Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990
Guðbjörg Stígs-
dóttir - Minning
Fædd 15. febrúar 1904
Dáin 13. desember 1990
Yndislega ættaijörð,
ástarkveðju heyr þú mina,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir, bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína,
Yndislega ættaijörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sigurður Jónsson frá Arnarvatni.)
Með þessu fátæklegu orðum langar
mig að minnast ástkærrar ömmu
minnar, Guðbjargar Stígsdóttur,
sem fæddist á Klyppstöðum i Loð-
mundarfirði árið 1904. Hún var
dóttir hjónanna Magneu Guðrúnar
Sigurðardóttur og Stígs Jónssonar.
Amma missti föður sinn aðeins
ársgömul, úr lungnabólgu. Hefst
nú mikil lífsbarátta hjá móður henn-
ar við að halda heimilinu saman'
með tvo drengi og þijár stúlkur.
Það gekk í nokkur ár, en svo-kom
að því að hún þurfti að koma þrem-
ur af börnum sínum í vist og var
amma ein af þeim. En amma lenti
á mjög góðu heimili. Þrátt fyrir það
hlýtur að hafa verið erfitt að standa
úti á hlaði aðeins sjö ára gömul og
horfa á eftir inóður sinni. Eftir
nokkur ár flyst hún svo aftur til
móður sinnar.
Árið 1942 kvæntist amma afa
mínum, Sigmari Hóseassyni, og
eignuðust þau þrjú börn, en þau eru
Sigurður Ingi Sigmarsson, Magnea
Stigrún Sigmarsdóttir og Guðlaug
Sigmarsdóttir.
Amma var af þeirri kynslóð sem
er um margt merkileg, má segja
að engin kynslóð hér á landi hafi
lifað jafn örar breytingar á þjóðfé-
lagsháttum og kynslóð örnmu. Hún
lifði tvær heimsstyrjaldir og hafði
frá mörgu að segja. I þá daga, þeg-
ar amma var að koma undir sig
fótunum, var lífsbaráttan mun
harðari en sú barátta sem fólk berst
í dag, og átti amma stundum erfitt
með að skilja hvað fólk, sem átti
mikið að henni fannst, væri að
kvarta.
Amma var alla tíð mjög góð og
hjálpleg, það var sama hvað bjátaði
á alltaf var hún tilbúin að rétta
hjálparhönd. Amma hafði afskap-
lega gaman af að ferðast og ekki
leið það sumar án þess að hún
væri farin að skipuleggja einhveija
ferð um landið, enda hafði hún
yndi af því að ferðast um í bíl. Það
má eiginlega segja að amma hafi
verið hálfgerð flökkukerling, hún
vildi koma með hvert sem ferðinni
væri heitið, hvort sem það var niður
á Laugaveg eða norður í land.
Einnig minnist ég áranna sem
við bjuggum hjá ömmu og afa á
Melstað. Þegar vetur gekk í garð
þurfti maður að vakna snemma á
morgnana til þess að ná skólabíln-
um, en alltaf var amma vöknuð
t
Faðir okkar,
ÁRNI SÆMUNDSSON,
Bala, Þykkvabæ,
lést í sjúkrahúsinu á Selfossi 17. desember.
Börn hins látna.
t
Móðir mín,
SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR JENSEN,
lést í Kaupmannahöfn þann 1Ö. desember og verður jarðsett þar
laugardaginn 22. desember.
Hafsteinn Hjartarson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og amma,
ÓLÖF JÓNSDÓTTIR,
Tjarnargötu 16,
lést á Borgarspítalanum 17. desember sl.
Baldur Zóphaniasson,
Þyrí Marta Baldursdóttir,
Soffía Kolbrun Pitts, David Lee Pitts,
Elías Bjarni Baldursson,
Smári Örn Baldursson, Elvur Rósa Sigurðardóttir,
Hafdís Birna Baldursdóttir,
Þyri Marta Magnúsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka,
HRÖNN JÓNSDÓTTIR,
sem lést í Svíþjóð 10. þ.m., verður jarðsungin frá Neskirkju föstu-
daginn 21. des. kl. 13.30.
Jón Kristjánsson,
Kristján Jónsson,
Anna Bjarnadóttir,
Guðrún Bjarnadóttir,
Hansína Bjarnadóttir,
Hrafnhildur Bjarnadóttir,
Þóranna Bjarnadóttir,
Bára Bjarnadóttir,
og frændsystkini.
Ólafur Hrannar Kristjánsson,
Ásgeir Kristinsson,
Kristinn Oddsson,
Örn Ingólfsson,
Róbert M. Brink,
Einar Ingólfsson
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLFREÐUR BJARNASON
bifvélavirki,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 21. desember
kl. 13.30.
Guðbjörg Einarsdóttir,
Halldóra Hallfreðsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Hanna Hallfreðsdóttir, Hjálmar Haraldsson,
Einar Hallfreðsson, Margrét Ingólfsdóttir,
Bjarni Haiifreðsson, Gerður Þórðardóttír,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Dóttir mín og móðir okkar,
JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Bogabraut 3,
Skagaströnd,
verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd fimmtudaginn
20. desember kl. 14.00.
