Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 18
reei aAUHAL.81 auoAauTgö'? aiGA.iaHUoaoM
-MOR6UNBLAÐH) FOSTUDAGUR 18. JANUAR 1991
Sprengjum varpað úr bandarískri B-52 þotu yfir Víetnam árið 1965.
Þaulskipulagðar loft- og stýriflaugaárásir bandamanna:
PERSAFLOA
Yfirráð í lofti tryggð með
háþróuðum vopnabúnaði
F-15 Eagle
F-15 Eoglc orrustuþotur hufo verið i fylkingarbrjósti óróso
Bondomonno ó hori Íroks, ciída þykir hún ein fullkomnasto
orrustuþoto heims. Eagle getur flogið ó 2698 km/kist, sem
er um tvisvar og hólfu sinni hraði hljóðsins. Með
oukaeldsneytisgeymum
er unnt að halda henni
ó lofti i rúmor fímm
klukkustundir. Full-
hloðin vegur véírn
t»p 25 tonn.
LOFTÁRÁSIR bandamanna á írak og Kúveit hafa verið í
undirbúningi mánuðum saman og frumdrögin hafa líkast
til verið lögð mjög fljótlega eftir innrás íraka 2. ágúst sl.
Líkt og þegar hefur komið fram var tilgangurinn með
fyrstu árásunum tvíþættur; að tryggja bandamönnum al-
gjöra yfirburði í lofti strax á fyrstu klukkustundunum og
koma í veg fyrir að írökum tækist að skjóta sovéskum
Scud-eldflaugum með eiturefnahleðslum á ísrael. í sam-
ræmi við þetta voru helstu skotmörkin því loftvamar- og
ratsjárkerfi íraka, miðstöðvar heraflans og fjarskiptastöðv-
ar, eldflaugaskotpallar, efnavopnaverksmiðjur, kjarnorkut-
ilraunastöðvar, flugvellir, brýr og orkuver auk þess sem
fyrir liggur að gerðar voru árásir á stöðvar úrvalsher-
deilda við landamæri íraks og Kúveits.
Fyrstu fréttir af árásinni á írak
hermdu að hún hefði hafist með stý-
riflaugaárásum bandarískra her-
skipa á Bagdad og síðan hefðu stór-
felldar sprengjuárásir fylgt í kjölfar-
ið. Hins vegar hafa herforingjar
bandamanna enn ekki gefið ná-
kvæmar útskýringar á því hvemig
látið var til skarar skríða gegn öðr-
um skotmörkum í landinu og í Kú-
veit og hvaða vopnabúnaði var beitt.
Stealth-þotur tortíma
skotpöllum
Fullvíst má heita að árásin á írak
hafi hafist með árásum torséðra orr-
ustuþotna af gerðinni F-117A Ste-
alth. Talið er að 44 slíkar séu í Tyrkl-
andi og Saudi-Arabíu. Þessar þotur
era fyrst og fremst hannaðar til
sprengjuárása þótt þær séu jafnan
taldar tii orrastuþotna. Þotumar
teljast „torséðar" vegna þess að þær
koma ekki fram á ratsjám og þegar
tekið er tillit til þess að árásin var
gerð um nótt og þotumar fljúga
undir hljóðhraða er fullvíst að írakar
hafa engum vömum komið við. Þo-
tumar bera tæplega 1.000 kílóa
sprengjur sem stjómað er með leysi-
búnaði og hefur þeim í fyrstu líklega
verið falið að tortíma helstu stjóm-
og fjarskiptastöðvum herafla Sadd-
ams Husseins íraksforseta til að
ekki gæfist tími til að vara herinn
við því að árás væri hafin. Þessar
þotur era einnig sagðar hafa eyði-
lagt eldflaugaskotpalla íraka í norð-
vesturhluta landsins en með þeim
hugðist Saddam hefja eiturárásir á
ísrael. Með hliðsjón af því hversu
litlum loftvörnum írakar komu við,
virðist bandamönnum hafa tekist að
koma þeim gjörsamlega í opna
skjöldu með árásum Stealth-þotn-
anna. Svipaðri herstjórnarlist var
fylgt er Bandaríkjamenn réðust inn
í Panama.
