Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA SKIÐI „Huggum okkur við að Marco van Basten verður í leikbanni" - sagði Jean-Louis Levreau, varaforseti Marseille, sem mætir Evrópumeisturum AC Milan FRÖNSKU meistararnir Mar- seille drógust gegn Evrópu- meisturum AC Milan í 8-liða úrslitum íEvrópukeppni meist- araliða, en dregið var í Evrópu- mótunum ígær. Leikirnir fara fram 6. og 20. mars á næsta ári. Milljónamæringurinn og eig- andi Marseille, Bernard Tapie, hefur verið að byggja upp lið sem hann segir að eigi að geta unnið Evrópumeistaratitilinn og er það stjörnum prýtt. Andstæðing- arnir, AC Milan, í 8-liða úrslitum eru ekki að verri endanum og urðu þeir m.a. heimsmeistarar félagsliða fyrir skömmu er þeir unnu Olympia frá Paraguay. „Ég hefði frekar vilja mæta Evrópumeisturunum síðar í kepgninni," sagði Tapie. „Ég er ekki ánægður með mót- heijana. AC Milan er eitt allra besta félagslið Evrópu," sagði Jean-Louis Levreau, varaforseti Marseille og bætti við; „Við getum þó huggað okkur við það að Marco van Basten verður í leikbanni.“ Sovésku liðin þrjú sem eftir eru í keppninni, Torpedo, Spartak og Dinamo Kiev eiga misjafna mögu- leika á að komast áfram. Torpedo á líklega mestú möguleikana þar sem liðið mætir danska liðinu Bröndby í UEFA-keppninni. Mögu- leikar hinna liðanna eru minni þar sem Dinamo mætir Barcelona í keppni bikarhafa og Sparta gegn Real Madrid í keppni meistaraliða. Manchester United fær erfitt verkefni er þeir mæta Montpellier í keppni bikarhafa, en franska liðið hefur slegið bæði PSV Eindhoven og Steaua Búkarest út. „Þetta verð- ur erfitt þar sem Montpellier er með mjög sterkt lið. Við munum að sjálfsögðu reyna að halda uppi merki enskra liða í Evrópukeppn- inni og komast áfram. Það verður uppselt á Old Trafford," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri United. Evrópukeppnin Dregið var í 8-liða úrslit í . Evrópumótunum í knatt- spyrnu í gær. Eftirtalin lið drógust saman: Evrópukeppni meistaraliða Spartak Moskva - Real Madrid AC Mílan - Marseille Rauða stj. - Dynamo Dresden Bayern Miinchen - Porto Evrópukeppni bikarhafa Legia Warsjá - Sampdoria Dynamo Kiev - FC Barcelona Manchester United - Montpellier Liege - Juventus UEFA-keppnin Bologna - Sporting Lissabon Torpedo Moskva - Bröndby Atalanta - Inter Mílanó AS Roma - Anderlecht ■Leikið verður heima 6. mars og úti 20. mars. Það lið sem talið er upp á undan fær fyrri leikinn heima. Komið og sjáið síðari iandsieik íslands og Þýskalands í Laugardalshöll i kvöld kL 20 Þetta eru fyrstu landsleikir sameinaðs Þýskalands á erlendri grund. Alþjóðlegt handknattleiksmót kvenna hefst í Laugardalshöll í dag: Kl. 16 ísland UL - — Portúgal Kl. 18 ísland A - Spánn Ole Christian Furuseth sigraði með yfirburðum í svigi. Norður- iandabúar íefstu sætunum OLE Christian Furuseth frá Noregi sigraði með nokkrum yfirburðum ísvigi heimsbikars- ins sem fram fór í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær, eft- ir að Alberto Tomba hafði keyrt út úr brautinni í síðari umferð. Furuseth, sem var ræstur síðastur í fyrsta ráshópi í síðari umferð, gat tekið lífinu létt eftir að aðalkeppi- nautur hans, Alberto Tomba, hafði keyrt út úr brautinni um miðja vegu. „Ég tók mikla áhættu í síðari umferð þar sem ég ætlaði mér sigur, Vonandi gengur betur næst,“ sagði Tomba vonsvikinn. Norðmaðurinn var meira en tveimur sekúndum á undan Tom- asi Fogdö frá Svíþóð, sem var annar eftir að hafa náð besta tímanum í síðari umferð. Marc Girardelli, Luxem- borg, varð þriðji. „Ég bjóst við að þyrfti að keyra á fullu í síðari umferð, en eftir að Tomba fór útúr var ég ekki viss um hvað ég ætti að gera,“ sagði Furuseth, sem hafði hálfrar sekúndu forskot á Tomba eftir fyrri umferð. „Það var leiðinlegt að Tomba varð úr leik. Það hefði ver- ið gaman að vinna hann á heimavelli fyrir framan alla ítölsku stuðnings- mennina sem fjölmenntu í skíðabrekk- una," sagði Furuseth. Árangur Svíans Fogdö, sem er að- eins 20 ára og kemur frá Gallivare í norður Svíþjóð, kom mjög á óvart. „Ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um þennan árangur. Ég var aðeins í tólfta sæti eftir fyrri umferð og því ekki raunhæft að reikna með verð- launasæti," sagði Fogdö, sem varð annar á heimsmeistaramóti unglinga á sama stað fyrir tveimur árum. Hann sagði að Svíar ættu góðar minningar frá mótum sem haldin hafa verið Madonna di Campiglio og benti á að Ingemar Stenmark hafi átta sinnum sigrað þar í keppni heimsbikarins. í kvöld k HANDKNATTLEIKUR: ísland og I Þýskaland leika vináttulandsleik kl. 20 I í Laugardalshöll. ■Fjögurra liða mót kvenna hefst í I Laugardalshöllinni í dag. Unglingalið I íslands leikur gegn Portúgal kl. 16 og I ísland A mætir Spáni kl. 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.