Morgunblaðið - 02.02.1991, Page 7
M0BG,UN,BLAÐ1Ð II4ppÁiaXiGlÍR:2.;FEBR|J^R 1391 i
7
Listaverk Hitaveitunnar á
sýningu í Bandaríkjunum
LISTAVERK, sem verður sett upp í byggingu Hitaveitu Reykjavíkur
á Oskjuhlíð, hefur að undanförnu verið á sýningu í Listasafni Tækni-
stofnunar Massachusetts (M.I.T.) í Cambridge, Massachusetts.
Hér er um að ræða höggmynd sem
bandaríski myndhöggvarinn Robert
Dell gerði þegar hann dvaldi hér á
landi haustið 1988 sem styrkþegi á
vegum Fulbright-stofnunar, Menn-
ingarstofnunar íslands og Bandaríkj-
anna. Hann naut einnig aðstoðar
Hitaveitu Reykjavíkur, og smíðaði
þetta verk, sem nú er til sýnis í lista-
safni Tæknistofnunar Massachu-
setts, fyrir Hitaveituna. í verkinu er
heitt vatn, sem leikur um fótstall
verksins, notað til að framleiða raf-
magn, sem síðar kveikir á ljósum í
efsta hluta verksins. Ljósið verður
síflöktandi vegna þess hve raforkan
verður ójöfn, og verður því skærara
sem vatnið í fótstallinum er heitara;
ljósið fellur í gegnum bergkristal
efst í verkinu, og varpar ljóma á allt
umhverfi sitt.
Verkið er á einkasýningu Robert
Dell í safninu, en hún var opnuð 15.
desember og stendur fram í febrúar.
Tæknistofnun Massachusetts
(M.I.T.) er einn þekktasti háskóli'
heims á sviði tæknirannsókna og
kennslu, og hefur jafnframt komið
upp góðri aðstöðu til að tengja sam-
an tækni og listir. Stofnunin hefur
þannig átt umtalsverðan þátt í þróun
ýmissa nýjunga á sviði myndlistar.
Listasafn stofnunarinnar nýtur
mikillar virðingar fyrir sýningar á
tilraunalist og hversu vel það hefur
stutt við bakið á ýmsu brautryðjend-
astarfi í myndlist. Því er það mikill
heiður fyrir listamanninn að safnið
bauðst til að halda einkasýningu á
verkum hans, og einkum höggmynd-
inni sem hann vann fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur, þar sem heitt vatn og
rafmagn spila saman á mjög nýstár-
legan hátt. Melcor Incorporated,
þekkt fyrirtæki á sviði raftækni,
styrkti einnig sýningu listamannsins
og hannaði rafbúnaðinn í verkið.
Robert Dell áætlar að koma til
íslands í vor og aðstoða við uppsetn-
ingu verksins í nýbyggingu Hitaveitu
Reykjavíkur á Oskjuhlíð, þannig að
það verði komið á sinn stað þegar
byggingin verður vígð.
Laugarvatn:
PJOTTAPLÖNTU
Uppbygging í ferða-
þjónustu og útivist
Laugarvatni.
NÝTT aðalskipulag Laugarvatns liggur nú frammi á hreppskrifstofu
Laugardalshrepps til umsagnar fyrir íbúana. Aðalskipulagið er ýtar-
legt rit þar sem gerð er framtíðaráætlun um vöxt byggðar í hreppsfé-
laginu og þróun atvinnumála. Er þar byggt á upplýsingum um þróun
síðustu ára í búsetu og atvinnumálum svæðisins og á landinu öllu.
Fram kemur að flest ársverk eru
í sambandi við þjónustustörf eða
44,6% árið 1987. Mest munar þar
um þjónustu við skólana á staðnum.
Við verslun og banka störfuðu 20,7%
mannafla, við landbúnað hafði störf-
um farið fækkandi fram til 1987
voru 19%, við iðnað störfuðu 9,1%,
við samgöngur störfuðu 4,1% og fisk-
veiðar 2,5%. Engir atvinnuleysisdag-
ar hafa verið skráðir í hreppnum síð-
astliðin 15 ár.
