Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 43
MORGU.NBLAÐIÐ, IÞRQTTIR FIMMTUDAGUR §4r 4ANÚAR ,19,91,
43
HANDBOLTI || SKÍÐÍ
Sísý boðið að æfa
með þýska landsliðinu
Hafnaði í öðru sæti á þýska meistaramótinu
Guðríður Guðjónsdóttir.
Sísý Malmquist, 16 ára Akur-
eyringur, hefur gert það gott
í Þýskalandi og verið boðið að
æfa með þýska skíðalandsliðinu.
Hún sigraði í svigi á unglinga-
meistaramóti ÞýskalandS, 15-19
ára, í víkunni og hafnaði í 2. í
svigi sæti á landsmóti fullorðinna.
í framhaldi af því var henni boðið
að æfa með þýska landsliðinu.
Sísý er skiptinemi í Lutensheit í
Þýskalandi, í grennd við Aust-
urríki, _ og hefur getað æft af
kappi. í fjölskyldu'nni sem hún býr
hjá er skíðaþjálfari sem hefur
aðsþoðað hana við æfingar.
Á sunnudaginn sigraði hún í
svigi á unglingameistaramóti
Þýskalands og daginn eftir hafn-
aði hún í 2. sæti í stórsvigi. Henni
var þá boðið að taka þátt í þýska
meistarmótinu, 20 ára og eldri. í
fyrradag keppti hún í svigi og
hafnaði í 2. sæti, en á mótinu eru
margir bestu skíðamenn Þýska-
lands.
Sísý hefur keppt í fleiri mótum
Sísý Malmquist.
og hafnaði m.a. í 6. sæti á FIS-
móti á Ítalíu í desember. Fyrir
skömmu fékk hún skeyti frá
þýska skíðasambandinu þar sem
henni var boðið að æfa með þýska
landsliðinu og taka þátt í keppnis-
ferðum á vegum þess.
Gudríður
meðí
landsliðs-
slaginn
Guðríður Guðjónsdóttir hefur
ákveðið að gefa kost á sér að
nýju í landsiiðið í handknattleik.
Hún hefur ekki leikið með liðinu
um nokkurt skeið en ákvað í gær
að gefa kost á sér að nýju.
„Það hefur verið mikil pressa á
okkur gömlu að koma aftur í liðið
enda mikið í húfi í C-keppninni.
Fimm efstu liðin fara áfram og við
viljum skilja við liðið á góðum stað,“
sagði Guðríður.
Fleiri landsliðskonur sem voru
hættar eru að velta því fyrir sér
að koma aftur inní liðið en mikil-
vægt að það nái góðum úrslitum í
C-keppninni.
iÞRÖmR
FOLK
■ MARK Hughes skoraði öll þijú
mörk Manchester United sem
vann Southampton, 3:2, í 8-liða
úrslitum ensku deildarbikarkeppn-
innar í gærkvöldi á Old Trafford.
Félagið mætir Leeds í undanúrslit-
um - heima og heiman.
■ JIMMY Case, fyrirliði Sout-
hampton, var rekinn af leikvelli
fyrir brot á Bobby Robson, sem lék
á ný með United.
■ TOTTENHAM mátti þola skell
á heimavelli - tapaði, 0:8, fyrir
Chelsea, sem mætir Sheffield
Wednesday í undanúrslitum. Andy
Townsend, Kerry Dixon og
Dennis Wise skoruðu mörk
Chelsea.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ragnheiður Stephensen úr Stjörnunni og Hafdís Guðjónsdóttir, Fram,
eigast við í Garðabæ í gærkvöldi.
Fram
styrkir -
stöðuna
ÍSLANDSMEISTARAR Fram í
1. deild kvenna styrktu stöðu
sína í gær með sigri á Stjörn-
unni, 17:16, í miklum baráttu-
leik í Garðabæ. Umdeilt víta-
kast réð úrslitum á spennandi
lokamínútunum en Stjarnan á
hrós skilið fyrir mikla baráttu í
síðari hálfleik, þegar staðan
virtist vonlaus.
Eg hafði alltaf trú á að við gæt-
um þetta og þetta var mikil-
vægur sigur,“ sagði Guðríður Guð-
jónsdóttir, fyrirliði Fram. „Við
stöndum betur en
þó er ekkert öruggt.
Við eigum marga
leiki eftir og þurfum
að leika tvisvar í
viku næsta mánuðinn. Það verður
erfitt enda geta allir'*sigrað alla,“
sagði Guðríður.
