Morgunblaðið - 02.02.1991, Síða 48

Morgunblaðið - 02.02.1991, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 . . .að skera niður pappírs- kostnaðinn. Með morgunkaffínu TM Reg. U.S. Pat Off.—ail rights reserved ° 1991 Los AngelesTimesSyndicate brigði hér ... Tvo miða sitthvoru megin við ganginn ... HOGNI HREKKVISI ££. þA£> fZy*:SO<2s4H SEM ÉS H&ifZ! ? Ótækt kvótakerfi Til Velvakanda. Nokkur orð um það sem ég vil kalla „framsóknarmennsku“ í sjáv- arútvegi. Framsókn ætlar nefnilega ekki að gera það endasleppt með því að koma landbúnaðinum á helj- arþröm heldur skal nú tekið til hendinni og láta sjávarútveginn fara sömu leiðina. Kvótakerfið er hreint ótrúlegt fyrirbæri - til stend- ur að fámennur hópur fái aðal auð- lind þjóðarinnar til ráðstöfunar um ókomin ár svo sem um eignarhald væri að ræða.-Til skamms tíma var það þannig að hver sem var gat stundað sjó án þess að spyija kóng eða prest. En þegar ganga tók á fiskistofnana varð nauðsynlegt að takmarka sóknina og var það notað sem rökstuðningur fyrir kvótakerf- inu. En það er heldur haldlítil rök- semd. Auðvelt væri að hafa stjórn á fiskiveiðum með öðrum hætti eins og bent hefur verið á. Ég er þeirrar skoðunar að viturlegast væri að gefa fleirum tækifæri og taka upp kerfi sem byggði á auðlyndaskatti.. Þannig stæðu allir jafnt að vígi. Þetta myndi gefa skipum af ýmsum stærðum, allt frá smátfillum upp í togara, möguleika á að keppa um hagkvæmni í veiðunum. Að endingu þetta. Nú styttist í kosningar. Vonandi fer nú að halla undan fæti fyrir framsóknarmenns- kunni í sjávarútveginum. Mál er að linni. Bátasjómaður Þessir hringdu ... Kraftmikil sýning Pétur hringdi: „Ég er á fertugsaldri hef verið lengi aðdáandi Rocy Horror. Það er vel gert hjá MH að taka þetta verk til sýningar og uppfærslan er á atvinnuleikhúsa stigi hjá þeim. Sýningin kraftmikil og vel heppnuð, þau nýta plássið mjög vel, leysa öll vandamál mjög skemmtilega og setja sinn stimpil á þetta. Ég vil hvetja alla, sérstak- lega fólk á mínum aldri sem fínnst það e.t.v. of gamalt fyrir svona sýningu, að fara og sjá þessa sýn- ingu. Og ég ætla aftur, svo mikið er víst.“ Gleraugu Gleraugu með dökkri umgerð fundust á horni Vitastígs og Hverfisgötu. Upplýsingar í síma 626587. Filma Filma sem send var til Mynd- verks tapaðist og hefur sendingin líklega misfarist. Á filmunni eru myndir teknar i Laugadal og myndir af Íslandslíkani. Vinsam- legast hringið í Jónas í síma 35050 hafi filman einhvers staðar komið fram. Peysa Svört hneppt peysa tapaðist af svölum í Hvömmunum í Kópavogi í byijun desember. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 45254. Læða Lítil ómerkt hvít læða tapaðist í Austubænum í Kópavogi. Vin- samlegast hringið í síma 41642. ef hún hefur einhvers staðar kom- ið fram. Kettlingar Tveir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 46320. Aftanskin Kona hringdi: „Spurst var fyrir um texta, þar sem fyrir kom hendingin „Það var í aftanskini, ég leit þín augu blá“, í Velvakanda fimmtudaginn 31. janúar. Þetta er lagið Aftanskin og samdi Jón Þorsteinsson lag og texta. Sönkonan heitir Kristjana Steinþórsdóttir. Þar er hjómsveit- in Karma sem fiytur og er lagið að finna á snældunni Sönglög á Suðurlandi." Gleraugu Gleraugu með blágrænni um- gerð voru tekin í misgripum á Borgarskrifstofunni Skúlatúni 2. mánudaginn 28. janúar milli kl. 3 og 4. Viðkomandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Manntalsskrif- stofuna í síma 12755 eða 18000, eða heimasíma 34571. Lyklaveski Brúnt lyklaveski með sex lykl- urh tapaðist í Hafnarfirði 22. jan- úar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 54551. Taska Addidas taska með blakbúning tapaðist við Digranes. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í sima 45010. Jakki Tekinn var græn herra ullar- jakki á Naustkránni um síðustu helgi. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 11083. Hagstæðara neytendum Neytandi hringdi: „Ég tel eftirsjón í því að versl- unin Bónus hyggst hætta að selja ávexti í stykkjatali eins og verið hefur. Einhveijir munu hafa mót- mælt þessu fyrirkomulagi og ekki gert sér ljóst að það var kaupend- um hagstætt. Vona ég að verslun- in bjóði áfram upp á stykkjaverð á ávöxtum." Mappa Blá mappa með þremur píanó- nótubókum tapaðist í leið 2 þriðju- daginn 29. janúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 17198. Gullarmband Gullarmband tapðaðist í Mið- bænum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 685693. Víkverji skrifar Seint á síðasta ári var tekið í notkun nýtt og vandað orgel í Bústaðakirkju. Víkveiji var ein- mitt að ræða um það um daginn, að æskilegt væri að tónleikahald yrði gildari þáttur í kirkjulífi. Kirkj- an getur komið boðskap sínum á framfæri með ýmsum hætti, en tón- listin er eitthvert sterkasta meðalið. Tónleikahald í Bústaðakirkju næstu vikur er óvenjulega fjölbreytt og metnaðarfullt. Þar verða m.a. haldnir þrír tónleikar tileinkaðir Cesar Frank, á skírdag verða Moz- art-tónleikar auk ýmissa annarra tónleika sem Víkveiji er þegar far- inn að hlakka til. Mesta fjörið verð- ur þó trúlega sunnudaginn 14. apríl, en þá verður „kirkjuleg sveifla" í Bústaðakirkju: jass, blús og negra- sálmar. Meðal flytjenda þar verða þijár kunnar sópransöngkonur: Ingveldur Ólafsdóttir, Stefanía Val- geirsdóttir og síðast en ekki síst Sigrún Hjálmtýsdóttir. Undirleik mun hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonar annast ásamt orgelleikara kirkjunnar, Guðna Þ. Guðmunds- syni. XXX Víkveiji var meðal þeirra sem hlustuðu á flutning kórs Langholtskirkju á Jólaóratoríu Bachs milli jóla og nýárs. Kórinn hefur á síðustu árum flutt mörg stórverk og ef til vill hefur fólk vanist því að slíkt sé sjálfsagt. Vík- veija finnst það á hinn bóginn lík- ast göldrum hvernig kórstjóranum, Jóni Stefánssyni, hefur tekist að viðhalda sönggleðinni, sem skín svo augljóslega í gegnum flutning kórs- ins á verkefnum sínum. Það er með ólíkindum hversu vel kórnum tekst upp í flutningi á gífurlega erfiðum verkum ár eftir ár. Tónlistarskólar njóta mikilla vin- sælda og á síðustu tveimur áratugum hefur orðið bylting í tón- listarmenntun þjóðarinnar. Varla er til svo lítill kaupstaður úti á landi að ekki sé starfræktur tónlistar- skóli, þar sem stór hluti barna á skólaskyldualdri stundar nám. Þessi menntun er svo sannarlega farin að skila árangri. Tónlistarlíf hér á landi er með ólíkindum fjölbreytt og flutningur metnaðarfullur og vandaður. Með aukinni tónlistar- menntun aukast kröfur áheyrenda, og jafnframt hæfni þeirra til að njóta tónlistarinnar. Við sjáum einnig árangur þessarar auknu tón- listarmenntunar í því hversu margir íslenskir tónlistarmenn njóta hæfi- leika sinna í harðri samkeppni í útlöndum. Þar á meðal er yfirburða- fólk eins og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Kristján Jóhannsson tenórsöngvari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.