Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 46
*<&
'e Blomberg
þvottavélar.
7 gerðir.
lOtt verð - greiðslukjör
Farestveit&Co.hf.
BOROARTÚNI28, SÍMI622901.
Latð 4 stoppar við dymar
/--///■///-///■
' MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990
„Megintilgangur forlagsins með
útgáfu þessarar fyrstu íslensku al-
fræðiárbókar er að veita landsmönn-
um aðgang að nýjum og handhægum
fróðleik um sem flest svið íslensks
samfélags, í nútímalegu formi og á
viðráðanlegu verði,“ segir Olafur
Ragnarsson, forstjóri Vöku-Helga-
fells, um bók forlagsins „Islensk w
samtíð 1991“. Bókin kom út í byijun
desember og var á dögunum tilnefnd
til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
sem forseti íslands afhendir í flokki
handbóka og fræðirita.
Mörg ár eru liðin frá því forlagið
hóf fyrst að huga að útgáfu alfræði-
árbókar í líkingu við þekktar erlend-
ar bækur, sem komiðbafa út áratug-
um saman í mörgum nágrannalanda
okkar. Liðlega ár er liðið frá því rit-
stjóri var ráðinn til verksins, en þá
þegar hafði talsverð undirbúnings-
vinna farið fram. Ritstjóri verksins
er Vilhelm G. Kristinsson fyrrum
fréttamaður.
Morgunblaðið/Emilía
Vilhelm G. Kristinsson, ritstjóri, Agúst Þorgeirsson, Teikniþjónustunni sf., og Olafur Ragnarsson, útgefandi.
Fyrir lesandann uppi í
rúmi og hinn í vinnunni
Rætt við ritstjóra og útgefanda alfræðiárbókarinnar íslensk samtíð
ALÞINQISKOSNfNÖAR
fífimmmwsir
0mrtwmr$r'
((VSfxXKW'.iSwai*-
ím/tmnrHr
ttnossmnmw
llan'gmmfii
HiSrtmnxmmr.
mi
fSjw, ^ m »;,S' /#$&
fcí Míft
<mm> mimitngmt’œi'
sftww'Éí ÍKW'-
isfcmmtm áftw mm,- iw*-
pómti« f#s> mm* f
tmmtmm tm (
[flisWtow fltlSWHIW cSiilljSíáfliVtíSSt'S'tSffll*
j •fcé' 5i«W'
j- fftíýiijWibf
I; WM.tó ' iC " •i.&iS'
'ftttíW dí j
! 'iMjiðuibiud'.'Awib’- •I'ÓOH
flWWSbdíHHþtVWRV ;:.3í}ö
j MiwUnHwh* •1,«SC
- ÚI'.OÍJS ■
Reynt að sameina
gagn og gaman
Vilhelm segir, að við gerð aðfræð-
iárbókarinnar séu farnar nýjar leiðir.
„Með alfræðistíl og myndrænni
framsetningu efnisiris reynum við að
koma til móts við riútímafólk sem
vill átta sig fjótt á þeim fróðleik sem
það leitar að um samtíma sinn. Enn-
fremur leggjum við áherslu á að setja
efnisatriði í nýtt samhengi, skoða og
skilgreina hina fjölmörgu þætti dag-
legs lífs sem lítill gaumur er gefinn
í erli dagsins. I raun má segja að
vinnubrögðin séu ekki ólík þeim sem
notuð eru við gerð sjónvarpsefnis.
Við viljum á þennan hátt sameina
tvo kosti sem ákjósanlegt er að bók
af þessu tagi búi yfir, það er annars
vegar að vera mikilvæg upplýsinga-
náma, en jafnframt skemmtileg lesn-
ing. Þannig spurðum við okkur oft-
sinnis að því þegar við veltum vöng-
um yfir framsetningu einstakra efn-
isþátta bókarinnar, hvernig við gæt-
um hvort tveggja í senn þjónað le-
sanda sem tekur bókina með sér upp
í rúm að kvöldlagi og lesanda sem
grípur bókina í önn dagsins, á vinnu-
stað eða í skólanum og þarfnast
skjótra upplýsinga um einhvern þátt
þjóðlífsins. Þannig höfum við verið
að búa til bók sem á að geta verið
lesandanum bæði til gagns og gam-
ans.
