Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 23 BARNAGÆLUR Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Amma yrkir fyrir drenginn sinn. Ljóð: Jóhanna A. Steingrímsdótt- ir. Myndir: Hólmfríður Bjartmarsdóttir. Setning, litgreining, umbrot og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun og bókband: Prent- smiðjan Edda hf. Utgefandi: Orn og Orlygur hf. Lítill snáði, Tóti, Þórólfur Bald- vin Hilmarsson, skríður í fang ömmu sinnar með gátur lífsins, biður hana að leita með sér svara. „Amma, hvar er allt sem lifði í sumar?“ Amman svarar með ljóði, Tótagælu, þar sem meðal annars er þetta svar: Fiðrildin sem fljúga, í frosnu lyngi búa, kðngulóin kúrir líka kaldri þúfu á. Litlir, kátir lækir leika ekki sprækir, á bökkum þeirra kristallsklukkum klingja frosin strá. „Hvernig er hafísinn, amma?“ og amma spyr krumma, þann al- vísa fugl. Krummi veltir vönpm, vappar á klettadrönpm. Út við haf og horfir vítt hrafn og sveiflar vængjum títt, flýgur yfir dalinn og segir krunk, krunk, krá - farðu sjálf að sjá. „Hvaðan kemur vindurinn, amma?“. Hún svarar með ljóðinu Sunnanvindurinn. í því ér þetta fallega vers meðal annarra: Jóhanna Á. Steingrímsdóttir Til íslands flytur vindurinn vorið þá verður öllum létt um sporið. Hann leikur að skýjum sem börn að boltum og bræðir ísinn af túnum og holtum. Ljóðin hennar Jóhönnu eru und- urfögur, leikandi létt, auðskilin, auðlærð, sannkallaðar barnagæl- ur. Hér eru svör við margri spurn, færð í sparibúning sem aðeins ís- lenzk tunga á. Myndir Hólmfríðar eru sterkar, kraftmikiar, listavel gerðar, gæða Ijóðin þeim þokka, að þetta er með fegurstu bókum. Hér er í engu til sparað, heldur allt gert til þess að látleysi, fegurð, seiðmagn þessarar bókar megi njóta sín. Aðeins eitt „m“ hefir læðzt í burt, slíkt villir ekki um fyrir neinr um, blekkir enga bragelska sál. Hafið kæra þökk fyrir. JÓLAGJÖFINIAR BIG FOOT STÓRU, LITLU SKÍÐIN Fyrir alla hressa krakka og ungl- inga og jafnvel fullorðna líka. BIG FOOT er einnig upplagður með á vélsleðann. BIG FOOT er með ásettum binding- um og passar fyrir alla skíðaskó og margar gerðir af gönguskóm. Verð: BIG FOOT með bindingum kr. 9.900 BIG FOOT skíðastafir kr. 3.700 BIG FOOT taska kr. 680 BIG FOOT bakpoki kr. 1.900 BIG FOOT anorak kr. 5.600 Útsölustaðir: Akrones: Pípulagningaþjónustan, Ægisbr. 27. Borgarnes: Borgarsport, Borgorbraut 58. Hellissandur: Blómsturvellir, Munaðarbóli 25. Bolungarvík: Versl. Jóns Fr. Einarssonar. Isafjöróur: Sporthlaðan, Silfurtorgi 1. Blönduós: Kf. Húnvetningo, Húnabraut 4. Siglufjörður: Bensínstöðin, Tjarnargötu. Dalvík: Sportvík, Hofnarbraut 5. Akureyri: Skíöaþjónustan, 'Fjölnisgötu 4b. Húsovík: Kf. Þingeyinga, byggingavörud. Egilsstoóit: Versl. Skógor, Ðynskógum 4. Eskífjöróur: Verslunin Sjómonn, Kirkjustig 1. Neskaupstoður: Vorahlutoversl. Vík, Hafnarbraut 17. Reyðarfjörður: Versl. Lykill, Búðoreyri 25. Djúpivogur: B.H. búöin, Borgarlandi 12. Selfoss: Versl. Ölfusá, Eyrarvegi 5. Keflovík: Reiðhjólaverkstæði M.J., Hofnargötu 55. Hafnarfjörður-. Músik og Sport, Reykjavíkurv. 60. Ármúla 40, sími 35320 A/m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.