Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 53 mál og vandamál er varða okkur. Þess vegna er staða okkar eins slæm og hún er í dag. Menntamálaráð- herra hefur sýnt okkur mikið traust með því að sýna að hann viðurken'n- ir að við erum fullkomlega hæf til þess að ákvarða í eigin málum. Hann hefur lýst yfir því að fulltrúi mennta- málaráðuneytis og formaður stjórn- ar Samskiptamiðstöðvar verði úr röðum heyrnarlausra. Takk fyrír Svavur! Fyrir hönd Félags heyrnarlausra. Berglind Stefánsdóttir táknmálskcnimri og myndmennta- kennnri. Hnukur Vilhjálmsson, formaður og framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. Júlía G. Hreinsdóttir táknmálskennari og þroskaþjálfi. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, félagsmálafulltrúi í Félagi heyrnarlausra. ÍSLENSKT SAM- FÉLAG BATNAR ALLIR tímar eru tímar breytinga. Sumum finnst að við sem nú lifum reynum meiri breytingar en nokkrar aðrar kynslóðir. Sumir óttast breyt- ingar, aðrir heimta sífelldar breyting- ar. Nú .eru í sjónmáli breytingar á högum heyrnarlausra íslendinga sem ýmsir fagna. Menntamálaráðhen-a hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um Samskiptamiðstöð heyrnar- lausra og heyrnarskerti-a. Þar verður börnum og fullorðnum, foreldrum, kennumm og öðrum sem áhuga hafa á að læra kennt táknmál heyrnar- lausra. Túlkar fyrir heyrnarlausa verða menntaðir. Að nokkrum tíma liðnum verða heyrnarlausir og heyrn- arskertir ekki lengur mállausir út- lendingar í eigin landi. Við breyting- ar sem þessar batnar íslenskt samfé- lag. Mikil er gleði okkar sem Iátum okkur málið varða. Mikil er ham- ingja þess þings sem fær að sam- þykkja lögin um Samskiptamiðstöð- ina fyrir heyrnarlausa og heyrnar- skerta. Mikil er gæfa menntamála- ráðherra að bera þessi lög fram til sigurs. Með kveðjum og óskum um gleði- leg jól. Bryndís Víglundsdóttir skólastjóri Þroskaþjálfaskóla íslands. Samskiptamið- stöð í sjónmáli Þriðja Evrópuráðstefnan um rannsóknir á táknmáli var haldin í Hamborg 26.-29. júlí 1989. Fyrir þessari alþjóðlegu málvísindaráð- stefnu stóð International Sign Linguistics Association (ISLA) og hana sóttu um það bil 200 fagmenn frá 21 landi. í lok ráðstefnunnar sendu þátt- takendur frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að táknmál væru fullgild mál og hefðu sama rétt og önnur mál. Þar stóð einnig: „Fordómar og viðhorf til tákn- máls sem eiga sér rætur í hug- myndafræði um uppeldi og kennslu hafa haft mikil áhrif á líf og aðstæð- ur heyrnarlausra aog möguleika þeirra til þroska. Á undanförnum árum hefur orðið bylting í viðhorfum til táknmáls.. Vísindarannsóknir á mörgum þjóð- artáknmálum síðastliðin 30 ár hafa leitt í ljós að táknmál eru fullkomin, fáguð og flókin málkerfi jafngild töluðum málum bæði hvað varðar notkun og uppbyggingu. Þessar rannsóknir hafa sýnt að málfræði táknmáls er flókin og það hefur mikinn orðaforða. Táknmál eru meira en bara mál- kerfi. Rannsóknir í sálfræði, sál- fræðilegum málvísindum og félags- fræðilegum málvísindum hafa líka sýnt fram á að notkun táknmáls örvar tilfinningalegan, félagslegan og andlegan þroska heyrnarlausra barna. Það verður auðveldara fyrir heyrnarlaus börn en ella að læra hugtök ef snemma er byijað að nota með þeim táknmál og leiðir það til þess að þekkingarnám helst í hendur við annan þroska, þau læra þjóðfé- lagsleg gildi og viðmiðun í hegðun og ná góðri alhliða samskiptahæfni. Það hefur einnig verið sannað að fái heyrnarlaus börn lært táknmál frá byijun eiga þau auðveldara með að læra talað og ritað mál. Almenn niðurstaða er því að fái heyrnarlaus börn að njóta táknmáls stöðugt frá fæðingu verður nám þeirra árang- ursríkara bæði í skóla og utan hans.“ Hér á íslandi hafa hvorki fjöl- skyldur heyrnarlausra átt kost á formlegri kennslu í táknmáli né held- ur verið hægt að krefjast þess af kennurum heyrnarlausra að þeir kynnu táknmál. Túlkaþjónusta er nánast ekki til enda er ekki boðið upp á nám í túlkun á milli íslensks táknmáls og íslensku. Nú sjáum við heyrnarlausir fram á betri tíína. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Hennar hlutverk á að vera að rann- saka íslenska táknmálið en það er forsenda þess að hægt sé að kenna það. Samhliða rannsóknum á að sinna kennslu táknmáls bæði fyrir heyrnarlaust og heyrandi fólk. Þarna er gert ráð fyrir að hafa túlkaþjón- ustu í framtíðinni og aðra þjónustu sem nánar á að kveða á um í reglu- gerð. Auk þess á að undirbúa nám í táknmáli og túlkun í samvinnu við háskólastofnun en túlkanám er a.m.k. 2-3 ára nám eftir stúdents- próf. Þetta er mikill sigur fyrir okkur heyrnarlausa í baráttu okkar fyrir því að fá að hafa áhrif í eigin málum og breyta þeim viðhorfum sem hafa ríkt til okkar og máls okkar. í um hundrað ár hefur alltaf verið leitað álits heyrandi sérfræðinga um öll Mikid úrval af hvenskóm Stœrdir 36—42 Leður — rúskinn oglakk Sendum í póstkröfu SKÓBÚÐIN KEFLAVÍK HF Hafnargötu 33, . Keflavík, sími 92-11230. . •• ALVORU FJALLAHJOL OG rnifia J P-'aA FYLGIHLUTIR Til dæmis: .iYIUíjjjy Y uJi & hjólatöskur og púðar j'd UDJJY Y uJí ^5 vetrarhanskar jYIU-UjJY 0uJí $ peysur og derhúfur jYIUidluy YuJl 3 bakpokar jYHUlUlUY Y-uUí 3 hjólagleraugu og fleira og fleira /192? \ OPIÐ 65 AR LAUGARDAG V1990 7 TIL KL. 23.00 _ Reióhjolaverslunin ,- I ORNINN Siofnseti Spítalastíg 8 viö Óöinstorg, símar 14661 og 26888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.