Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK 27. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandamenn gera linnulausar árásir á liðsafla íraka við landamæri Saudi-Arabíu: Segjast hafa hindrað alls- lierjar innrás Irakshers írakar saka flugmenn fjölþjóðahersins um árásir á íbúðahverfi og stríðsglæpi Saudi-arabískur hermaður á verði á götu í Iandamærabænum Khafji, sem írakar héldu í 36 klukkustundir en þeir voru síðan hraktir aftur til Kúveits. A bak við hann er íraskur bryndreki, sem eyðilagðist í árásum fjölþjóðahersins. Nikosíu, Lundúnum, Khafji, Jerúsalem, Amman, Bagdad. Reuter, The Daily Telegraph. HUNDRUÐ sprengjuþotna fjölþjóðahersins við Persaflóa héldu uppi linnulausum árásum á mikinn fjÖlda íraskra hermanna og skrið- dreka í Kúveit, sem sendur hefur verið til landamæranna að Saudi- Arabíu. Heimildarmenn innan breska hersins sögðu að áhlaup íraka á bæinn Khafji og fleiri staði í Saudi-Arabíu hefði verið undanfari allsherjar innrásar í Íandið en fjölþjóðahernum hefði tekist að hindra hana. Irakar sökuðu flugmenn fjölþjóðahersins um að hafa af ásettu ráði gert loftárásir á íbúðahverfi í írak og sögðu þá hafa framið stríðsglæpi. Heimildarmenn í Lundúnum sögðu að áhlaupið á Khafji hefði verið liður í innrás frá fjórum stöð- um en stórskotaliðsárásir banda- rískra landgönguliða og loftárásir sprengjuþotna fjölþjóðahersins hefðu komið í veg fyrir hana. írakar lýstu yfir því í gær að innrásarliðið hefði verið kallað aftur til Kúveits og sögðu að áhlaupið á Khafji væri sigur fyrir þá. Þeir hefðu aðeins beitt „sáralitlum hluta“ af hernaðarmætti sínum. íraskir skriðdrekar réðust enn yfir til Saudi-Arabíu í fyrrinótt en voru hraktir aftur til Kúveits. Fréttamenn við landamærin sögðu að um 17 km löng skriðdreka- og brynvagnalest hefði stefnt til landa- mæranna að Saudi-Arabíu í gær. Bresk blöð sögðu að um 60.000 íraskir hermenn væru tilbúnir til að hefja innrás. Bandarískar sprengjuþotur af gerðinni B-52 og Jaguar-þotur Frakka og Breta fóru í um 300 árásarferðir á einum sólar- hring gegn liðsaflanum syðst í Kúv- eit. Skriðdrekar íraka eru sagðir auðveld skotmörk og sovéska fréttastöfan Interfax hafði eftir embættismönnum í Sovétríkjunum að írakar hefðu ekki varabirgðir af hlaupum á skriðdrekabyssur sínar. Helsta flóttaleiðin frá írak er nú því sem næst lokuð vegna loftárása bandamanna á þjóðveginn frá Bagdad til Jórdaníu, að sögn flótta- manna sem hafa komist yfir landa- mærin. Bandamenn skutu einnig fimm eða sex stýriflaugum á Bagdad. Ein þeirra lenti á byggingu skammt frá bandaríska sendiráðinu í borg- Aðskilnaðar- sinnarganga af fundi Þingmenn Ihaldsflokksins í Suður-Afríku urðu ævareiðir og gengu af fundi í gær þegar F.W. de Klerk, forseti landsins, lagði til að afnumin yrðu síðustu lög um aðskilnað kynþátta. Talsmenn Evrópubandalagsins sögðu vel koma til greina að aflétta við- skiptabanni á landið verði þetta .gert én forsvarsmenn Afríska þjóðarráðsins segja ekki ástæðu til að fagna fyrr en svartir fá fullan atkvæðisrétt. Sjá „De Klerk boðar að ..." á bls. 23. inni. Ekkert benti til þess að hern- aðarlega mikilvæg skotmörk væru í grennd við bygginguna. Frétta- ritari Reuters í borginni sagði að loftárásir bandamanna undanfarn- ar tvær vikur hefðu gert lífið þar að helvíti á jörðu. Hver dagur væri barátta fyrir