I leikhléi var staðan 6:5, Fram í
vil, en síðari hálfleikurinn var kafla-
skiptur. Fram virtist hafa leikinn í
hendi sér og náði fimm marka for-
skoti. En þegar 13 mínútur voru
eftir og staðan 15:11, Fram í vil,
breyttu Stjörnustúlkur um varnar-
leik. Þær tóku Guðríði úr umferð
og Fram gerði ekki mark næstu
11 mínúturnar. Vöm Stjörnunnar
var sterk og hraðaupphlaupin vel
Logi
Bergmann
Eiðsson
skrifar
nýtt. Með baráttu náði Stjarnan
forystunni, 16:15, þegar rútnar fjór-
ar mínúrur voru eftir. Þá var Guðný «■»'
Gunnsteinsdóttir vikið af leikvelli
og Guðríður jafnaði þegar tvær
mínútur voru eftir. Guðríður gei'ði
svo sigurmarkið þegar 40 sekúndur
voru eftir úr umdeildu vítakasti og
í kjölfarið var Margrét Theodórs-
dóttir rekin útaf. Einum færri átti
Stjarnan litla möguleika en hefði
þó getað gert betur úr síðustu sókn-
inni.
„Þetta var alls ekki víti og
svekkjandi að fá svona dóm,“ sagði
Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði
Stjörnunnar. „Vörnin brást í lokin
og við hefðum kannski átti að taka
Guðríði fyrr úr umferð. Það var
slæmt að tapa þessum leik og nú
verðum við að stóla á önnur lið,“ t- '
sagði Guðný.
Framliðið lék mjög vel lengst af
en gerði mörg mistök T sókninni í
síðari hálfleik. Guðríður átti góðan
leik og bar uppi sóknarleik liðsins.
Kolbrún Jóhannsdóttir varði vel og
Inga Huld lék vel í síðari hálfleik.
Erla Rafnsdóttir lék lítið með fram-
anaf en í síðari hálfleik reif hún lið
Stjömunnar upp með baráttu og
krafti. Herdís ,og Guðný áttu einnig
góðan leik og Fjóla Þórisdóttir varði
vel í lokin.
KNATTSPYRNA
Reglugerðarbreytingarfrá Alþjóðasambandinu:
Hjólabuxur
á bannlista
Ormarr Örlygsson, þjálfari og leikmaður KA, og Janni Zilnik, Víkingi,
verða annað hvort að fá sér síðari stuttbuxur eða leggja hjólabuxunum
fyrir næsta sumar.
.....---------------------------------...----------------............. j
Alþjóða knattspymusambandið Jiefur ákveðið að breyta reglum
sínum. Knattspyrnusamband íslands hefur sent bréf til knatt-
spyrnufélaga landsins og tilkynnt um brejtingarnar sem taka gildi í
sumar.
Hjólabuxqr eða hitabuxur eru bannaðar, nái þær niður fyrir skálm-
ar sluttbuxna. AUir leikmenn skulu nota legghlífar og hafa sokkana
uppi. Reglum um rangstöðu hefur einnig verið breytt og leikmaður,
sem er. .samsíða aftasta varnarmenni þegar knetti er spyrnt, er ekki
rangstæður. Að lokum er þess getið að ef leikmanni blæðir skal hann
fara af leikvelli til að fá aðhlynningu.
........................ .........................................i
KARFA
IMjaðvíkingarí
kröppum dansi
Fyrir þá var að duga eða drepast
því það lið sem tapaði vax úr og
þeir gáfust aldrei upp. Það var mikill
taugaspenna í mönnum fyrir leikinn
því við höfum titil að veija og við
hefðum heldur aldrei gefist upp þó á
brattan hefði verið að sækja,“ sagði
Friðrik Rúnarsson þjálfari UMFN eft-
ir nauman sigur, 96:’94, gegn Tinda-
stól í Njarðvík í gærkvöldi.
Tindastólsmenn náðu að vinna upp
sextán stiga forskot heimamanna und- 4
ir lokin og voru síðustu sek. æsispenn-
andi. Þegar tæpar 40 sekúndur voru
eftir var staðan 93:91, Teitur skoraði
þá fallega körfu fyrir heimamenn, en
Einar Einarsson svaraði með glæsi-
legri 3ja stiga körfu og breytti stöð-
unni í 95:94. Friðriki Ragnarssyni
skoraði síðustu körfu leiksins úr víta-
skoti.
Björii Blöndal, Keflavík .