Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990
55
Minninff:
Svava Sveinsdóttir
Látin er í Reykjavík ævilangur
samferðamaður minn og vinkona,
Svava Sveinsdóttir, líkamlega svo
hijáð í nokkur undanfarin ár, að
flestir hefðu þóst fullsæmdir að láta
mjúka hvílu geyma sig. Slíkt var
andstætt eðliseigindum Svövu, sem
þjónaði sér og eiginmanni sínum
af fullri reisn, þar til endanlega
syrti svo í álinn fyrir rúmum mán-
uði, að henni varð ljóst að kraftar
hennar væru þrotnir. Svava brást
þess'um örlögum sínum af einurð
og enginn sá á henni bilbug. Mér
er til efs, að uppgjöf hafi nokkur
tíma hvarflað að henni.
Svava var eiginkona móðurbróð-
ur míns Magnúsar G. Kristjánsson-
ar. skrifstofustjóra Slippfélagsins í
Reykjavík um árabil, sem nú býr
við einsemd eftir nær 60 ára hjú-
skap, sem án alls efa var nær þeim
fullkomleika, sem flestir vildu gera
að sínum. Fyrsta minning mín um
hana er frá vordögum 1934, en þá
var hún í heimsókn hjá foreldrum
mínum, Helgu Kristjánsdóttur,
elstu systur Magnúsar manns henn-
ar, og Guðmundi Sigurðssyni, þá-
verandi skrifstofustjóra Olgerðar
Egils Skallagrímssonar, en þau
bjuggu í Skerjafirði. Afi minn og
amma, Þorbjörg Guðmundsdóttir
og Kristján Asgeirsson kaupmaður
og fyrrverandi verslunarstjóri Sam-
einuðu verslananna á Flateyri,
bjuggu þá í Skálholti, sem stóð
myndarlegt og nær einhúsa, á mót-
um Hringbrautar og Bræðraborg-
arstígs, en nú næstum horfið í húsa-
Fæddur 8. október 1906
Dáinn 27. nóvember 1990
Þeim fækkar óðum sem fremstir stóðu,
sem fógnuðu vori í grænni hlíð,
stnðustu straumvötnin óðu
og storkuðu frosti og hríð.
Lyftu þegjandi þyngstu tökum
þorðu að beijast við lífskjör hörð.
Þeir hnip bopir í bökum
að bijósti þér, ættjörð.
(D.S.)
Við höfum kvatt hann „Hjálmar
í Bólstað", hinstu kveðju. Þó Hjálm-
ar hafi verið fluttur til Víkur í
Myrdal fyrir mörgum árum, heyrði
ég hann til hins síðasta varla nefnd-
an annað. Það er góður siður, sem
vonandi helst sem lengst, að kenna
bóndann við bæinn sinn, þar sem
hann hefur kannski eins og Hjálm-
ar, fæðst og alið mestallan aldur
sinn.
Hjálmar fæddist 1906 í Bólstað
í Mýrdal. Foreldrar hans voru Böðv-
þyrpingu Víði- og Reynimels. Ég
átti að fara í heimsókn til ömmu
og afa í fylgd Svövu, sem þótti
góður kostur. Farið var með strætó
að Loftskeytastöðinni gömlu við
Suðurötu (nú horfin), og síðan
skyldi „spássérað" eins og það var
kallað yfir Melana um svæðið þar
sem nú standa Hótel Saga og ger-
völl byggðin sunnan Hringbrautar
dagsins í dag. Við vorum bæði í
fínasta pússi og sérlega voru skór
gljápússaðir, undirrituðum til mikils
stolts, þegar lagt var út á sýnilega
auð-yfirfarna Melana. Þegar á
reyndi, var melurinn slétti yfir-
borðsforað á frosthellu undangeng-
ins vetrar, svo að blankskórnir fínu
voru við leiðarlok drullukögglar.
Ungur sveinn grét hástöfum í
ófarnaði sínum. Svava kunni ráð. Á
áfangastað fannst vatnsslanga og
skórnir voru spúlaðir hreinir og
síðan þurrkaðir á ilmandi fínum
klúti úr veski Svövu. Deginum var
bjargað.
Yndislegur ilmur og hreinleiki*er
nátengdur öllu því sem við kemur
minningum mínum um Svövu í
bernsku. Síðan bætist við matarást-
in, sem ég felldi til hennar, því að
svo vildi vel til að alltaf bjó hún í
einhverri leið minni og ævinlega var
boðið upp á bita eða sopa, þegar
knúið var dyra, og allt var það
harla bragðgott. Synir hennar tveir,
kærir frændur mínir, Ásgeir Hauk-
ur og Jón Hákon, fæddir 1936 og
1941 urðu síðar aldavinir mínir og
ekki dró það úr verðleikum Svövu
ar Sigurðsson og Hugborg Runólfs-
dóttir. Árið 1950 tók hann við búi
af þeim og setti saman heimili með
konu sinni Þóru Þorbergsdóttur.
