Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 fclk í fréttum BÆKUR Þarna um nóttina varð söguhetjan til Kolbrún Aðalsteinsdóttir er kom- in fram á sjónarsviðið sem rithöfundur með óvenjulegum hætti. Fyrrum dansari að atvinnu og ástríðu lenti hún í bílslysi sem batt ekki einungis enda á dansferil hennar heldur nánast nauðbeygði hana til að flytja úr landi, flýja í hlýrra loftslag þannig að líkami hennar gæti betur aðlagað sig end- urhæfingunni. Það varð að snúa sér að öðru og jáfnframt því að ganga í ferðamálaskóla'og starfa sem far- arstjóri íslenskra ferðalanga á Kýp- ur, en þangað flutti hún, lagði hún fyrir sig ritstörf.. í fyrra kom út unglingabókin „í hreinskilni sagt“ og nú kemur „Dagbók í fullum trún- aði“ sem er sjálfstætt framhald á fyrri bþkinni. Kolbrúnu þekkja mörg ungmenni á Faxaflóasvæðinu, hún rak á sínum tíma Dansnýjung Kolbrúnar eftir að hafa kennt dans hjá Heið- ari Ástvaldssyni í 12 ár, en hún hóf að kenna hjá honum aðeins 14 ára gömul. Slysið sem um ræðir bar að með þeim hætti, að Kolbrún var að aka á Suðurlandsvegi ásamt börnum sínum þrem, en hross ranglaði inn á veginn. Kolbrún náði að stöðva, en sá í speglinum hvar bifreiðin sem á eftir henni ók fór að þeytast til á veginum. Var sýnt hvert stefndi og teygði Kolbrún sig þá aftur í til að halda í litla dreng- inn sinn, en í sömu andránni skall BARNAPOPP Rokklingamir fá platínu Ekki eru allir sem senda frá sér plötur fyrir jólin háir í loft inu, og á meðal þeirra yngstu eru Rokklingarnir, sém sendu frá sér sína aðra breiðskífu fyrir stuttu. Platan, sem á eru ýmis vel kunn popplög í nýjum útsetningum, hefur selst mjög vel og fyrir stuttu fór hún yfir 7.500 eintök, sem þýðir platínusölu. Það var því handagang- ur í öskjunni að úthluta öllum sveitameðlimum platínuplötum, en þeir eru á annan tuginn. Rokklingarnir með platínuplötur. IÞROTTIR Löggan gerði sitt besta ■ + Iþróttalíf innan lögreglunnar er með miklum blóma. Nýlega voru handknattleiks- og golflið lögreglu- manna á mótum erlendis og stóðu sig með sóma þótt ekki hafi verið veifað bikurum við heimkomuna. Handknattleiksliðið tók þátt í Norðurlandamóti lögreglumanna sem haldið var í Kaupmannahöfn. Að þessu sinni mættu aðeins þrjú lið til keppni, frá Islandi, Noregi og Danmörku, en Svíar sendu ekki lið þar eð þeir töldu lið sitt ekki nægilega sterkt til að eiga erindi á NM. Mótið hófst á því að Danir sigruðu Norðmenn 24-18 og síðan sigruðu Norðmenn íslendinga 20-17 eftir að íslenska pólitíið hafði leitt í hálfleik 11-9. Síðasti leikurinn var viðureign Islands og Danmerk- ur sem virtist vera besta liðið. Leik- urinn var þó í járnum framan af, en er einn besti vamarleikmaður íslenska liðsins, Jakob Þórarinsson, var rekinn af leikvelli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleikinn, sigu Danir fram úr. Sigruðu á end- anum 24-14. Voru íslensku lögg- urnar heldur súrar og veltu fyrir sér hvernig leikslok hefðu orðið ef Jakob hefði ekki verið rekinn í bað, því það þótti vera lítill fótur fyrir brottrekstrinum. Allt um það, Dan- ir sigruðu, en að margra áliti var Árni Friðleifsson úr Víkingi besti Ieikmaður mótsins. Kylfingarnir