Leitað álits hjá raörgum
í íslenskri samtíð 1991 eru um
3;000 atriðisorð og þar koma um
1.100 íslendingar við sögu. Vilhelm
var spurður hvernig efnið hefði verið
valið í bókina.
„Ritnefndin hélt reglulega fundi
þar sem í byrjun var reynt að átta
sig á hvernig unnt yrði að gefa sem
heilsteyptasta mynd af íslensku sam-
félagi. Eftir því sem efnisvinnslu
miðaði áfram mátum við stöðuna
með jöfnu millibili. Meðal annars leit-
uðum við til fjölda fólks, á öllum
aldri, úr hinum ýmsu greinum þjóðfé-
lagsins og fengum áli't þess á því sem
komið var og hvað það teldi á vanta
í bókina. Á þennan hátt fengum við
mjög dýrmætar ábendingar um hvað
fólk vill sjá í bók af þessu tagi og
tókum mið af þeim í frekari úr-
vinnslu."
Engin ákveðin forskrift til
„Það skemmtilega við svona bók
er, að það er í raun engin ákveðin
forskrift til að henni. Hún gefur afar
ríkulega möguleika á efnistökum og
framsetningu. Þannig á hver ný ár-
bók að geta verið efnislega gjörólík
bók síðasta árs, þrátt fyrir að allar
gefi þær hver um sig víðtæka yfirsýn
og mynd af samfélaginu eins og það
er á hvetjum tíma. Til þess að skýra
þetta örlítið nánar getum við tekið
dæmi. Við skulum taka fjölmiðla,
sem eru jafnan ofarlega í hugum
nútímafólks og gegna stóru hlutverki
í lífi þess. í þessari fyrstu bók gefum
við yfirlit yfir helstu ijölmiðla á ís-
iandi, segjum frá því hvenær þeir
voru stofnaðir, hvetjir stjórna þeim
og þar fram eftir götunum. I næstu
bók gætum við í stað þess að endur-
taka þessar upplýsingar, skoðað aðra
hlið á miðlunum. Við gætum til að
mynda sýnt hvernig eitt tölublað
Morgunblaðsins verður til. Eða hvað
gerist frá því erlend fréttakvikmynd
er tekin upp í Saudi-Arabíu og þar
til hún er komin heim í stofu sjón-
varpsáhorfenda á íslandi.
Og hliðstætt dæmi um efnahags-
mái; í bókinni núna segjum við al-
mennt frá útflutningsverslun íslend-
inga. Við sýnum hvernig gjaldeyris-
tekjur skiptast milli einstakra greina,
hvetjar eru helstu útflutningsvörur
okkar, hvetjir flytja þessar vörur út
og hvert þær fara. Næst gætum við
sýnt hver þróunin hefur verið í út-
flutningi landsmanna til dæmis frá
lýðveldisstofnun og skýrt og skil-
greint hvaða þættir hafa haft áhrif
á hana. Þá gefum við í þessari fyrstu
bók nokkrar grundvallarupplýsingar
um Evrópubandalagið. Við sjáum
fyrir okkur að þessi bók gæti örðið
þýðingarmikill vettvangur upplýs-
inga um þróun mála á þeim vett-
vangi. Þannig eiga lesendur sem
safna bókunum kost 'á að koma sér
upp alfræðisafni um samtímann. Við
höfum ákveðið til þess að auðvelda
fólki að nýta bókina sem alfræði-
safn, að láta atriðisorðaskrána í
framtíðinni ná til næstu bóka á und-
an. Þá ér mögulegt á augabragði að
sjá hvað skrifað hefur verið um við-
komandi atriði síðustu árin.“
Átti að verða
eitt fyrsta verkefnið
Þegar Ólafur Ragnarsson sagði
skiiið við sjónvarps- og blaða-
mennsku fyrir um áratug og sneri
sér að bókaútgáfu og stofnaði bóka-
útgáfuna Vöku, hafði hann í huga
að eitt fyrsta útgáfuverkefnið yrði
alfræðiárbók. Hann hefur allan
tímann verið í sambandi við útgef-
endur og ritstjóra hliðstæðra bóka á
Norðurlöndum og uppiýsingahand-
bóka annars staðar eriendis og fylgst
með þróun mála á þessu sviði. Þá
hefur á undanförnum árum vet'ið
unnið að flokkunarkerfi efnis í slíka
bók og gerðar tilraunir með uppsetn-
ingu, brot og útlit íslenskrar alfræð-
iárbókar á vegum Vöku-Helgafells.