Þau eignuðust fjögur börn, Sigurð
Karl, f. 1952, Vilborgu f. 1954, og
Önnu Matthildi og Jón f. 1959.
Fyrir allmörgum árum flutti fjöl-
skyldan til Víkur og í dag eru öll
böm hans búsett þar ásamt mökum
og barnabörnin hafa hlaupið að
heimsækja afa og ömmu, í litla
húsið uppi á Bökkum.
Mörg síðustu árin hefur heilsan
verið Hjálmari erfið og þó sérstak-
lega tvö þau síðustu. En þó líkam-
inn gæfí sig meir og meir, var hug-
urinn óbugaður og þegar sveit-
ungarnir og aðrir kunningjar litu
inn, var spjallað um búskap. Um
fijósemi og sprettu, smalamennsk-
ur og heimtur, og oft vissi hann
allar nýjustu fréttir á því sviði, þó
hann færi ekkert út úr húsi. Það
í mínum huga.
Síðastliðin 25 ár hafa atvik hag-
að því svo, að Svava fól mér að
nokkru forsjá heilsu sinnar. Þrátt
fyrir að þeim starfa hafi fylgt þó
nokkuð stell, finnst mér ég vera
þiggjandinn í þeim samskiptum,
sem oftast voru þess eðlis, að ég
fór af fundi hennar margs vísari
um menn og málefni auk þess að
vera vermdur af þeirri hlýju, sem
af henni stafaði.
Ég kveð hana með söknuði og
finn sárlega til með móðurbróður
mínum Magnúsi, í kot vísað Svövu-
lausum, því að hún gerði hreysi að
höll og drulluköggla að blankskóm.
Frændum mínum, börnum þeirra
og venslamönnum öllum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur mínar og
systkina minna.
Sigurður Þ. Guðmundsson
var gaman að heyra hjá honum
sögur af ánum hans sem hann átti
í Bólstað og hann sýndi myndir af
tví- og þrílembum sem hefðu verið
nútíma „tæknifijóvgunarræktunar-
mönnum“ til sóma.
Ég þakka Hjálmari kunnings-
skapinn og sendi börnum og barna-
bömum og þér Þóra mín, dýpstu
samúðarkveðjur.
Ásta Sverrisdóttir
Hjálmar Böðvars-
son - Kveðjuorð
Jón SteinarBergs
son - Kveðjuorð
Fæddur 21. júní 1965
Dáinn 1. desember 1990
Nú er hann Jón Steinar Bergsson
horfinn frá okkur yfir móðuna
miklu. Þannig hljómaði hin sorglega
fregn sem _mér barst í byijun þessa
mánaðar. Átti ég bágt með að trúa
því, að gamall bekkjarbróðir,
traustur félagi og vinur væri farinn.
Þær voru ófáar skemmtilegu
stundirnar sem við áttum saman á
unglingsárunum. Við voram tólf ára
þegar við kynntumst fyrst, í Dans-
skóla Heiðars Ástvaldssonar og þar
var meira talað en dansað. Hófst
þar vinátta okkar.
Jón Steinar var sterkur persónu-
leiki, orðheppinn með meiru og einn
sá spaugsamasti sem ég hef þekkt.
Hann var einnig með ólíkindum
hugmyndaríkur og man ég'eitt at-
vik þar að lútandi. Einn daginn á
unglingsárum okkar höfðum við
ekkert nytsamlegt að gera, þá datt
Jóni Steinari það snjallræði í hug,
að við skyldum ferðast „á puttan-
um“ fram og til baka á milli Mos-
fellssveitar og Ártúnshöfða og
þannig eyddum við þeim degi.
En eins og gengur og gerist, þá
koma tírnar þegar lítið er talast
við, enda fluttist Jón Steinar úr
Mosfellssveit til Reykjavíkur á þess-
um áram.
Fyrri hluta þessa árs hittumst
við aftur, fyrir tilviljun í miðbænum
og hófst þá vinátta okkar á ný. Var
frá mörgu að ségja sem á dagana
hafði drifið. Jón Steinar hafði m.a.
nýlokið námi í flugvirkjun í Banda-
ríkjunum. Lítið hafði hann breyst
og enn komu skemmtilegar sögur
frá honum og mikið var hlegið. Ég
flutti utan í júní og hann talaði um
að koma kannski í heimsókn þegar
ég væri búinn að koma mér al-
mennilega fyrir, en margt fer
öðruvísi en ætþað er.
