Morgunblaðið - 02.02.1991, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.02.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 15 Yfirvikt hjá Flugleiðum vegna skíða og golfsetta Eydís og Brynhildur á æfingu. Obótónleikar í Norræna húsinu EYDÍS Franzdóttir, óbóleikari, mun halda tónleika mánudaginn 4. febrúar í Norræna húsinu og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Með- leikarar Eydísar erh þau Bryn- hildur Ásgeirsdóttir, píanóleikari, Elín Guðmundsdóttir, semballeik- ari, og Rúnar Vilbergsson, fagott- leikari. Efnisskrá tónleikanna hefst á til- brigðum um spánskt danslag, Les Folies D’Espagne, eftir 17. aldar tónskáldið Marin Marais. Verkið var upphaflega samið fyrir bassa-fiðlu með lútuundirleik, auk bassafylgi- raddar, en er hér flutt í þeirri útgáfu sem einna mest er leikin í dag, útg- áfu fyrir óbó, sembal og fagott. Næst á efnisskránni er Adagio og Allegro eftir R. Schumann fyrir óbó og píanó og síðan Temporal Variati- ons eftir Benjamin Britten, en það verk hefur líklega aldrei verið flutt hérlendis áður. Þá leika þær Eydís og Brynhildur Nostalgie eftir J. Ed. Barat fyrir enskt hom og píanó og ljúka svo tónleikunum á hinni stóru sónötu eftir franska tónskáldið Henri Dutilleux. ÞEIR sem taka skíði eða golfsett með sér þegar þeir fara úr landi með Flugleiðum, mega búast við því að þurfa að greiða fyrir yfir- vikt. Skíði og golfsett verða hér eftir viktuð með öðrum farangri. Þetta eru reglur sem mörg flug- félög hafa og nú hafa þær verið teknar upp hjá Flugleiðum. Fyrir- tækið ætlar þó að leyfa starfsfólki sínu á Keflavíkurvelli að innrita aukalega allt að 5 kg fyrir hvern farþega í skíðaferð og 12 kg fyrir þá sem eru í golfferð. Þessi viðbót- arkíló verða í gildi út þetta ár. Á heimleiðinni er hins vegar ekki hægt að veita þessa undanþágu og því verða menn að vera undir það búnir að greiða fyrir yfirvikt. Ef farið er til Bandaríkjanna mega menn hafa með sér tvö stykki og má hvort um sig vega 35 kíló. Fyrir hvern hlut sem settur er á vogina umfram það skal greiða um 3500 krónur. Þegar flogið er til Sviss þurfa menn að greiða 680 krónur fyrir hvert umframkíló. Flugfarþegum er heimilt að hafa 20 kg með sér ferðist þeir á al- mennu fanými en 30 kg séu þeir á Saga farrými. Kylfingur, sem er í sérstakri golfferð, á almennu far- rými má því hafa 32 kg með sér og er þá golfsettið viktað með. Breiðholtskirkja. Tónleik- ar í Breið- holtskirkju Á MORGUN, sunnudagskvöldið 3. febrúar kl. 20.30, verða tónleikar í Breiðholtskirkju. Þar koma fram unglingar úr „Ten Sing“ söng- og leikhópnum, sem starfandi er í kirkjunni. Aðgangur er ókeypis, en tekið verður við samskotum til starfsins. Tónleikar þessir eru hluti af átaki í unglingastarfí sem nú stendur yfir á vegurn KFUM & K, Æskulýðssam- bands kirkjunnar í Reykjavíkurpróf- astsdæmum og Fræðsludeildar þjóð- kirkjunnar. „Ten Sing“ er alþjóðlegt heiti á söng- og leiklistarstarfi unglinga. Þetta starf hófst fyrir 20 árum í Noregi og munu nú vera um 10.000 unglingar stárfandi í „Ten Sing“ hópnum þar í landi. Þá á „Ten Sing“ starfið einnig sífellt vaxandi vinsæld- um að fagna víða í Evrópu. Átta unglingar úr „Ten Sing Norge" eru nú staddir hérlendis til að aðstoða við „Ten Sing“ starfið. Hópurinn hefur meðal annars farið í skólaheimsóknir og fengið mjög góðar viðtökur. Tónleikarnir í Breið- holtskirkju annað kvöld eru enda- punkturinn á „Ten Sing“ námskeiði sem haldið er í samvinnu við Norð- mennina í Skálholti nú um helgina. (Frcttatilkynning) 4 t_ Frestur til að skila skattframtali rennur út 10. febrúar Síðasti skiladagur skattframtals vegna tekna og eigna á árinu 1990 nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein- ingabæklingur hefur verið sendur til framteljenda sem kemur að góðum notum við útfyllingu framtalsins. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafn- framt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljehdur varð- veiti launaseðla áfram eftir að fram- talinu hefur verið skilað. Ef þörf krefur eiga launaseðlarnir að sanna að staðgreiðsla hefur verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skatt- stjóra í viðkomandi umdæmi. Forðist álag vegna síðbúinna skila! RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.