Morgunblaðið - 20.02.1991, Side 7

Morgunblaðið - 20.02.1991, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR Í991 Göngustígar lagfærðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekkert lát virðist vera á veðurblíðunni. Menn nota tækifærið og dytta að ýmsu sem yfirleitt bíður vors- ins. Starfsmenn borgarinnar eru til dæmis að lag- færa göngustíga í Hljómskálagarðinum um þessar mundir. Skipt er um jarðveg í þeim og síðan er ætlunin að malbika þar yfir þegar veður leyfír. MITSUBISHI MOTORS HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 □ Handskiptur / Sjálfskiptur □ Aflstýri og veltistýrishjól □ Framdrif Verð frá kr. 722.880.- Sorphaugarnir í Gufunesi í fyrra: UM 40% landsmanna hafa aldrei horft á útsendingar gervihnatta- stöðvanna SKY og CNN, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsv- ísindastofnun hefur framkvæmt fyrir menntamálaráðuneytið. Um tveir þriðju aðspurðra höfðu eitthvað horft á fréttir þessara stöðva síðan þær hófust og töldu 98,8% þeirra það ekki hafa orðið til þess að þeir horfðu minna á kvöldfréttatíma íslensku sjónvarpsstöðvanna. Könnunin var framkvæmd dag- ana 8.-12. febrúar 1991 og var leitað til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu. Alls fengust svör frá 1.068 manns og er það 71,2% svarhlutfall. Var markmið könnunarinnar að afla upplýsinga um í hve miklum mæli fólk hefði horft á fréttaútsending- ar gervihnattastöðvanna og álits á þeim. Af þeim sem eitthvað hafa horft á útsendingar gervihnattastöðv- anna töldu 39,5% þær vera góðar, 45,9% sæmilegar en 14,7% lélegar. Þá var spurt hvort að mennta- málaráðherra hefði átt að loka fyrir sýningar Stöðvar 2 á frétta- sendingum CNN þegar þær hófust eða leyfa þær eins og gert var. Töldu 79% þeirra sem tóku afstöðu að leyfa hefði átt sendingarnar en 18% að loka hefði átt fyrir þær. 83,6% aðspurðra töldu' hins vegar að stjórnvöld ættu að setja ákveðn- ar reglur um þýðingarskyldu en 16,4% töldu að sjónvarpsstöðvar ættu að ráða því sjálfar í hve mikl- um mæli þær þýddu erlent sjón- varpsefni. Reglur um þýðingar- skyldu töldu 14,9% að ættu skil- yrðislaust að gilda um allt efni en 68,6% voru þeirrar skoðunar að heimila mætti ákveðnar undan- tekningar frá þýðingarskyldunni. Einnig var í könnuninni spurt hvort fólk teldi óvenju mikinn vanda steðja að íslenskri tungu. 16% voru mjög sammála því að óvenju mikill vandi steðjaði að islenskri tungu vegna erlendra áhrifa og 29% voru frekar sam- mála því. Alls töldu því 45% óvenju mikinn vanda steðja að tungunni en 47% voru ósammála því. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, sagði þegar könnunin var kynnt í gær, að síðar í vik- unni yrði kynnt nefndarálilt um endurskoðun útvarpslaga. Sagði hann gagnlegt að hafa þessa skýrslu til hliðsjónar þegar ákvarðanir verða teknar í þeim efnum. Persaflóastríðið: Afgreiðslufrestur á þyrlum lengist AFGREIÐSLUFRESTUR á þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur haft augastað á hefur lengst í kjölfar átakanna við Persaflóa og þykir ljóst að tafir verða á afgreiðslu þyrlnanna meðan stríðið geisar. Það eru einkum franskar Dauph- in II þyrlur sem Landhelgisgæslan hefur beint sjónum að en þær hafa verið í notkun við Persaflóann í tengslum við ýmsa þjónustu. Heimild er í fjárlögum fyrir Land- helgisgæsluna að kaupa björgunar- þyrlu og taka til þess nauðsynleg lán að því tilskildu að önnur fjár- mögnun komi til og er í því tilliti einkum litið til happdrætta. Sigurður Steinar Ketilsson, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni, sagði að ljóst væri að afgreiðslu- frestur á þyrlum lengdist almennt vegna Persaflóastríðsins. „Hvort sem það eru þessar vélar sem eru notaðar eða ekki er ljóst að það þrengist um aðrar vélar á markaðn- um. Þeir sem ætla á annað borð að kaupa þyrlu leita á annan mark- að,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að stjórnvöld yrðu að taka ákvörðun um þyrlukaup fýrir Landhelgisgæsluna hið fyrsta því við svo búið mætti ekki standa. aldrei horft á SKY eða CNN Fjórðungi meira sorp á haugana en árið áður Lokað verður í Gufunesi innan skamms RÚMLEGA fjórðungi meira sorp barst á sorphaugana í Gufunesi á síðasta ári en árið áður. Svipað magn af húsa- og iðnaðarsorpi barst úr Reykjavík, og sömu sögu er að segja um nágrannabyggð- arlögin, en mun meira barst á haugana með gámaflutningabílum en árið 1989. Það voru rúm 151 þúsund tonn sem bárust á sorphaugana í fyrra þegar allt sorp er talið. Árið 1989 voru það hins vegar um 121 þús- und tonn sem bárust. í fyrra bár- ust tæplega 32,6 þúsund tonn af húsa- og iðnaðarsorpi á sorphaug- ana í Gufunesi frá Reykjavík, en samsvarandi tölur frá 1989 eru 31,1 þúsund tonn og_121 þúsund tonn ef allt er talið. í hverri viku síðasta árs bárust því að meðal- tali 627 tonn af sorpi frá Reykjavík en 599 tonn árið 1989. Munurinn á sorpmagni milli ára virðist fyrst og fremst liggja í því sorpi sem gámahreinsunarbílar flytja á haugana. I fyrra voru það tæp 47 þúsund tonn, í 26 þúsund ferðum, en 1989 voru ferðir þeirra á haugana rúmlega 16 þúsund. Bílfarmar á sorphaugana voru rúmlega 124 þúsund á síðasta ári en árið áður voru þeir rúmlega 98 þúsund. Talað var um það í fyrra, þegar ljóst var að sorp hafði minnkað umtalsvert frá árinu áður, að ástæðan væri kreppa í þjóðfélag- inu. Ef þessi hagfræði öskuhaug- anna er rétt þá er greinilegt að ástandið hefur heldur batnað á síðasta ári. Jóhann Diego, umsjónarmaður sorphauganna, sagði að fljótlega kæmi að því að sorphaugunum í Gufunesi yrði lokað. Búið væri að senda öllum, sem hefðu lóðar- samning, uppsagnarbréf og stefnt væri að því að allt dót sem geymt væri á haugunum yrði farið af svæðinu 1. júní. Könnun á horfun á gervihnattastöðvarnar: Um 40% landsmanna hafa Fiskifélagís- lands 80 ára FISKIFÉLAG íslands er 80 ára í dag, miðvikudaginn 20. febrúar. Fiskifélagið er elstu samtök í sjávarútvegi landsmanna og má rekja stofnun félagsins til þess að á síðari hluta 19. aldar jókst áhugi manna rnjög á eflingu sjávarútvegs í landinu. Markmið Fiskifélags ís- lands hefur frá upphafi verið að efla hag og hvers konar framfarir í íslenskum sjávar- útvegi og veita hinu opinbera umbeðna þjónustu. Starfsemin er tvíþætt, félagsmálastörf og þjónusta við hið opinbera, út- veg og fiskvinnslu, segir í fréttatilkynningu. Félagsmálastarfsemin tengist 55 verstöðvum og helstu hagsmunaaðilum sjáv- arútvegsins, sem kjósa 40 full- trúa til Fiskiþings, en það er haldið árlega. Þjónustustarf- inu er skipt í 6 starfsdeildir og fer sú starfsemi fram í húsi Fiskifélagsins, Höfn við Ingólfsstræti. Þorsteinn Gísla- son fískimálastjóri er fram- kvæmdastjóri Fiskifélags ís- lands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.