Morgunblaðið - 19.12.1990, Page 38

Morgunblaðið - 19.12.1990, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 Síðasta uppboð á eigum Viking Brugg í dag: Lögmaður eigenda áfrýjar úr- skurði er gekk á fyrra uppboði Bærinn, KEA og Valbær hafa rætt hugsanleg kaup á fyrir- tækinu til að tryggja að það verði áfram í byggðarlaginu ÞRIÐJA og síðasta uppboð á fastcign og tækjum í eigu Viking Brugg ^ á Akureyri verður í dag kl. 14. Nokkur óvissa ríkti þó í gær hvort af uppboðinu yrði, þar sem bæjarfógeta barst áfrýjun frá lögmanni Páls Jónssonar, eiganda fyrirtækisins, þar sem áfrýjað er úrskurði sem gekk á síðasta uppboði 30. nóvember síðastliðinn þess efnis að uppboði skyldi halda áfram, en fárið hafði verið fram á frestun. Heimamenn hafa áhuga á kaupum á fyrirtækinu til að tryggja að það haldist í byggðarlaginu, en inni í þeirri mynd eru Akureyrar- bær, Kaupfélag Eyfirðinga og Valbær hf. Elíasi I. Elíassyni bæjarfógeta á Akureyri barst í gær áfrýjun frá lögmanni Páls Jónssonar eiganda Viking Brugg þar sem áfrýjað er úrskurði er gekk á öðru og síðara uppboði á fasteign fyrirtækisins í nóvember. Á því uppboði var m.a. deilt um hvort nægilega vel hafi verið staðið að auglýsingu uppboðs- ins, en auk auglýsingar- í Lögbirt- ingablaðinu var uppboðið auglýst í Degi. Uppboði í nóvember var frest- að, en kveðinn var upp sá úrskurð- ur að því skyldi fram haldið og var svo gert tveimur tímum síðar. Fram hefur komið áhugi heima- manna á að eignast fyrirtækið og hafa fulltrúar Akureyrarbæjar, Kaupfélags Eyfírðinga og Valbæjar hf. rætt saman um hugsanleg kaup á fyrirtækinu til að tryggja að það haldist í byggðarlaginu. Valbær hf. Sr. Pétur segir starfi sínu lausu frá áramótum >; SÉRA Pétur Þórarinsson sóknarprestur í Glerárprestakalli hefur tilkynnt sóknarnefnd að hann muni segja upp starfi sínu frá og með næstu áramótum. Hann er nú í veikindaleyfi og verður það áfram eitthvað fram yfir áramót. Sr. Lárus Halldórsson hefur þjónað sókn- inni síðustu vikur og mun gera það áfram. Sr. Pétur var kjörinn til starfsins síðasta vor, en hann var sóknar- prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal áður en hann hóf störf á Akureyri. Sr. Pétur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að sú ákvörðun að hætta störfum hefði verið erfið, en hún hefði ekki verið flúin. Presta- kallið væri stórt og því fylgdi mikið álag að veita þar þjónustu, þannig að þar þyrfti að starfa fílhraustur maður. „Það hefur verið gott að starfa í þessari sókn, þarna er mikið og lifandi safnaðarstarf og fólkið áhugasamt, en þetta er jafnframt mikið álag, enda eru í söfnuðinum hátt í sjö þúsund manns og fer ört fjölgandi," sagði sr. Pétur. Skautar á bðm og fullorðna íshockey vörur Mesta úrval landsins Pósfsendum samdægurs er í eigu barna Valdimars heitins Baldvinssonar, er rak Heildverslun Valdimars Baldvinssonar á Akur- eyri um árabil. Á uppboðinu í nóvember bauð Landsbankinn 255 milljónir króna í fasteign fyrirtækisins við Norður- götu, en aðilar sem rætt var við í gær töldu líklegast að bankanum yrði slegin eignin ef af uppboðinu yrði. Skuldir fyrirtækisins nema um 400 milljónum