Morgunblaðið - 02.02.1991, Page 19
mælikvarði. Hefðbundið leikrit að
fonni til getur falið í sér nýstárlegri
sannleika en leikrit, þar sem allt er
lagt upp úr frumlegheitum í formi
og framsetningu. Sem betur fer eru
höfundar ólíkir og fjölbreytilegir,
hver skrifar á sinn hátt, það sem
einum hentar vel, lætur öðrum ver.
Sp.: Hvað segir það um mat á ís-
lenskri leikritun að við opnun Borg-
arleikhússins eru færðar upp tvær
leikgerðir en ekki frumsamið leik-
verk?
Stefán: Mér finnst það fyllilega
réttlætanlegt. Við þurfum ekkert að
skammast okkar fyrir að sýna verk
eftir okkar fremsta skáld, Halldór
Laxness. Auðvitað væri æskilegt að
eiga úr sem flestum leikritum að
velja, t.d. við svona tækifæri.
Og gleymum ekki að öll önnur
verk þessa fyrsta árs í Borgarleik-
húsi voru ný ísle'nsk leikrit. Mér
finnst góð leikgerð af skáldsögum
eiga sama rétt á leiksvið og nýskrif-
að leikrit.
Eitt albesta leikhús í heiminum í
dag, Malí-leikhúsið í Leningrad,
byggir sýningar sínar oftar en ekki
á sérstakri úrvinnslu á afburða skáld-
sögum. Epíkin er hvarvetna mjög
sterk í heiminum í dag. Og við íslend-
ingar höfum alltaf haft þessa sterku
þörf fyrir frásögn.
Það er oft betra að sýna góða leik-
gerð af skáldsögu en lélegt leikrit.
En auðvitað býr mestur krafturinn
í frumsköpun og því duga leikgerðir
aldrei til lengdar einar sér.
Er Iistamaðurinn sáðmaður?
Sp.: Hver á leikhúsið? Fyrir hvern
er það?
Stefán: Fólkið í landinu. Skylda
leikhússins er fyrst og fremst við
áhorfendur. En við sem störfum í
leikhúsinu eru líka fólkið í landinu
og leikhúsið þarf að annast sitt lista-
fólk af umhyggju og alúð, annars
situr það uppi með óbrú^legar sýn-
ingar. Starfsfólk leikhússins þarf að
sjá tilgang í því sem það gerir. Leik-
húsið hefur því líka skyldum að
gegna við sitt listafólk og við ungu
leikarana. Það er ískyggilegt ástand,
að meðal fastráðinna leikara Þjóð-
leikhússins, skuli varla nokkur vera
undir 35 ára aídri og liggur í augum
uppi hvaða hömlur það legði á verk-
efnaval, ef einvörðungu ætti að sýna
leikrit mönnuð þessum aldurshópi.
Það er skylda Þjóðleikhússins gagn-
vart fólkinu í landinu, að bjóða upp
á bestu fáanlegu listamenn landsins
á sviði leiklistarinnar hveiju sinni
og á öllum aldursskeiðum.
Sp.: Er listamaðurinn sáðmaður?
Stefán: Vissulega. Fræin eru oft
ósýnileg og það líður langur tími þar
til þau taka að spretta. Og það þarf
að yrkja góðan jarðveg til þess að
þau nái að skjóta rótum.
Sp.: Hvað er æðsta valdið í leik-
húsinu?
Stefán: Thalía — leiklistargyðjan.
Við verðum að trúa á tilgang leik-
hússins og áhrifamátt. Leiklistin á
að hjálpa okkur að leita sannleikans
og þora að horfast í augu við okkur
sjálf. Hun á að geta veitt okkur
styrk, gleði og þekkingu í þeirri erf-
iðu list að lifa lífinu. Leikhúsið á að
byggja upp, ekki bijóta niður. Heið-
arleiki og hugrekki er lykilorð lista-
mannsins, ef hann ætlast til að leik-
listin hafi áhrif. Galdur leikhússins
og áhrifamáttur felst í hinu beina
sambandi leikarans við áhorfandann.
Það verður að vera heilshugar.
Sp.: Hvort er mikilvægara, að
leiksýning skemmti mörgum feiki-
lega og breyti ekki lífi neins eða hún
breyti lífi eins áhorfanda þótt enginn
annar vilji sjá hana?
Stefán: Það hlýtur að vera keppi-
kefli hvers leikhúss að ná sem sterk-
ustum tengsium við sem flesta. List-
in er hins vegar í eðli sínu skírskot-
un til einstaklingsins. Það að njóta
listarinnar með öðrum getur gert
upplifunina ánægjulegri en fræið
skýtur hvergi rótum nema í bijóstum
einstaklingsins. Sem væntanlegur
Þjóðleikhússtjóri get ég ekki látið
mér nægja að aðeins einn sé ánægð-
ur því þá yrði leikhúsinu lokað snar-
lega. Þess vegna skulum við sættast
á að leiklistin verði að vera bæði
sértæk og almenn.
Viðtal: Guðmundur Steinsson og
Sigrún Valbergsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2, FEBRÚAR 1991
Fríkirkjan í Hafnarfirði
MEÐ NOKKRUM orðum skal
minnt á það helsta sem fram-
undan er í starfi Fríkirkjunnar
í Hafnarfirði:
Barnasamkomur verða alla
sunnudaga kl. 11 eins og verið
hefur. Barnakór fyrir 8 ára börn
og eldri var stofnaður á síðasta
ári. Viðtökur voru mjög góðar og
nú eru nærri 30 börn í kórnum.
Kórinn æfir í kirkjunni þriðjudaga
kl. 17.15 og er Kristjana Þórdís
Ásgeirsdóttir stjórnandi.
Kristjana er jafnframt stjórn-
andi kirkjukórsins sem æfir á
þriðjudagskvöldum kl. 20. Eru
nýir félagar boðnir velkomnir í það
skemmtilega starf sem fram fer á
vegum kirkjukórsins.
Opið hús fyrir eldri borgara er
í safnaðarheimilinu annan hvern
fimmtudag kl. 14. Það er Hulda
Runólfsdóttir sem annast hefur
þetta starf ásamt safnaðarpresti
og kirkjuverði.
Kvenfélag kirkjunnar hefur
mikið starf með höndum en form-
aður þess er Sjöfn Magnúsdóttir
og veitir hún frekari upplýsingar.
Guðsþjónustur eru svo í kirkj-
unni að jafnaði annan hvern
sunnudag kl. 14 og verður næsta
guðsþjónusta nú á sunnudaginn
og er það fjölskylduguðsþjónusta.
Eftir allar guðsþjónustur er svo
boðið upp á kirkjukaffi í safnaðar-
heimilinu og er það ætíð vel sótt
og þykir ánægjulegur endir á sam-
verustund í kirkjunni.
Að lokum skal þess getið að
safnaðarfólki fjölgaði verulega á
síðasta ári eða úr 1.981 í 2.141
(samkvæmt tölum Hagstofu ís-
lands).
Einar Eyjólfsson
fríkirkjuprestur.
19
Össur hefur nýjar hugmyndir um það hvernig
bæta má lífskjör íslendinga. Hann er áræðinn og
kjarkmikili - í senn talsmaður markaðshyggju og
mannúðar.
Kjósum hann hiklaust!
OPIÐ PRÓFKJÖR ALÞÝÐUFLOKKSINS í DAG OG Á MORGUN
■mu'
amisiHimii i s;
rwn»mrA>->