Morgunblaðið - 24.01.1991, Síða 42

Morgunblaðið - 24.01.1991, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 24. JANÚA'R 1991 ÚRSLIT Handknattleikur 1. DEILD KONUR: _ Stjarnan - Fram................16:17 íþróttahúsið í Garðabæ: Gangur leiksins: 0:1, 3:3, 4:4, 5:6, 6:11, 8:12, 10:12, 11:15, 16:15, 16:17. Mörk Stjörnunnar: Margrét Theodórsdóttir 5/2, Herdís Sigurbergsdóttir 3, Harpa Magnúsdóttir 3, Erla Rafnsdóttir 3/2, Ragnheiður Stephensen 1 og Guðný Gunn- steinsdóttir 1. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8/2, Sigrún Bolmsterberg 3, Iinga Huld Páls- dóttir 2, Ósk Víðisdóttir 2 og Ingunn Bernótusdóttir 2. Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Hákon L. Siguqónsso.n. Áhorfendur: Um 300. Valur - Grótta.................24:19 _ Mörk Vals: Hanna Katrín Friðriksen 10/4, " Una Steinsdóttir 5, Sigurbjörg Kristjáns- dóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Berglind Ómarsdóttir 2, Ama Garðarsdóttir 1. Mörk Gróttu: Helga Sigmundsdóttir 6/3, Gunnhildur Ólafsdóttir 3, Elísabet Þorgeirs- dóttir 2, Ema Hjaltested 2, Sigríður Snorra- dóttir 2, Laufey Sigvaldadóttir 2, Sara Haraldsdóttir 1, Brynhildur Þorgeirsd. 1. STAÐAN: STJARNAN. ...22 18 0 4 498:369 36 FRAM ...18 15 1 2 371:298 31 VÍKINGUR.. ...20 11 . . 2 7 400:348 24 FH ...21 11 2 8 393:382 24 VALUR ...21 9 0 12 401:425 18 GRÓTTA ...19 5 3 11 330:354 13 ÍBV ...22 5 1 16 403:487 11 SELFOSS ...19 2 1 16 338:471 5 BIKARKEPPNI KARLA: Leikir í 16-liða úrslitum: UBK-ÍR.......................16:23 Fjölnir- FH..................20:35 % Víkingur - KR.................22:20 ■Markahæstu menn liðanna: Víkingur: Alexej Trúfan 11/5, Bjarki Sigurðss. 4. KR: Konráð Olavsson 6, Sigurður Sveinss. 4. Selfoss - Haukar.............24:25 ■Markahæstu menn liðanna: Selfoss: Gú- staf Bjamason 12/3, Einar G. Sigurðsson 3, Sigurjón Bjarnason 3. Haukar: Petr Baumruk 9/2, Snorri Leifsson 5, Sigurjón Sigurðsson 3, Sveinberg Gíslason 3. Fram b - KA....................23:38 Yalur- Grótta..................22:18 Aður höfðu tveir leikir farið fram: Þór-Ármann.....................26:16 ÍBV-FHb........................28:18 ■Dregið var í 8-liða úrslit í gærkvöldi: ■—Valur - FH, Þór Ak. - ÍBV, ÍR - Haukar og Víkingur - KA. Körfuknattleikur ‘ BIKARKEPPNI KARLA: 16-liða úrslit: Njarðvík - Tindastóll.........96:94 Gangur leiksins:2:0, 2:2, 7:4, 14:4, 19:9, 30:9, 33:32, 43:42, 53:44, 65:50, 76:60, 80:68, 87:77, 87:84, 93:91, 95:94, 96:94. Stig UMFN: Rondey Robinson 22, Teitur Örlygsson 20, Gunnar Örlygsson 15, Krist- inn Einarsson 12, Friðrik Ragnarsson 11, Isak Tómasson 8, Ástþór Ingason 4, Hreið- ar Hreiðarsson 4. Stig UMFT: Ivan Jónas 30, Einar Einars- son 28, Sverrir Sverrisson 18, Haraldur Leifsson 11, Karl Jónsson 4, Valur Ingi- mundarson 3. