Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 20
20 VATNS ER ÞÖRF Sigurjón Rist Um ár og vötn á ís- landi. Litmyndir og kort. Ómissandi upp- flettirit. MJÓ- FIRÐINGA- SÖGUR Vilhjálmur Hjálmarsson MJhjálmur Hjúltnarsson Þriöji hluti. Búseta og mannlíf í Mjóafirði eystra. Fjöldi mynda. HAF- RANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND Jón Jónsson HAFRANNSÓKNIR ViÐ ÍSLAND !L Eftir«37 Jón Jónsson Síðara bindi. Tímabilið 1937 til nútímans. Undirstöðurit um hafið og fiskinn. Bókaúlgöfa /MENNING4RSJÓÐS skAlholtsstíg 7» REYKJAVÍK SÍMI 621822 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 Tákn og undur __________Bækur________________ Kjartan Jónsson Tákn og undur Höf.: Sr. Halldór Gröndal Útg.: Fíladelfía-forlag, 1990. Stærð. 152 bls. I jólabókaflóði hvers árs eru að jafnaði allmargar bækur, sem fjalla um dulræn mál. Oft reynast þær góð söluvara. Fyrir þessi jól kemur út bók um kristna trú, þá trú, sem íslenska þjoðkirkjan byggir starf sitt og kenningu á. Höfuðinntak hennar er bænin, það tæki, sem hjálpar mönnum öðru fremur til að iðka trú sína. Það er ekki mikið um, að slíkar bækur séu gefnar út, hvað þá að þær nái athygli almennings. Höfundurinn, sr. Halldór Grönd- al, er landsmönnum löngu kunnur orðinn fyrir störf sín sem sóknar- prestur, lengst af í Grensássöfnuði. Hann kom seint til starfa í presta- stétt, hafði áður haslað sér völl sem veitingamaður og _náð góðum ár- angri í því starfi. í upphafi bókar- innar greinir hann frá, hvað varð þess valdandi, að hann söðlaði um. Hann var í alvarlegri lífskreppu og hafði misst lífslöngunina. I neyð sinnj minntist hann þess, að gott gæti verið að biðja_til Guðs. ,;Allt í einu bað ég: Guð, ef þú ert til, þá hjálpaðu mér. Annað gat ég ekki sagt ... Þá gerist nokkuð. Ég heyrði rödd. Hvaðan hún kom, veit ég ekki ... En röddin sagði: Hall- dór, þetta eru ekki endalokin, held- ur byijun á nýju lífi með m ér. Síð- an kom eitthvað yfir mig og því fylgdi mikill friður, gleði og vellíð- an. Batinn kom fljótt. Gangan með Guði var hafin og á henni kom sterk köllun að vera þjónn hans.“ (Bls. 11-12.) Þessi reynsla breytti lífi Halldórs gersamlega. Hann hlýddi kölluninni og settist á skólabekk í guðfræði- deild Háskóla íslands á sama tíma og jafnaldrar hans unnu í spreng við að klífa metorðastigann. Bókin Tákn og undur er í senn vitnisburður Halldórs um samfélag hans við Guð, sem er honum meira virði en allt annað og leiðbeining í því hvernig hægt er að kynnast Guði eins og hann. Höfundur gefur mikið af sjálfum sér í þessari bók. Það gefur henni mikið gildi umfram aðrar kristilegar bækur. Ótalmarg- ar fræðilegar bækur hafa verið skrifaðar um hina kristnu trú, án þess að þar sé nokkra hjálp að fá, hvernig trúin er iðkuð í daglegu lífi. Bók Halldórs er öðruvísi. Hún er Sr. Halldór Gröndal eins konár handbók í því að lifa sem kristinn maður. Bæn Höfundur nálgast viðfangsefnið út frá bæninni. Hann segir sjálfur: „Það er fátt í Biblíunni, sem lögð er meiri áhersla á en einmitt bænin og bænalíf. Hvers vegna? Það er vegna þess að bænin er sjálft hjart- að í trúarlífinu ... Ég elska Guð og hann elskar mig, á bænastund erum við saman og það er gott.“ (Bls. 12.) Bænin er erfitt viðfangsefni og ekki á færi annarra en bænamanna að fjalla um hana, svo að dýpt fáist í efnið. Bókinni er skipt niður í 24 stutta kafla. Stíllinn er ljós, einfald- ur og auðskilinn öllum. Höfundur miðlar af reynslu sinni í hveijum einasta kafla og undirstrikar þann- ig, að það sem hannsk rifar um er ekki dauð kenning, heldur veru- leiki, sem hægt er að upplifa. Les- andinn er tekinn skref fyrir skref inn í heim bænarinnar. í upphafi er tekist á við spurning- una: Hvað er bæn? Forsenda bæn- heyrslu er að trúa, að Guð sé til og hlusti. Eigi menn ekki þessa trú, þá er kafli um það hvernig hægt er að eignast hana. Höfundur gefur ýmsar hagnýtar leiðbeiningar um, hvernig gott sé að biðja og hvað geti hindrað bænheyrslur. Tákn og undur Sterk trú höfundar á Guð og mátt hans á okkar dögum skín hvarvetna í gegnum bókina. Hann greinir víða frá sterkri reynslu á bænastundum. Ein sú mikilvægasta Ö/lum œttingjum, vinum og samstarfsfólki er glöddu