Meðgöngu- og mótunartími bókar-
innat- hefur verið langur — en nú er
draumurinn orðinn að veruleika og
Islensk samtíð 1991 komin út.
Samstarf við
erlenda útgefendur
„Samstarfið við norrænu starfs-
bræðurna hefur verið afar lær-
dómsríkt,“ segir Ólafur. „Margir
kannast án efa við dönsku bækurnar
„Hvem Hvad Hvor“, norskar bækur
Síða úr bókinni.
með sama nafni og sænsku bækurn-
ar „Nát' Hvar Hur“. í Finnlandi koma
út hliðstæðar bækur sem nefnast
„Mitá Missá Milloin". Þetta eru bæk-
ur i litlu broti og þetta brot á sér
sögulegar skýringar. Þannig er mál
með vexti, að þegar Politikens Forlag
í Kaupmannahöfn hóf útgáfu á
„Hvem Hvad Hvor“ árið 1933 hent-
aði þetta. brot best prentvélum for-
lagsins. Þegar bækurnar höfðu kom-
ið út í nokkurn tíma og útgefendurn-
ir vildu stækka brotið í takt við nýja
tíma, þvertóku lesendur fyrir það.
Þeir vildu einfaldlega áfram fá sína
litlu bók, sem passaði við hinar sem
fyrir voru í bókaskápnum. Síðan
hefur enginn þorað að nefna breyt-
ingu opinberlega. Ritstjórarnir sögðu
hins vegar að ef þeir væru að byrja
núna myndu þeir hafa brotið stærra.
Við tókum því þann pól í hæðina að,
gefa út mun stærri bók en þeir. Við
fórum milliveg og völdum brot sem
hentar vel bók sem mikið þarf að
hafa milli handa, er handhæg, og
ennfremur bók sem unnt er að mynd-
skreyta á fjölbreytilegasta máta.
Þennan milliveg teljum við okkur
hafa fundið og við alla hönnun bókar-
innar og uppsetningu efnis höfðum
við að leiðarljósi að hún yrði eins
aðgengileg fyrir notendur og lesend-
ur eins og mögulegt v.æri.“
Útbreiðsla er lykilatriði
„Þá er það grundvallaratriði til að
svona bók þjóni tilgangi sínum að
hún sé í eigu sem flestra lands-
manna. Til þess að svo megi verða
þarf hún að vera á viðráðanlegu
verði. Við tókum því ákvörðun um
að bjóða bókina á sérstöku kynning-
arverði tii áramóta og miða við að
bókin seldist í talsvert stóru upplagi
og skilaði inn kostnaði á þann hátt.
Verðlagningin, 2.986 krónur, er því
ekki í neinu samræmi við það sem
gerist og gengur um litprentaðar
bækur í þessum gæðaflokki, heldur
sambærilegt við verð algengustu
jólagjafabóka, svo sem ævisagna. í
þessu felst mikil áhætta, en með hlið-
sjón af fróðleiksfýsn Islendinga, svo
og reynslunni af útgáfu slíkra bóka
í nágrannalöndunum, var þessi
ákvörðun tekin.“
Samband við lesendur
„Þá byggist framtíð bókarinnar
og gæði hennar mjög á þvi að þeir
sem að útgáfunni standa fái ábend-