Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 50
50 '■ HÖRÐUR Mugnússon, marka- kóngur úr FH, hefur fengið boð frá Sheffield United um að æfa með félaginu. Hann mun fara til Eng- lands um miðjan febrúar og vera tíu daga til reynslu hjá félaginu, sem er nú á botni 1. deildar. ■ JOHANN Cruyff, þjálfari Barcelona, skrifaði í gær undir nýjan samning við félagið - til 1993. ■ SOVÉTMAÐURINN Belanov hefur verið rekinn frá Mön- chengladbach og er hann kominn til 2. deildarfélagsins Brauns- chweig. ■ Þýska hlaupadrottningin Katrin Krabbe er nú við æfingar á eyju í Karabískahafinu. Hún þarf að gangast undir lyfjapróf með fjórtán daga millibili, eins og allir afreksmenn Þýskalands. Þýska frjálsíþróttasambandið þurfti að senda Iækni þar sem Krabbe er við æfingar og kostaði það sam- bandið 180 þús. ísl-. kr. ■ GABRIELA Sabatini vann Steffie Graf, 4-6 6-4 7-6 á innan- hússtennismóti í Tókýó í gær og tryggði sér rétt til að leika í undan- úrslitum. ■ DAVID Speedie leikur að öll- um líkindum sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Manchester United á sunnudaginn. ■ DAVE Beasant leikur sinn hundruðasta leik í marki Chelsea þegar félagið mætir Arsenal í dag. Arsenal hefur leikið 23 leiki í röð í deildinni í vetur án þess að tapa. BADMINTON Broddi og ÁmiÞór berjast íslandsmeistara- mótið í badminton hefst í dag Broddi Kristjánsson verður_ í sviðsljósinu á meistaramóti ís- lands í badminton, sem fer fram um helgina í Laugardalshöllinni. Hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitlinn í tíunda sinn, en Broddi hefur leikið til úrslita á ís- landsmóti síðan 1980, en þá vann hann meistaratitilinn í fyrsta sinn. Efstu mennirnir á styrkleikalista BSI eru þeir Broddi og Arni Þór Hallgrín\sson, en þeir hafa háð harða baráttu í einliðaleik að und- anförnu, en aftur á móti leika þeir samn í tvíliðaleik. Broddi lagði Árna Þór á meistaramóti TBR, en Árni Þór vann Brodda á einliðaleiksmóti KR á dögunum. Efstar á styrkleikalista í einliða- leik kvenna eru þær Bima Petersen og Elsa Nielsen úr TBR. Hafa þær hvorugar unnið íslandsmótið í ein- liðaleik, en Þórdís Eðwalds hefur unnið meistaratitilinn samfellt síðan 1986, eða samtals fimm sinnum í röð. Meistaramótið, sem fer fram í Laugardalshöllinni, hefst kl. 10 í dag og verður keppt í A-flokki og meistaraflokki. Á mörgun, sunnu- dag, hefst undanúrslit í meistara- flokki og úrslit í A-flokki kl. 10, en kl. 14 hefjast úrslitin í meistara- flokki. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 SKIÐI / HEIMSMEISTARAMOTIÐ I ALPAGREINUM I SAALBACH Vreni Schneider nældi sér í þriðja HM-gullið VRENI Schneider, fyrrum heimsbikarhafi og ólympíu- meistari frá Sviss, sigraði í svigi kvenna á heimsmeistara- mótinu íalpagreinum íSaal- bach í gær. Þetta var þriðji sig- ur hennar á heimsmeistara- móti, en hún varð heimsmeist- ari í stórsvigi 1987 og 1989. Júgóslavneska stúlkan Natasa Bokal kom mjög á óvart með því að ná öðru sæti. Ingrid