Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 2. FEBRÚAR 1991 39 Ung giftist hún Gunnari Páli Jóhannessyni, nú starfsmanni hjá Flugleiðum á Húsavík. Þau eignuð- ust tvö börn, Sigurð og Guðrúnu Sigríði. Sigurður er búsettur í Sví- þjóð, kvæptur sænskri konu, Ann- elie, fædd Kallqvist, og eiga þau tvær dætur. Guðrún Sigríður býr á Húsavík, gift Sigurði Illugasyni, og eiga þau þijá syni. Svo vildi til að við Adda fluttum til Húsavíkur um svipað leyti. Þar bjó hún æ síðan en ég í átta ár. Það var fljótt mikill samgangur milli heimila okkar og Gunnar Páll, eiginmaður Öddu, varð mikill vinur okkar hjónanna. Við áttum marga ánægjustundina á heimili þessara góðu og samhentu hjóna. Synir okkar léku sér saman. Og ennþá geymum við skemmtilegt bréf sem Siggi, þá sjö ára, skrifaði Leifi, syni okkar, til Noregs eftir að við fluttum frá Húsavík. Það varð að hefð hjá okkur að halda upp á bóndadag og konudag til skiptis á heimilunum, þar sem eiginmennirnir sáu um matinn á konudaginn en við Adda á bönda- daginn. Og eru margar okkar skemmtilegustu minningar tengdar þessum dögum. Það er gott að eiga góðar minn- ingar um samferðamenn sína. Eg veit að þið, ástvinir Öddu, eiginmað- ur, börn, litlu barnabörnin og systk- ini hafið misst svo mikið og eigið um sárt að binda. Megi góðu minn- ingarnar lýsa ykkur veginn áfram. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Stefáni. Hólmfríður Árnadóttir Það var eins og ský drægi skyndi- lega fyrir sólu þegar við fréttum að Adda frænka væri dáin. Hún hafði átt við mikil veikindi að stríða en einhvern veginn trúðum við á mátt læknavísindanna sem urðu þó að lúta í lægra haldi. Eftir sitjum við og spyijum: Hver er tilgangur þess að kona á besta aldri er hrifin svo snögglega á brott? Endurminningar um góða konu sækja að okkur. Það var alltaf gott að koma á Skólagarðinn til Öddu og Gunna. Þar var ferðalöngum að vestan tekið opnum örmum og allt gert til að hveijum liði sem best. Skilningsríkari og æðrulausari manneskju en Öddu er vart hægt að hugsa sér. Alltaf gaf hún sér tíma fyrir okkur. Hún hlustaði af alúð og ræddi af skynsemi hvort sem það voru persónuleg málefni eða heimsmálin. Við erum ríkari hóf aftur kennslu haustið 1929 og nú við húsmæðraskólann á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem hún kenndi f þijú ár. Hún kenndi eftir það í Stykkishólmi í tvö ár og fór þaðan til kennslu við héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði haustið 1935 og kenndi þar einn vetur. Kristjana hafði alla tíð brennandi áhuga á aukinni menntun kvenna bæði til munns og handa. Hún hafði kynnt sér húsmæðrafræðslu á Norð- urlöndum, sótt námskeið í handa- vinnu, kjólasaumi og garðyrkju. Sjálf var hún snillingur í allri handa- vinnu hvort sem um var að ræða vefnað, útsaum, fatasaum eða aðra handavinnu. Það var því engin tilvilj- un að hún gerðist umferðakennari hjá Sambandi sunnlenskra kvenna og Sambandi breiðfirskra kvenna í saumum, vefnaði og garðyrkju árið 1937. Þessa kennslu stundaði hún með góðum árangri og við miklar vinsældir um sex ára skeið. Veturinn 1943/44 kenndi hún í Varmahlíð í Skagafirði á húsmæðra- námskeiðum sem þar voru haldin og um haustið 1944 gerðist hún skólastjóri húsmæðraskólans á Stað- arfelli á Fellsströnd í Dalasýslu. Hún lét af störfum árið 1949 vegna heilsubrests og flutti til Stykkis- hólms þar sem hún bjó óslitið til æviloka. Þegar hún flutti til Stykkishólms var hún að flytja heim. Þar lágu rætur hennar, þar var æskuheimilið og þar vildi hún eiga heima. