Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 37 Stuttar þingfréttir: Ellilífeyrir sjómanna Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um almannatrygg- ingar var á fundi neðri deildar afgreitt til heilbrigðis og trygg- inganefndar. Frumvarpið, sem er stjórnarfrumvarp, gerir ráð fyrir að hver sjómaður sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur skuli eiga rétt á töku ellilífeyris frá og með 60 ára aldri. Starfsár sjómanna skal í þessu sambandi miðast við að sjómaður hafi verið lögskráður á íslenskt skip eða skip gert út af íslenskum aðilum eigi færri en 180 daga að meðaltali í 25 ár. Frumvarpið gerir því ráð fyrir nokkurri rýmkun á gildandi régl- um um sjómannalífeyri þannig að heimildin nær einnig til þeirra sjómanna sem sigla á skipum gerðum út af íslenskum aðilum undir svokölluðum „þægindafán- um“. I athugasemdum með frumvarpinu er m.a. greint frá -því að Farmanna- og fiski- mannasamband íslands hafi lagt ríka áherslu á að þessi breyting nái fram að ganga miðað við 1. janúar 1991. Fiskvinnsluf ólk Ragnar Arnalds (Ab-Nv) hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs __ vegna fiskvinnslufólks. Árið 1988 var samið um ákvæði sem gilda um greiðslu Atvinnuleysis- tryggingasjóðs vegna atvinnu- leysisbóta fastráðins fiskvinnslu- fólks þegar stöðva þarf vinnslu vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi til vinnslu. Ragnari Árnalds þykir það galli á lögum að hugtakið „fiskvinnslufólk" hefur verið túlkað í mjög þröngri merkingu; hafa þau t.d. ekki verið talin ná til þeirra sem vinna að síldar- eða loðnubræðslu, eða niðursuðu og niðurlagningu. Þingmaðurinn leggur því til að á eftir 1. mgr. 1. gr. komi ný málsgrein: „Til fiskvinnslufólks teljast allir þeir sem starfa að_ vinnslu sjávarafurða hér á landi en með því er átt við frystingu, söltun, herslu, reykingu, súrsun, niðursuðu, niðurlagningu og hveija þá verkun sem ver fisk og aðrar sjávarafurðir skemmd- um, þar með talin bræðsla og mölvinnsla.“ Leifur heppni Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson (S-Vf) spyr forsætisráð- herrann um áform um að minn- ast landafunda Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi og vísar til frétta- tilkynningar frá utanríkisráðu- neytinu 6. desember 1990. Þor- valdur Garðar spyr sérstaklega um hvort íslensk yfii-völd geti átt hlut að kynningarátaki Norð- manna um íslendinginn Leif heppna „nema staðinn sé vörður um óskipta arfleið íslensku þjóð- arinnar og fullur sómi sé sýndur sögulegum staðreyndum sem greyptar eru í þjóðarsögu og þjóðarvitund um heimsögulegt afrek Leifs heppna“. Tekjur jafnar gjöldum Ásgeir Hannes Eiríksson (B-Rv) vill breyta lögum um þingsköp Alþingis: „Við 18. gr. laganna bætist svohljóðandi málsgi-ein: Ef í lagafrumvarpi er gert ráð fyrir útgjöldum úr ríkissjóði 'má ekki taka það til meðferðar nema einnig sé í frum- varpinu ákvæði um samsvarandi tekjur fyrir ríkissjóð.