Morgunblaðið - 18.01.1991, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ KÖSTODAGUR 18. JANÚAR 1991
33
an um Malínu og elskulega í]öl-
skyldu Eiríks Hjartarsonar.
Eftir að Guðrún flutti til
Reykjavíkur átti ijölskyldan á Seli
víst athvarf hjá henni í bæjarferðum.
Oft var henni skrifað og hún beðin
að útvega hvaðeina sem vantaði.
Um þetta vitna gömul bréf sem varð-
veist hafa.
Árið 1942 urðu þáttaskil í lífi
Guðrúnar. Björn bróðir hennar stóð
þá einn með tvö lítil börn, Sigurð
og Sigríði á fyrsta og öðru ári. Björn
fluttist suður til systur sinnar með
börnin. Guðrún tók þeim opnum
örmum, hélt heimili með bróður
sínum og annaðist börnin sem besta
móðir. Sigurður ólst upp hjá þeim
að öllu leyti og Sigríður systir hans
dvaldist hjá þeim langdvölum, eink-
um á vetuma eftir að hún komst á
skólaaldur.
Guðrún og Björn tóku einnig aldr-
aða móður sína til sín árið 1945 og
önnuðust hana þar til hún lést árið
1959. Þau bjuggu á Baldursgötu 18
til ársins 1958. Þá fluttu þau á Njáls-
götu 71 og bjuggu þar í 11 ár ásamt
Sigurði og fjölskyldu hans. Árið
1969 festi Sigurður kaup á húsinu
Efstasundi 31. Þangað fluttu þau
öll og hafa búið þar síðan. Björn
andaðist árið 1989 og hafði notið
einstakrar umhyggju þeirra í þung-
um veikindum. Guðrúnu varð að ósk
sinni að dvelja heima til æviloka og
geta séð um sig sjálf undir verndar-
væng fjölskyldu sinnar. Hún dvaldi
tvo daga á Landakotsspítala og and-
aðist þar að morgni 11. j anúar 1991.
Guðrúnu gafst ekki kostur á
langri skólagöngu, en hún var góð-
um gáfum gædd, víðlesin og minn-
ug. Hún gat því miðlað yngri kyn-
slóðinni fróðleik úr bókum og reynslu
frá langri ævi. Hún sagði vel frá og
var skemmtileg heim að sækja.
Greind hennar nýttist vel. Bjartsýni,
æðruleysi, góðvild og hjálpsemi tók
hún í arf frá móður sinni. Það voru
hennar aðalsmerki og verkuðu hvetj-
andi á vinahópinn. Hún helgaði öðr-
um líf sitt og veitti af auðlegð hjarta
síns. Uppskeran varð líka eins og
til var sáð. Þegar lífsþróttur fór að
minnka og heilsan að bila reyndist
Sigurður fóstm sinni vel, eins og
hún reyndist honum alla tíð. Dvald-
ist hún í skjóli hans og konu hans
Elsu Óskarsdóttur. Það varyndislegt
að sjá hve hugulsöm þau voru og
óspör á tíma sinn, svo líðan hennar
gæti verið sem best. Fyrir það er
þeim nú þakkað í hennar nafni og
einnig börnum þeirra, Guðrúnu,
Berglind, Birni Smára og Hjördísi,
fyrir elskulegt viðmót og hjálpsemi
við hana. Guðrún var þeirra ástkæra
amma sem alltaf var til taks heima
með hjartahlýju og aðhlynningu og
var svo líka orðin langamma litlu
sólargeislanna sinna, Elsu Óskar og
Matthíasar.
Ferð hennar til fyrirheitna lands-
ins veldur því að tómlegra er heima
og söknuðurinn mikill. En hún var
okkur sem eftir lifum góð fyrirmynd
sem margt var og er hægt að læra
af. Þess vegna verður hún enn hjá
okkur í þeim skilningi og hjálpar
okkur að leita þess góða í lífinu.
Hlutverk hennar hér á jörð var
stórt og fagurlega af hendi leyst.
Hún var alltaf tilbúin að hjálpa vin-
um og vandamönnum þegar erfið-
leikar steðjuðu að. Þá hugsaði hún
síst um eigin hag. Hennar hamingja
var fólgin í því að gleðja og hjálpa.
Til hennar var alltaf hægt að koma
án þess að gera boð á undan sér.
Við vorum öll svo velkomin.