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á velferð Stykkishólms og ræddi mál sveitar- félagsins af miklum áhuga og hafði á þeim ákveðnar skoðanir. Kristjana var móðursystir mín og að hafa kynnst Öddu og minningin um hana mun lifa í hjörtum okkar. Þó að fundum fækki er fortíð ekki gleymd í mínum muna og hjarta þín minning verður geymd. Heima í húsi þínu, sig hvíldi sálin mín ég kem nú, kæri vinur með kveðjuorð til þín. (K.N.) Elsku Gunni, Gurra, Siggi og fjölskyldur, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, megi ykkur veitast styrkur í sorginni. Hulda, Arna, Linda og Kristmann Mig langar til að minnast vin- konu minnar Öddu er lést 27. jan- úar. Það er margs að minnast en við höfum verið vinkonur frá því að kynni okkar hófust á Húsmæðra- skóla Þingeyinga Laugum, og áfram öll árin er við báðar vorum giftar og búsettar á Húsavík. Fyrir fímm árum, einmitt um þetta leyti, stóð hún við hlið mér boðin og búin til að gera mér lífið léttbærara er ég missti manninn minn og eftir að ég varð ein sendi hún mér jólagjafir sem þannig eru að ég prýði stofuna mína með þeim og þær ylja mér og lýsa eins og hennar viðmót og hið hlýjá bros ætíð gerði. En vegir Guðs eru órannsakan- legir og hvað ég hefði viljað að hún hefði getað heimsótt mig eftir að ég flutti burt frá Húsavík, séð nýja heimilið mitt og við spjallað saman eins og áður. Er ég kom í sumarfríinu mínu norður í sumar bauð hún mér í bílt- úr til Akureyrar ásamt manni sín- um. Var það ánægjulegur dagur en alltof stuttur, var hún svo hress að mér fannst og þó búin að beij- ast við Iasleika, þó ekki hafi mig grunað að hveiju stefndi. Eg vil á þessari stundu þakka elsku vinkonu minni allt, þó ekki verði það rakið hér. Ég votta þér, Gunni minn, börnum og barnabörn- um ykkar mína dýpstu samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) Jóna Gunnlaugsdóttir fóstra um tveggja vetra skeið. Hún bauð mér að búa hjá sér í Stykkis- hólmi svo ég gæti sótt þar skóla og lokið þaðan landsprófi miðskóla, sem þá var lykillinn að framhaldsnámi. Þessir tveir vetur hjá Kristjönu eru mér ógleymanlegir og ómetan- legir. Ég þekkti hana lítið þegar ég kom til hennar haustið 1949. Ég kunni strax mjög vel við mig á heim- ili hennar og mér fannst fljótlega að þar hefði ég eignast annað heim- ili. Hún lagði mér engar lífsreglur en ræddi við mig um þau atriði sem máli skiptu varðandi dvöl mína á heimili hennar og lét mig um að draga mínar eigin ályktanir af þeim umræðum. Okkar á milli þróaðist gagnkvæm vinátta, virðing og tillits- semi. Hún aðstoðaði mig við skóla- námið, benti mér á atriði sem skiptu máli en skipti sér ekki af því að öðru leyti hvernig ég hagaði mínu námi. í öllum okkar samskiptum var hún jákvæð, glaðvær og gefandi. Hún var alltaf tilbúin að ræða við mig um hvaða mál sem var og hún hafði á flestum málum rökstuddar skoðanir. Oftast lét hún rök sín koma fram og sagði af hverju hún hefði þessa skoðun en ekki hina. Sú menntun sem hún veitti mér með því að ræða við mig með þessum hætti og þau áhrif sem hún hafði á skoðanir mínar og hugsunarhátt hefur orðið mér varanlegt veganesti á lífsleiðinni. Kristjana hafði mikinn áhuga á menningu og listum. Hún las mikið og sótti alla þá menningarviðburði sem hún hafði tök á. Kristjana var félagslynd og mann- blendin. Hún átti mjög mprga góðq vini og kunningja. Hún tók virkan „Okkur er víst öllum skammtaður tími í þessu lífi. Minn tími er víst að verða búinn.