Stýriflaugaárásir
Tomahawk-stýriflaugunum var
skotið á loft frá a.m.k. tveimur
bandarískum herskipum, Wisconsin
og Missouri, á Persaflóa fáeinum
mínútum síðar. Hver flaug ber um
500 kílóa sprengjuhleðslu og hæfir
skotmarkið með um 30 metra ná-
kvæmni úr mörg hundruð kílómetra
fjarlægð. Eldflaugunum hefur eink-
um verið beint að skotmörkum sem
talin voru hafa mjög mikið hemaðar-
legt mikilvægi líkt og fram kom
þegar í fyrstu fréttum af árásinni á
höfuðborg Iraks, Bagdad.
Sprengjuárásir á flugvelli
Næsta stig hefur falist í sprengju-
árásum breskra sprengjuþotna af
gerðinni Tomado GRl á ’flugvelli
Iraka. Þotumar bera sprengjur af
gerðinni JP233 sem era sérhannaðar
til árása á flugvelli og hemaðarsér-
fræðingar telja sérlega athyglisverð-
an vopnabúnað. Bretar nefna þessar
sprengjur „Runway-busters" en
áhugamenn um herfræði rekur vaf-
alítið minni til svonefndra „Dam-
busters" sem komu fram á áram
síðari heimsstyijaldarinnar og hann-
aðar vora til árása á stíflur. Vitað
er að Tomado-flugsveitimar í Bahr-
ain, Dhahran og Tabuk hafa að
undanfömu verið við stöðugar lág-
flugsæfingar og sagt er að hver slík
sveit geti flogið í fylkingu í innan
við 30 metra hæð. Langt á undan
Tomado-sveitunum hafa þotur af
gerðinni F-4G „Wild Weasel“ farið
á loft og traflað ratsjár- og fjar-
skiptakerfi óvinarins. Þær hafa trú-
er að fullyrða að tjónið hafi vægast
sagt verið óskaplegt.
Flugherinn upprættur?
Þótt þegar þetta er ritað hafi ekki
borist fréttir af loftbardögum yfir
írak og Kúveit er að líkindum óvar-
legt að ganga út frá því að flugher
íraka heyri sögunni til. Á mörgum
helstu flugvöllum þeirra eru
sprengjuheld flugskýli og gera má
ráð fyrir því að þar geymi þeir eink-
um öflugustu orrastuþotur sínar,
rússneskar MiG-29 Fulcram-þotur
og franskar Mirage-þotur sem bera
Exocet-flugskeytin ógnvænlegu.
Samhliða þessu hafa farið fram
stórfelldar árásir á önnur skotmörk
og hefur einkum verið beitt F-lll-
sprengjuþotum með bækistöðvar í
Tyrklandi og Saudi-Arabíu, F-15E
sprengjuþotum frá Óman, og F/A-
18 og A-6-þotum frá flugmóðurskip-
um á hafsvæðum í nágrenni átaka-
svæðisins. Þegar þetta er ritað hafa
bandarískir embættismenn sagt að
langdrægar sprengjuþotur af gerð-
inni B-52 frá eyjunni Diego García
hafi ekki tekið þátt í árásinni. Ein-
hveijar þeirra, sem og sprengjuþotur
af gerðinni F-15E, geta borið nýja
1.500 til 2.000 kílóa sprengju af
gerðinni Have-Nap Popeye Mark 84.
Henni er sleppt í allt að 80 kíló-
metra fjarlægð frá skotmarkinu.
Sprengjan hefur sjálfstæðan miðun-
arbúnað en hægt er að stjórna falli
hennar og breyta um stefnu.