brýnustu lífsnauðsynj- um. Rafmagnslaust er í borginni, vatn af skornum skammti og síma- kerfið hefur verið eyðilagt. írakar sögðu að flugmenn fjöl- þjóðahersins hefðu gert grimmileg- ar árásir á íbúðahverfi, drepið varn- arlaus börn, konur og gamalmenni og ættu skilið að verða dæmdir fyrir ástæðulaus morð. Sjá fréttir á bls. 22 og 24-25. Evrópubandalagið; Reuter A * Astæðulaust að veita Islend- ingum einhliða tollaívilnanir Áhersla lögð á að fyrir aðgang að mörkuðum EB komi fiskveiðiheimildir Brussel. Prá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. til tollaívilnana ef íslendingar heimila veiðar í lögsögu sinni, SAMKVÆMT heimildum í Bruss- el telur framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins (EB) ástæðu- laust að veita Islendingum, þjóð sem hefur 22 þúsund dollara í þjóðartekjur á íbúa á ári, tolla- ivilnanir án þess að nokkuð komi í staðinn. Framkvæmdastjórnin mun að öllum líkindum tilbúin þó ekki verði nema til mála- mynda. Innan EB er lögð áhersla á að halda í þá grundvallarreglu að fyrir aðgang að mörkuðum EB komi aðgangur að fiskimiðum. Bent er á að fram að þessu hafi bandalagið ekki gert samninga við EFTA-ríki sem feli í sér aðgang að mörkuðum bandalagsins án þess að veiðiheim- ildir hafi komið í staðinn. Það sé ljóst að ef gerð verði undantekning í samningum við Islendinga vegna evrópska efnahagssvæðisins (EES) þá verði í framtíðinni að láta hið s.ama ganga t.d. yfir Norðmenn, slíkt sé óaðgengilegt fyrir EB. Auk þess séu Islendingar ekki á flæði- skeri staddir, þjóðartekjur á mann séu þar hærri en í nokkru EB-ríki utan Lúxemborgar. Ekkert bendir heldur til þess að Islendingar missi spón úr aski sínum þó svo að óbreytt ástand verði í tollamálum á milli þess og EB. Ljóst þykir að ef Islend- ingar eru ekki tilbúnir til að gefa svo mikið sem eitt tonn eftir í veiði- heimildum, þá muni EB neita við- ræðum um sjávarútvegsmál innan ramma EES-viðræðnanna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins í Brussel er álitið að staða íslend- inga yrði mun verri ef þeir þyrftu að semja tvíhliða við EB um þessi efni. Evrópubandalagið eigi að hafna því að ganga verði að afar- kostum íslendinga til að bjarga samningunum um EES. Innan EFTA hefur sú hugmynd verið reifuð að Islendingar taki sjáv- arútvegsmálin út úr samningavið- ræðunum og semdu upp á eigin spýtur við EB. Talið er að Norð- menn vilji ekki sætta sig við slíka niðurstöðu en sjávarútvegsmálin verða ekki tekin undan EFTA án þess að full samstaða sé um það innan fríverslunarsamtakanna. í Brussei hafa komið fram efasemdir um að Islendingum yrði meira ágengt einum á báti en í EFTA- samflotinu, hvort heldur með fisk eða önnur mál. Samskiptin við Is- land eru heldur ekkert forgangs- verkefni innan EB. Dregið er í efa í Brussel að málstaður Islendinga njóti stuðnings allra framkvæmda- . stjóranna nema Manuels Marins, sem fer með fiskimál, en sé svo mun framkvæmdastjórinn væntan- lega komast að niðurstöðu íslend- ingum í vil í atkvæðagreiðslu um málið. Þessa dagana er verið að kanna afstöðu aðildarríkjanna til tollaívilnana á sjávarafurðum. Enn sem komið er liggja fyrir takmark- aðar tillögur frá þeim en sámkvæmt heimildum gera flestar ráð fyrir umtalsverðum tollaívilnunum fyrir aðgang að fiskimiðum. neuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.