“ Þessi orð lét Arnbjörg Sigurðar- dóttir, eða Adda, eins og kunnugir jafnan kölluðu hana, falla nokkrum dögum fyrir andlát sitt við kunningj- akonu sína er heimsótti hana á Sjúkrahús Húsavíkur. Engin æðru- orð_ fylgdu. Á sjúkrahúsinu lést Arnbjörg eftir hálfsmánaðarlegu þar 27. janúar sl. er kraftar hennar höfðu þrotið á ótrúlega skömmum tíma. Okkur er tamt að tala um tíma og kvóta nú á dögum. Oft varð mér á að segja við Öddu mágkonu mína: „Nú er kvótinn búinn,“ þegar við hjónin heimsóttum Öddu og Gunna og höfðum notið veitullar gestrisni þeirra hjóna á Skólagarði 10. Hver var aflinn? — var gjarnan spurt á árum áður á lokadegi er vertíð lauk. Var þá átt við aflamagn- ið á vertíðinni. Á það hafa menn löngum mænt þegar skýrslur eru skoðaðar. En hver var hluturinn og hvernig var honum varið? Þá kann ýmislegt að verða uppi á teningnum. Það er ekki sjálfgefið að hann sé mestur þar sem aflamag- nið er hæst skráð. Og þegar talið er fram verður hluturinn oft rýrari en ætla mætti miðað við aflamagn, af því að gæðunum var nokkuð ábótavant. Stundum finnast engar skýrslur, engin embætti tíunduð né vegtyllur, engar auglýsingar um hjálpsemi eða greiðasemi við náung- ann. Sínum augum lítur víst hver silfr- ið í þessum efnum. Arnbjörg Sigurðardóttir var fædd í Rauðuskriðu í Aðaldælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu 28. september 1934. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Friðfinnsson og Hulda Kristjánsdóttir sem bæði eru látin fyrir fáum árum. Eignuðust þau fimm börn, Guðrúnu, Friðfinn, Arn- björgu, Hólmfríði og Sigurð Kristj- án. Var Arnbjörg þriðja í röðinni. Eru nú þijú á lífi. Friðfinnur lést fyrir nokkrum árum langt um aldur fram, hinn mestu elju- og atorku- maður. Tvíbýli var í Rauðuskriðu á upp- vaxtarárum Öddu. Þar bjuggu einnig hjónin Árni Friðfinnsson, bróðir Sig- urðar, og Guðný Kristjánsdóttir, systir Huldu, ásamt sex börnum sín- um. Þar var samvalinn hópur þar sem ríkti bróður- og systurkærleikur eins og hann getur bestur orðið. Mér er minnisstætt er ég kom í Rauðuskriðu fyrsta sinn og kynntist fólkinu af báðum búum sem þar var þá og spjallaði við öldunginn Friðfinn Sigurðsson, þá á tíræðisaldri og leg- þátt í starfi kvenfélaga, átti sæti í stjórnum þeirra, var m.a. formaður Hringsins í Stykkishólmi í mörg ár og var gerð þar að heiðursfélaga. Þá var hún einnig heiðursfélagi í Sambandi breiðfirskra kvenna og í Kvenfélagasambandi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Þegar Kristjana fluttist heim til Stykkishólms árið 1949 keypti hún lítið einbýlishús við Skólastíg. Hand- an götunnar stendur gamli skólinn og á næstu lóð við húsið hennar Kristjönu var reist heimavistarhús fyrir skólanemendur. Þegar ekki var lengur þörf fyrir heimavist við skól- ann var heimavistarhúsinu breytt í dvalarheimili fyrir aldraða. Þar átti Kristjana athvarf þegar á þurfti að halda síðustu árin sem hún bjó í húsinu sínu og þangað flutti hún svo árið 1989. Húsið sitt færði hún dval- arheimilinu að gjöf þegar hún flutti úr því eftir 40 ára dvöl. Það voru mikil viðbrigði fyrir Kristjönu að flytja úr húsinu sinu en hún gerði sér ljóst að heilsan leyfði ekki að hún byggi þar lengur. Hún bar starfsfólki og forstöðukonu dvalarheimilisins ákaflega vel sög- una og var mjög þakklát fyrir þá umhyggju, umönnun og aðstoð sem hún naut frá þeim bæði fyrr og síðar. Kristjana setti svip á samtíð sína. Hún var ávallt reiðubúin að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að koma góðum málum fram. Hún gift- ist aldrei og eignaðist ekki börn, en hún bar mikla umhyggju fyrir systk- inabörnum sínum og sýndi það í verki bæði fyrr og síðar. Þar get ég trútt um talað því ég á henni