Morgunblaðið - 19.12.1990, Page 62

Morgunblaðið - 19.12.1990, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA SKIÐI „Huggum okkur við að Marco van Basten verður í leikbanni" - sagði Jean-Louis Levreau, varaforseti Marseille, sem mætir Evrópumeisturum AC Milan FRÖNSKU meistararnir Mar- seille drógust gegn Evrópu- meisturum AC Milan í 8-liða úrslitum íEvrópukeppni meist- araliða, en dregið var í Evrópu- mótunum ígær. Leikirnir fara fram 6. og 20. mars á næsta ári. Milljónamæringurinn og eig- andi Marseille, Bernard Tapie, hefur verið að byggja upp lið sem hann segir að eigi að geta unnið Evrópumeistaratitilinn og er það stjörnum prýtt. Andstæðing- arnir, AC Milan, í 8-liða úrslitum eru ekki að verri endanum og urðu þeir m.a. heimsmeistarar félagsliða fyrir skömmu er þeir unnu Olympia frá Paraguay. „Ég hefði frekar vilja mæta Evrópumeisturunum síðar í kepgninni," sagði Tapie. „Ég er ekki ánægður með mót- heijana. AC Milan er eitt allra besta félagslið Evrópu," sagði Jean-Louis Levreau, varaforseti Marseille og bætti við; „Við getum þó huggað okkur við það að Marco van Basten verður í leikbanni.“ Sovésku liðin þrjú sem eftir eru í keppninni, Torpedo, Spartak og Dinamo Kiev eiga misjafna mögu- leika á að komast áfram. Torpedo á líklega mestú möguleikana þar sem liðið mætir danska liðinu Bröndby í UEFA-keppninni. Mögu- leikar hinna liðanna eru minni þar sem Dinamo mætir Barcelona í keppni bikarhafa og Sparta gegn Real Madrid í keppni meistaraliða. Manchester United fær erfitt verkefni er þeir mæta Montpellier í keppni bikarhafa, en franska liðið hefur slegið bæði PSV Eindhoven og Steaua Búkarest út. „Þetta verð- ur erfitt þar sem Montpellier er með mjög sterkt lið. Við munum að sjálfsögðu reyna að halda uppi merki enskra liða í Evrópukeppn- inni og komast áfram. Það verður uppselt á Old Trafford," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri United. Evrópukeppnin Dregið var í 8-liða úrslit í . Evrópumótunum í knatt- spyrnu í gær. Eftirtalin lið drógust saman: Evrópukeppni meistaraliða Spartak Moskva - Real Madrid AC Mílan - Marseille Rauða stj. - Dynamo Dresden Bayern Miinchen - Porto Evrópukeppni bikarhafa Legia Warsjá - Sampdoria Dynamo Kiev - FC Barcelona Manchester United - Montpellier Liege - Juventus UEFA-keppnin Bologna - Sporting Lissabon Torpedo Moskva - Bröndby Atalanta - Inter Mílanó AS Roma - Anderlecht ■Leikið verður heima 6. mars og úti 20. mars. Það lið sem talið er upp á undan fær fyrri leikinn heima. Komið og sjáið síðari iandsieik íslands og Þýskalands í Laugardalshöll i kvöld kL 20 Þetta eru fyrstu landsleikir sameinaðs Þýskalands á erlendri grund. Alþjóðlegt handknattleiksmót kvenna hefst í Laugardalshöll í dag: Kl. 16 ísland UL - — Portúgal Kl. 18 ísland A - Spánn Ole Christian Furuseth sigraði með yfirburðum í svigi. Norður- iandabúar íefstu sætunum OLE Christian Furuseth frá Noregi sigraði með nokkrum yfirburðum ísvigi heimsbikars- ins sem fram fór í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær, eft- ir að Alberto Tomba hafði keyrt út úr brautinni í síðari umferð. Furuseth, sem var ræstur síðastur í fyrsta ráshópi í síðari umferð, gat tekið lífinu létt eftir að aðalkeppi- nautur hans, Alberto Tomba, hafði keyrt út úr brautinni um miðja vegu. „Ég tók mikla áhættu í síðari umferð þar sem ég ætlaði mér sigur, Vonandi gengur betur næst,“ sagði Tomba vonsvikinn. Norðmaðurinn var meira en tveimur sekúndum á undan Tom- asi Fogdö frá Svíþóð, sem var annar eftir að hafa náð besta tímanum í síðari umferð. Marc Girardelli, Luxem- borg, varð þriðji. „Ég bjóst við að þyrfti að keyra á fullu í síðari umferð, en eftir að Tomba fór útúr var ég ekki viss um hvað ég ætti að gera,“ sagði Furuseth, sem hafði hálfrar sekúndu forskot á Tomba eftir fyrri umferð. „Það var leiðinlegt að Tomba varð úr leik. Það hefði ver- ið gaman að vinna hann á heimavelli fyrir framan alla ítölsku stuðnings- mennina sem fjölmenntu í skíðabrekk- una," sagði Furuseth. Árangur Svíans Fogdö, sem er að- eins 20 ára og kemur frá Gallivare í norður Svíþjóð, kom mjög á óvart. „Ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um þennan árangur. Ég var aðeins í tólfta sæti eftir fyrri umferð og því ekki raunhæft að reikna með verð- launasæti," sagði Fogdö, sem varð annar á heimsmeistaramóti unglinga á sama stað fyrir tveimur árum. Hann sagði að Svíar ættu góðar minningar frá mótum sem haldin hafa verið Madonna di Campiglio og benti á að Ingemar Stenmark hafi átta sinnum sigrað þar í keppni heimsbikarins. í kvöld k HANDKNATTLEIKUR: ísland og I Þýskaland leika vináttulandsleik kl. 20 I í Laugardalshöll. ■Fjögurra liða mót kvenna hefst í I Laugardalshöllinni í dag. Unglingalið I íslands leikur gegn Portúgal kl. 16 og I ísland A mætir Spáni kl. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.