Morgunblaðið - 02.02.1991, Qupperneq 51
KNATTSPYRNA
England,
Frakkland
og Marokkó
sækja um
HM1998
ENGLAND, Frakkland og
Marokkó eru einu þjóðirnar
sem hafa sótt um að halda
úrslitakeppni heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu
1998. Alþjóða knattspyrnu-
sambandið (FIFA) býst þó
við að fleiri þjóðir eigi eftir
að bætast í hóp umsækj-
enda áður en fresturinn
rennur út næsta föstudag.
Frakkar og Englendingar
hafa áður haldið úrslita-
keppni heimsmeistaramótsins,
Frakkar 1938 og Englendingar
1966. Marokkó, sótti um að
halda keppnina 1994, en var
hafnað þar sem Bandaríkin
hrepptu hnossið.
Englendingar, sem einnig
hafa sótt um að halda úrslita-
keppni Evrópumótsins 1996,
vonast eftir að FIFA velji Eng-
land 1998. „Nú hafa ensk liði
öðlast keppnisrétt í Evrópu-
keppni félagsliða og enskar
knattspyrnubullur hafa haft
hægt um sig. Þess vegna held
ég að FIFA og UEFA sýni um-
sóknum okkar meiri skilning,"
sagði David Blöomfield, tals-
maður enska knattspyrnusam-
bandsins.
ÍÞRÓmR
FOLX
■ MÁR Hermannsson varð í
þriðja sæti í 3000 m hlaupi á móti
í Gautaborg í vikunni. Hann hljóp
á 8.33,25 mín., sem er sek. frá
hans besta tíma á vegalengdinni.
Jóhann Ingibergsson varð í
fimmta sæti á 8.42,12 mín.
H ANDREAS Thom hjá Bayer
Leverkusen fór ekki í æfingaferð
með félaginu. Hann var lagður inn
á sjúkrahús til rannsóknar. Thom
hefur verið með höfuðverkjaköst
að undanförnu.
I ALAN Mclnally, miðheiji hjá
Bayern Munchen, verður frá
keppni í sex vikur. Hann meiddist
á kálfa í æfingaleik í vikunni - lið-
bönd tognuðu.
H WOLVES keypti í gær Paul
Brich á 400 þús. pund.
ÚRSLIT
Handknattleikur
2. deild karlii:
ÍBK - Ármann .....'..............21:26
2. deild kvenna:
ÍBK- Ármann......................16:12
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild:
Snæfell - Þór....:...............frestað
Knattspyrna
Frakkland
1. deild:
Bordeaux - Marseille............1:1
C. Dugarry (21.) - Chris Waddle (74.).
Áhorfendur: 35.000.
■Marseille lék einum leikmanni færri mest
allan síðari hálfleik þar sem Bernard Ca-
soni var rekinn af leikvelli á 54. mínútu.
Stada efstu iiða:
Marseille.......25 16 4 5 50:20 36
Mónakó......:...24 11 8 5 29:21 30
Auxerre.......24 11 7 6 35:23 29
Lyon............24 11 5 8 27:30 27
Montpellier........24 9 8 7 37:25 26
/MiÓlTOÍLAL'CAmisffiffi.ffiétófAÍ! ii.il' ág
KORFUKNATTLEIKUR
Valur ekki í banni gegn KR
Aganefnd KKÍ var áður búin að úrskurða Val í leikbann gegn KR, en málið var
endurupptekið í gær og þá var fallið frá leikbanninu
FORRÁÐAMENN úrvalsdeild-
arliðs Tindastóls frá Sauðár-
króki óskuðu eftir þvívið aga-
nefnd KKÍ að mál Vals Ingi-
mundarsonar yrði endurupp-
tekið, en hann hafði verið úr-
skurðaður í eins leiks bann á
fundi aganefndar sl. þriðjudag.
Aganefnd KKÍ samþykkti þessa
málaleitan og tók málið aftur
fyrir i gær og úrskurðaði þá að
Valur fengi ekki leikbann.
Valur átti að vera í leibanni í
ieik Tindastóls og KR á sunnu-
daginn. Forráðamenn Tindastóls
vissu ekki af kærunni á hendur
Val, sem hann fékk eftir bikarleik-
inn gegn Njarðvíkingum og fóru
þess vegna fram á að málið yrði
tekið fyrir aftur svo þeir gætu hald-
ið uppi vörnum. Það var svo tekið
fyrir hjá aganefnd KKÍ í gær eins
og áður segir.
Að sögn Þorgeirs Inga Nálsson-
ar, formanns aganefndar KKI, seg-
ir í starfsreglum aganefndar að
leikmenn skuli fara í eins leiks bann
við brottrekstur. í- máli Vals var
ekki um það að ræða, heldur fékk
hann kæruna vegna. ummæla við
annan dómara leiksins eftir leik.
„Ef það flokkast undir ofsafengna
framkomu má úrskurða leikmann í
bann. En þar sem það kom í ljós í
gær að ekki var um ofsafengna
framkomu að ræða var fallið frá
kærunni á Val,“ sagði Þorgeir Ingi.
