Morgunblaðið - 18.01.1991, Side 30

Morgunblaðið - 18.01.1991, Side 30
áo MORGUNBkAÐIÐ IFÖSTUDAGUR- 18; (JíANÚAR 1991 í STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hrúturinn lætur til sín taka í félagBstarfí í dag. Hann kann vel að meta góðan hug vina og kunningja. Hann kann að þurfa að gæta skapsmuna sinna í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Nautinu gengur vel að um- gangast fólk í dag. Það sam- einar farsællega leik og starf og ætti að mæta maka sínum á miðri leið í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Tvíburinn hittir rómantíkina fyrir ef hann fer í ferðalag. Honum finnst hvorki ganga né reka með verkefni sem hann hefur með höndum í vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Krabbinn er á eitt sáttur með maka sínum hvernig vetja skuli sameiginlegum fjármun- um. Hann er vinsæll í dag og aðlaðandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið á upp á pallborðið hjá öðru fólki í dag. Makinn er efst á blaði hjá því núna. Það þarf að sinna fjölskyldumáli í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Meyjan kynnist rómantíkinni gegnum starf sitt í dag. Hún fær verkefni sem henni geðj- ast vel að, en nær ekki að ljúka öllu sem hún hafði sett sér fyrir. V°g A (23. sept. - 22. október) Vogin er með ailan hugann við frístundastarf sitt í dag. Hún hefur mikia gleði af vera með börnum og hitta annað fólk. Sporödreki (23. ókt. - 21. nóvember) Sporðdrekinn vinnur að því að prýða heimili sitt í dág og býður til sín gestum. Hann ætti að forðast þrætugirni og þijóskuköst. Bogmaóur (22. nðv. - 21. desember) m Bogmaðurinn ferðast mikið um sitt næsta nágrenni núna. Hann fær mikið út úr listræn- um áhugamálum sínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Áhugámál steingeitarinnar færa henni aukatekjur núna. Hún gæti lent í karpi við vin sinn út af peningamálum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Vatnsberinn hressir upp á útlit sitt í dag. Persónuleiki hans aflar honum stuðnings annarra og hann fínnur leið tii að koma áhugamálum sínum í framkvæmd. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ^St Fiskurinn einangrar sig núna til. að fá meiri tíma með ást- vinum sínum eða sinna list- inni. Hann verður fyrir von- brigðum með fordómafulla afstöðu vinar síns. Stjörnusþána á að lesa sem áœgraávól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK Veistu hvað mér finnst að við Bang! ættum að gera? Við ættum að byrja nýja árið með mikl- um hvelli... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Brids er stundum eins og felu- leikur. Sagnhafi leitar að upplýs- ingum og vörnin reynir að fela þær. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 872 ♦ DG73 ♦ ÁG8 ♦ 742 Vestur Austur *K *1°4 ♦ 10854 ¥ AK92 ♦ 965 ♦ K732 ♦ KD1093 , ♦ 865 Suður ♦ ÁDG9653 ¥6 ♦ D104 ♦ ÁG Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 spaðar Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Útspil: Laufkóngur. Þetta virðist vera fremur hversdagslegt spil. Eða er nokk- uð annað að gera en svína fyrir kóngana i tígli og trompi? Og fara einn niður með heiðri og sóma. Skoðum málið. Suður drepur á laufás og spilar tígli á gosa og kóng. Austur spiiar laufi, vestur fær þar slag, en suður trompar næst. Og spilar nú hjarta á drottningu blinds. Hvað vakir fyrir sagnhafa? Jú, hann er að leita að punkt- um. AV pössuðu í upphafi og eiga því ekki opnunarstyrk. Ef austur reynir að taka tvo hjarta- slagi þá veit sagnhafí að hann getur ekki átt spaðakóng. Þá væri hann með opnun. Austur á'sjá þessa hættu fyr- ir. Hann fær talningu í hjartanu frá makker og gerir sér grein fyrir að suður á einspil. Það væri því ágæt vöm að drepa á hjartaás og spila tígli. Hitt væri þó enn betra að spila litlu hjarta til baka! Þá treystir sagnhafi því að vestur sé með hjartakónginn og svínar í trompinu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Reggio Emilia á Ítalíu, sem nú stendur yfir, kom þessi staða upp í viður- eign hinna kunnu stórmeistara Rafaels Vaganjans (2.630), Sov- étríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Boris Gulko (2.600). Svartur lék síðast 22. — Ha8-c8 í mjög erfíðri stöðu. 23. Hxc6! - Dxc6 (23. - Hxc6 24. Rb4 var ennþá verra. Nú gæti hvftur unnið drottninguna með 24. Rxe7+, en eftir 24. — Bxe7 25. Bxc6 — Hxc6 væru viss- ir tæknilegir erfiðleikar tii staðar. Hann velur því aðra leið:) 24. Rxb6! - Dc7 25. Rxc8 - Hxc8 26. Hcl - Dxcl+!? 27. Bxcl - Rd4 28. De3 - Hxcl+ 29. Bfl og Gulko gaf eftir nokkra leiki til viðbótar. Staðan í Reggio þegar fimm af sjö umferðum í undanrás- um er lokið: „Torneo Top 16“: 1. Ljubojevic 3'A af 5, 3. Roman- ishin 3 af 4, 3. Vagai\jan 2'A af 4, 4. Gulko 2 af 5, 5.-6. Epishin og Beljavsky 1 'A af 4, 7. Portisch 1 af 4. „Torneo top 16“: 1. Polugaj- evsky 3 af 4, 2. M. Gurevich 2 'U af 4, 3. Ribli 2 'A af 5, 4.-5. Karpov og Ehlvest 2 af 4, 6. Andersson 2 af 5 og 7. Kamsky 1 af 4. Efstu menn tefla til úrslita svo Karpov verður að taka á honum stóra sínum. „Top 15“ og „Top 16“ vísar til styrkielkaflokka riðlanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.