Salvenmoser hélt uppi heiðri Austurríkis er hún hafnaðií þriðja sæti. Schneider sýndi það í tvíkeppn- issviginu að hún er komin í góða æfingu og fylgdi því eftir í sviginu í gær. Hún náði langbesta tímanum í fyrri umferð og keyrði síðari umferðina af miklu öryggi og stóð upp sem sigurvegari, var 0,16 sek. á undan Natasa Bokal frá Júgóslavíu. Bokal náði aðeins níunda besta tímanum í fyrri ferð og reiknuðu fáir með að hún myndi blanda sér í toppbaráttuna. En hún var á öðru máli, tók mikla áhættu í síðari umferð og náði besta tímanum, var 0,87 sek. á undan Schneider. Ingrid Salvemoser sá um að heimamaður kæmist á pall með því að verða í þriðja sæti. Sigurinn var kærkominn fyrir Schneider, sem er 27 ár, þar sem hún hafði ekki náð sér á strik í heimsbikarnum í vetur. Hún vann 14 heimsbikarmót 1989 er hún varð heimsbikarhafi og hefur engin önn- ur skíðakona náð að vinna eins mörg mót á sama keppnistímabili. Hún sagði að árangurinn í tvíkeppnissviginu á fimmtudag hafi gefið sér aukið sjálfstraust í sviginu í gær. Vreni Schneider sýndi það í sviginu frekar slakt gengi í vetur. Hlutasði á austurríska tónlist „Það er alltaf ánægjulegt að vinna til verðlauna á stórmótum. Markmiðið fyrir mótið var að kom- ast á verðlaunapall - nú hef ég náð því tvívegis," sagði Schneider. Hún hlustaði á austurríska tónlist milli ferða til að slappa af og einbeita sér að síðari umferðinni. „Eg kann þó betur við svissnesku tónlistina,“ sagði hún. Það má þó segja að Bokal hafi stolið senunni í gær. Hún hafði aðeins einu sinni komist á verð- launapall á heimsbikarmóti, brons- verðlaun í svigi í Kranjska Gora í Júgóslavíu 11. janúar. Hún er 22 ára og byijaði að keppa í heimsbik- að hún er komin í góða æfingu eftir arkeppninni síðasta keppnistímabil og náði þá best 6. sæti í svigi í Hinterstoder. Margar stúlkur helltust úr lest- inni í síðari umferð svigsins og þar á meðal Blanca F’ernandez-Ochoa sem dreymdi um að verða fyrst spænskra kvenna til að vinna heimsmeistaratitil í alpagreinum. Það gekk vel hjá henni í fyrri um- ferð er hún náði þriðja besta tíman- um, en fór út úr í þriðja hliði í þeirri síðari og draumurinn þar með á enda. Schneider sigurstrangleg í stórsviginu Konurnar keppa í stórsvigi í dag og karlarnir á morgun, sunnudag. Schneider, sem unnið hefur heims- meistaratitilinn í stórsvigi síðustu tvö árin, verður að téljast sigur- strangleg í dag þar sem Kronberger er úr leik. Það er talið að Ulrika Maier frá Austurríki sé sú eina sem geti komið í veg fyrir að Schneider vinni þriðja HM-titilinn í stórsvigi í röð. í karlaflokki er helst veðjað á Marc Girardelli, Alberto Tomba, Ole- Christian Furuseth og nýju skíðastjörnuna,.Stefan Eberharter frá Austurríki. ÚRSLIT HM á skíðum Saalbach, Austurríki: Svig kvenna: Fyrri brautin var 52 hlið og síðari 53 hlið, fallhæð 168 metrar. (Fyrst er samanlagur tími og síðan tíminn í fyrri og síðari ferð innan sviga). 1. Vreni Schneider (Sviss) 1:25.90 (41.97/43.93) 2. Natasa Bokal (Júgósl.) 