ómet- anlega skuld að gjaldá fyrir þá leið- ið hafði rúmfastur um árabil, blindur en sálarkraftar lítt skertir, hve nær- gætið heimilisfólkið var við hann og augljós virðing borin fyrir þessum hára öldungi. í glaðværum og góðum hópi systkina og frændfólks ólst Adda upp undir sterkum áhrifum þess bræðralags sem þar ríkti og hefir orðið henni og öðrum í hópnum hollt veganesti er út í lífið kom eins og þeim er kunnugt er til þekkja. Á þessum stað fékkst Adda við aígeng sveitastörf, lærði að umgangast menn og málleysingja og taka tillit til annarra. Hún var við nám í Alþýð- , uskólanum á Laugum og síðar í Húsmæðraskólanum þar. Meðan hún dvaldist í heimabyggð söng hún í kirkjukór Grenjaðarstaðarsóknar og þurfti þá oft að ganga yfir háls- inn yfir í Lindahlíð, æðispöl oft í ófærð og misjöfnu veðri. Úr Linda- hlíð var reynt að fá far með bíl í Grenjaðarstað og síðan farin sama leið til baka. Adda taldi aldrei eftir sér sporin ef á þurfti að halda. Kynni mín af Öddu hófust er hún giftist bróður mínum, Gunnari Páli, árið 1959, og þau hófu búskap á Húsavík. Fyrstu árin voru þau í leiguhúsnæði, m.a. hjá okkur hjón- um. Fljótlega byggðu þau sér sitt eigið hús á Skólagarði 10, Húsavík og hafa átt heima þar síðan. Þau eignuðust tvö börn, Sigurð, sem búsettur er í Svíþjóð, kvæntur An- ellie Kallqvist, og eiga þau tvær dætur, og Guðrúnu Sigríði, sem gift er Sigurði Illugasyni og eiga þau þijá syni. Öll kynni við Öddu hafa verið á einn veg. Hún var mikil mannkosta- kona, hjálpsöm, greiðvikin, ráðholl, trygglynd, glaðvær og glettin. Hóg- vær, stillt og athugul. I hennar fari gætti aldrei hroka, drambs eða of- lætis. Kærleikur ávallt ríkjandi. Því leið öllum vel í návist hennar. Heimili þeirra hjóna stóð jafnan opið öllum sem þangað leituðu enda ófáir sem þangað sóttu bæði úr frændgarði og annars staðar frá. Þar var ástúð og hlýju að mæta og mikilli gestrisni. Adda hlúði að foreldrum sínum öldruðum í sveitinni með tíðum ferð- um sínum þangað eftir að hún yfir- gaf feðraslóð og ekki síst studdi hún foreldra sína eftir að þau brugðu búi eftir fráfall Friðfmns og fluttu til Húsavíkur. Þá hafa dóttursynirn- ir verið tíðir gestir á Skólagarðinum hjá ömmu og afa og einn þeirra dvalið þar löngum. tengdaforeldrum sínum var Adda eins og besta dóttir og eftir að faðir minn féll frá reynd- ist hún móður minni hin mesta hjálp- arhella enda mat móðir mín hana sögn, aðstoð og umhyggju sem hún sýndi mér bæði fyrr og síðar. Blessuð sé minning hennar. Helgi Jónasson í dag, 2. febrúar, verður jarðsett frá Stykkishólmskirkju, Kristjana Valgerður Hannesdóttir, fyrrver- andi skólastýra á Staðarfelli. Þegar ég var um tvítugt flutti ég til Stykk- ishólms og dvaldist þar í um 5 ár. Ég átti því láni að fagna að fá leigt hjá Kristjönu stuttu eftir að ég kom vestur. Ég var hálf kvíðinn fyrir að leigja hjá Kristjönu sem í mínum huga var virðuleg eldri kona, fyrr- verandi skólastýra á Staðarfelli, formaður kvenfélagsins, áhrifakona í samtökum breiðfirskra kvenna o.s.frv. En sá kvíði var ástæðulaus, því með okkur tókst mikil vinátta og hún hugsaði eins vel um mig og ég væri hennar sonur. Nú, þeg- ar hún er öll, rifjast upp fyrir mér ýmsar ánægjustundir, sem við átt- um saman. Þær voru margar stund- irnar sem við sátum saman inni í stofu og ræddum um landsins gagn og nauðsynjar. Umræðuefnin voru fjölbreytt allt frá því hvort fyrst ætti að byggja kirkju eða félags- heimili í Stykkishólmi til þess að ræða áhrif Bítlanna á skemmtanir unga fólksins. Oft vorum við ekki sammála og stundum hitnaði í