Morgunblaðið - 02.02.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.02.1991, Qupperneq 20
teei HAUfl«3'i .S HUÖAQ3A0UAJ (3iaAJffP5tJ»30M MORGUNBLAÐIÐ' LAUGARDAGUR ~2. FEBRÚAR 1991 ‘ 20 Sfldarvertíðin fram- lengd um eina viku Enn óvíst um Sovétviðskiptin SKIPUM, sem ekki eru búin að veiða sildarkvóta sína á þessari ver- tíð, hefur verið leyft að veiða síld til miðnættis aðfaranótt 8. febrú- ar næstkomandi, að sögn Þórðar Eyþórssonar hjá sjávarútvegsráðu- neytinu. Síldveiðum átti upphaflega að vera lokið um áramótin en vertíðin var framlengd um einn mánuð. „Síldaivertíðin hefur nú verið framlengd um eina viku, þar sem 4-5 skip hafa ekki náð að veiða síld- arkvóta sína. Menn segjast eiga völ á að veiða góða síld inni á Austfjörð- um og koma henni í einhveija vinnslu, frystingu eða söltun,“ segir Þórður Eyþórsson. N Samið hafði verið um að Sovét- menn keyptu héðan 50 þúsund tunn- ur, eða 5 þúsund tonn, af saltsíld í vetur en óvíst er enn hvort þeir standa við samninginn. íslendingar hafa hins vegar ekki viljað skrifa undir nýjan rammasarhning við Sov- 3-BÍÓ hópurinn: Frumsýning á Raunasögu 7:15 ídag étmenn, nema þeir standi meðal annars við þessi kaup. „Síldin er orðin ansi mögur og því óvíst hvort hún yrði söltunarhæf ef Sovétmenn ákvæðu að kaupa saltsíld héðan í vetur. Ef slíkt kemur upp verður að skoða hvort hægt er að bregðast við því,“ segir Þórður. Samkvæmt samningnum við Sov- étmenn þarf saltsíldin að vera með að minnsta kosti 12% fituinnihaldi en síldin, sem veiðst hefur undanfar- ið, er tæplega 12% til 17% feit. Ef saltað verður í 50 þúsund tunnur af síld fyrir Rússlandsmarkað í vetur þarf trúlega að auka síldarkvótann á þessari vertíð um 10%, eða 10 þúsund tonn, en hann er 98 þúsund tonn. Hugsanlegt er að þessi viðbót- arkvóti yrði dreginn frá heildarkvót- anum á næstu vertíð. Hafrannsókna- stofnun lagði til að síldarkvótinn yrði 90 þúsund tonn á síðustu ver- tíð, þessari vertíð og þeirri næstu en veidd voru um 101 þúsund tonn af síld á síðustu vertíð. Hin nýja sundlaug á Rútstúni. Gamla laugin er í forgrunni, Morgunblaðið/KGA Ný sundlaug opnuð í Kópavogi NÝ SUNDLAUG í Kópavogi verður tekin í notkun við hátíðlega athöfn í dag, laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Hönnuður mann- virkisins er Högna Sigurðardóttir, arkitekt. Nýja sundlaugin er á Rútstúni, við hliðina á gömlu sundlauginni. Hún er 25x50 m að stærð og því stærsta sundlaug landsins. Með tilkomu nýju laugarinnar batnar aðstaða til sundiðkunar í Kópavogi verulega. í dag er gamla sundlaugin opin um 30 klst. á viku fyrir almenning en fram- vegis verða báðar laugarnar opnar í 90 tíma á viku. Sama er að segja um sundkennslu skólabarna svo og æfingaaðstöðu fyrir sunddeild Breiðabliks. Allir Kópavogsbúar eru boðnir Viðræður um nýjan búvörusamning: Beðið er eftir breytingar- tillögnm sjömannanefndar VIÐRÆÐUR um nýjan búvörusamning hefjast væntanlega á nýjan leik í lok næstu viku, en þær hafa að mestu leyti legið niðri frá því í haust. Að sögn Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsalnbands bænda, er beðið eftir tillögum sjömannanefndar varðandi breytingar á því uppkasti að búvörusamningi sem lá fyrir í haust, en nefndin mun skila bráðabirgðatillögum til landbúnaðarráðherra í næstu viku. STUTTMYNDIN Raunasaga 7:15 verður frumsýnd á veitingahúsinu Tveimur vinum laugardaginn 2. febrúar klukkan 21.00. Almennar sýningar verða á Tveimur vinum á hverju kvöldi klukkan 21.00 frá sunnudeginum 3. febrúar. Hópur er kallar sig 3-BÍÓ hópinn og samanstendur af ungu fólki sem hefur lært kvikmyndagerð eða starf- að við kvikmyndir auk búningahönn- uða, hárgreiðslufólks og förðunarsér- fræðinga stendur að gerð myndar- innar sem fjallar um hjón á fimm- tugsaldri,' þau Svein og Maríu. Með aðalhlutverk í myndinni fara Rósa Ingólfsdóttir og Finnbogi Kristins- son. Um kvikmyndatöku sáu Ragnar Agnarsson og Friðrik Guðmundsson en handrit að myndinni sömdu Magn- ús A. Sigurðsson og Guðmundur Þórarinsson. Leikstjóri er Guðmund- ur Þórarinsson og framkvæmdastjór- ar Guðrún Brynjólfsdóttir og Gestur- Ben Guðmundsson. FViðrik Guð- mundsson stjómaði upptöku. Um lýsingu sáu Friðrik Guðmundsson, Ragnar Agnarsson og Sveinn Bene- diktsson. Myndin er með gamansömu ívafí. Hún er tæpar 40 mínútur að lengd. Fulltrúar frá Stéttarsambandi bænda, ASÍ, VSÍ, BSRB, VMS og landbúnaðarráðuneytinu eiga sæti í sjömannanefnd, en hún var skipuð