Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 25 Morgunblaðið/Þorkell Sameh Issa með yngri börnum þeirra Kristínar Kjartansdóttur, synin- um Salah og dótturinni Salma. Eiga þau tvær eldri dætur, Samieh- Völu og Nadiu. „í Kúvæt átta menn sig ef til vill ekki of vel á stöðu mála og hvemig þau munu þróast. írakar hafa þar mikinn viðbúnað. Upplýsingamiðlun fjölmiðla er nokkuð einhæf en al- mennt má segja að landsmenn óttist að komi til hemaðarátaka verði þau dýrkeypt fyrir alla aðila, jafnt fyrir Kúvæta og Bandaríkjamenn sem ír- aka. Landsmenn vilja allir að írakar fari með herlið sitt og ríkið verði sjálfstætt á ný. Margir telja að far- sælast kunni að vera að arabaríkin leysi deiluna sín á milli. Tilraunir af því tagi eiga sér stöðugt stað og má ætla að þær eigi sinn þátt í því að útlendingunum var leyft að fara til sinna heima á dögunum." Sameh Issa hefur verið prófessor í tilrauna- og burðarþolsfræði við verkfræðideild háskólans í Kúvæt undanfarin 16 ár. Var hann einn af stofnendum deildarinnar og stjórnaði uppbyggingu rannsókna- og til- raunastofu hennar. Nemendur verk- fræðideildarinnar voru undir hið síðasta nær 500 en við skólann stun- duðu 16 þúsund stúdentar nám. Kennsla lagðist meira og minna nið- ur eftir innrás íraka og fljótlega voru nemendur og kennarar flestir horfnir á brott. Boðið starf við Háskóla íslands? Samkvæmt fréttum mun Sameh Issa standa til boða starf við Há- skóla íslands en aðspurður sagðist hann ekki hafa.heyrt neitt annað um það mál en _sem sagt hefði verið í útvarpinu. „Ég er auðvitað þakklátur að mér skuli standa starf til boða en veit ekki hvað hangir á spýtunni. Og á þessari stundu er hugur okkar í Kúvæt. Vonandi kemst þar allt í samt lag sem fyrst þannig að við getum farið þángað með vorinu. Þar höfum við búið í 16 ár og ég lít á skólann að vissu leyti sem hluta af sjálfum mér,“ sagði Issa. JOLATILBOÐ Sterk, létt og þægileg húsgögn. Metsölublað á hverjum degi! rleddu vini þín•* Gl .„,.0 bessari jó,um llegu bók! ógleyn,anl 8 eftir Jónínu Michaelsdóttur Bók sem þú gleymir ekki Sagan um Sesselju Sigmundsdóttur, konuna með sigurviljann sem bauð kerfinu byrginn og barðist áratugum saman við fordóma og skammsýn yfirvöld - konuna sem ríkisstjórn íslands reyndi að knésetja með bráðabirgðalögum. Sesselja var frumkvöðull í ummönnun þroskaheftra á íslandi, brautryðjandi í lífrænni ræktun og að líkindum fyrsti íslenski umhverfissinninn. Lífsstarf þessarar konu er einstakt og örlagasaga hennar og fallegt samband við þýskan listamann og kennara, sem er tekinn með hervaldi frá Sólheimum 1940, lætur engan ósnortinn. Mér leggst eitthvað til er merk heimild og mikil saga um konu sem er helguð hugsjón sinni, þekkir ekki uppgjöf og er fædd til að stjórna. Sesselja Sigmundsdóttir féll frá 1974, árið sem þjóðin hélt upp á ellefu hundruð ára sögu íslandsbyggðar. Þegar bónda í ölfusi voru bornar fréttir af andláti hennar, sagði hann með djúpri virðingu: ,,Það munu líða önnur ellefu hundruð ár þangað til önnur eins kona fæðist í þessu landi. “ 5TYRKTARSJÓÐUR SÓLHEIMA SÍMI 98-64430 Jónína Michaelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.