Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 3
3 MOJRGUNBLAÐIÐ; FÖSTUPAGUR ,18,., J.ANýAR JL.991, Hekla var eins og þriggja arma gígastjaki á miðnætti Heklueldar 1991 Morg-unblaðið/Kristján Jónsson Skarði í Landsveit, frá Árna Johnsen, blaðamanni Morgnnblaðsins. Á MIÐNÆTTI var Hekla eins og þriggja arma gígastjaki og það vár stórkostlegt að sjá hraunstrókana úr sprungun- um í eldfjallinu. Hraunið rann hægt og sígandi niður Heklu- hlíðar og sandöldurnar undir Heklurótum. Við vorum staddir vestan við Heklu þar sem hraunelfurin var um sex kílómetra löng og 300 metra breið. Um fimm til sex metra þykkur hraunkambur ruddist fram. Það var seiðandi niður í hraunfloðinu og um klukkan 22 jókst hraunrennsli í norðurátt með sprengingum í gígunum. Þá rann hraun í vestur, norður og austur í átt til Vatnafjalla, en þeim megin höfðu engir kom- ist að í nótt. Það var augljóslega mikið gos í íjallinu, hreint hraun- rennsli og sást greinilega á rnilli élja. Þórhallur Ólafsson, tækni- fræðingur á Selfossi, sem var með fyrstu mönnum upp að hraunstraumnum, sagði að gosið hefði breyst mjög er leið á kvöld- ið, því að hraunsúlurnar í gígun- um jukust eftir því sem leið á kvöldið á öllum þremur stöðun- um. Það var mikill straumur bíla, sérstaklega jeppabifreiða, upp að Heklurótum eftir því sem leið á nóttina, og freistuðu sumir þess að aka upp hlíðar Heklu að hraunelfunum. Við komum við á nokkrum bæjum í nágrenni Heklu og hvar- vetna fylgdist fólk með af mikl- um áhuga. Auðheyrilega var fólk áhyggjuminna, þar sem aðeins hafði orðið vart við mjög lítið öskufall í upphafi gossins og hreinn hraunstraumur virtist vera ríkjandi. En hraunelfurin vestan megin í fjallinu rann yfir gamla Hekluhraunið frá 1947. SÁU GOSMÖKK OG SÍÐAR MIKLA BLOSSA Morgunblaðið/Þorkell Heklugosið séð frá Skarði í Landssveit. „ÞAÐ var dálítið skýjað, en skyndilega sá ég greinilegan gosmökk skilja sig frá skýjun- um. Hann virtist .síðan hætta að stíga eftir smástund, hann eyddist í loftinu og varð svart- ur, eins og af ösku,“ sagði Eiríkur Jónsson í Eystra-Geld- ingaholti Gnúpverjahreppi í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, sem var einn af fyrstu sjónarvottunum að Heklugos- inu, sem hófst í gær. Frásögn Eiríks ber saman við lýsingu Sigrúnar Runólfsdóttur í Botnum á Meðallandi. Hann seg- ist hafa séð mökkinn birtast um það bil sjö mínútur yfir fimm. Sigrún sagði í samtali við Morgun- blaðið að klukkan fimm mínútur yfir fimm hefði hún séð gildan gosstólpa stíga hratt upp frá Heklu. Hann hefði hægt á sér er vindurinn beygði hann, en bjarm- að neðan í hann af eldunum í fjall- inu. Eiríkur fór aftur að fylgjast með gosinu er tilkynning kom um það í útvarpinu. „Þá sá ég eldinn aftur, það hefur verið um sexleyt- ið, en ég heyrði engar drunur. Ég var að tala í símann upp úr klukkan sex og þá kom gífurlegur blossi, og síminn datt út í nokkrar sekúndur. Ég ffétti ofan úr Búr- felli að þessu hefði fylgt mikil þruma,“ sagði Eiríkur. Bergur Pálsson, bóndi í Hólmahjáleigu í Austur-Landeyjum, segist einnig hafa séð eldingu í byrjun gossins. Sjá viðtöl við sjónarvotta bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.