í fyrravor til að gera tillögur um stefnumörkun er miði að því að inn- lend búvöruframleiðsla verði hag- kvæmari og kostnaður lækki á öllum stigum framleiðslunnar. Haukur Halldórsson segir að samkomulag hafí orðið um það í ríkisstjórninni að nefndin fengi einnig að gera til- lögur um breytingar á samnings- uppkasti að nýjum búvörusamningi sem kynnt var síðastliðið haust. „Við höfum lagt mikla áherslu á að það yrði hægt að skila tillögum til ráðherra, þannig að búvörusamn- inganefnd gæti sest niður og lagt fram uppkast að búvörusamningi, og þá haft tillögur sjömannanefndar til hliðsjónar. Vinnan var stöðvuð í búvörusamninganefndinni og beðið eftir þessum tillögum sjömanna- nefndar, en hins vegar eru þeir ekki þeir aðilar sem gera nýjan búvöru- samning. Það eru skiptar skoðanir um nokkur atriði innan sjömanna- nefndar, en þó eru menn búnir að nálgast mjög mikið, og þær hug- myndir sem til umræðu eru taka mið af því sem reiknað er með að muni eiga sér stað. Þannig reikna menn til dæmis með því að samkom- ulag verði gert innan GATT á næstu árum, og því verða útflutningsbætur engar verði samið um það innan GATT,“ sagði Haukur. Kosningaskjálftinn er Dráttabáturinn Vakur. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Dráttarbátur á leið frá Eyjum til Israels Vestmannaeyjum. DRÁTTARBÁTURINN Vakur hafði viðkomu í Eyjum í vikunni, en báturinn er á leið til Haifa í Israel með grjótpramma. Gijótpramminn er í eigu danska verktakafyrirtækisins Phil og son og hefur verið notaður við gijót- flutninga við brúarframkvæmdir hérlendis. Nú er þeim framkvæmd- um lokið og á því að koma pramm- anum til Haifa þar sem næsta verk- efni bíður hans. Vakur kom við í Eyjum þar sem pramminn hafði opnað sig á siglingunni og ætluðu skipverjar að lagfæra það áður en haldið yrði lengra. Þeir ráðgera að vera 20 daga á leiðinni, ef vel geng- ur, og sögðust ekki bera neinn kvíð- boga fyrir ferðinni vegna stríðsins við Persaflóa.' Grímur greinilega kominn í menn -segir Sólveig Pétursdóttir sem tók sæti á Alþingi í gær SÓLVEIG Pétursdóttir tók í gær sæti á Alþingi í stað Birgis ísleifs Gunnarssonar sem hefur tekið við starfi Seðlabankastjóra. Hún hefur oft setið á þingi enda hefur hún verið fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík á þessu kjörtímabili. Sólveig sagði að þingmennskan leggðist ágæt- lega í sig, hún gerði sér fyllilega grein fyrir því að þetta væri ábygðarmikið starf og vanda- samt. „Eg tek sæti af stjómmálamanni sem nýtur mikills álits og vil nota tækifærið og óska honum velgengni í nýju starfi. Ég á von á að þetta þing verði frábrugðið öðrum sem ég nef setið. Þetta er svokallað kosningaþing og það er alveg grein- ilegt að það er kominn kosninga- skjálfti í menn. Málefnastarfið mun eflaust bera einhvem lit af því og það verður fróðlegt að sjá hvernig stjómarflokkunum gengur að vinna saman. Ég tek full réttindi og skyldur sem Birgir ísleifur hafði og tek því sæti í þeim nefndum sem hann sat í. Þetta eru menntamálanefnd og iðnaðarnefnd neðri deildar og fé- Sólveig Pétursdóttir lagsmálanefnd sameinaðs þings. í þessum málaflokkum eru ýmis stór mál sem athuga þarf mjög vel. Aðalmarkmiðið hjá Sjálfstæðis- mönnum í dag er að koma þessari ríkisstjóm frá, fá kosningar sem fyrst og vinna þar góðan sigur. Miðað við skoðanakönnun sem birt var í dag virðistganga illa hjá sum- um að koma Islandi í A-flokk,“ sagði Sólveig. Sólveig verður í sjötta sæti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík í næstu kosningum. „Ég vonast að sjálf- sögðu til að komast inn þá og auð- vitað er gott að hafa fengið undir- búning fyrir þetta starf, en ég hef áður sinnt þingstörfum þannig að þetta er ekki nýtt fyrir mér.“ Sólveig er lögfræðingur að mennt og hefur starfað við lögfræðistörf, bæði hjá borgarfógeta og sem full- trúi á lögmannsstofu. Hún kenndi verslunarrétt í þiju ár í Verslunar- skólanum og var í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins á árun- um 1986 til 1990. Hún gegnir enn ýmsum störfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 'á sviði Borgarmála. Sólveig er fædd 11. mars 1952. Foreldrar hennar eru Pétur Hann- esson, deildarstjóra hjá Reykjavík- urborg og Guðrún Árnadóttir, hús- móðir. Eiginmaður Sólveigar er Kristinn Björnsson forstjóri olíufé- lagsins Skeljungs hf. og eiga þau þijú börn, 9 ára dóttur og 12 og 15 ára syni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.