“ Ásgeir Hannes segir að í mörgum ná- grannaþingum okkar séu víða ríkar hefðir fyrir því að þing- menn geri ekki útgjaldatillögur nema jafnframt sé séð/yrir tekj- um á móti. „Á Alþingi íslendinga virðist hins vegar ríkja sama hefð með öfugum formerkjum. Hér er stöðugt ávísað á ríkissjóð án þess að gera grein fyrir hvar íjárins skal aflað.“ Þingmaður- inn segir einnig að: „Nái þetta frumvarp fram að ganga mun öll fjárlagagerð á íslandi verða bæði ábyrg og raunhæf. Tími fjárlagahalla er þá væntanlega allur og eftirsóttur jöfnuður ríkir framvegis í þjóðfélaginu.“ Breyting á samvinnulögum Sljórnarfrumvarp til breyt- inga á samvinnulögum, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, ger- ir ráð fyrir því að samvinnufé- lögum verði gert kleift að afla eigin fjár með sölu hluta í B- deild stöfnsjóðs „sem að mörgu svipar til sölu hluta í hlutafélög- um. Eignarhaldi á hluta í B- deild stofnsjóðs fylgir þó ekki atkvæðisréttur á félagsfund- um.“ Viðskiptaráðherra skipaði í apríl sl. nefnd til að endurskoða sam- vinnulögin. Nefndin hafði eldri frumvarpsdrög til hliðsjónar „en tók ákvörðun um að aðlaga frum- varpið að lögum um hlutafélög eftir því sem við á“. Sú breyting er að framan greinir er viðleitni í þá átt. Systurfrumvarp, til breytinga á lögum um sparisjóði, fylgir. Það felur í sér heimild til samvinnufé- laga til þess að stofna sparisjóði í stað þess að reka innlánsdeildir eins og nú _er heimilt, en gert er ráð fyrir að sú heimild falli brott. FRESTUR AÐ RENNA ÚT TIL AD TRYGGJA SÉR LÆKKUN Á TEKJUSKATTI Sérstök ákvæði skattalaga heimila þeim sem fjárfesta í hlutabréfum vissra fyrirtækja, að draga frá skattskyldum tekjum að ákveðnu hámarki kaupverð hlutabréfanna. Við höfum í sölu hlutabréf í nokkrum traustum fyrirtækjum. Verið velkömin í afgreiðslu okkar að Suðurlandsbraut 18 eða að hringja í síma 688568. Við gefum ykkur góð ráð. UERÐBRÉFAUIÐSKIPTI V/ SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 ■ SÍMI 688568 VÁKORTALISTI DagS. 19.12.1990 Nr. 22 Kort nr 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8301 5414 8301 1024 2104 1192 2209 1486 2105 1564 8107 2460 7102 0314 8218 0342 5103 Erlend kort (öll kort) "j 07** **** **** 5420 65** **** **** 5217 0010 2561 2660 5217 9840 0206 0377 5217 9500 0114 5865 Ofangreind kort eru vákort sem taka ber úr umferð. VERÐL/YUN KR. 5.000,- fyrir þann sem nær korti og sendir sundurklippt til Kurocards. ÚLtektarleyílssími Eurocards er 687899. Þjónusta allan sólarhringinn. Klippið auglýsinguna útoggeymið. ALVORU SKIÐAVERSLUN úrval merkja í skíöaútbúnaöi og skíðafatnaði J Ódýrir skíðapakkar fyrri svig og göngu. KAUPIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER! Seníum gejn póXöfu um land allt. Skíði frá VÖLKL, KNELSSL, DYNASTAR KaAPI crnjT Gönguskíöi frá KNEISSL og VÖLKL. Wwl I Skíöaskórfrá LANGE, ROCES og DOLOMITE. ■ 7 1 J'I"3 WJ. 1.1 Tffrm Skíðastafir frá SCOTT, VÖLKL og KNEISSL. ‘ l =<-'■• Bindingar frá SALOMON og TYROLIA. .. SkíÖagleraugu frá SCOTT. medlCO fii. SJciðafatnaður frá VÖLKL, MEDICO, CREBLÉT, LEISBAR, RYWAN og CODEBA. Skíðahjálmar o.fl., o.jl. , pi|ROECKL líÖl IhneissL ROKM Sporthandschuhe 9 M I * q Verslunm \|/ '' 'RKlD ARMULA 40 — SIMI 35320 um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.