Morgunblaðið - 17.02.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.02.1991, Qupperneq 7
r oMORGUNELAÐlÐ SUNNUDAGUR '17/ FEBRÚAft >1991 ic a7 Kolbrún vinnur fyrir hádegi í Seðlabanka íslands og á meðan er dóttirin, Arna Kristín 5 ára, á leik- skóla. Handboltaæfingamar hefjast yfirleitt um sex-leytið sem þýðir að eiginmaðurinn, Guðmundur Kol- beinsson, húsasmiður og handbolta- dómari, sér um kvöldmatinn handa börnunum. „Ég þarf ekkert að ganga á eftir honum. Matartilbúningur er mikið áhugamál hjá honum þannig að hann fer létt með að fæða bömin á meðan ég stunda mínar æfingar. Maður verður eftir bestu getu að lifa heilsusamlega. Ég get þó ekki sagt að ég sé mikið á varðbergi gagnvart því sem ég læt ofan í mig.“ Kolbrún segir að bömin ráði því alfarið sjálf hvort þau stundi íþróttir eða ekki. „Dóttirin, sem er fimm ára, er varla orðin nógu gömul, en Kolbeinn, sem er 12 ára, er farinn að æfa bæði fótbolta og handbolta og er hann meira að segja í markinu í handboltanum eins og mamman. í fyrstu hafði hann engan sérstakan áhuga, byijaði, hætti og byijaði svo aftur. Aftur á móti fæ ég mikla hvatningu að heiman. Þau styðja öli við bakið á mér og em dugleg við að mæta á leikina.“ Aðspurð um önnur áhugamál, sagði hún að skíðin tækju líklegast við af handboltanum. „Ég er að reyna að draga eiginmanninn með mér á skíði á vetuma, en sem unglingur var ég mikið á skíðum og keppti reyndar töluvert líka. Svo höfum við þessar eldri, aðallega þó þær konur sem hættar em að æfa, stofnað okk- ar eigin saumaklúbb þó lítið fari fyr- ir hannyrðum á þeim vettvangi," segir Kolbrún. „Ég held að konur geti haldið eins lengi áfram í keppnisíþróttum og þær treysta sér til. Það verður hver og ein að finna það út fyrir sig. Eflaust er ég eitthvað þyngri á mér nú en áður. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því. Kannski er maður bara þreyttari andlega. Maður er jú alltaf bundinn þessum æfingum. Það em margir af mínum ættingjum og kunningjum, sem ekkert skilja í því hvernig ég get fórnað mér svona fyrir handboltann. Og ýmsum fínnst komin tími til að ég fari að leggja skóna á hilluna, komin á þennan ald- ur. Sjálf veit ég ekki hversu lengi ég held áfram. Þetta hlýtur að vera rosalega gaman. Annars væri maður ekki í þessu,“ segir Kolbrún Jóhanns- dóttir. Ég aet vissulega verii mamma þeirra sumra - segir Kolbrún Leifsdóttir, körfuknattleikskona „ÉG ER frá ísafirði og þar byrj- aði ég að æfa körfubolta 14 ára. Það var eiginlega leikfimikenn- ari, sem kom til Isafjarðar einn veturinn, sem smitaði okkur nokkrar og upp frá því byrjuð- um við reglulegar æfingar. Ég var líka mikið i sundi á þessum árum og setti m.a.s. nokkur ís- landsmet. En þegar ég varð 16 ára lá leiðin í Menntaskólann á Akureyri. Þá var ég að mestu hætt sundæfingum og körfu- boltaæfingar lágu niðri á mennt- askólaárunum. Tveimur árum eftir stúdentspróf fór ég suður í Kennaraháskólann og það er ekki fyrr en þá að ég byrja af krafti með ÍS,“ segir Kolbrún Leifsdóttir, sem skipar lið IS í körfubolta og er auk þess fjög- urra barna móðir, en hún mun næsta sumar halda upp á fer- tugsafmælið. Kolbrún starfar utan heimilis sem kennari í hálfri stöðu sem kennari. „Ég útskrifaðist úr Kennaraháskólanum 1976 og var heimavinnandi húsmóðir þar til fyrir fjórum árum, en ég byijaði að kenna þegar mín yngsta dóttir fór í sjö ára bekk. Ég hef spilað eins lengi ófrísk og ég hef treyst mér til, allt upp í það að vera geng- in með hátt í fímm mánuði. Aðeins einu sinni man ég eftir því að þjálf- arinn tæki það mjög nærri sér að ég væri að spila svona á mig kom- in og það var einmitt Ameríkani sem þá var okkar þjálfari. Hann varð dauðskelkaður um leið og eitt- hvað var stjakað við mér.