Sprengjunni er síðan stýrt í mark
úr flugvélinni og gerir einn úr áhöfn-
inni það með aðstoð sjónvarps-
myndavélá. Sagt er að ein slík
sprengja kosti tæpar 30 milljónir
ÍSK og mun eyðileggingarmátturinn
vera í nokkra samræmi við þá upp-
hæð.
Byggt á The Daily TeJegraph.
Sálrænu hlutabréf-
in hækkuðu mest
lega einnig notið vemdar orrastu-
þotna af gerðinni Tomado F-3 og
bandarískra F-15 þotna og hefur
þessum sveitum verið skipað.í mun
meiri flughæð. Þar fyrir neðan hafa
þotur af gerðinni F-16 og Tomado
GRl þotur frá breska flughernum
skipað sér og freistað _ þess að
tortíma loftvamarratsjám íraka með
breskum ALARM- og bandarískum
HARM-eldflaugum. Með hliðsjón af
fullyrðingum talsmanna fjölþjóða-
herliðsins þess efnis að allar þotum-
ar sem þátt tóku í fyrstu árásunum
hafi snúið aftur virðist þetta hafa
tekist fullkomnlega og því hafa flug-
menn Tornado-sprengjuþotnanna
trúlega fengið allgóðan tíma til að
einbeita sér að verkefninu. Engin
ástæða er til að draga í efa fréttir
um að flugher íraka hafí orðið fyrir
miklu tjóni á jörðu niðri, klasa-
sprengjur Tornado-þotnanna, sem
komið er til skila í fallhlíf, hafa
dreifst yfír flugvelli íraka og tortímt
flugvélum, byggingum og farartækj-
um. Sumar hafa sprungið nokkram
klukkustundum síðar og þar með
torveldað allt viðgerðarstarf, hafi
það á annað borð verið reynt. Óhætt
- .segir Úlfur Sigmundsson, viðskipta-
fulltrúi í New York um viðbrögðin í
bandarísku fjármála- o g viðskiptalífi
„ÞÓTT kauphallarhlutabréfinn hafi snarhækkað eftir að ótrúlegur
árangur þessarar fyrstu orrustu spurðist, þá leyfi ég mér að full-
yrða að hin sálrænu hlutabréf bandarísku þjóðarinnar hafi hækkað
hálfu meir,“ sagði Úlfur Sigmundsson, viðskiptafulltrúi Útflutn-
ingsráðs i New York, þegar hann var spurður um andrúmsloftið þar.
Úlfur kvaðst þess fullviss að
sjálfsímynd bandarísku þjóðarinn-
ar hefði umhverfst á einni nóttu
eftir að ljóst varð hversu ótvíræðir
yfírburðir bandamanna voru með
Bandaríkjamenn í forystuhlutverk-
inu. „Ég held að fólk hér hafi ver-
ið farið að fyllast hálfgerðri van-
metakennd yfir stöðugu tali um
hversu blankir Bandaríkjamenn
era í samanburði t.d. við Japani
og Þjóðveija, yfír því að þeir standi
öðram að baki á tæknisviðinu og
yfír því að þeir framleiði lakari og
ljótari vaming en aðrir. Banda-
ríkjamenn vora sjálfir farnir að
trúa þessu þar til í nótt að þeir
uppgötvuðu að þeir ráða yfir afli
sem gerir þá að eina heimsveldinu
sem stendur undir nafni.“
Úlfur segist þess fullviss að
þessi breyttu viðhorf eigi eftir að
fínna sér farveg um bandarískt
efnahagslíf og íjármálakerfi, því
að reynslan sýni að það séu sálræn-
ir þættir eins og sjálfstraust og
bjartsýni sem ráði oft mestu um
hver stóru markaðanna þriggja —
í Ameríku, Evrópu eða Asíu — sé
í fararbroddi hveiju sinni.
Verðbréfasalar í kauphöllinni í London í gær.
Reuter