Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 15
Clio
Fullkommr yfirburðir
Frumsýning
laugardag og sunriudag kl. 10 - 17
Elskuleg mágkona mín, Guðrún
Kristjánsdóttir, eða Dúna í Smára-
hvammi eins og hún var alltaf köll-
uð, andaðist aðfaranótt 12. þ.m. Með
henni er gengin ein sú besta kona
sem ég hef kynnst.
Dúna var fædd og uppalin í Álfs-
nesi á Kjalamesi, ein af 15 börnum
hjonanna Kristjáns Þorkelssonar,
bónda og hreppstjóra og Sigríðar
Guðnýjar Þorláksdóttur.
Ekki kann ég vel að rekja ævifer-
il Dúnu, þar sem hún var um fímm-
tugt þegar leiðir okkar lágu saman,
er ég giftist Vernharði, bróður henn-
ar, og hún ekki mikið fyrir að tala
um sjálfa sig. Þó veit ég að eftir að
hún hleypti heimdraganum var hún
einn vetur í Húsmæðraskólanum á
ísafirði. Árið 1936 giftist hun Kristj-
áni ísakssyni frá Fífuhvammi.
Kristján var mjög sérstæður maður,
sem ég mat mikils, greindur vel og
athugull, listasmiður, hann var gam-
ansamur og góður maður. Hann lést
1973 og hafði þá átt við langvar-
andi vanheilsu að stríða.
Fyrstu hjúskaparárin voru þau í
Fífuhvammi, en reistu síðan nýbýlið
Smárahvamm út úr Fífuhvamms-
landi 1942 og voru þar með nokkum
búskap.
Á þessum árum voru Fífuhvamm-
ur og Smárahvammur býsna úrleiðis
og samgöngur aðrar en nú. Þægindi
voru lítil sem engin og lífíð örugg-
lega ekki alltaf dans á rósum hjá
Dúnu minni. Þegar tímar liðu kom
í ljós að þau höfðu reist skála um
þjóðbraut þvera, því þama varð
nokkurskonar fjölskyldumiðstöð, þar
sem ungir og aldnir hittust. Ekki
var hvað síst gestkvæmt haust og
vor, þegar kartöfluræktin stóð sem
hæst og næstum var keppni um
hver fengi bestu uppskeruna. Oft
var glatt á hjalla, því allir komu inn
til Dúnu og nutu gestrisni hennar
og góðvildar, sem alltaf var hin
sama, þótt vínnudagurinn hefði ver-
ið langur og erilsamur.
Margar vora ferðir okkar hjóna
suður í Smárahvamm enda mjög
kært með þeim systkinum, og þegar
við skruppum á kvöldin fyrir hátt-
inn, var okkur tekið sem langþráðum
gestum, þó fullt hefði verið út úr
dyram allan dagjnn. Að skilnaði var
oft stungið að manni poka með nýs-
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1 -3, Reykjavík, sími 686633
KENAULT
rerá kostum
MQKGUNBLADIÐ FÖSTUDAGUR,18.,JAhjýAR 199.1
teiktum kleinum eða nýprjónuðum
vettlingum á litlar hendur. Þannig
var Dúna, henni var sælla að gefa
en þiggja. Gjafmildari og notalegri
manneskja er vandfundin.
Kærleiksfaðmurinn hennar Dúnu
var stór, hann rúmaði ekki aðeins
bömin hennar og barnabörn og
bamabamabörn heldur ótal fleiri,
m.a. barnabömin mín, og alla mína
fjölskyldu.
Þau Kristján og Dúna eignuðust
fimm böm: Þóranni, Kristján, Helgu,
Sigurð og Gunnar Smára. Það var
mikið áfall þegar Sigurður fórst af
slysföram frá konu og þremur ung-
um börnum.
Dúna var ekki fyrir að kvarta eða
bera sín mál á torg. Æðraleysi, þrek
og kjarkur ásamt hjartahlýju og
gjafmildi vora þeir eiginleikar, sem
mér fannst einkenna hana mest. Ég
sagði oft a.m.k. við sjálfa mig, þeg-
ar dætur mínar vora ungar, að ef
þær yrðu eins góðar manneskjur og
Dúna mætti ég vera þakklát.
Það urðu mikil þáttaskil í lífí
hennar á sl. ári þegar hún flutti úr
Smárahvammi eftir öll þessi ár og
það urðu viðbrigði fyrir marga, þeg-
ar Smárahvammur sem slíkur heyrði
sögunni til. Dúna flutti að Hlíðar-
hjalla 6 í litla, fallega íbúð. Þar bjó
hún í góðu skjóli Þórunnar dóttur
sinnar og Hilmars Guðjónssonar,
tengdasonar síns. Hún naut ekki
aðeins umhyggju þeirra og ástríkis
heldur einnig barna sinna allra og
fjölskyldu þeirra.
Það var alltaf gaman þegar Álfs-
nessystkinin komu í heimsókn. Þá
var sólskin í stofunni minni, söngur
og gleði, þetta góða fólk með ósvikna
innri gleði og lífsþrótt. En allt er í
heiminum hverfult og er Dúna
tíunda Álfsnessystkinið sem kveður.
Mér fannst einhvern yeginn að hún
ætti alltaf að vera til, en nú er hún
horfin sjónum okkar. Þó veit ég að
hún mun halda áfram að lifa í böm-
um sínum og afkomendum og öðrum
sem þekktu hana, því alls staðar bar
hún birtu og yl og sáði fræi góðleik-
ans.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
. (V. Briem.)
Vilja mágkona
HELGARFERÐIR I JANUAR FEBRUAR OG MARS
Skemmtiskrepp um helgi,
kostar ekki mikið...
...með Flugleiðum.
BALTIMORE/
Washington og Baltimore eru borgir sem hafa allt aö hjóöa sem íslendingar vi^a
Frábær hótel, risastórar Kringlur, einn besta tengiflugvöll Bandaríkjanna,
veitingastaði, þekktar byggingar, heillandi umhverfi, söfn og skemmtigarða.
Það er hægt að gera góð kaup í Washington og Baltimore og
dollarinn verður ekki lægri...
FÖSTUDAGUR TIL MÁNUDAGS
LOMBARDY/ WASHINGTON DC
TVEIR í HERB. KR. 33.580 Á MANN
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið
Söluskrifstofur Flugleiða:
Lækjargötu ?, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 6 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu ásöiuskrifstofum FÍugíeiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum