Morgunblaðið - 18.01.1991, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991
29
Egill Ástbjöms-
- Kveðjuorð
son
Fæddur 2. júní 1915
Dáinn 12. janúar 1991
Það er að vonum að manni verði
stirt um stef þegar góðvinir _eru
kvaddir. Samfylgd okkar Egils Ást-
björnssonar er orðin spordrjúgur
spölur, og enginn man nú lengur
hvenær lagt var upp í þá ferð. Var
það kannski árið 1941 eða hvað?
Sumir koma þann veg inn í líf
manns að helst er sem þeirra hafi
maður lengi beðið, og þegar þeir
birtast er eins og maður hafi ávallt
þekkt þá. Svo var um þann góða
dreng, Egil.
Hugurinn reikar um gengna tíð,
og mikið sólskin yfir minningunum.
Við vorum samstarfsmenn um ára-
bil og þá kynntist ég snyrti-
mennsku, smekkvísi og fádæma
elju hans. Þeir eiginleikar voru hon-
um í blóð bornir og fylgdu honum
alla tíð, ásamt skapfestu og skap-
prýði. Það var mér mikill ávinning-
ur að Egill var útivistarmaður og
náttúruunnandi af lífi og sál og
dreif mig frá amstri daganna á vit
heiðavatna og strauma, en það var
yndi okkar og munaðarauki. Um
árabil áttum við stefnumót við Laxá
í Þingeyjarsýslu og undum hvergi
betur. Við stóðum líka á söndunum
við Eldvatnið, með svarrandi brimið
á bak og horfðum á sólina koma
upp yfir Lómagnúp og eina feg-
urstu sveit landsins opnast í sólar-
glóð. Þá bjó í hjörtunum þakklæti
fyrir að eiga þetta land og óskin
að_ fá að fæðast aftur og enn aftur
á íslandi og eiga það til eilífðarnóns
með svona góðum vini. Enginn hef-
ir lengur tölu á öllum þeim ám og
vötnum sem seiddu okkur til sín
þegar heiðríkjan hafði völd og báð-
ir voru yngri. Hann hélt þó lengur
út en ég og fór í síðustu veiðiferð-
ina í fyrrahaust, þá orðinn sjúkur
af meinsemd þeirri sem dró hann
til dauða 12. janúar síðastliðinn.
Egill var maður trúaður og sann-
færður um að dauðinn væri ekki
endalok alls og voru þau hjón, Ásta
Stefánsdóttir og hann, sömu skoð-
unar í því sem og flestu öðru. Þau
giftust ung, glöddust með glöðum,
en báru mótlætið saman með reisn
og þokka, vinsæl og vel látin af
öllum sem þekktu þau.
Rökhyggjan segir það eitt um
dauðann að hann sé endalok lífsins
og honum skulum við lúta, allir sem
einn, eða eins og Samuel Beckett
komst að orði:
„í upphafmu eru endalokin falin.“
Gegn þessu rís trúin, trúin á Guð
og að kærleikur hans sé dauðanum
yfirsterkari. í nýrri ljóðabók eftir
Kristján Árnason (Einn dag enn)
birtist þýðing höfundar á kvæði
eftir Rainer Maria Rilke sem heitir
„Haust“. Mér finnst sem lífssýn
vinar míns sé falin öll í eftirfarandi
hendingum þessarar Ijóðperlu:
„Við föllum öll, sú hönd er fellur hér
er hinni lík sem dæmd er þar til falls.
En þó er sá sem einn að baki alls
allt þetta fall í styrkri hendi ber.“
Ég votta ástvinum og ættingjum
Egils Ástbjörnssonar samúð mína.
Atli Már
Þegar ég rita nokkur kveðjuorð
vegna fráfalls vinar míns, Egils
Ásbjörnssonar, þegar hann leggur
í þá langferð sem við hin sem eftir
lifum eigum vísa, hrannast minn-
ingamar fram í hugann. Verndar-
engill minn var mér hliðhollur sem
fyrr og síðar þegar hann leiddi okk-
ur saman 12. maí 1930. Þá hófst
vinátta okkar sem stóð alla tíð síðan
og bar aldrei skugga á. Hann var
þá 14 ára gamall sá hinn mikli
heiðursmaður allt sitt líf. Við spiluð-
um saman brids í 50 vetur, veiddum
á sumrin, sem veiðimaður var hann
einstakur, ég sé hann fyrir mér þar
Sem hann stendur með stöngina og
pleyersinn sem var hans fasti fylgi-
fiskur við fjallavötnin fagurblá eða
straumharðar árnar. Hann var þessi
rólegi veiðimaður sem var jafn glað-
ur þegar fengurinn slapp eftir
snarpa og tvísýna viðureign, það
er á slíkum stundum sem maður
kynnist innri manni veiðimannsins
hvað best. Gleði hans var ekki síðri
þegar við hinir vorum þeir heppnu
en oftar en ekki var það hann sem
var sá heppni. Þessar veiðiferðir eru
okkur félögum hans hafsjór af
minningum sem okkur eru dýrmæt-
ar.
Já, margar myndir koma fram í
Lokað
í dag milli kl. 13.00-15.00 vegna jarðarfarar
BJARNA I. KARLSSONAR.
Hljómbær,
Skrifbær,
Verkbær,
íslensk/erlenda.
hugann vetrarkvöldin í fimmtíu ár
við bridsborðið þar sem hann með
sinni léttu kímni kom okkur í gott
skap eftir einhveija vitleysuna sem
við höfðum gert. Hann hafði sínar
ákveðnu skoðanir á málum en þær
voru ávallt bornar fram með hátt-
vísi svo engan særði. Það var oft
glatt á hjalla heima hjá Ástu sem
bar fyrir honum og börnunum mikla
umhyggju og bjó honum indælt
heimili þar sem ríkti ástúð og frið-
ur. Ekki var allt líf hans dans á
rósum en mótlæti var tekið með
sömu stillingu, það var ekki borið
á torg þó eitthvað bjátaði á. Það
er mikið lán fyrir hvern þann sem
eignast að vini slíka perlu sem
Egill var.
Við vinir hans höfum misst mik-
ið, Ásta og börnin þó mest, en þau
geta huggað sig við það að orðstír
deyr aldrei hveim er sér góðan get-
ur og það gerði hann svo sannar-
lega. Minningamar um hinn mikla
drengskaparmann munu lifa í hug-
um okkar, þær munu ylja okkur
utn ókomin ár.
Ásta mín, ég sendi þér og börn-
unum samúðarkveðjur við fráfall
þessa góða drengs.
B.J.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
(Tómas Guðmundsson)
Mig langar að minnast manns,
dásamlegs manns, sem ég kynntist
sem afa eiginmanns míns en varð
afi minn, ekki í eiginlegri merkingu
heldut' þannig að hann var svona
eldri maður, einlægur og góður eins
og afar eru, og ég kallaði hann allt-
af afa.
Egill hét hann, bjartur og fall-
egur alveg inn að innsta beini,
æðrulaus, einstaklega barngóður
og gefandi án þess að æskja nokk-
urs til baka. Hann vildi bara vera
hreinn og beinn eins og hann var
af Guði gerður, tók öllum og öllu
eins og það kom og lifði með því,
ekki eingöngu þægilegur heldur líka
víðsýnn útfrá lífinu og útfrá sjálfum
sér.
Alltaf var gaman að koma til afa
og ömmu og horfa upp á samheldni
þeirra og ást því að hún var ein-
læg, mikill er missir ömmu, barn-
anna þeirra, barnabarna og tengda-
barna. Látum hug okkar allra fylgja
afa í framandi heim.
Gullý
Birtíng afmætís-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð- að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
KENNSLA
Þýskunámskeið
Germaníu
hefjast á ný mánudaginn 28. janúar 1991.
Kennsla verður sem hér segir:
Byrjendur(nýir)....
Byrjendur (frá fyrra ári
Framhald I ........
Framhaldlll .......
Framhald IV........
FramhaldV..........
FramhaldVI ........
mánud. 20.15-21.4E
þriðjud. 20.15-21.4E
þriðjud. 18.45-20.1E
mánud. 18.45-20.1E
þriðjud. 18.45-20.1f
fimmtud. 18.45-20.1t
mánud. 18.45-20.1E
Þing Þ.S.Í.
1. þing Þjónustusambands íslands verður
haldið á Holiday Inn 17. og 18. mars 1991.
Bréf þess efnis hefur verið sent aðildarfélög-
um Þ.S.Í.
F.h. framkvæmdastjórnar,
Sigurður Guðmundsson,
forseti Þ.S.I.
Kennt verður í Lögbergi, Háskóla íslands,
annarri hæð.
Upplýsingar eru gefnar f síma 10705.
Nýir þátttakendur velkomnir í alla hópa.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN
F É l. A G S S T A R F
liriMDAU Ul<
Kosningar
framundan
Kosningastjóm Heimdaliar, félags ungra sjálf-
staeðismanna í
Reykjavík, vegna alþingiskosninganna í vor, hefur hafið störf.
Stjórnin heldur fund í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag, föstudaginn
18. janúar kl. 19.00.
Allir áhugasamir félagsmenn eru boðnir velkómnir.
Heimdallur.
Hafnfirðingar
heldur fund mánudaginn 21. janúar 1991
kl. 20.30.
Fundarefni:
Kosning fulltrúa á Landsfund sjálfstæðis-
manna sem haldinn verður 7.-10. mars.
Gestur fundarins verður Gunnlaugur Guð-
mundsson, stjörnuspekingur.
Kaffiveitingar.
Mætið vel og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
Grindavík
Aðalfundur
Boðað er til aðalfundar í Skýrslutæknifélagi
íslands 31. janúar 1991 á Hótel Loftleiðum,
kjallara, kl. 15.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Akureyri - Akureyri
Sjálfstæðiskvennafélagið
Vörn
Aðalfundur í Kaupangi laugardaginn 26. janúar kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál. *
Stjórnin.
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur
verður haldinn sunnudaginn 20. janúar í
félagsheimilinu Festi, litla sal, kl. 15.00.
Dagskrá.
1. Almenn aðalfundarstörf.
2. Kosning landsfundarfulltrúa.
3. Káffi.
4. Bæjarmálefni.
5. Almennar umræður.
Gestur fundarins verður Matthías Á.
Mathiesen alþingismaður.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.