króna. Jólafundur sorgarsamtaka Samtökin um sorg og sorgarvið- brögð bjóða á opið hús í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld. Þarna er á ferðinni nokkurs kon- ar jólafundur samtakanna, lesin verður jólasaga, boðið upp á kakó og piparkökur ásamt fleiru, en hús- ið verður opnað kl. 20.30. Vel sóttir jólatónleikar Björk, Mývatnssveit. Jólatónleikar Tónlistarskólans í Mývatnssveit voru haldnir í Reykjahlíðarkirkju síðastliðinn sunnudag kl. 15. Þar léku nemendur frá 6 ára aldri á blokkflautu, fiðlu, trompeta, þver- flautu, píanó og ásláttarhljóðfæri. Höfðu viðstaddir mikla ánægju af því að hlýða á leik hinna ungu nem- enda. Alls eru 33 nemendur í skólanum í vetur. Skólastjóri er Viðar Alfreðs- son. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir. . ... Knstjan StOÖin v/Leiruveg. Sími 96-21440 - 600 Akureyri - Fax 96-26476 nýjar í pakka kr. 1.750.-1 Morgunblaðið/Rúnar Þór Senda kort frájólasveininum Nokkur undanfarin ár hefur Kaupfélag Eyfírðinga sent börnum er þess óska kort frá jólasveinum KEA, þ.e. þeim sem fram koma á svölum Vöruhússins á hverju ári. Þá hafa böm sent inn teikningar tengdar jólunum og eru þær nú til sýnis í Vöruhúsinu, en fjölmarg- ar teikningar bárust. Nærri eitt þúsund börn óskuðu eftir korti frá jólasveinunum og hafa þau Áskell Þórisson blaðafulltrúi og Ingibjörg Þórarinsdóttir ritari staðið í ströngu síðustu daga við að skrá og ganga frá pósti. „Þetta er afar skemmtilegt og þakklátt starf,“ sagði Askell. Kvennalistinn á Norðurlandi eystra; Ellefu með flest- ar tilnefningar ELLEFU konum sem flestar tilnefningar fengu í fyrrihluta skoðana- könnunar Kvennalistans í Norðurlandskjördæmi eystra verður gef- inn kostur á að bjóða sig fram í þrjú efstu sæti listans fyrir síðari hluta könnunarinnar sem gerð verður snemma í janúar. Sá háttur er hafður á við val á framboðslistann, að efnt er til tveggja skoðana- kannana meðal stuðningsmanna Kvennalistans. Ákveðið hafði verið að þær tíu konur sem flestar tilnefningar hlutu skyldi boðið að taka þátt í síðari hlutanum við val í þrjú efstu sætin. Tvær konur hlutu jafnmargar tilnefningar í 10. sæti, þannig að konurnar eru ellefu. ir, Jaðri, Reykjadal, Regína Sigurð- ardóttir, Húsavík, Sigurborg Daða- dóttir, Akureyri, Stefanía Arnórs- dóttir, Akureyri, Valgerður Bjarna- dóttir, Akureyri, og Valgerður Magnúsdóttir, Akureyri. Þær konur sem ætla að taka þátt í vali um þrjú efstu sæti list- ans fyrir Alþingiskosningarnar þurfa að gefa svar fyrir 2. janúar næstkomandi, en fyrrihluta mánað- arins verður seinni hluti könnunar- innar gerður. Kosning I þtjú efstu sætin er bindandi, en uppstillinga- nefnd mun ganga frá listanum að öðru leyti. Gert er ráð fyrir að um miðjan janúar liggi fyrir hvaða kon- ur hafi hlotið flest atkvæði eftir síðari hluta könnunarinnar. Konurnar ellefu sem hlutu flestar tilnefningar eru: Elín Antonsdóttir, Akureyri, Elín Stephensen, Akur- eyri, Helga Erlingsdóttir, Landa- mótaseli í Kinn, Jófríður Trausta- dóttir, Akureyri, Lára Ellingsen, Akureyri, Málmfríður Sigurðardótt- TISSOT GÆÐIOG GLÆSILEIKI •I! S. 96-25400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.