Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 27 að koma inn í samtímann út úr fyrri öld. Hún hefur ekki fengið að taka þátt í mannh'finu á nokkurn hátt og óvíst er hvort hún verður fær um að mæta öllum þeim vanda sem að henni steðjar en hennar bíða ótrúlegustu verkefni. Það þarf að glíma við vímuefnavanda, áfeng- issýki og beijast fyrir náttúruvernd, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem snúa sér til kirkjunnar eru elsta fólkið, yfir sextugu, og yngsta kynslóðin, innan við 25 ára, en fólk á miðjum aldri er gersamlega búið að eyði- leggja að þessu leyti, það er álit fleiri en mín. í Moskvu heimsótti ég kirkjur og bænahús allra trúarbragða- hreyfínga, ekki bara kristinna. Nik- ulásarkirkjan sem byijað var að reisa 1679 stendur óbreytt og var fægð upp fyrir 1000 ára afmæli kirkjunnar 1988. Hún er eina kirkj- an í Moskvu sem aldrei hefur verið lokuð frá því fyrir byltingu. Þar sem stærsta útisundlaug Moskvu stendur núna stóð til 1935 ein stærsta og fegursta kirkja borg- arinnar, Frelsarakirkjan. Hún var sprengd 1935 og í stað hennar átti að reisa Höll Sovétríkjanna, en það varð aldrei og verður aldrei. En sagt er að hugvitsömum mönnum hafi dottið í hug að nýta sprengi- gíginn til að gera sundlaug. I dag er komin í gang geysilega öflug hreyfing til þess að endurbyggja Frelsarakirkjuna. í synagógu gyðinga hitti ég unga gyðinga og gamla og innti þá eftir ástæðum fyrir þessum áhuga þeirra á að flytja til ísraels. Það kom í ljós að þeir vita ótrúlega lítið um ástandið í ísrael en þeir voru ekki feimnir við að viðurkenna að það er fyrst og fremst von um betra og þægilegra líf sem dregur þá 'þangað." Ævikvöld í ríki kommúnismans „í einni mosku borgarinnar ræddi ég .við tatara um ástandið í Mið- Asíulýðveldunum. Þeir telja að þar sé mikil vakning meðal músiima og áhugi á að segja'skilið við Sovétrík- in. Hversu sterk sú hreyfing nær að verða er ómögulegt að segja á þessari stundu. Loks kom ég í einu rómversk/ kaþólsku kirkjuna í Moskvu og hitti þar 81 árs gamla þýska konu, sjö barna móður frá Kazakstan. Ilún var búin að vinna á samyrkjubúi í 51 ár en býr nú í herbergi með dóttur sinni og hefur 45 rúblur í eftirlaun. Það er jafnvirði þriggja dollara á svarta markaðinum. Það er ævikvöldið sem kommúnisminn býður fólkinu upp á,“ sagði séra Rögnvaldur Finnbogason. * Utsvarsprós- entan lækkuð á Skagaströnd Skagaströnd. HREPPSNEFND Höfðahrepps hefur ákveðið að lækka útsvars- prósentuna fyrir árið 1991 í Höfðahreppi. Á fundi nefndarinnar 7. desem- ber var ákveðið að lækka útsvars- innheimtuna úr 7,5% í 7,2%. Var þetta ákveðið með hliðsjón af því að landsmeðaltal útsvars er 7,2%. Sé útsvarsprósentan hærri fær fólk bakreikning frá skattinum í ágúst þar sem staðgreiðsla er inn- heimt samkvæmt landsmeðaltali. Þessi lækkun útsvarsprósentunnar táknar um tveggja milljóna króna skerðingu á tekjum Höfðahrepps. - Ó.B. r HÝTT SÍMANÚMER BIAÐAAFGRBÐSLU Krabbameinsfélagið ráðstafar söfnunarfé STJÓRN Krabbameinsfélags ís- lands hefur ákveðið ráðstöfun á fyrsta fjórðungi þess fjár sem safnaðist í vor í Þjóðarátaki gegn krabbameini, en gert er ráð fyrir að söfnunarféð nýtist í fjögur ár og fari til sérstakra verkefna á vegum félagsins. Fimm milljónum króna verður varið til að kaupa íbúð í Reykjavík fyrir aðstandeudur krabbameinssjúklinga utan af landi. Fimm milljónir eru veitt- ar til grunnrannsókna á krabba- meini í Rannsóknastofu í sam- einda- og frumulíffræði. Tvær milljónir eru ætlaðar til útgáfu á bæklingi fyrir karlmenn um helstu einkenni krabbameins, en stefnt er að því að senda hann til allra fullorðinna karl- manna næsta vor. Loks verður ein milljón veitt til að efla Rann- sóknasjóð Krabbameinsfélags- ins. Öðrum fjórðungi söfnun- arfjár verður ráðstafað á miðju næsta ári. í framhaldi af þessari ákvörðun hafa Krabbameinsfélagið og Rauði kross íslands ákveðið að samein- ast um kaup á húsnæði í nágrenni Landspítalans og verður það til afnota fyrir krabbameinssjúklinga af landsbyggðinni og aðstandend- ur þeirra meðan á sjúkdómsmeð- ferð stendur. Ríkisspítalar eru til- búnir til samstarfs um rekstur þessa húsnæðis. Fyrir fjórum árum átti Krabbameinsfélagið hlut að því að kaupa íbúð við Leifsgötu fyrir foreldra barna sem eru í meðferð vegna krabbameins. Sú íbúð hefur verið mikið notuð og - reynslan af henni verið svo góð að ástæða þótti til að létta undir með öðrum krabbameinssjúkling- um á hliðstæðan hátt. (Fréttatilkynning) Gleymdu ekki hlutabréfunum í ár ! HVÍB HLUTABRÉFASJÓÐUR VÍB HF. Einfalt, öruggt og arðbært Hlutabréfasjóöur VÍB hf., HVIB var stofnaður til þess að bjóða einstaklingum einfalda, örugga og arðbæra leið til að ávaxta sparifé sitt í lilutabréfum og njóta jafnframt skattafrádráttar. Góð ávöxtun Hlutabréfin eru ávísun á eignarhlut í íjölda fyrirtækja og þar með hlutdeild í afrakstri þeirra. Ávöxtun hlutabréfa HVIB fylgir því náið hag fyrir- tækjanna og getur orðið mjög góð þegar vel árar. s Ahættudreifing Áhætta hlutabréfa felst einkum í því að verð hlutabréfa í einstökum fyrirtækjum getur verið sveiflukennt. HVlB dregur úr þessari áhættu með því að kaupa hlutabréf í mörgum fyrirtækjum, í þeim hlutföllum sem sérfræðingar VIB telja hagkvæmast hverju sinni. Með kaupum á hlutabréfum HVIB fæst þannig veruleg áhættu- dreifing. Lægri skattar Einstaklingum er heimilt að draga kaupverð hlutabréfa í HVIB frá tekjuskatts- og útsvarsstofni sínum að vissu marki. Á árinu 1989 nam hámarkskaupverð til skatta- frádráttar 115.000 kr. hjáeinstaklingúm og 230.000 kr. hjá lijónum. Hjón sem fullnýttu skattafrádrátt sinn á síðasta ári fengu þannig endurgreiddar röskar 86.000 kr. frá skattinum. Verið velkomin í afgreiðslu VÍB í Ármúla 13a, eða hringið í síma 91-681530. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. HMARK-afgreiösla, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík. Sími 21677.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.