Ómetanlegt var það athvarf og
umhyggja sem hún veitti okkur
móðurlausum systrum á bamsaldri
og alla tíð síðan. Og þegar lítil
Þórdís þurfti pössun var ekkert sjálf-
sagðara en vakna fyrr á morgnana,
eiginlega um miðja nótt, til að ljúka
vinnu utan heimilis við þrif í Stjórn-
arráði íslands, og vera svo komin
til okkar inn í Laugarneshverfi með
strætisvagni fyrir kl. 9 að morgni
til að gæta frænku sinnar, sem eign-
aðist þá líka hlutdeild í þessari elsku-
legu ömmu. Fyrir þetta allt þökkum
við nú með hryggð og söknuð í
hjarta, en samgleðjumst henni jafn-
framt að vera leyst frá þrautum og
hafa fengið að sjá dýrð Guðs í æðri
heimi.
Við kveðjum elsku Gunnu okkar
með virðingu og þökk og sendum
ástvinum hennar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Sigrún
Minning:
Gunnar S.
mundsson
Fæddur 11. nóvember 1898
Dáinn 12. janúar 1991
Góður vinur og ástríkur afi er
látinn. Gunnar Guðmundsson lést
laugardaginn 12. janúar á Drop-
laugarstöðum á nítugasta og fjórða
aldursári.
Okkar fyrstu kynni voru þau
þegar ég kynntist syni hans árið
1955, frá þeim tíma hefir aldrei
borið skugga á okkar vináttu. Ég
fluttist inná hans heimili og bjó þar
í 11 ár. Hann var einstaklega um-
gengnisgóður og skipti aldrei skapi,
nema þegar ég var að skamma
strákana mína, þá sagði hann
hvasst: Það er óþarfi að skamma
drengina, þeir hafa ekkert gert af
sér. Þeir áttu vissa málsvörn þar
sem afi þeirra var.
Er ég fluttist til Egilsstaða kom
hann í heimsókn, því hann gat ekki
hugsað sér að missa samband við
afadrengina sína. Gunnar var góður
afi við öll sín barnabörn og var
mjög annt um þau. Gunnar var
mjög mikið snyrtimenni og sýndi
sig það í mörgu, svo sem garðinum
hans þar sem við áttum margar
stundir við að fegra umhverfið.
Ég gleymi ekki þegar honum
Guð-
trésmiður
fannst ég fara óhönduglega með
hamar og nagla við að hengja upp
myndir: Ertu að hugsa um að bijóta
niður allá púsningu í húsinu Bogga?
Síðan sagði hann mér til. Svona var
Gunnar og orðin voru ekki fleiri.
Gunnar átti systur, mág og frænku
í Granaskjóli þar áttum við margar
ánægjulegar stundir sem aldrei
gleymast. Þegar ég kynntist seinni
manni mínum myndaðist vinátta á
milli þeirra, sem sást best á því að
þegar þeir hittust tóku þeir utan
um hvern annan. Svona var hann
við alla mína vini, enda var hann
mér sem faðir. Gunnar var góður
smiður kom það sér vel fyrir marga
því hann var alltaf boðinn og búinn
til að hjálpa öðrum.
Minningarnar hrannast upp um
góðan vin. Þá kemur upp í huga
minn kvæðið Við leiði vinar.
Þó að fundum fækki,
er fortíð ekki gleymd.
í mínum muna og hjarta
þín minning verður geymd.
Heima í húsi þínu
sig hvíldi sálin mín
ég kem nú, kæri vinur,
með kveðjuorð til þín. (K.N.)
Bogga
t
Faðir okkar, afi og langafi,
INGIBERGUR SVEINSSON,
lést á St. Jósefsspítala 17. janúar sl.
Börn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SVAVA HARALDSDÓTTIR,
Asparfelli 10,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 16. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Haraldur Bjarnason.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar,
ELIN MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Borgarbraut 37,
Borgarnesi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 13. janúar.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 19. janúar
kl. 14.00.
Gunnar Ragnarsson, Guðbjörg Ingólfsdóttir
og barnabörn.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG L. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Kötlufelli 3,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 16. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Mágnús Stephensen Danielsson,
Áslaug K. Magnúsdóttir, Agnar Eide,
Jórunn I. Magnúsdóttir, Stefán H. Stefánsson,
Jón S. Magnússon, Kolbrún Viggósdóttir,
Arnhildur S. Magnúsdóttir, Jón Guðbjörnsson,
Ingibjörg L. Magnúsdóttir, Sveinn Isebarn,
Sigríður Magnúsdóttir, Magnús Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar,
KRISTlN INGVARSDÓTTIR,
Drápuhlíð 2,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum þann 16. janúar.