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrímsson. Áhorfendur: Um 350. UBK - Þrymur...................65:64 Knattspyrna EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA 6. riðill: Aþena, Grikklandi: Grikkíand—Portúgal..............3:2 Borbokis (7.), Manolas (68.), Dimitriadis (84.) - Aguas (18.), Futre (62.). Staðan: Holland..........3 2 0 1 10: 1 4 Grikkland........3 2 0 1 7: 4 4 Portúgal.........3 1 1 1 3: 3 3 Finnland.........2 0 2 0 1:1 2 Malta...........3 .0 1 2 1:13 1 ÍTALÍA 1. DEILD: ACMilan-Pisa......................1:0 Daniele Massaro (20.). Sampdoria - AC Róma...............2:1 Tempestilli (II.), Vialli (49.) - Tempestilli (14. - sjálfsm.) Bikarkeppnin 3. umferð: Torínó - Inter Mílanó.............1:0 Gianluigi Lentini (15.). ■Samanlögð úrslit, 2:2. Tórínó komst áfram í 8-liða úrslit með marki skoruðu á útivelli. ENGLAND DEILDARBIKARKEPPNIN: Coventry - Sheffield Wed......0:1 Manchester Utd. - Southampton..3:2 Tottenham - Chelsea............0:3 ■ Chelsea leikur gegn Sheffield Wed. í undanúrslitum og Manchester United mæt- ir Leeds. Leikið verður heima og heiman. 2. DEILD: Charlton - Notts County........3:1 HM í alpagreinum ■"» Saalbach, Aussturríki: Risasvig karla: (Lengd brautar 2,095 metrar, fallhæð 626 metrar og 43 hlið). 1. Stefan Eberharter (Austurríki)...1:26.73 2. Kjetil-Andre Aamodt (Noregi)... 1:28.27 3. Franck Piccard (Frakklandi).....1:28.55 4. Ole Christian Furuseth (Noregi) 1:28.93 5. Johan Wallner (Svíþjóð).........1:28.96 6. Steve Locher (Sviss).............1:29.06 7. Martin Hangl (Sviss).............1:29.13 8. UrsKaelin (Sviss).................1:29.32 9. Kristian Ghedina (Ítalíp);..'.....1:29.39 KNATTSPYRNA Hólmbert Friðjónsson tekurvið 21 árs landsliðinu: „Spennandi að vera með erfiðasta landsliðið" LANDSLIÐSNEFND U-21 árs liðsinsV knattspyrnu leggurtil á stjórnarfundi KSÍ í dag að Hólmbert Friðjónsson verði ráðinn þjálfari piltanna í stað Marteins Geirssonar, sem sagði starfi sínu lausu. Hólm- bert, sem á mjög farsælan fer- il að baki sem þjálfari í 1. deild, hefur tekið boði nefndarinnar, en stjórnin gengur endanlega frá ráðningunni og afgreiðir málið sennilega á fundinum. Stefán Gunnlaugsson, formaður U-21 árs landsliðsnefndarinn- ar, sagði við Morgunblaðið að nefndarmenn hefðu verið einhuga um að ráða Hóimbert. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta er mjög kreijandi starf og óhemju erfitt verkefni. Það eru margir hæfir til að gegna því, en að okkar mati getur viðkomandi ekki verið yfir- hlaðinn af öðrum þjálfarastörfum. Þegar þessi staða kom upp höfðum við strax áhuga á að fá Hólmbert til að taka við. Það gekk saman með okkur og því leggjum við þetta til á stjórnarfundi." „Hissa“ Hólmbert hefur þjálfað meira eða minna í um tvo áratugi. Hann tók við 1. deildarliði Keflavíkur 1969 og stóð uppi sem íslandsmeistari um haustið. Hann var síðast með ÍBK í lok tímabilsins 1989 eftir að hafa tekið sér frí frá þjálfun í lið- lega tvö ár, en áður þjálfaði Hólm- bert KR, Fram, Víði, Njarðvík og Ármann