Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IfÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991 35 LUXEMBORG Skálafell- ingar skjótast milli landa Jólaball á vegum íslendingafé- lagsins í Lúxemborg var hald ið með pompi og pragt þann 26.12 á Hótel Pullman. Var skemmtunin vel sótt af íslendingum búsettum í Lúxemborg og ljómuðu barn- sandlitin af eftirvæntingu. Enda komu merkilegir gestir í heim- sókn, þrír íslenskir jólasveinar í fullum skrúða og eru það tíðindi út af fyrir sig að þessir umræddu herramenn, sem rétt stinga nefj- unum ofan úr fjöllunum í nokkra daga á hveiju ári skuli nú gera sér lítið fyrir og skjótast til ann- arra landa. Hvað sem því líður, þá dönsuðu og sungu sveinamir í kringum jólatréð ásamt börnunum og að lokum gáfu þeir öllu ungviðinu sælgætispoka. Var komá þessara kátu karla hápunktur skemmtun- arinnar og efasemdir margra varð- andi þessa menn urðu að engu. Jólahátíð af þessu tagi er árlegur viðburður íslendingafélagsins í Lúxemborg. Redford og Olin. KVIKMYNDIR Redford dust- ar af sér mikið ryk Nýlega var frumsýnd vestur í Bandaríkjunum kvikmyndin “Havana“ sem ekki er í frásögur færandi nema vegna þess að aðal- karlhlutverkið í myndinni er í hönd- um Robert Redford, hins mikla hjar- taknúsara og stórleikara. Þetta er fyrsta hlutverk hans síðan að hann lék í “Legal eagles" árið 1986, en eftir þá mynd tók hann sér langt og gott frí, en hefur nú dustað af sér rykið á ný. Myndin gerist eins og nafnið gefur til kynna í Havana á Kúbu, nánar tiltekið árið 1958 er orðin spilling og Havana voru með samasem merki á milli sín. Redford leikur Jack Weil, forhertan en afdankaðan fjárhættuspilara sem veit að hann er á síðasta snúningi. Þetta er á margan hátt merkileg bíómynd, því stóra kvenhlutverkið er í höndum. hinnar sænsku Lenu Olin, sem er að gera allt vitlaust vestra. Hún er v sögð vera ímynd Grétu Garbo end- urfædd, utan að hún sé hálfu fal- legri, hálfu meiri leikkona og hálfu dulmagnaðri! Hvorki meira né minna. Á myndinni ganga þau Red- ford og Olin saman til frumsýning- ar. Líf og fjör á jólaballinu, 3 ÓDÝRASTIR Samkvœmt könnun Dagblaðsins 8.janúar eru ódýrustu fermingarmyndatökurnar hjá okkur þœr langsamlega ódýrustu á markaðnum HJÁ OKKUR FÆRÐU: 6 myndir 9 x 12 cm og tvœr stœkkanir 20 x 25 cm á kr 7.500.-- Jón Aðalbjörn Ljósmyndastofu Kópavogs Gunnar Halldórsson Barna og Fjölskylduljósmyndum Bjarni Jónsson Ljósmyndastofunni Mynd FJÖLHÆFUR FERÐABÍLL STUTTUR/LANGUR - DIESELVÉL / BENSÍNVÉL - SJÁLFSKIPTUR / HANDSKIPTUR 2,51. Dieselvélmeðforþjöppu ogmillikæli. - Afköst = 95 hö. (DIN) við4200 sn/mín. 3,01. V-6 strokka bensínvél með rafstýrðri fjölinnsprautun. - Afköst = 141 hö. (DIN) við 5000 sn/mín. B Gormafjöðrun að aftan með stigverkandi höggdeyfum. * M Aflstýri 0 Framdrifslokur E Samlæsing á hurðum (lengri gerð) 13 Rafdrifnar rúðu- vindur (lengri gerð) 0 Tregðulæsing á afturdrifi 'B Rafhituð framsæti 11 Jöfnunarloki á hemlum afturhjóla □ Aukamiðstöð afturí B Hallamælir / Hæðarmælir 0 Rafknúin sól- lúga og álfelgur (Super Wagon). Verð frá kr. 1.784.000 (stuttur) Verð frá kr. 2.189.760 (langur) A MITSUBISHI MÖTORS HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.