/
Hólmfríður Guðjónsdóttir,
Sigurjón Ástmarsson,
Signý Ástmarsdóttir,
Ingvar Ástmarsson,
Ástmar Kári Ástmarsson.
t
Ástkær sonur okkar og bróðir,
INGI GESTS SVEINSSON,
Leynisbrún 10,
Grindavík,
sem lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 13. desember, verður
jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 20. desember
kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Unnur Haraldsdóttir, Jón Sæmundsson
og fjölskylda.
t
Astkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
' HELGA JÓNSDÓTTIR
frá Möðruvöllum í Hörgárdal,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 21. desember
kl. 13.30.
María Guðmundsdóttir, Per Bjorndal Jakobsen,
Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran,
Rannveig Guðmundsdóttir, Hallgrímur Axelsson,
Björg Guðmundsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og 'útför föður
okkar, tengdaföður og afa,
PÉTURS M. GUÐJÓNSSONAR,
Ljósheimum 22.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyfjadeildar Sankti Jósefs-
spítala, Hafnarfirði.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.
Sólrún Pétursdóttir,
Lárus Arnar Pétursson, Svanhildur Thorstenssen
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og vinarhug við andlát móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
UNNARTHORODDSEN.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala.
Ragna Karlsdóttir, Hjálmar Eysteinsson,
Guðmundur Karlsson, Sigrún Ólafsdóttir
og barnabörn.
manna fyrst og búin að hita kakó
og smyija brauð. Meðan ég bjó hjá
ömmu ásamt móður minni gafst
okkur oft góður tími til að spjalla
saman. Þær voru ófáar stundimar
sem við sátum saman og amma
sagði mér frá ævi sinni, sem að
mínu mati er mjög merkileg. Sér-
staklega minnist ég einnar sögu,
þá bjó amma á Seyðisfirði ásamt
móður sinni og tveimur systrum.
Einn dag kom það upp að mamma
hennar þurfti að fara suður með
elstu stúlkuna sína til lækninga og
eftir varð amma og yngsta systirin.
Móðir þeirra gaf þeim sitt hvora
krónuna, ekki fóru þær til kaup-
mannsins og keyptu sér bijóstsykur
einsog margur krakkinn myndi gera
í dag, heldur keyptu þær sér sitt-
hvort hekluboxið. Þetta box er enn-
þá til í dag.
Nú þegar ég hef misst ömmu
mína og veit að ég mun aldrei sjá
hana framar geri ég mér grein fyr-
ir því hvað hún var mér mikils virði.
Með orðum verður hugur minn til
hennar ekki tjáður, nema að litlu
leyti.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Jóna Ósk
Kveðjustundin er komin.
Amma okkar kvaddi þetta líf
fimmtudaginn 13. desember, eftir
stutta sjúkdómslegu.
Já, hún amma okkar, það er erfitt
að skilja að hún sem var svo mikið
hjá okkur komi aldrei aftur, en
mamma segir að nú líði henni vel;
og sé komin til afa, sem er hjá Guði.
Við skiljum það nú ekki alveg,
að við getum ekki farið í bílnum
okkar með mömmu, til þess að ná
í hana, eins og við gerðum svo oft,
en svona er það nú víst, við eigum
svo ótal margt ólært.
Mikið erum við samt lánsöm að
hafa átt þessa fórnfúsu og kær-
leiksríku ömmu, sem hugsaði um
það fyrst og fremst að öðrum liði
vel.
Alltaf var hún boðin og búin til
þess að gæta okkar, hvort sem var
að nóttu eða degi, ef því var að
skipta. Aldrei eigum við eftir að
gleðjast yfir að heyra fótatakið
hennar í stiganum á morgnana þeg-
ar hún var að koma í heimsókn,
og við ekki komin á fætur, því hún
amma okkar var árrisul kona.
Settist hún þá gjarnan á rúm-
stokkinn og las fyrir okkur bók eða
sagði okkur sögur meðan mamma
eldaði grautinn, og ófáar eru þær
stundirnar sem hún sat með okkur
í kjöltunni og raulaði fyrir okkur
vísur og kvæði, og þar var nú ekki
komið að tómjim kofanum, því hún
amma kunni neilan hafsjó af vísum.
Hún amma okkar var lengst af
mjög hraust og ekki eru nema rúm-
ir þrír mánuðir síðan við fórum í
ferðalag saman norður í Bjarnar-
fjörð á Ströndum.
•Amma talaði mikið um þessa
ferð og var ekki laust við að blik
kæmi í augu hennar þegar hún tal-
aði um hve fallegt væri í Bjarnar-
firði, því hún amma var sannkallað
náttúrubarn og var það hennar líf
og yndi að ferðast um landið okk-
ar, enda var hún fróð um það. Eft-
ir morgunverð labbaði hún með
okkur upp í brekku, því amma þurfti
að taka nokkrar myndir og við tínd-
um síðan nokkur ber saman.
Svona eru minningarnar um
hana ömmu okkar, allar bjartar og
hlýjar.
Það verður skrítið nú þegar jóla-
hátíðin gengur í garð að hafa hana
ekki hjá okkur eins og áður.
Um leið og við óskum þesss af
öllu hjarta að henni líði vel í sínum
nýju heimkynnum, við endum þessa
kveðju á sálmi eftir Matthías Joc-
humsson.
Þú ljós sem ávallt lýsa vildir.mér,
þú logar enn.
í gegnum bárur, brim og voðasker
nú birtir senn.
Dg ég fínn aftur andans fógru dyr
og engla þá sem barn ég þekkti fyr.
Silja Guðbjörg og Hafliði