“ „I nokkur undanfarin ár hef ég verið að segja að þetta sé síðasta árið mitt í körfuboltanum. Svo hef ég náttúrulega aldrei staðið við þau orð. Þetta er svo fínn hópur og þegar maður er á vellinum með þessum yndislegu stúlkum, þá fínn- Kolbrún Leifsdóttir, Jón Óskarsson og börnin fjögur, þau Óskar Ófeigur 15 ára, Sigrún 14 ára, Alda Leif 11 ára og Eygló 10 ára. Kolbrún Leifsdóttir á körfuboltaæfingu með ÍS. ur maður ekki fyrir neinum aldurs- mun þó ég geti vissulega verið mamma þeirra sumra. Þær eru ekki ennþá farnar að kalla mig mömmu, en einhvem tíma þegar við vorum að keppa, þá heyrði ég einn mótherjann arga: „Á ég að passa kerlinguna." Auðvitað tekur maður svona lagað ekki nærri sér. Þetta er aðeins sagt í hita leiksins." Kolbrún segir að þjálfari liðsins skipti miklu máli og eflaust hefði hún ekki haldið áfram í vetur ef þjálfari IS, Jóhann Bjarnason, hefði ekki ákveðið að halda áfram, en þetta er annað árið hans með ÍS- stelpurnar. „Það er virkilega gaman á æfíngunum og hann er með mjög fjölbreyttar og skemmtilegar æf- ingar.“ Kolbrún hefur tvisvar sinn- um orðið íslandsmeistari með ÍS og hefur liðið góða von um bikarinn í ár auk þriggja annarra liða, Hauka, IR og Keflvíkinga. Þær konur, sem eru á aldur við Kolbrúnu ogeinu sinni léku með henni í aðalliði ÍS, hafa nú allar dregið sig í hlé, en koma þó saman vikulega í 45 mínútur í senn til að spila körfubolta. Það fínnst Kol- brúnu hinsvegar allt of lítið — hún segir að það taki því ekki að mæta fyrir svo lítinn tíma. Kolbrún segir að börnunum finn- ist ekkert eðlilegra en að mamman sé á æfingum þó hún sé að nálgast fertugsaldurinn. „Krakkarnir hafa alist upp með þessu og eru vitan- lega mjög stolt þegar mamma vinn- ur. Að sama skapi taka þau það mjög nærri sér ef mamma tapar. Ég veit ekki hvort ég er tapsár. Ég er a.m.k. mjög fljót að jafna mig. Maður er að verða svolítið skynsamari en áður. Þetta er bara leikur, ekki satt? Það er ekki laust við það að ég fínni meira til fóta- þreytu nú en á mínum yngri árum. Ég virðist ekki þola álagið eins vel og ég gerði einu sinni og þarf nú lengri tíma til að jafna mig eftir erfiða leiki. Það hefur verið árviss viðburður hjá mér að bæta á mig nokkrum aukakílóum á sumrin og hef ég verið um það bil tvo mánuði á haustin að komast í toppform. Og nú orðið er það mikilvægt atr- iði fyrir mig að slaka ekki á í jóla- fríinu þó yngri stelpurnar geti leyft sér það.“ Eiginmanni sínum, Jóni Óskars- syni, kynntist Kolbrún á vettvangi íþróttanna, en hann var körfuknatt- leiksþjálfari ÍS þegar Kolbrún fór fyrst að mæta á æfíngar. „Hann hvetur mig óspart og er duglegur við að drífa mig af stað. Stundum er eins og maður sé á kafí í verkefn- um, bæði heima og í vinnunni, en allt er þetta spuming um að hag- ræða sínum tíma. Þá skiptir líka máli að sjálf keyri ég ekki bíl í Reykjavík. Ég hef aldrei þorað út í umferðina héma þannig að mað- urinn minn verður að gjöra svo vel að keyra mig á æfíngar og sækja mig oft aftur.“ Kolbrún segist vera alæta á íþróttir. Hnefaleika muni hún þó aldrei þola, en golf ætlar hún að geyma til seinni ára. „Golf er sú íþróttagrein, sem kitlar mig mjög mikið og ég hef hugsað mér seinna meir að plata eiginmanninn með mér í það. Golf er kjörin íþrótt fyr- ir hjónafólk“. Þoð er alltaf vísst álog, sem fylgir hverri keppni segir Unnur Stefánsdóttir hlaupakona HÚN SKAUT keppinautum sín- um heldur betur ref fyrir rass á landsmótinu, sem haldið var í Mosfellsbæ sl. sumar, þegar hún sigraði í 400 metra hlaupi, þá 39 ára gömul, á meðan mótherj- ar hcnnar voru um eða innan við tvítugt. „Þetta var mjög sér- stæð tilfinning. Ég hef oft keppt á landsmótum, en að lenda í fyrsta sætinu í 400 metrum hef- ur aldrei áður koniið fyrir. Þess- ar stúlkur, sem voru að keppa líka, gætu hafa verið dætur mín- ar þó ég finni reyndar ekki fyr- ir neinu kynslóðabili þegar út á völlinn er komið. Mér finnst ég alltaf vera ósköp ung. Ég veit hinsvegar ekki hvað hinar stelp- urnar hugsa um mig,“ segir Unnur Stefánsdóttir, en