem fram koma á svölum Vöruhússins á hverju ári. Þá hafa böm sent inn teikningar tengdar jólunum og eru þær nú til sýnis í Vöruhúsinu, en fjölmarg- ar teikningar bárust. Nærri eitt þúsund börn óskuðu eftir korti frá jólasveinunum og hafa þau Áskell Þórisson blaðafulltrúi og Ingibjörg Þórarinsdóttir ritari staðið í ströngu síðustu daga við að skrá og ganga frá pósti. „Þetta er afar skemmtilegt og þakklátt starf,“ sagði Askell. Kvennalistinn á Norðurlandi eystra; Ellefu með flest- ar tilnefningar ELLEFU konum sem flestar tilnefningar fengu í fyrrihluta skoðana- könnunar Kvennalistans í Norðurlandskjördæmi eystra verður gef- inn kostur á að bjóða sig fram í þrjú efstu sæti listans fyrir síðari hluta könnunarinnar sem gerð verður snemma í janúar. Sá háttur er hafður á við val á framboðslistann, að efnt er til tveggja skoðana- kannana meðal stuðningsmanna Kvennalistans. Ákveðið hafði verið að þær tíu konur sem flestar tilnefningar hlutu skyldi boðið að taka þátt í síðari hlutanum við val í þrjú efstu sætin. Tvær konur hlutu jafnmargar tilnefningar í 10. sæti, þannig að konurnar eru ellefu. ir, Jaðri, Reykjadal, Regína Sigurð- ardóttir, Húsavík, Sigurborg Daða- dóttir, Akureyri, Stefanía Arnórs- dóttir, Akureyri, Valgerður Bjarna- dóttir, Akureyri, og Valgerður Magnúsdóttir, Akureyri. Þær konur sem ætla að taka þátt í vali um þrjú efstu sæti list- ans fyrir Alþingiskosningarnar þurfa að gefa svar fyrir 2. janúar næstkomandi, en fyrrihluta mánað- arins verður seinni hluti könnunar- innar gerður. Kosning I þtjú efstu sætin er bindandi, en uppstillinga- nefnd mun ganga frá listanum að öðru leyti. Gert er ráð fyrir að um miðjan janúar liggi fyrir hvaða kon- ur hafi hlotið flest atkvæði eftir síðari hluta könnunarinnar. Konurnar ellefu sem hlutu flestar tilnefningar eru: Elín Antonsdóttir, Akureyri, Elín Stephensen, Akur- eyri, Helga Erlingsdóttir, Landa- mótaseli í Kinn, Jófríður Trausta- dóttir, Akureyri, Lára Ellingsen, Akureyri, Málmfríður Sigurðardótt- TISSOT GÆÐIOG GLÆSILEIKI •I! S. 96-25400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.