mig á afmœli mínu með gjöfum, skeyt- um og heimsóknum, óska ég gleðilegra jóla. Guð blessi ykkur öll. Gróa Ingimundardóttir. Þakklætiskveðja til „Fáks“-félaga og allra hinna fjölmörgu vina og samherja í áratuga baráttu fyrir heimssigri íslenska gœð- ingakynsins - þessarar dýrmœtustu perlu, sem Guð hefur gefið okkur íslendingum í ríki náttúr unnar, - og til ættingja og allra annarra, sem með miklu örlœti og góðum huga samjognuðu mér í 75 ára afmælisveizlu þeirri, sem Fáks-félag- ar héldu mér í Víðidal þann 13. desember sl. Guð gefi ykkur öllum hin gleðilegustu jól og farsæld á ári komanda. Gunnar Bjarnason. HLUTABRÉFASÖLU LOKIÐ Útgefandi: Útgerðarfélag Akureyringa hf. Nafnvirði hlutabréfa: 33.418.100 krónur. Heildaráskrift: 39.149.900 krónur. Hlutur hvers kaupanda: Fyrstu 35.000 krónur að nafnverði koma óskertar í hlut hvers kaupanda, en sú upphæð sem óskað var eftir umfram 35.000 krónur skerðist um 22,02%. Gíróseðlar hafa verið póstlagðir til kaupenda og ber að greiða þá í síðasta lagi 28. desember nk. Nánari upplýsingar veita söluaðilar: Kaupþing hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími (91) 689080. Kaupþing Norðurlands hf., Ráðhústorgi 1,600 Akureyri, sími (96) 24700. Umsjón með sölu: KAUPÞING HF Löggilt verðhréfafyrirueki, Kringlunni .5, W.i Reykjux'ik, sinii vi-otimo er, þegar hann „skírðist með heilög- um anda og eignaðist gjöf hans, tungutal" (bls. 75). Hann lýsirþess- ari reynslu sinni þannig: „Mér fannst eins og himnarnir hefðu opn- ast og ég var baðaður í undursam- legum krafti. Það fór hitastraumur um mig ... síðan kom fögnuður og gleði“ (bls. 75-76). Það, sem gerst hafði í lífí hans hafði gerst í lífi ótalmargra annarra í „gömlu“ kirkjunum um allan hinn vestræna heim og hefur verið kallaður náðar- gjafarvakningin. Þetta fyrirbrigði var ekki lengur næstum einskorðað við hvítasunnuhreyfinguna, heldur sameign allra kristinna manna. Höfundur lýsir hvernig hann eignaðist gjöf tungutalsins skömmu á eftir „skírn andans" og hvemig hann hefur notað það í bænum sín- um og fyrirbænum fyrir öðmm sjálfum sér til mikillar blessunar og hjálpar. í framhaldi af því grein- ir hann frá því, hvernig boðskapur Nýjatestamentisins um tákn og undur varð veruleiki fyrir honum. í starfi sínu sem fyrirbiðjandi hefur hann séð mörg tákn og undur. Sjúkt fólk hefur læknast og lífsleiðir eign- ast lífsgleði. _ í seinni hluta bókarinnar er fjall- að um bæn og erfiðleika. Hvers vegna verðum við fyrir áföllum og sorg? Höfundur gefur ekkert annað svar en það, sem kirkjan hefur allt- af gefið og það er: Veit ekki. En, „ég trúi á Guð, hvemig sem allt fer ... Jesús gaf fyrirheit um bæn- heyrslu, lækningar, kraftaverk, frið og huggun ... En það vora ekki öll fyrirheitin“ (bls. 115). í lokin er fjallað um nokkrar aðferðir við bæn. Einn kaflinn heit- ir t.d. „Bæn og slökun“. Niðurstaða Bókin Tákn og undur er góð og uppbyggileg bók. Höfundi er mikið í mun að gefa lesandanum hlutdeild í trú sinni. Hann er einlægur og ekta. Ég hefði kosið, að Halldór sem lútherskur prestur hefði notað lúth- erska hugtakið „fylling andans“ fyrir reynslu sína af heilögum anda í stað „skírn andans“, sem er hug- tak hvítasunnumanna um þessa reynslu og tengist allt öðrum skírn- arskilningi en þeim lútherska. Ég fagna komu þessarar bókar og hvet alla kristna menn á íslandi, { hvaða kirkju sem þeir eru, til að taka henni vel. Hún hentar vel fyr- ir leitandi fólk og er uppbyggileg og fræðandi fyrir aðra. Bókin á miklu meira erindi inn í jólapappír en margt annað miður hollt. Tákn og undur er hvatning til kristinna manna á íslandi að gefa út fleiri hagnýtar bækur um hina kristnu trú. -------*-t-t----— Góðafkoma hjá Islenzk- um markaði AFKOMA Islenzks markaðar á Keflavíkurflugvelli mun vera góð á árinu sem er að líða. Aðalfundur félagsins verður haldinn í janúar og að sögn Þrastar Ólafssonar, stjórnarformanns, eru menn þar á bæ ekki óánægðir með afkomuna. „Við gefum ekki upp neinar tölur um afkomuna fyrr en á aðalfundinum en ég get sagt að við erum ekki óánægðir,“ sagði Þröstur. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! ; v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.