Morgunblaðið - 18.01.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.01.1991, Qupperneq 26
~> MORGUNBLAÐIÐ I’OSTUDAGUR 18. JANUAR 1991 HifiiÉHI ' . -""V; i Sautjánda Heklugosið frá landnámi Fólk, sem lagði leið sína að hrauninu, stóð agndofa gagnvart ofurmætti náttúruaflanna. Morgunblaðið/RAX > Gullinn slæðudans elds, hrauns og skýja ELDTUNGURNAR teygðu sig upp úr nýrri hraunsprungunni í hlíðum Heklu og sleiktu skýjaslæðurnar þegar leiguflugvél frá Sverri Þórðarsyni, með Morgunblaðsmenn innanborðs, sveimaði yfir Heklu á níunda tímanum í gærkveldi. Sú sjón sem blasti við, þegar loksins rofaði til, var ólýsanlega tilkomu- mikil, þar sem samspil elds, íss, fljótandi hrauns, skýjaslæðna og gosbólsturs var síbreytilegt, síkvikt en alltaf ægifagurt þann stundarfjórðung sem útsýnið varði. Laust fyrir kl. 19.30 í gær- gosið hafði varað í góðar tvær kveldi, þegar við nálguðumst Heklu úr lofti, sást aðeins örlitill rauður bjarmi í austri, en þá gekk á með éljum og vindur var af suð- vestan. Eftir að hafa sveimað í stóra hringi yfír Suðurlandsundir- lendi um allnokkra hríð opinberaði Hekla skyndilega nýjasta gjörning sinn. Þá var klukkan 20.22 og stundir. Lauslega áætlað var gull- in hraunbreiðan þá 3 til 4 kílómetr’- ar á lengd og um 500 metrar á breidd. Hraunbreiðan virtist skríða ofurhægt fram, séð úr 2500 feta hæð, og þaðan var þessi sjón einn- ig einkar sakleysisleg og erfitt að gera sér í hugarlund hversu ógn- vænlegur kraftur og eyðingar,- máttur gat verið þarna á ferð. Það var helst að slíkt hVarflaði að blaðamönnum þegar Árni Sæberg ljósmyndari opnaði gluggann til þess að munda myndavélina - þá varð brennisteinsfnykurinn ofur megn. Skemmst er frá því að segja ■að þessi einþáttungur Heklu stóð aðeins í stundarfjórðung, og þegar skýin urðu að mekki á nýjan leik, þannig að ekki bjarmaði einu sinni fyrir gosinu, var eins og leiktjaldið hefði fallið. Logagullnum slæðu- dansi skýja, elds og hrauns var lokið - hann yrði aldrei dansaður á nákvæmlega sama hátt á ný. A.B. Logandi hrauntungan ruddist fram og var um sex kílómetrar um miðnætti í gær. Á myndinni sést bærinn Galtalækur með logandi hraunelfur að baki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.