Bjarni, Ingvar og Örnólfur Ólafssynir.
Fyrstu ár ævi minnar bjuggum
við, ég og fjölskylda mín, í Karfa-
voginum ásamt ömmu, Gunnari afa
mínum og frændum mínum. Við
vorum mörg börnin á bænum enda
var oft glatt á hjalla, ekki síður
þegar nágrannabörnin slógust í
leikinn. Oft greip afi í taumana og
í augum viðkvæmrar stúlku var
hann strangur afi. í einfeldni minni
áleit ég hann ekkert vera gefinn
fyrir litlar stúlkur. En þá áttu enn
eftir að líða mörg ár þar til er ná-
inn vinátta okkar hófst.
Á unglingsárum mínum jókst
áhugi rninn á að kynnast afa og
þar eð ég fann að-hann kunni að
meta félagsskap minn fór ég að
venja komur mínar í Karfavoginn.
Eftir því sem árin liðu urðu kynni
okkar æ nánari og ég gat rætt við
hann um alla hluti. Ég var vön að
segja frá því er var að gerast í
mínu lífi og yfir kaffibolla tókst
mér oft að fá hann til að segja sög-
ur af sjálfum sér, af bemskuárum
sínum í Breiðafirði, lífí og starfi í
Reykjavík, búskap og barnauppeldi.
Við ræddum einnig trúmál og ég
deildi með honum trú minni á Jesúm
Krist og þeim áhrifum sem persónu-
legt samfélag mitt við hann hefði
á líf mitt. í fyrstu var afi efasemdar-
maður er taldi sig ekki hafa sér-
staka þörf fyrir nánari kynni af
sakaparanum. En loks gerðist sá
dásamlegi atburður er við báðum
saman til Drottins að hann bauð
Kristi inn í líf sitt sem persónuleg-
um frelsara og vini og með tárum
bað hann um fyrirgefningu allra
misgjörða sinna. Gunnar afi var
ekki þekktur fyrir að flíka tilfinn-
ingum sínum og ávallt hafði harkan
borið hann áfram. En ég fékk að
sjá afa gráta. Ég veit að hann naut
þeirra bænastunda sem við áttum
saman. Þar varpaði hann öllum
áhyggjum sínum til Drottins.
Saddur lífdaga kveður afi nú
þessa jörð en við tekur eilíft líf í
Kristi, því eins og Guðs orð segir:
Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig
mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir
og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.
(Jóh. 11:25.)
Ég vil þakka afa mínum alla þá
ást og hlýju er hann veitti mér,
vináttu sem aldrei mun líða mér
úr minni.
Bryndís Rut
+
Sonur minn og bróðir okkar,
ALEXANDER GÍSLASON,
Ölkeldu,
verður jarðsettur að Staðastað laugardaginn 19. janúarkl. 14.00.
Vilborg Kristjánsdóttir og systkini.
+
Ástkær móðir okkar og fóstra,
GUÐBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hásteinsvegi 15b,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 19. janúar
kl. 14.00.
Marteinn Guðjónsson,
Ósk Guðjónsdóttir,
Bergur Elías Guðjónsson.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HALLFREÐS BJARNASONAR
bifvélavirkja,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg Einarsdóttir,
Halldóra Hallfreðsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Hánna Hallfreðsdóttir, Hjálmar Haraldsson,
Einar Hallfreðsson, Margrét Ingólfsdóttir,
Bjarni Hallfreðsson, Gerður Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin
manns míns, föður, fósturföður og bróður,
ÞORSTEINS ERÍKSSONAR,
Borgarvegi 11,
Ytri-Njarðvík.
Arný Þorsteinsdóttir,
Margrét Þorsteinsdóttir,
Þóra Guðmundsdóttir,
Gyða Eiríksdóttir,
Sigurður G. Eiríksson,
Hanna Hersveinsdóttir,
Sigurður Sigurðsson,
Ævar R. Kvaran, yngri,
Meinert Nilssen,
Ása Ásmundsdóttir.
Lokað
í dag vegna jarðarfarar BJARNAI. KARLSSONAR.
Radíóþjónusta Bjarna,
Síðumúla 17.