íbúatala Laugardalshrepps var
mest 1973, 293 íbúar, síðan fór þeim
fækkandi og árið 1988 voru þeir 247
talsins. Mikil hreyfing er á fólki,
lætur nærri að 10-15% íbúanna flytj-
ist til og frá hreppnum árlega. Er
þar aðallega um að ræða starfsfólk
skólanna, einkum kennara.
Gert er ráð fyrir fólksfjölgun verði
á bilinu 0,5%-l,5% fram til ársins
2010. Helsta uppbygging á svæð-
inu er ráðgerð á sviði ferðaþjón-
ustu, þar sem sumarbústöðum fer
stöðugt fjölgandi. Eins eru miklar
vonir bundnar við uppbyggingu
Iþróttamiðstöðvar Islands, breyt-
ingar íþróttakennaraskólans á
háskólastig og þróun menntaskól-
ans og héraðsskólans.
Gert er ráð fyrir byggingu sund-
laugar við nýja íþróttahúsið, byggður
verði 9 holu golfvöllur, fjölgun bolta-
valla og bætt frjálsíþróttaaðstaða.
Löguð verði aðstaða fyrir siglingar
á vatninu og gufubaðsaðstaðan verði
endurbætt.
íbúðarbyggð mun þróast í austur-
átt, en iðnaðarhúsnæði verði vestan
við staðinn. Lagfæringar verða gerð-
ar á leikskólanum sem er í húsnæði
gamla húsmæðraskólans. Byggt
verði nýtt stjórnsýsluhús austan við
núverandi hreppsskrifstofu þar sem
verði samkomusalur og sameiginlegt
bókasafn skólanna, auk skrifstofa
hreppsins. - Kári.
HL J ÓMLEIK AFÉL AGIÐ heldur
fyrstu tónleika sína kl. 17.00
sunnudaginn 3. febrúar nk. í sal
Tónskóla Sigursveins D. Kristins-
sonar við Hraunberg 2. Listafólkið
sem fram kemur á tónleikum fé-
lagsins að þessu sinni eru Joseph
Ognibene hornleikari og Krystyna
Cortes píanóleikari.
Josep Ognibene er fæddur og upp-
alinn í Los Angeles og lauk námi á
heimaslóðum. Hann stundaði fram-
haldsnám hjá Hermann Baumann við
Folkwang-tónlistarháskólanní Essen
í Þýskalandi. Joseph vann verðlaun
í alþjóðlegri keppni hornleikara í
Prag vorið 1987. Hann er fyrsti hom-
leikari Sinfóníuhljómsveitar íslands
og félagi í Blásarakvintett Reykja-
víkur. Hann hefur oft komið fram
með hljómsveitum í heimalandi sínu.
Krystina Cortes er fædd í Eng-
landi. Hún lauk einleikaraprófi frá
Konunglea tónlistarháskólanum í
Lundúnum árið 1969. Ári síðarflutti
Krystyna til íslands og hefur síðan
tekið virkan þátt í tónlistarlífi hér
sem píanóleikari með söngvurum,
kórum og hljóðfæraleikurum.
Á tónleikunum verða flutt verk
fyrir horn og píanó eftir Robert Sc-
Joseph Ognibene og Krystina
Cortes.
humann og Paul Hindemith, verk
fyrir horn og tónband eftir Jan Seg-
ers og einleiksverk.
Fyrstu tónleikar
Hlj ómleikafélagsins
U R
Sigtúni - Kringlunni
Okkar árlega pottaplöntuútsala stendur
nú yfir. Aldrei fyrr höfum við boðið jafn
góðar plöntur á jafn góðu verði! Ótrúlegt
úrval af fyrsta flokks plöntum með
20 - 50% afslætti!
JUKKUR 50%
DREKATRE 50%
KAKTUSAR 30%
Nýjar, spennandi plöntur
einnig komnar fram.
Sérstök tilboð í tilefni útsölunnar:
KERAMIKPOTTAR
30-50% AFSLÁTTUR
M.A. FALLEGIR, ÍTALSKIR
POTTAR 50% AFSLÁTTUR.
Landsbyggðarþjónusta
- sendum hvert á land sem er.
Nú er kjörið tækifæri að fegra
umhverfi sitt með fallegum plöntum
- og ódýrum!
'0^!9ióðLí?m
9erið
HVÍTA HÚSIÐ /SÍA