Minning hans mun ávallt lifa í
liuga mínum-og vil ég votta að-
standendum Jóns Steinars Bergs-
sonar mína dýpstu samúð.
Sverrir Mar,
Gautaborg.
* ' *
Karl Agúst Ulfars-
son — Kveðjuorð
Fæddur 3. febrúar 1956
Dáinn 1. desember 1990
Við erum harmi slegnir vinir
Karls. Erfitt er að ímynda sér að
orð geti lýst tilfinningum okkar.
Við finnum svo skyndilega fyrir því
að hann er horfinn og getum ekk-
ert annað en minnst hans og syrgt
h'ann. Ég kynntist Karli fyrst er
hann var í menntaskóla og síðar
vorum við samferða í læknanámi.
Við sigruðumst á hveiju verkefninu
á fætur öðru. Við hjálpuðumst að
og studdum hvor annan án eigin-
girni ár eftir ár í námi. Við slíkpr
aðstæður bundust menn vinabönd-
um.
Á lokaári okkar í læknadeild vor-
um við nokkrir félagarnir mánuðum
saman á lesstofu í kjallara í Tjarn-
argötu. Þar glímdum við við loka-
áfangann og Kalli lagði þar af
mörkum stóran skerf til þess að
okkur öllum mætti takast sem best.
Á kandidatsári og sem aðstoðar-
læknir sýndi Kalli einnig það sem
við félagarnir vissum þegar, að
hann var gæddur hæfileikanum til
að nota kunnáttu sína sem læknir.
Hann hafði einstaka gáfu til að
auka stöðugt kunnáttu sína og
miðla síðan af henni til annarra.
Kalli var sá okkar lesfélaga sem
varð einna fyrstur til að flytja til
útlanda í sérnám. Slíkt skref var
fyrir hann eðlilegt þar sem hann
hafði í starfi sínu eftir læknaprófið
getið sér einstaklega gott orð og
átti stuðning yfirlækna sinna. Engu
að síður var þetta skref verulegt
átak, ekki síst fyrir fjölskyldu Kalla.
Hugrekkið sem eiginkona hans og
fjölskylda sýndi örvaði okkur hina
til að reyna sjálfir við ný verkefni
og mæta nýjum erfiðleikum í sér-
námi fjarri landi okkar.
Vegur Kalla óx stöðugt þar sem
hann stefndi markvisst að sérfræði-
viðurkenningu í sinni grein. Eftir
að því marki var náð réðst hann
enn einu sinni í ný verkefni og
stefndi heim á leið. Sjálfstæði og
dugnaður færði honum eins og fyrr
árangur fyrr en varði. Ilann hafði
hafið blómlegt starf sem sérfræð-
ingur og einnig fengið aðstöðu við
sjúkrahús til að geta stundað starf
sitt á sem víðustum grundvelli og
gert sem mest gagn. Við sem ekki
höfum enn snúið heim vitum að það
útheimtir talsverð átök að hasla sér
völl, en Kalli gerði það með krafti
og akveðni.
Ég sendi ekkju hans og börnun-
um mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Sorgin er þung.
Atli Eyjólfsson,
Svíþjóð.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Hringbraut 102,
Óskar Lárusson og fjölskylda.
t
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall og útför sonar okkar, fóstursonar og bróður,
JÓNS STEINARS BERGSSONAR.
Ingunn Jónsdóttir, Bergur Björnsson,
Gunnar Þór Kristjánsson, Kristján Bergsson,
Andri Jóhannesson, Berglind Bergsdóttir,
Anna Fanney Gunnarsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÓSFRÍÐAR SIGTRYGGSDÓTTUR,
Samkomugerði 2.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristnessspítala fyrir góða umönnun.
Sigtryggur Jónsson, Jóhanna Valdimarsdóttir,
Halldóra Jónsdóttir, Jón Sigurbjörnsson,
Halla Jónsdó.ttir, Páll Magnússon,
Helga Jónsdóttir, Sverrir Magnússon,
Sigfús Jónsson, Guðrún Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns,
föðjjr, tengdaföður og afa,
NJÁLSÞÓRÐARSONAR
skipstjóra,
Móabarði 34,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Sankti Jósefsspítala Hafnarfirði.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.
Helga Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Njálsdóttir,
Sigurður N. Njálsson, Guðrún H. Ágústsdóttir,
SigurðurG. Njálsson, Sigurleif Sigurðardóttir,
Steinunn E. Njálsdóttir, Hans B. Guðmundsson,
Elín Helga Njálsdóttir, Magnús Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.