Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐ.VIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 Lifandi saga Bækur Bolli Gústavsson í Laufási Sverrir Pálsson: Saga Akureyrarkirkju Utgefandi: Sóknarnefnd Akur- eyrarkirkju Hálf öld er liðin frá því Akur- eyrarkirkja var vígð. Vígsludagur hennar var 17. nóvember 1940. Akureyri er ekki forn kirkjustaður, enda hafa þar aðeins staðið tveir helgidómar til reglubundinnar þjón- ustu. Hér er Glerárkirkju hinni nýju þó ekki gleymt, en hún er utan hinna gömlu sóknarmarka, og íbúar Glerárþorps áttu kirkjusókn í Lög- mannshlíð til skamms tíma. Eldri kirkjan á Akureyri, sem rifin var haustið 1942, var byggð í Fjörunni þar sem Minjasafnskirkj- an (gamla Svalbarðskirkjan frá 1846) stendur nú. Þá horfnu kirkju reisti söfnuðurinn, eftir miklar vangaveltur um staðarval, á árun- um 1862-’63 og var hún vígð sunnudaginn 28. júní 1863, ári eft- ir að Akureyri fékk kaupstaðarrétt- indi í annað sinn. 15. júlí það sama sumar var kirkjugarðurinn vígður uppi á höfðanum fyrir ofan kirkj- una, á Naustahöfða, og er hann enn kirkjugarður prestakallsins. Aður en þessi skipan komst á sóttu Akureyringar kirkju og þjón- ustu prests fram að Hrafnagili, en þangað er klukkutíma reið í góðu færi. í fljótu bragði má ætla, að ekki sé frá miklu að segja um kirkjur og safnaðarstarf á Akureyri og þeim fróðleik megi þá koma fyrir í litlum bæklingi. Sverrir Pálsson fyrrum skólastjóri hefur kveðið nið- ur það álit svo um munar. Hefur hann ritað ítarlega sögu Akureyrar- kirkju og kom bókin út á fimmtíu Frábær tónlist úr spennusögu Omars Njóttu sögunnar til fulls - hafðu snælduna við höndina í tengslum við glænýja skáldsögu Ómars Ragnarssonar, í einu höggi, hefur verið gefin út samnefnd snælda með vandaðri tónlist í flutningi íslenskra listamanna og með textum eftir Ómar. Öll lögin leika stórt hlutverk í skáldsögunni en bók og snælda standa vel fyrir sínu í sitthvoru lagi. Meðal efnis á snældunni: / EINU HÖGGI SOFÐU ÞÁ SIGGA MÍN ELSKU STÚFUR Ó RÓSA GRÁTTU ÚR ÞÉR AUGUN ERU EKKIALLIR í STUÐI? JÓLAENGILL Og fl. lög Flutt af Ómari, Pétri Hjaltested, Birni Thoroddsen og Pálma Gunnarssyni. Flutt af Ómari, Grétari Örvarssyni og Gunnlaugi Briem. Flutt af Guðrúnu Grétarsdóttur og Grétari Örvarssyni. Flutt af Ara Jónssyni og Grétari Örvarssyni. Sungið af Ellen Kristjánsdóttur. Flutt af Ómari, Magnúsi Kjartanssyni og Árna Scheving. Flutt af Helgu Möller, Eyjólfi Kristjánssyni og Grétari Örvarssyni. Verð á snældu 1.199 kr. Verð á skáldsögu: 2.280 kr. FRODI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Sverrir Pálsson ára vígsluafmæli yngri kirkjunnar, 17. nóvember 1990. Saga Akureyrarkirkju skiptist í 10 meginþætti: I. Prestakallið, II. Hrafnagilskirkja, III. Prestar, sem þjónað hafa Akureyrarkirkju, IV. Akureyrarkirkja hin eldri (við Aðal- stræti), V. Eignarhald Akureyrar- kirkju, VI. Akureyrarkirkja hin nýja, VII. Sóknarnefnd og safnað- arfulltrúar, VIII. Safnaðarheimilið, IX. Kirkjugarðurinn og X. Minja- safnskirkjan. Þessir þættir eru mjög mislangir og VI. þáttur, um Akureyrarkirkju hina nýju, lengstur, svo sem vænta má, og skiptist í marga kafla og undirkafla. Er þar m.a. rakin bygg- ingarsagan og gerð grein fyrir for- ystu séra Friðriks J. Rafnar vígslu- biskups, sem með hæglátri festu og farsælli greind átti drýgstan þátt í því, að ráðist var í það mikla verk við upphaf seinni heimsstyij- aldar. Var það einstök bjartsýni á íjórða tug þessarar aldar, þegar heimskreppan var í algleymingi og ófriðarblikur á lofti. Og listamaður- inn, Guðjón Samúelsson húsameist- ari, kemur sem vænta má mjög við sögu. Sagan opinberar á eftirtekt- arverðan hátt, hversu starfið í kirkj- unni er samofið menningarþróun í vaxandi bæjarfélagi. Þessi veglega bók er 516 blað- síður og prýdd fjölda mynda. Er verkið unnið af fágætri vandvirkni og fræðilegri þekkingu. Hvergi slær höfundur af kröfum sínum um heimildir og gætir þess í hvívetna að gera ljósa greín fyrir gildi þeirra. Heimildaskrár í bókarlok eru miklar að vöxtum og frágangur þeirra lærdómsrík fyrinnynd öllum þeim, sem leggja stund á sagnfræði og vinna að ritverkum þeirrar gerðar, sem nauðsynlegt er að hafa við höndina til þess að fletta upp í. Það verður hvað mikilvægast hlutverk þessarar bókar og er ég þess full- viss, að henni verður skipað í flokk grundvallarrita, sem fræðimenn og rithöfundar munu leita til. Og þó er þessi umsögn ekki rituð til þess að fæla almenna lesendur frá bók Sverris. Það er einmitt ærin ástæða til að vekja athygli á því, að les- andinn getur heillast af textanum. Framsetningin ber alls ekki svip þess alkunna þyrrkings, sem alltof oft gerir sagnfræðirit lík gamalli, myglaðri töðu, firrtri þeim ljúfa ilmi, sem menn vilja njóta á næðis- stundum. Höfundur er tengdur sög- unni á ýmsan veg á ofanverðu tíma- bili hennar og hefur kynnst ýmsum atburðum fyrri ára hjá ættmennum sínum, m.a. afa sínum, Sigurgeir Jónssyni, er var organisti og kór- stjóri í báðum sóknarkirkjunum í 30 ár, frá 1911 til 1941. Mjög margir eru kvaddir til sögunnar og því birtast víða athyglisverðar per- sónulýsingar í frásögninni. Ég tek sem dæmi lýsingu á séra Pétri Sig- urgeirssyni og starfi hans í söfnuð- inum, ekki síst á meðal ungs fólks. Þar er og stórfróðleg og lifandi heimild handa þeim, sem rita munu biskupasögur þessarar aldar. Og persónuleiki þess biskups, sem að líkindum mun hljóta heiðursnafnið hinn góði, birtist ljóslifandi í heiðar- legri og listrænni frásögn Sverris. Útkoma þessarar fjölþættu kirkjusögu er merkur atburður. Prentverk Odds Björnssonar hf. á Akureyri hefur annast prentun og allan ytri búning bókarinnar. Er þar næsta vel að verki staðið. € I < i Q c; i € i Í s i i i J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.