Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 45
cee i aaíntaaaú ,ei ítj!&aciiihív<3 n/. <aöAJHWiíoaoi« MORGÚNBLAÐIÐ MIÐvYkUDAGUR 19.’dESEMBER~Í99Ö 45 Ég skal andmæla Ryzhkov eftir Árna Björnsson í forystugrein Morgunbiaðsins föstudaginn 7. des. var m.a. fjallað um lofræðu Nikulásar Ryzhkovs forsætisráðherra Sovétríkjanna um hergagnaiðnaðinn þar í landi og svardaga hans um að sú atvinnu- grein skyldi ekki niður lögð meðan hann lifði og héldi starfi sínu. Síðan segir Morgunblaðið: „Andstaða við viðhorf af þessu tagi hafa (svo!) virst lífsskoðun ýmissa helstu frammámanna her- stöðvaandstæðinga hér á landi. Rísa þeir nú upp og andmæla þessu við- horfi?“ Eg skal fyrstur manna rísa upp og andmæla, enda tel ég mér málið nokkuð skylt. Ég sannfærðist nefni- lega um það fyrir svo sem áratug að hagsmunir hergagnaiðnaðarins væru meginorsök vígbúnaðar- kappsins, en gagnkvæm árásar- hætta lítið annað en yfirvarp. Ég tel ekki, „að ásókn hergagnafram- leiðenda leiði óhjákvæmilega til þess að auðvaldsríkin hefji styrjöld" eins og Morgunblaðið segist oft hafa séð haldið fram hér á landi og annars staðar. Hagsmunir her- gagnaframleiðenda nú á dögum felast öðru fremur í því að láta dæma vopn úrelt vegna ætlaðra nýjunga óvinarins, svo að sífellt þurfi að finna upp og framleiða nýjar og fullkomnari tegundir. Að sjálfsögðu vilja þeir í lengstu lög komast hjá meiriháttar styrjöld. Um þetta skrifaði ég meðal annars grein í Morgunblaðið 17. apríl 1985. Að þessari niðurstöðu þurfti að komast af brjóstviti einu saman. Ummæli Eisenhowers höfðu á sínum tíma algerlega farið framhjá mér og aldrei heyrði ég þess getið, að forystumenn Sovétríkjanna töluðu af þvílíku viti. Ekki vissi ég heldur félaga mína meðal sósíalista eða herstöðvaandstæðinga halda þessu viðhorfi á loft. Þar mátti mun frekar kynnast þeirri skoðun, að Bandaríkin stefndu að heimsyfir- ráðum og myndu ekki láta styijöld afta sér frá því. Það virtist reyndar álíka yfirboðsleg skýring og hræðsluáróður herstöðvasinna um yfirvofandi árás Rauða hersins. Lengi vel ypptu menn á þessum bæjum líka öxlum við kenningunni um hagsmuni hergagnaiðnaðarins. Hún þótti of langsótt og var jafn- vel kölluð þjóðsaga. Samt hefur á síðustu árum tekist að troða svo sem einni málsgrein í þá átt inn í ályktanir frá landsráðstefnum her- stöðvaandstæðinga. Þær hefur leið- arahöfundur Morgunblaðsins vænt- anlega rekið augun í og talið vera hefðbundið sjónarmið. Svo gæti reyndar verið, ef grannt er skoðað, Seinnabindið erkomiðút MYLLU KOBBI, forlag Skemmuvegur6L, 200Kópavogur SÍMI: 91-7 47 99 en því sjónarmiði hefur a.m.k. ekki verið mikið hampað, síðan ég og elsti ritstjóri Morgunblaðsins kom- umst til vits og ára. Morgunblaðið spyr í sömu for- ystugrein, hvort andstæðingar her- stöðva átti sig á muninum á stjórn- kerfi lýðræðisríkja og einræðisríkja í þessu sambandi. Það er vissulega munur á hags- munum vegna hergagnaiðnaðar í vestrænum stórveldum annars veg- ar og Sovétríkjunum hins vegar. Vestan megin eru það eigendur verksmiðja og rannsóknarstofnana sem hagnast á hergagnaframleiðslu og vopnasölu. Flestir herforingjar „Herstöðvar á íslandi voru að vísu ekki stór biti handa bandarískum fyrirtækjum, en þær voru samt dálítið brot af heimskerfinu.“ hafa þar ekki annað en rétt þokka- leg laun miðað við forstjóra iðnaðar- ins. Fyrir áustan eru það hins veg- ar yfirmenn í sjálfum hernum, sem hafa orðið eins helsta forréttinda- stétt ríkisins. Öll skerðing á her- væðingu myndi koma niður á þeím forréttindum. Forsendur herstöðva á íslandi eru augljósar frá þessu sjónaiTniði. Arásarhættan var aldrei annað en yfirvarp þeirra sem gerst vissu, þótt ýmsir mætir menn muni í ein- lægni hafa trúað á hana. Aðalfor- sendan var þörf íslenskra verktaka á stanslausum verkefnum, sem þeir höfðu komist á bragðið af í stríðinu. Herstöðvar á íslandi voru að vísu ekki stór biti handa bandarískum fyrirtækjum, en þær voru samt dálítið brot af heimskerfinu. Höfundur er þjóðháttafræðingur. kú Árni Björnsson PERSONBL SVSTEM/g SVÍTEM /I „ „ TMtMw « „„ ^ Sparaðu 60.000 krónur fyrir jólin Sérstakt jólatilboð á IBM PS/2. Aðeins 56.500 kr. Panasonic 1180 prentari á aðeins 24.900 kr. Allt sem þarf: / disklingar, hreinsiefni og tölvupappír á 1.900 kr. SAMEIND BRAUTARHOLTI 8, SÍMI 61 58 33 V~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.