með góðum árangri. „Ég kem aldrei til með að þjálfa landsliðið, því ég er ekki nógu fínn þjálfari til þess í augum KSI- manna,“ sagði Hólmbert m.a. í við- tali í Morgunblaðinu 19. maí 1987. En annað hefur komið á daginn. Hólmbert vildi ekki gera mikið úr fyrri ummælum sínum, en sagði að boð landsliðsnefndar hefði komið sér á óvart. „Ég var hissa,*en mér líst vei á þetta og ég hlakka til að starfa með þessum mönnum enda valinn maður í hverju rúmi.“ Hólmbert sagði að eftir að hafa rætt við nefndarmenn hefði ekki Hólmbert Friðjónsson. verið erfitt að taka ákvörðun. „Þetta er nýtt og öðruvísi en það sem ég hef áður fengist við. Ég færi ekki út í að þjálfa félagslið nema minnka við mig vinnu, en þetta er annars eðlis þó kreíjandi sé.“ „Ekki stökkbreytingar“ Hann sagði að fyrsta verkefnið yrði að afla upplýsinga um þá leik- menn, sem hefðu verið í hópnum og síðan myndi hann leita upplýs- inga hjá félögunum hvaða aðra leik- menn þau hefðu upp á að bjóða. „Ég hef reynt að fylgjast með leikj- um og kem að sjálfsögðu til með að gera það áfram, en ég hef ekki trú á að um miklar stökkbreytingar verði að ræða. Staðreyndin er að unglingaliðin okkar standa oft í þjóðum, en síðan stöðnum við á meðan atvinnumennirnir þroskast og fá sérhæfðari þjálfun. Því er þetta erfiðasta landsliðið, en það er spennandi verkefni að vera með erfiðasta landsliðið og það er góður kostur að enginn gengur upp.“ íttémR FOLK SKIÐI/ /HEIMSMEISTARAMOTIÐ I SAALBACH Stefan Eberharter komf sá og sigraði Reuter Verðlaunahafarnir í risasviginu á HM í Saalbach. Frá vinstri: Kjetil-Andre Aamodt, Noregi (sem varð annar), Stefan Eberharter, Austurríki (sigurvegari) og Franc Piccard frá Frakklandi, sem varð þriðji. AUSTURRÍKISMAÐURINN Stefan Eberharter, sem aldrei hefur unnið heimsbikarmót kom, sá og sigraði í risasviginu á heimsmeistaramótinu í alpa- greinum í Saalbach í Austurríki ígær. Hann hafði fádæma yfir- burði, var 1,54 sek. á undan Kjetil-Andre Aamodt frá Nor- egi, sem varð annar. Franc Pic- card, Frakklandi, varð þriðji. Eberharter, sem er aðeins 21 árs, setti allt í sölurnar 'á heimavelli og uppskar eftir því og var ákaft fagnað af samlöndum sínum. Hann var að sjálfsögðu mjög undrandi og ánægður er úrslitin lágu fyrir. „Það var draumur minn að vinna gullverðlaun í risasviginu, en ég átti ekki von á að hann rætt- ist. Það er nánast óraunverulegt að vinna með svona miklum mun,“ sagði Eberharter, sem er yngsti meðlimur austurríska landsliðsins í Saalbach. Kjetii-Andre Aamodt, sem verður tvítugur á þessu ári,- vann önnur verðlaun Norðmanna á HM á jafn- mörgum dögum með því að hafna í 2, sæti. Olaf Christian Furuseth, sem vann bronsverðlaunin í sviginu á þriðjudag, varð í fjórða sæti, 0,38 sek. á efitr Ólympíumeistaranum franska, Franc Piccard sem varð þriðji. Svíinn Johan Wallner, sem hafði rásnúmer 35, kom mjög á óvart með því að ná fimmta sæti því brautin var orðinn