fóru aftur á móti til Svíþjóðar og háðu þar landskeppni við heimamenn á Ljunghusens-golf- vellinum skammt suður af Málmey. í einstaklingskeppni sigruðu Svíarnir 5-1, en í tvímenningi 6,5-2,5. Keppni í tvímenningnum var oft jöfn og spennandi og lokatöl- ur segja lítið um það, margir leikirn- ir töpuðust mjög naumlega. Handknattleiksliðið, efri röð f.v.: Árni Friðleifsson, Gunnlaugur K. Jónsson, Hannes Leifssön, Magnús Þórisson, Páll Briem Magnússon, Bjarni Olafsson og Haukur Asmundsson. Neðri röð f.v.: Birgir Hilmars- son, Valgarð Valgarðsson, Jónas Þorgeirsson, Birgir Hilmarsson, Hermann Karlsson, Stefán Thordars- en og Einar Þórisson. Jakob Þórarinsson liggur fremstur. Kylfingarnir, taldir f.v.: Annel Þorkelsson, Öskar Halldórsson, Hilmar Björgvinsson, Sigurður Péturs- son, Sigurður Benjamínsson, Hörður Sigurðsson og Guðlaugur Gislason. Kolbrún hampar nýlega útkom- inni- bók sinni. bifreiðin aftan á bifreið Kolbrúnar. Börnin sluppu með skrámur, en Kolbrún tognaði svo illa á háls- og axlarvöðvum, að hún fékk þann dóm kveðinn yfir sér að hún myndi ekki geta dansað framar. Og það sem meira var, hinir vel þjálfuðu vöðvar dansarans myndu stífna í köldu loftslaginu á Fróni. Að áeggj- an lækna flutti hún sig suður á bóginn ásamt börnum sínum til Kýpur þar sem hún lauk 9 mánaða námi við ferðamálaskóla. Síðan hef- ur hún stundað þar leiðsögustörf og skriftir. Fyrri bókin fæddist þó heima á íslandi og Kolbrún hefur orðið. „Þetta var mjög erfitt í fyrstu eftir slysið, ég leið miklar kvalir. Var með höfuðverk og svaf lítið. Hugs- aði mikið um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Ég hafði ætlað að byija að færa dagbók og eina nóttina er ég sat í eldhúsinu og drakk kakó og hugsaði minn gang var eins og eitthvað gerðist. Allt í einu var ég komin með penna í hönd og búin að opna dagbókina. Það var Moggi þarna við höndina og ég var nýbúin að lesa frásögn um slæm unglinga- vandamál. Þarna um nóttina varð söguhetjan til og ég byrjaði að forma söguna. Eg vil ekki segja hvað það tók mig langan tíma að ljúka sögunni, en ég hellti mér í starfið og lifði mig inn í það.“ Útkoman liggur fyrir, tvær bæk- ur á tveimur árum, sú síðari sjálf- stætt framhald hinnar fyrri. Sú fyrri fékk firnagóða sölu og tíminn mun leiða í ljós hvort lesendur verði ekki tryggir Kolbrúnu. ORAR? Atti að ræna La Toyu? Enn er æviminningabók banda- rísku söngkonunnar La Toyu Jackson komin í fréttirnar fyrir vest- an haf, en fyrir nokkrum mánuðum lýsti hún því hvernig hinir ýmsu meðlimir hinnar frægu Jackson-fjöl- skyldu reyndu að fá hana ofan af því að rita bókina, enda mun vera hreyft við ýmsum einkamálum ijöl- skyldunnar í ritinu. Lengst í þá átt að stöðva La Toyu gekk sjálfur Mich- ael Jackson og bauð hann henni gull og græna skóga ef hún léti af skriftum. Nú er bókarinnar loks von og segir La Toya að Michael hafi ekki látið við það sitja að bjóða aura, heldur hafi hann reiðst er hún neit- aði bón hans og hótað að láta ræna henni. Fjölskyldan hefur nú útskúfað La Toyu og segir hana misheppnað sníkjudýr, söngkonu sem ekki geti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.