umræðunum. Það kom fyrir að al- varlegar hádegisumræður enduðu ekki fyrr en við garðhliðið. Krist- jana var fróð og hafði ferðast mik- ið bæði innanlands og um Norður- lönd. Ég tel ekki ólíklegt að hún eigi þátt í að ég ákvað að halda mikils. Hve óræð eru örlögin og skammt sem við sjáum. Hvem skyldi hafa grunað fyrir réttu ári er við kvöddum móður mina, 94 ára, hinstu kveðju, að ári síðar værum við að kveðja Öddu, aðeins 56 ára? Hjálpsemi hennar og vinátta við okkur hjónin svo og börn okkar verð- ur aldrei fullþökkuð. Það er gifta hvers manns að eign- ast traustan lífsförunaut, góða eigin- konu, hafa átt ástríka móður og kynnst kærleiksríkri ömmu. Adda bjó yfir mörgum þeim eiginleikum sem dýrmætastir eru í mannlegum samskiptum og lífi, eðliskostum sem aldrei verða keyptir, ómetanlegir og við skynjum oft best þegar þeir eru horfnir sem þeim voru búnir. Þess vegna er hennar nú sárlega saknað af svo mörgum sem henni kynntust en eiga henni jafnframt svo margt að þakka því á bak við aflahlutinn bjó meira en tíundað verður í tölum og skýrslum. Slíkra er gott að minn- ast í heimi þar sem skuggahliðar blasa hvarvetna við í samskiptum milli manna og þjóða. Til góðs vinar liggja gagnvegir og þar sem góðir menn fara eru guðsvegir. Arnbjörg verður jarðsungin í dag frá Húsavíkurkirkju. _ Sigurjón Johannesson Nú fækkar í hópnum, sem forðum sér lék ■í Fellinu ofan við bæinn, og horfði út á Fljótið, sem framhjá rann í fjarskann - og hvarf í sæinn. (H.G.) Með söknuði og eftirsjá kveð ég kæra frænku, Arnbjörgu Sigurðar- dóttur, sem nú fer frá okkur um aldur fram. En allar góðu minning- arnar munu lifa. Hlýja viðmótið hennar, glaða einlæga brosið og smitandi hláturinn mun ylja okkur um hjartarætur þegar við minn- umst hennar. Góðir vinir eru éitt af því dýrmætasta sem við eign- umst í lífinu. Við erum svo lánsöm, hópurinn frá Skriðu, að vera bund- in traustum vináttuböndum og nú syrgjum við saman þau þijú sem farin eru. Eiginmanni Öddu, Gunn- ari Páli, og öllum öðrum ástvinum hennar, sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þóra Karitas Árnadóttir utan til náms eftir að hafa gert hlé á skólagöngu í hálfan áratug. Mig furðaði oft á því hversu Kristjana var víðsýn og fylgdist vel með. Hun var óvenju greind og sjálfstæð kona eins og starfsferill hennar sýnir. Hún giftist aldrei og taldi sjálf að hún hefði aldrei getað aðlagað líf sitt að venjum einhvers karls. Til þess væri hún alltof sjálfstæð. Hér erum við komin að ríkum eiginleika í fari Kristjönu. Sjálfstæði Kristjönu birtist á margan hátt. Hún vildi sjá um sín mál án afskipta annarra og eins lét hún ekki aðra hafa áhrif á skoðanamyndun sína. Ef hún taldi sig órétti beitta þá lagði hún ekki árar í bát heldur gerði hvað hún gat til að fá sínu máli framgengt. Æviskeið Kristjönu spannar mestu breytingartíma í sögu mann- kynsins. Hún mundi það þegar ís- lendingar fengu fyrsta ráðherrann, síðan fullveldi og að lokum sjálf- stæði. Kristjana lagði sitt af mörk- um til þeirra þjóðfélagsbreytinga sem orðið hafa með því að helga líf sitt aukinni menntun kvenna og baráttu þeirra fyrir auknum réttind- um. Ég þekkti lítið til þessara starfa Kristjönu þar sem hún var að draga sig í hlé sem forystumaður þegar við kynntumst, en áhugi hennar var mikill og hún hélt áfram að miðla af sinni reynslu til þeirra sem á eftir komu. En ég mun minnast Kristjönu fyrst og fremst sem hlýrrar og ynd- islegrar konu sem tók mig inn á heimili sitt og hugsaði um mig sem sinn eigin son. Sigurður Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.