mjög slæm er hann fór niður. Piccard var mjög undrandi á góðum árangri Éberharters. En Austurríksmaðurnn hafði áður náð best þriðja sæti á eftir Piccard í risasvigi heimsbikarsins í Valloire í Frakklandi í desember. „Hann hlýtur að hafa skíðað nær óaðfinn- anlega þrátt fyrir að tekið mikla áhættu," sagði Piccard. Það er að- eins einn keppandi sem unnið hefur risasvig með meirj mun. Það gerði Markus Wasmeier frá Þýskalandi er hann var 1,71 sek. á undan Martin Hangl frá Sviss í Whstler Mountain í Kanada 1986. Brautin var mjög erfið, mikill hraði og krappar beygjur og fengu keppendur að finna fyrir því. Meira en 50 prósent fall var í brautinni. Flestir fóru útúr í neðri hluta braut- arinnar þar sem var tiltölulega kröpp beygja í miklum bratta. I dag er frí á HM, en á morgun, laugar- dag, verður keppt í tvíkeppnisbruni kvenna. ■ HOWARD Wilkinson, fram- kvæmdastjóra Leeds, hefur verið boðinn tíu ára samningur við félag- ið. Hann á að fá 1,5 millj. punda fyrir samninginn. Frá Bob Wilkinson hefur Hennessy verið hjá Leeds í 27 i Englandi mánuði og komið félaginu upp úr 2. deild í eitt af efstu sætunum í 1. deild. Þess má geta að gamla kemp- an Don Revie var framkvæmda- stjóri hjá Leeds í þrettán ár. ■ MATTHEW Le Tissier, markaskorari Southampton, gat ekki leikið með félaginu gegn Man- chester United í gærkvöldi vegna meiðsla. ■ BRIAN Horton, framkvæmda- stjóri Oxford hefur keypt mark- vörðinn Ken Veysey frá Torguay, en hann hefur verið í láni hjá félag- inu sl. tvo mánuði. Veysey, sem kostaði 110 þús. pund, var eitt sinn hjá Tottenham, en fékk ekki að leika. Hann leikur með Oxford gegn Tottenham í bikarkeppninni á láugardaginn. ■ JOE Royle, framkvæmdastjóri Oldham hefur keypt miðvallarspil- arann Paul Kane frá Hibs á 350 þús. pund. ■ BRIGHTON keypti Rúmenann Stefan Iovan frá Steaua Búkarest á 60 þús. pund. ■ CHRIS Turner, fyrrum leik- maður Peterborough, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Hann er þriðji „stjórinn" hjá því í vetur. Mark Lawrenson og David Booth voru áður í heita sætinu. HANDKNATTLEIKUR Víkingar í basli með KR-inga ■Jjarki Sigurðusson tryggði Víkingum sigur á KR, 22:20, með tveimur 0 mörkum á lokamínútunni. Víkingar höfðu mikla yfirburði og höfðu átta marka forskot þegar 20 mínúlur voru eftir. Þá snerist leikurinn við. KR-ingar náðu að minnka muninn í eitt mark, 21:20, en komust ekki lengra. Frosti B. Eiðsson HANDKNATTLEIKUR Ótmlegt sigurmark á Selfossi Haukar tryggðu sér sigur, 24:25, á Selfossi í gær með ótrúlegu marki úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn. Siguijón Sigurðsson skaut yfir varnarvegginn og í netið. Selfyssingar voru undir nær allan leikinn en náðu tveggja marka forskoti þegar fimm mínútur voru eftir. Haukar voru svo einum fleiri næstu tvær mínútur og náðu að jafna og tryggja sér svo sigurinn. Óskar Sigurösson, Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.