1:26.06(43.00/43.06) 3. Ingrid Salvenmoser(Austurr.) 1:6.56 (42.35/44.21) 4. Florence Masnada (Frakkl.) 1:27.30(42.53/44.77) 5. Katjusa Pusnik (Júgósl.) 1:27.53(43.09/44.44) 6. Pernilla Wiberg (Svíþjóð) 1:27.55(43.63/43.92) 7. Patricia Chauvet (Frakkl.) ................. 1:27.60(42.61/44.99) 7. Angela Drexl (Þýskal.) .................. 1:27.73(43.56/44.17) 9. Heidi Voelker (Bandar.) ................. 1:27.73(43.52/44.21) 10. Kristina Andersson (Svíþjóð) ................. 1:27.90 (43.54/44.36) Verðlaunaskiptingin: Gull Silfur Brons Austúrríki 4 2 3 Sviss 3 0 2 Lúxemborg 1 0 0 Frakkland 0 2 1 Ítalía 0 2 0 Noregur 0 1 1 Júgósl. 0 1 0 Sovétr. 0 0 1 FRJALSAR IÞROTTIR GETRAUNIR Lewis og Johnson mætasl í Malmö Einarverðureinnig Carl Lewis og Ben Johnson, sem kemur á undan'í mark, í keppni í Róm. Spretthlaupararnir snjöllu Carl Lewis og Ben Johnson hafa samþykkt að taka þátt í miklu boðs- móti sem fer fram í Malmö i Svíþjóð 5. ágúst. Einar Vilhjálmsson, spjót- kastari, hefur einnig verið boðið að taka þátt í mótinu. Þetta er eina mótið sem öruggt er að Lewis og Johnson mætist á, en hætt hefur verið við „einvígi" þeirra sem stóð til að færi fram í Sevilla á Spáni 30. maí. Þeir félagar eigast við í 100 m hlaupi í Malmö, en þar keppir einn- 0 leikv. Staðan á ýmsum tímum Hálfleikur Urslit Mín spá 1 x 2 12 réttir I sjón- varpi Aston Villa : Derby County Chelsea : Arsenal Everton : Sunderland Luton Town : Q.P.R. Norwich City : Manchester City Notth. Forest ; Crystal Palace Sheffield Utd. : Southampton Totteiiham : Leeds Utd. Wimbledon : Coventry City Oxford Utd. : Oldham Watford : Sheffield Wed. Wolves : West Ham POTTURINN verður þrefaldur hjá Getraunum í dag. Hér eru leikir dagsins á Getraunaseðlinum. Chelsea - Arse- nal verður sýndur beint í sjónvarpinu. á meðal keppenda ig Bandaríkjamaðurinn Leroy Bur- rell, sem náði bestum tíma á síðasta ári. - 9,96 sek. Heimsmet Lewis er 9,92 sek., en metið sem Johnson setti í Seoul 1988 - 9,79 sek. var dæmt ógilt eftir að upp kom að hann hafi notað örvandi lyf. Svisslendingar eru bjartsýnir á að Lewis og Johnson taki þátt í Grand Prix-móti í Zúrich 7. ágúst. Ken Andersson, sem á sæti í nefnd- inni sem sér um mótið í Malmö, sagði í gær að hann gæti ekki sagt um hvort að þeir Lewis og Johnson eigist við fyrir mótið í Malmö. „Það er öruggt að mótið hjá okkur er það eina sem þeir félagar og Bur- .rell, eru skráðir sem keppendur," sagði Andersson. Um helgina Stjörnuhlaup FH Stjörnuhlaup FH fer fram í dag kl. 14. Hlaupið verður í sex flokkum og verð- ur hlaupið frá líkamsræktarstöðinni Hress við Bæjarhraun. Bordtennis Stóra unglingamót Víkings verður haldíð í TBR-húsinu á morgun, sunnu- dag. Keppni hefst kl. 13. Billiard Fimmta stigamót Billiardsambands ís- lands og Tryggiungarmiðstöðvarinnar fer fram um helgina. 8-manna úrslit fara fram í Sportklúbbnum á sunnudag og hefjast kl. 9.45.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.