hún varð fertug 18. janúar sl. og stundar æfingar enn af kappi og ætlar ekki að hætta á meðan hún hefur gaman af. Þannig var að ég vissi ekki lengi vel hvort ég ætti nokkuð að vera að blanda mér í landsmótið vegna þess að ég hafði tekið að mér að vera kosningastjóri í sveit- arstjórnarkosningunum sl. vor og þar af leiðandi varð ég að ýta æf- ingum frá mér um tíma. Ég sló þó til með þessum góða árangri Unnur á æfingu Kópavogs. vesturbæ og ég held hreinlega að þessi hvíld hafí aðeins verið til góðs. Stundum getur verið að maður æfí of rnikið." Unnur er alin upp í Vorsabæ í Árnessýslu. Ellefu ára gekk hún til liðs við ungmennafélagið í sveit- inni og keppti framan af í lang- stökki, hástökki og spretthlaupum. Eftir að hafa gengið í gegnum héraðsskólann að Laugarvatni og síðar húsmæðraskólann þar, lá leið- in í Fósturskóla íslands. Þá, rúm- lega tvítug, fór hún að færa sig yfir í 400 og 800 metra hlaup sem hafa verið hennar aðalkeppnis- greinar fram til þessa. Frá 1973 til 1981 fór lítið fyrir keppni þó alltaf hafí hún tekið þátt í einhverj- um mótum. „Svo þegar ég byijaði aftur þrítug fannst mér þetta vera svo óskaplega gaman að ég fór að æfa á fullu og þá fór líka árangur- inn að sýna sig.“ Unnur segist æfa fímm sinnum í viku, tvo tíma í senn, og á vet- urna bætir hún erobikki og þrekæf- ingum við. Þrekæfíngarnar stunda ég í æfíngamiðstöð og hafa þær styrkt mig mikið. Ég finn að ég þarf að hafa melra fyrir þessu eft- ir því sem aldurinn færist yfír. Snerpan er ekki eins góð og áður. Maður er ekki alveg eins fljótur í startinu." Eiginmaður Hennarer Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda og eiga þau tvo syni, 13 og 15 ára. „Það var árið 1981 að fjölskyldan fylgdi mér á landsmót til Akureyrar. Fi'am að þeim tíma hafði maðurinn minn ekki stundað Hjónin Unnur Stefánsdóttir og Hákon Sigurgrímsson ásamt sonum sinum, Grími 13 ára og Finni 15 ára. neinar íþróttir eða líkamsrækt að neinu tagi og var ansi oft farin að kvarta um höfuðverk enda kyrrset- umaður og innivinnandi allan dag- inn. En eftirþetta landsmót ákvað hann sjálfur að fara af stað og nú er svo komið að hann fer fjórum sinnum í viku í heilsurækt og skokkar auk þess stundum með mér. Að mínu mati eiga bameignir ekki að koma í veg fyrir að konur geti sinnt íþróttum ef viljinn er fyrir hendi. Það er æfingin sem skiptir máli og því meir sem lagt er á sig, þeim mun betri árangur næst. Síðust tvö til þijú árin hef ég verið að leggja minni og minni áherslu á keppni. Ég hleyp meira til að halda mér í góðu líkamlegu og andlegu formi þó ég taki alltaf þátt í einhveijum mótum. Keppni slítur manni óneitanlega dálítið út því það er alltaf visst álag sem fylgir hvetju móti. Maðurinn minn segir að ég sé stressuð fyrir keppni. Eflaust er það rétt hjá honum þó ég forðist að láta mikið á því bera. Á hinn bóginn held ég að þessar keppnir hafi hjálpað mér svolítið í pólitíkinni. Maður er búin að fá ákveðna þjálfun íþví að undirbúa sig.“ Unnur segir fjölskylduna leggja töluvert upp úr hollustu og hún endurspegli matseðilinn hveiju sinni. „Strákarnir hafa vanist á hollmeti og þeim finnst t.d. alveg sjálfsagt að taka lýsi á morgnana. Gosdrykkir eru yfírleitt ekki til á heimilinu. Auk þess eru kökur og sætindi lítið notuð. í staðinn ertil nóg af grófu brauði og áleggi. Vegna þess að ég er mun minna heima en maðurinn minn, þá hefur hann alfarið tekið við þeirri starf- semi, sem að öllu jöfnu fer fram í eldhúsinu auk þess sem hann sér um öll matarinnkaup til heimilisins. Eldamennska er hans áhugamál og ég held að mér sé óhætt að segja að hann sé hinn besti kokk- ur. Þetta hefur hann gert síðan 1987, en þá fór ég í fullt starf utan heimilis, var auk þess komin í pókitíkina og var ennþá að hlaupa. Það er helst að ég vaski upp á eft- ir og svo sé ég um þvottinn.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.