Mál Ivan Jonas, leikmanns Tina-
stóls, var einnig tekið fyrir í gær
að ósk Tindastóls og var hann úr-
skurðaður í eins leiks bann og tek-
ur bannið gildi á hádegi næsta
föstudag. Jonas tekur því út leik-
bannið gegn Haukum 17. febrúar.
Fimm leikirá sunnudag
HEIL umferð verður í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudag.
Snæfell og Grindavík mætast í Stykkishólmi kl. 16.00. Hinir fjórir
leikirnir hefjast kl. 20:00. Þór og Haukar leika á Akureyri, Valur og
Njarðvík að Hlíðarenda, ÍBK og IR í Keflavík og Tindastóll og íslands-
meistarar KR á Sauðárkróki.
Valur Ingimundarson í leik gegn KR-ingum.
KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN || HANDKNATTLEIKUR
Isiah
Thomas
undir
hnffinn
Isiah Thomas, leikstjórnandi
meistaraliðs Detroit Pistons,
inun ekki leika með félaginu fyrr
en í úrslitakeppni NBA-deildarinn-
ar. Thomas varð að
Frá fara undir hnífinn
Gunnarí vegna meiðsla á
Valgeirssyni hægri hendi. Hann
i Bandaríkjunum ^ ^ ,ejk - bQrði
og lét laga liðbönd á hægri fæti
um leið.
Þetta hefur orðið til þess að
breytingar hafa verið gerðar á bytj-
unarliði meistarana. „Örbylgjuofn-
inn“ Vinnie Johnson er kominn á
ný í byijunarliðið og leikur í stöðu
Isiah Thomas.
skotbakvarðar, en þá stöðu lék Joe
Dumars. Hann hefur nú tekið stöðu
Thomas sem leikstjórnenda.
Hans
marka-
hæstur
- hefurgert7,8 mörk
að meðaltali í leik
Hans Guðmundsson úr KA er
markahæstur í 1. deild karia,
VÍS-keppninni í handknattleik, þeg-
ar 19 umferðum er lokið. Hann
hefur gert 148 mörk, eða 7,8 mörk
að meðaltali í leik. Hans hefur einu
sinni orðið markakóngur íslands-
mótsins í handknattleik, árið 1988.
Hér á eftir fer listi yfir marka-
hæstu leikmenn deildarinnar:
Hans Guðmundsson, KA.............148/19
Valdimar Grimsson, Val..........14t)/23
Konráð Olavson, KR...............137/17
Stefán Kristjánsson, FH..........127/40
Petr Baumruk, Haukum.............115/26
Gylfi Birgisson, ÍBV.............112/30
Gústaf Bjamason, Selfossi....1...110/11
Guðjón Amason, FH................106/ 5
Hans Guðmundsson.
Páll Ólafsson, KR...................105/16
Karl Karisson, Fram.................100/11
Birgir Sigurðsson, Víkingi 98
Magnús Sigurðsson, Stjörnunni...... 98/33
Sigurður Bjarnason, Stjörnunni..... 94/ 7
Sigurður Gunnarsson, IBV............ 88/21
Alexej Trúfan, Víkingi.............. 88/32
Halldór Ingólfsson, Gróttu.......... 86/40
Stefán Arnarson, Gróttu............. 85/20
Sigurður Sveinsson, KR.............. 84/ 2
Ólafur Gylfason, ÍR................. 83/23
EinarG. Sigurðsson, Selfossi........ 82 2
Jakob Sigurðsson, Val.............. 81/ 1
KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN
KSI ætlar ad
gera Mjólkurbikar-
keppnina veglegri
Nýrsamningurvið markaðsnefnd mjólkuriðnað-
arins gefur KSÍ níu milijónir króna
Við munum gera allt til að gera
Mjólkurbikarkeppnina sem
veglegasta í framtíðinni," sagði
Stefán Konráðsson, framkvæmda-
stjóri Knattspyrnusambands ís-
lands, eftir að sambandið og mark-
aðsnefnd mjólkuriðnaðarins gerðu
í gær nýjan þriggja ára samning í
sambandi við bikarkeppnina í knatt-
spyrnu - Mjólkurbikarkeppninnar.
Markaðsnefnd Mjólkuriðnaðarins
greiðir KSÍ árlega þrjár milljónir
kr., sem er verðtryggð upphæð,
vegna Mjólkurbikarkeppninnar.
„Við skuldbindum okkur að leggja
meiri vinnu í Mjólkurbikarkeppnina
og að gera hana sem veglegasta
og spennandi fyrir leikmenn og
áhorfendur," sagði Stefán.
Markaðsnefndin . mun leggja
meira en áður til að kynna Mjólkur-
bikarkeppnina út um allt land.
Samningur Mjólkarbikarinnar undirritaður. Neðri röð f.v. Oddur Helga-
son, markaðsnefnd, Óskar Gunnarsson, forstjóri Osta og Smjörsöiunnar, Eg-
gert Magnússon, formaður KSÍ, Páll Svavarsson, markaðsnefnd. Efri röð: Ólaf-
ur E. Ólafsson, markáðsstjóri, Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri KSÍ og
Þórarinn E. Sveinsson, markaðsnefnd.